Þjóðviljinn - 17.08.1979, Blaðsíða 9
8. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 17. ágúst 1979
Föstudagur 17. ágúst 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9
t nágrenni öskjuhllöarskólans er mikill gróöur og skemmtilegt útivistarsvæöi, en spildan sem Þróunarstofnun hefur til athugunar nær allt aö
Fossvogskirkjugaröi. Hugmyndin er aö vegaspottinn yfir hæöina veröi lagöur niöur en tenging komi út á Kringlumýrarbraut.
Sú vartiöin aö landsmenn lögöu
frásérorf og ljá og héldu suöur tii
höfuðstaöarins i leit aö nýjum
ævintýrum og bétra lífi, — burt
frá striti og amstri sveitanna.
Reykjavik þandist út fyrir gamla
blettinn i kvosinni, inn meö
Elliöaánum, út á Nes og niður I
Fossvogsdal. Nú hefur þessi þró-
un snúist viö, — á siðustu þremur
árum hefur ibúum höfuöborgar-
innar farið fækkandi. Fjöldi fólks
hefur á undanförnum árum flutt
út i úthverfin og gömlu bæjar-
hverfin taka á sig mynd kyrröar
og festu.
En hver veröur framtiöin,
hvaöa stefnu á aö taka i
byggingarmálum á Reykja-
vikursvæöinu? A aö nema land
utan núverandi byggöar viö
Úlfarsfell og Keldur eöa á aö
reyna aö nýta betur þaö svæöi
sem þegar er byggt innan gömlu
borgarmarkanna?
Þróunarstofnun Reykjavikur
vinnur nú aö könnun á svæðinu
vestan Elliðaáa i þeim tilgangi að
finna bletti, þar sem hægt er að
þétta byggðina, án þess aö borg-
armyndin raskist og umhverfi
spillist.
í tilefni af Reykjavikurvikunni
kynnir stofnunin þessa dagana
starfsemi sina aö Kjarvalsstöð-
um og þriöjudaginn var á dag-
skrá „Athugun á þéttingu
byggðar”. Þar var samankominn
álitlegur hópur fólks til aö heyra
og sjá það sem arkitektar og
verkfræðingar borgarinnar hafa
fram að færa varðandi þetta mál.
Er það vissulega fagnaðarefni að
almenningi skuli gefinn kostur á
að kynna sér skipulagsvinnu af
þessu tagi á frumstigi áður en
nokkrar endanlegar ákvaröanir
eru teknar. Þess má geta hér að á
laugardag kl. 17 verður haldinn
annar slikur fundur ásamt skoö-
unarferð.
Fyrir utan fundarsalinn á Kjar-
valsstöðum hefur verið komið
fyrir spjöldum með myndum,
teikningum og skýringum sem
sýna þau fimm svæði sem rann-
sóknaraugu sérfræðinganna hafa
numið staðar viö. A fundinum
gerði Guörún Jónsdóttir arki-
tekt, sem veitir Þróunarstofnun-
inni forstööu, grein fyrir hug-
myndum þeim sem nú liggja
fyrir.
Þau svæöi, sem hér um ræðir,
eru skikinn austan og sunnan
Borgarspitala, svæöi viö öskju-
hliðarskólann, holtiö á Laugar
ásnum viö Vestur- og Austurbrún
og slétturnar vestan Glæsibæjar
og milli Suöurlands-brautar og
Miklubrautar i Sogamýrinni.
Sem byggingarsvæöi hafa öll
þessi svæði sina kosti og galla.
Þar er byggð I kring og þvi auö-
velt að nýta þá þjónustu sem er
fyrir hendi, skóla, verslanir,
gatnakerfi og lagnir, auk þess
sem ný byggð myndi væntanlega
blásalifi i þessi hverfi og skólarn-
ir sem hafa verið að tæmast taka
við sér að nýju. Aætlanir hafa
veriðuppi um að byggja stofnanir
á þrem þessara svæða en tvö
þeirra, Sogamýrin og Laugarás-
inn hafa veriö ætluð til útivistar.
Gallarnir viö hugmyndir um
íbúöabyggð á þessum svæðum
eru þvi þeir að þar yrðu skorin
niður „græn” svæði borgarinnar,
en eftir þvi sem fram kom á fund-
inum á að gæta þess aö væntanleg
byggð falli sem best aö umhverf-
inu og endanlegar tillögur um
byggð verða ekkimótaðar fyrr en
umsögn frá Umhverfismálaráði
og Náttúruverndarráði liggur
fyrir hvaðvaröa minjarfrá jökul-
timanum sem er að finna á
Laugarásholtinu.
I máli Guðrúnar kom fram, að
yfirleitt er gert ráð fyrir að á
þessum svæðum verði byggðar I-
búðir, þó aö ýmislegt annað gæti
komið til greina eins og þjónustu-
fyrirtæki og jafnvel smá atvinnu-
rekstur.
Eftir að kynningunni lauk gafst
fimdarmönnumkostur á að varpa
fram fyrirspurnum og einnig var
dreift spurningarlista þar sem
menn voru beðnir um að segja á-
lit sitt á þéttingu byggðar.
t umræðunum kom fram að
yfirleitt leist fólki nokkuð vel á
þessar hugmyndir en einkum var
bent á holtið i Laugarásnum sem
einstakan blett i Reykjavik.
Þar er eitt af fáum svæðum þar
semminjarfrá jökultimanum eru
ósnertar, jökulsorfnar klappir og
ruðningur. útsýni er einnig feg-
urra en annars staöar I borginni
fráþessarrhæð.þaðansésttil Snæ-
fellsjökuls i góðu skyggni og
fjallahringurinn blasir við inn til
landsins. Svæðið nýtist nú illa til
útivistar þrátt fyrir þessa kosö en
gróður er þó að nema land á
holtinu, ljónslappi, blóðberg og
fleiri tegundir.
Það er þvi margs að gæta við
skipulagningu byggðar á Reykja-
vikursvæðinu, en þaö er ósk
þeirra sem að þessum málum
vinna að sem flestir borgarbúar
láti álit sittI ljós, leggi leið sina aö
Kjarvalsstööum og kynni sér
hugmyndir stofnunarinnar. Skýr-
ingar hanga uppi á göngunum á
venjulegum opnunartima Kjar-
valsstaða og á laugardag kl. 17
verður kynningarfundurinn og
skoðunarferöin endurtekin.
1 dag er á dagskrá Reykja-
vikurviku kynning á Rafmagns-
veitu Reykjavikur. Hefst hún kl.
17 og á sama tima verður einnig
verðlaunaafhending fyrir sigl-
ingar i Nauthólsvik þar sem
siglingaklúbbur Æskulýðsráös
býöur mönnum I bátsferð.
—ká.
Borgarspitalinn á rétt á nokkru iandi til stækkunar sjúkrahússins, en þar fyrir utan er landspilda sem nýta má til þéttingar byggðarinnar I átt til
Fossvogsins.
1 Sogamýri var unnið að slætti þegar ljósmyndarann bar að, en myndin sýnir vel þab
svæði sem hugsanlega má nýta tii byggðar, þó þannig að hesturinn hans Sigurjóns
Ólafssonar fái að njóta sin áfram.
Vestan Glæsibæjar er eitt þeirra fimm svæða sem til greina koma við þéttingu byggöar
i Reykjavik. Eins og sjá má eru þar grasi grónir vellir og sláttur hafinn.
Inn viö Laugarás. Guðrún Jónsdóttir lýsir hugmyndum um byggingar á svæðinu, en þar
er að finna jökulruðning frá Isöld, sérstæðan gróður og einstakt útsýni. Þorleifur Ein-
arsson jaröfr. hlýðir á þungt hugsi, en hann var heldur mótfallinn byggingum þarna.
Kynningarfundur Þróunarstofnunar. Guðrún Jónsdóttir i ræðustól.
Eins og sjá má var fundarsalurinn að Kjarvalsstöðum þéttsetinn.
Fremst á myndinni eru starfsmenn Þróunarstofnunar.
Sogamýri, milli Suðurlandsbrautar og Miklubrautar, er óbyggð og hafa þeir þróunarstofnunarmenn látið sér til hugar koma að þar megi risa nokkur byggð sem
nyti þeirrar þjónustu sem þegar er fyrir i nágrenninu.
Norðan og austan öskjuhliðarskóla er autt svæði sem ætlað var undir
opinberar stofnanir, en tillögur Þróunarstofnunar eru að þar risi Ibúða-
byggö.
A göngum Kjarvalsstaöa var komið fyrir sýningu á uppdráttum,
myndum og teikningum sem sýna hugmyndir Þróunarstofnunar um
þéttingu byggðar á fimm svæðum I Reykjavik.
Eftir kynningarfundinn var farið i skoðunarferð um borgina i strætó.
Kristinn Ragnarsson arkitekt var leiðsögumaður. Myndin er tekin utan
við öskjuhliðarskóla.