Þjóðviljinn - 02.09.1979, Síða 3
Sunnudagur 2. september 1979. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3
flöskuskeyti að utan ...flöskuskeyti að utan ... flöskuskeyti aö utan ...
Hnípinn
her í
vanda
Mikil vandræöi rlkja nú i at-
vinnuher USA, en eins og mönn-
um er kunnugt lögðu Bandarikin
niöur herskyldu fyrir nokkrum
árum.
Vandræði þessi stafa aö hluta
til af þeirri ástæðu, að æ færri láta
skrá sig I herinn. Varnarmála-
ráðherra USA, Harold Brown,
sem enn hefur mikla trú á frjálsu
framboöi hermanna bað fyrir
nokkru yfirmenn Bandarlkjahers
um nákvæmar og yfirgripsmiklar
skýrslur um ástandið i hermálum
landsins, og þá einkum með tilliti
til þeirra vandkvæða, sem sigla I
kjölfar minnkandi áhuga banda-
riskra karlmanna á að taka þátt i
herþjónustu.
Skýrslan liggur nú fyrir og lofar
ekki góðu um framtið hersins.
Allar fjórar höfuðdeildir hersins
fara minnkandi sökum mann-
eklu. Einnig eru brögð að þvi að
verri mannkostur en fyrr sýni
áhuga á herþjónustu. Haldi þessi
þróun áfram getur svo farið aö
bandarisk yfirvöld hugleiði að
koma á herskyldu á nýjan leik.
Rafrmgns-
sekkjapípur
Loksins er búiö aö finna upp
rafmagnssekkjapipu. Þetta eðla
hljóöfæri er um 1500 ára gamalt
og þvi timi til kominn aö gefa þvi
nútímalegra hljóð — eöa hvaö?
Þetta felur I sér marga kosti: i
fyrsta lagi getur blásarinn ýtt á
takka sem hleypir á rafknúnum
blæstri og losnar þvi við að reyna
á öndunarfærin. I öðru lagi geta
þeir, sem af einhverjum ástæð-
um eru ekki hrifnir að sekkja-
pipuhljóðum lækkað i hljóðfærinu
eða skrúfað alveg fyrir það.
Georg Smith heitir snillingur-
inn á bak við þessa merku nýjung
Enginn vill lengur ganga i bandariska herinn.
og er ættaður frá Mull á Skot-
landseyjum. Þegar i næsta mán-
uði hefst skoska fyrirtækið
Electro Mechanical Assembly
Ltd. i Glasgow handa við að
framleiða rafmagnssekkjapipur.
Sekkjapipur Smiths framleiða
nákvæmlega sömu yndisfögru
tóna og hin hefðbundnu hlióðfæri,
en eru án sekkjar og blásturs-
belgjar. Verðið á nýju hljóðfær-
unum er um 75 þúsund krónur
islenskar, en venjuleg sekkjapipa
kostar rúmar 600 þúsund krónur.
Hættulegt
að vera
piparsveirm
Piparsveinar lifa 10 árum
skemur en giftir karlmenn!
Amerisk könnun sem nýlega var
gerö IUSA hefur leitt ofangreinda
staöreynd I ljós. Litum nánar á
niöurstööurnar:
Ef karlmenn eru 20% þyngri en
eðlileg þyngd þeirra segir til um,
lifa þeir 900 dögum skemur en
ella. Hins vegar er tiltölulega
hættulaust að drekka kaffi — lif
þitt styttist aðeins um fimm daga
við það.
Bandariskir vettvangskönnuðir
hafa lagt mikla vinnu I að skil-
greina hugtakið „hætta”, þeas.
þau atriði I llfinu sem geta valdið
styttri ævitima. Þegar á þessari
rannsókn stóð, komust menn að
þvi hve hættulegt piparsveinalifið
er. Piparsveinar, séöir sem þjóð-
félagshópur, hafa ákveðnar llfs-
venjur, sem ógna ævitimanum
skelfilega. T.d drekka þeir og
reykja meira en tiökast meðal
giftra kalrmanna og lifa óreglu-
bundnara lifi. Ef þú ert karlmaö-
ur sem lest þessar linur og enn
ógiftur og sé þér það að auki annt
um lifið — þá giftu þig I hvelli!
Útgefandi „Der
Spiegef ’ handtek-
inn með hass
Rudolf Karl Augustein, útgef-
andi þýska timaritsins „Der
Spiegel”, var handtekinn fyrir
nokkru á Sardiniu fyrir að hafa
flkniefni I fórum sinum.
Lögreglan i Cagliari staðfesti
að útgefandinn, sem er 56 ára að
aldri, hafi verið handtekinn er
hann var á leiö um borð i einka-
þotu sina. Lögreglan á flug-
stöðinni fann 40 grömm af kanna-
bis i fórum Rudolfs við vanalega
tollskoðun.
Rudolf Karl Augustein tók við
útgáfu „Der Spiegel” árið 1964 og
hefur siðan gert timaritiö aö einu
mest lesna og virtasta sinnar teg-
undar i Evrópu.
Chaplin meö stafinn.
Stafur
Cnaplins
hverfur
Stafurinn hans Charlies
Chaplins er horfinn. Þaö var
tékkneskt æskurit sem kom meö
þessar upplýsingar fyrir
skömmu. Stafur kvikmyndaleik-
arans góökunna hefur veriö á
safni I Prag en hvarf skyndilega
nýveriö.
Samkvæmt æskuritinu
„MLADY SVET” var það tékk-
neskur leikari sem kom fram i
fimm af myndum Chaplins, sem
kom með stafinn til Tékkósló-
vakiu árið 1947 eftir að hafa þegið
bambusstafinn sem gjöf frá
meistara sinum. Leikarinn færði
tæknisafninu i Prag stafinn aö
gjöf tveimur árum siöar.
Forstjóri tæknisafnsins hefur
lýst þvi yfir að stafurinn sé horf-
inn en ekki gefið neina nánari
skýringu.
SKELLIÐ
rYKKUR
IBÆINN
SKOÐIÐ SÝNINGUNA
Hér er einstakt tækifæri. Vegna sérstakra samninga milli Flug-
leiða, Hótel Esju, Hótel Loftleiða og Alþjóðlegu vörusýningar-
innar, er utanbæjarfólki boðið sérstök vildarkjör á gistingu,
þegar keyptur er flugfarmiði í bæinn og til baka ásamt aðgöngu-
miða á sýninguna. Frí gisting fyrstu nóttina, síðan sérstök kjör.
Snúið ykkur til afgreiðslna og umboðsmanna Flugleiða um land
alltog leitið nánari upplýsinga.
Skellið ykkur af stað. Það er margt að sjá: 150 sýningardeildir.
1OOOm^ sérstök sjávarútvegssýning. Stórglæsilegar Disco tísku-
sýningar. Landsfrægir skemmtikraftar. Skoðunarferðir um
borgina í 2ja hæða strætisvagni.
g
ALÞJÓÐLEG
VÖRUSÝNING
1979
OPNUM
KL.1
FLUGFAR OG GISTING Á GÓÐUM
HÓTELUM, - ALLT í EINUM PAKKA
VELKOMIN TIL REYKJAVÍKUR