Þjóðviljinn - 17.08.1979, Blaðsíða 5
Föstudagur 17. ágúst 1979 WóÐVILJINN — SIÐA 5
Útivist til
Austurlands
Otivist hefur leitast við frá
byrjun að skipuleggja ferðir á
litt þekkt eða ókunn svæði og
hefur unnið gott brautryðj-
endastarf á þvi sviði.
Hinn 21. ágúst verður farið i
sumarleyfisferð til Austur-
lands á nýjar slóðir sem eru
Stórurð — Dyrfjöll og ná-
grenni.
Ferðatilhögun er á þessa
leið:
... Flogið verður i Egilsstaði
kl. 10 á þriðjudagsmorgun og
siöan ekið út að Hrafnabjörg-
um i Hjaltastaðaþinghá og
tjaldað á bökkum Selfljótsins.
Þarna er landslag fagurt og
gönguleiðir góðar i ýmsar átt-
ir, upp i Dyrfjöll og Stórurð, á
Beinageitarfjall út á Héraðs-
sand, i Stapavik og á Selvogs-
nes þar sem þýskir útilegu
menn höfðust við i striðinu.
Einnig verður farið til Borgar-
fjaröar og i Njarðvik og
Njarövikurskriður.
Veiðileyfi er hægt að fá i Sel-
fljðti og á þessum slóðum er
gott berjaland.
Bfllinn þhm og
bensáneyðslan
Oliuverslun Islands hf. hefur nú
gefið út bækling sem heitir: ,,Bill-
inn þinn og bensineyðslan. Nokk-
ur ráð til aukinnar nýtni.” Svo
sem af nafninu má ráða fjallar
bæklingurinn um hvað hver bil-
stjóri getur gert til að fyrirbyggja
óþarfa bensineyðslu bils sins.
Alls eru talin upp 18 atriði, sem
dregið geta, hvert um sig, úr
óþarfri bensineyðslu bila, og
margt smátt gerir ejtt stórt.
Bæklingur þessi er hinn vandað-
asti að allri gerð, litprentaður og
hvert atriði myndskreytt til að
það festist bilstjórum beturi
minni.
Bæklinginn geta allir bilstjórar
fengið' afhentan án endurgjalds á
bensinafgreiðslum Olis.
Tímarit SÁÁ
komið út
Út er komið 1. tölublað 3. ár-
gangs af timariti SAA. 1 blaðinu
er ma. rætt við önnu Þorgrims-
dóttur ráðgjafa hjá SAA og Vil-
hjálm Þ. Vilhjálmsson fram-
kvæmdastj. SAA. Þá eru og
greinar eftir Ingibjörgu Björns-
dóttur deildarstjóra og Kristin
Björnsson sálfræöing um of-.
drykkju.
1 opnu blaðsins er siðan sagt 1
myndum og máli frá fræðshifund-
um SÁÁ um áfengisvandamálið i
hinum ýmsu grunnskólum viða
úti um land.
Húsin tvö sem risin eru aft Vonarlandi. Ljósmynd: Jósep Marinósson.
Stofnun fyrir van-
gefna á Austurlandi
Styrktarfélag vangefinna á
Austurlandi, sem stofnaft var árift
1973, hefur frá stofnun unnift
markvisst aft þvi aft koma upp
hjálparstofnun fyrir vangefna á
Austurlandi, en mikil þörf hefur
veriftfyrir slika stofnun. Arift 1977
var tekin skóflustunga aft fyrsta
áfanga byggingar fyrir vangefna
og valinn staftur undir stofnunina
I Egilsstaftakauptúni og henni
gefift nafnift Vonarland.
Alls er áætlað að reisa sex hús á
svæðinu i þremur byggingará-
föngum. 1 þeim tveimur húsum
sem byggð eru i fyrsta áfanga
verður rými fyrir átta vistmenn
og auk þess aðstaða fyrir stjórn-
un, æfingar og kennslu. Stærð
hvors húss um sig er 210 ferm-
metrar.
Vonarland er að mestu byggt
fyrír opinbert fé, og verður stöðin
þvi i eigu hins opinbera. Þar fyrir
utan hafa fjölmargir aðilar, bæði
félög og einstaklingar styrkt upp-
bygginguna við Vonarland með
rausnarlegum peningagjöfum.
Síðasta sýningin í„Á næstu grösuni'
List í brauðformi
Nýstárleg sýning stendur nú yf-
ir i veitingastofunni Á næstu grös-
um að Laugavegi 42. Myndirnar
sem prýða veggi staðarins eru
allar gerftar úr braufti.
Höfundur myndanna er enginn
tilnefndur, annar en „Doktor
Ulla”, sem er „vindkraftur”.
Doktor þessi er bæfti skapari og
eyðileggjari, hann er guðdóms-
kraftur sem býr i lifinu sjálfu.
Brauðið er lifandi efni. Það er
lifandi áður en það er sett i ofninn
og það heldur áfram að lifa og
breytast i ofninum og jafnvel eftir
að búið er að hengja myndirnar
upp á vegg.
Engin gerviefni koma við sögu
jafnvel litirnir sem notaðir eru til
að skreyta brauðskúlptúrinn með
eru úr riki náttúrunnar. Þess-
vegna má alveg eins éta mynd-
irnar, ef þvi er að skipta. En það
má lika geyma þær, og fullyrti
konan sem kynnti myndirnar fyr-
ir blaðamönnum, að þær mætti
geyma i alltað 30 ár.
Þetta efni, brauðið, býður upp á
marga möguleika. Má t.d. hugsa
sér skemmtilegar veislur, þar
sem brauðskúlptúr væri borinn á
borð.
Myndirnar eru flestar andlits-
myndir og sumar nokkuð illilegar
að sjá, aðrar eru þó sviphreinni.
Hvaö sem liður hinum dularfulla „Djoktor Ulla er vindkraftur, sem býr í öllu lifi, skapar og eyðileggur”.
Framhald á 14. siðu Þe*si m.ynd er af doktornum sjálfum. Ljósmynd: Leifur.
Fegurstu garðar Kópavogs
Veittar hafa verið viður-
kenningar fyrir garðrækt í
Kópavogi og hlaut garður-
inn við Holtagerði 58
heiðursverðlaun bæjar-
stjórnar sem fegursti
garðurinn í Kópavogi þetta
sumar.
Föstudaginn 10. ágúst s.l. fór
fram afhending verðlauna og
viðurkenninga fyrir. fagra garða
og fleira I Kópavogi en það er
Fegrunarnefnd kaupstaðarins
sem veitir þær. Formaður hennar
er Einar I. Sigurðsson heil-
brigðisíulltrúi. í nefndinni sitja
fulitrúar Rotary- og Lionsklúbba
Kópavogs ásamt byggingafull-
trúa og garðyrkjuráðunaut.
Eftirtaldar viðurkenningar
voru veittar:
1. Holtagerði 58, eigendur
Maria G. Sigurðardóttir og
Magnús Norðdahl, en þau hlutu
heiðursverðlaun bæjarstjórnar
fyrir fegursta garðinn i Kópavogi
sumarið 1979.
2. og 3. Vallhólmi 16 og Hraun-
tunga 6 hlutu verðlaun Lions-
klúbbs og Rotaryklúbbs Kópa-
vogs fyrir fagran og snyrtilegan
garð 1979.
4. Vinnuskóli Kópavogs hlaut
viðurkenningu fyrir störf við
snyrtingu og fegrun bæjarins.
5. Hábraut 4 fyrir utanhúss-
skreytingu.
6. Furugrund 10 fyrir litaval á
ibúðarhúsi.
7. Vighóiastigur 15 fyrir snyrti-
legar endurbætur utanhúss.
—AI
Úr
þjóöar-
djúpinu
íhaldið sér um
sína
öngull hefur komist á
snoöir um að tveir ungir lög-
fræðingar sem reka skrif-
stofu i Reykjavik, raka að
sér drjúgum aukaskilding
meðþvi að annast ýmis auð-
veld innheimtumál fyrir
borgina. Einn úr hinum nýja
vinstri meirihluta mun hafa
fett fingur úti þetta við borg-
arritara i fyrra, og fengið
þau svör að tvilembingarnir
væru bara að ljúka málum,
sem annar þeirra hafði á
sinni könnu er hann var
starfsmaður borgarinnar
fyrir nokkru.
önguU veit hins vegar til
þess, að tvilembingarnir eru
enn á ferðinni, og nú með
mál, sem geta vart talist
annað en ný af nálinni, og
aUs ekki frá fyrri starfstima
hins gamla borgarstarfs-
manns. Þetta gerist ámeð-
an borgin rekur sérstaka
gjaldheimtu og hefur meira
að segja sérstakan lögfræð-
ing á launum til að sinna inn-
heimtumálum af þessu tæi.
Það útaffyrir sig sýnir,
hversurakinn bitlingur þetta
er.
Við vinstri menn höfum
aUtaf verið að segja, að þaö
sé ekki nóg að hafa meiri-
hluta heldur þurfi lika að
hreinsa burt gömlu ihöldin
sem eru i embættum borgar-
innar. Það sést best, þegar
aðgætt er, hvaða drengir það
eru, sem ná sér svo auðveld-
lega ljúfan aukaskilding.
Annar heitir Sigurður og er
sonur Sigurjóns lögreglu-
stjóra. Hann býr að auki i
Garðabæ og er þar aðalbæj-
arfuUtrúi fyrir ihaldið. En
hinn —hver ætli það sé? Það
er nefnUega enginn annar en
Jón Magnússon, formaöur
Sambandsungra sjálfstæðis-
manna!!
Matthías tók
af skarið
Mogginn talar um það
þessa dagana, að það sé
þjóðinni fremur heilsuspUl-
andi að stjórnarflokkarnir
skuli ekki sammála að öllu
leyti i Jan Mayen málinu, og
hælist um af stefnufestu
Sjálfstæðismanna. Þar ætti
Mogginn þó að gæta sin á
hála svellinu. öngull getur
nefnilega upplýst Moggann
um það, að þegar Benedikt
Gröndal lagði fram tillögur
sinar i rikisstjðrninni, sem
fjaðrafokið varð útaf, þá
túlkaði hann afstöðu leiðtoga
stjórnarandstöðunnar á
þann veg, að hann væri sin-
um tillögum ekki fráhverfur.
Siðan kom reyndar Matthias
Bjarnason að vestan og tók
af skarið sem flökti i höndum
Geirs. Nú er að visu rétt, að
Benedikt á ýmsa pólitiska
akróbatik á samviskunni, en
I þó færi hann varla að tiunda
afstöðu Geirs fyrir rikis-
stjðrninni, án þess að hafa
fót fyrir henni. Þannig að
Mogginn ætti að lita sjálfum
sér nær, áður en hann pré-
dikar klofning utan eigin
! herbúða.