Þjóðviljinn - 02.09.1979, Síða 7

Þjóðviljinn - 02.09.1979, Síða 7
Sunnudagur 2. september 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 # mér datt þad i hug — Veistu, hvert er helsta framlag Islendinga til barna- ársins? spuröi mig pólitikus i sturtunum i Vesturbæjarlaug- inni um daginn. — Nei, það vissi ég ekki. — Hvað heldurðu? Ég hélt ekki neitt, af þvi ég hélt hún ætti við eitthvert opin- bert framlag, sem ég ætti að vita um, ef ég fylgdist almenni- lega með. (Þar að auki hef ég aldrei verið góð að geta gátur, ég er alltaf svo hrædd um að geta vitlaust.) — Börn! sagði hún. — Börn! át ég eftir henni og var að velta þvi fyrir mér, hvort hún væri að vera skáldleg. — Já, barnsfæðingum hefur fjölgað um ... á árinu. Hún hefur áreiðanlega haft töluna á reiðum höndum, þvi þetta er mjög klár kona. Já, það hafði ég náttúrlega heyrt. — Af hverju heldurðu aö það sé? spurði hún þá. — Ja, ætli konur séu ekki svona bjartsýnar á, að nú verði þeim hjálpað meira við uppeldið eftir allar þessar umræður. Ætli þær treysti ekki á fleiri barna- heimili og meiri félagslega aö- stoð. Ég skolaði sápuna úr augun- um til að sjá, hvort þetta væri rétt svar, en fann um leið, hvað það var vitlaust. Var ekki einmitt félagsmálaráðherra nýbúinn að taka friar tannlækn- ingar af ófrlskum konum. Enda sagði hún: — Nei, ég held þetta sé merki um efnahagskreppu, og sneri sér i hring undir sturtunni. — Nú, hvernig þá? spuröi ég og snéri mér i hring undir minni sturtu og var i heimskara lagi þennan dag. En svo rann upp fyrir mér ljós, þegar iskalt vatn gusaðist yfir hausinn á mér. Steinunn Jóhannesdóttir skrifar SUMARBÖRN — Off! Já, þúáttvið að þaö sé samdráttur á vinnumarkaðin- um og þá eru konurnar auðvitaö sendar fyrst heim. Þá þarf aö fara aö passa börn. — Já, einmitt, sagði hún, og svo hélt hún stutta og gagnorða ræðu um það, hvernig vont efnahagsástand og áróður og tiska, sem legði áherslu á kvenlegheit og móðurlegheit færi ávallt saman. Og þannig væri ástandið einmitt nú. Ég þóttist sjá, að þetta væri alveg rétt og hálfskammaðist min fyrir að hafa ekki svarað spurningunni svona sjálf. Og samt var ég fegin að hafa ekki misst út úr mér enn vitlausara svar, nefnilega að nú væru allar konur búnar að lesa Vetrarbörn og væri farið að klæja i brjóstin og móðurlífið af löngun eftir þeirri lifshættulegu lifsreynslu að fæða barn og fá það á brjóst. Við þurrkuðum okkur og klæddum og svo hélt hún til sinna pólitísku skyldustarfa, en ég fór upp á fæðingardeild til að heimsækja eitt fórnarlamb kreppunnar. Áður en viö skild- um sagði ég, aö mér fyndist það sannarlega vont, ef konur væru að láta plata sig til að fjölga óvelkomnum börnum i þennan heim á barnaári, en hins vegar þýddi svo sem ekkert annað en berjast þessari jafnréttis- baráttu með börnin á bakinu. Breytingar á þjóðfélaginu verði framvegis að miða við þarfir barna i vaxandi mæli, og þess vegna yrðu þær að vera gerðar af barnafólki, sem þekkti þessar þarfir. I anddyri fæðingardeildarinn- ar tvisté gömul kona I vandræð- um og vissi ekki, hvert hún ætti að snúa sér. — Hér er engin manneskja, hér er ekki nokkur manneskja, — tautaði hún lágt. ... eöa jramlag íslendinga til barnaársins — Ertu að leita að einhverj- um? spurði ég. — Já, ég ætlaði að fara að heimsækja hana dótturdóttur mina og lita á barna-barna- barnið mitt, en ég veit ekki, hvar hún liggur. — Þú átt að ýta á takkann þarna, og þá kemur mynd af konu á sjónvarpsskerminn, sem þú getur beðið um upplýsingar, sagði ég sem var búin að lenda i þessum vandræðum áður. — Nú? sagði gamla konan og ýtti varlega á takkann — svona? og horföi skelfingu lostin á þessa tækninýjung i fæðingar- hjálp. Hún þagði klumsa, þegar myndin birtist og spurði, um hvern hún vildi fá upplýsingar. — Um hvern viljið þér fá upplýsingar? endurtók myndin málmgjallandi. Á leiðinni upp stigann heyrði ég að hún var að stynja upp erindi sinu. Uppi á deildinni var allt fullt af nýjum andlitum, litlum greppitrýnum, sem voru nýbúin að troða sér i heiminn i gegnum þröng göng, mæðrum sinum til ómældra þjáninga. Þau voru orðin 1430 að tölu 27. ág. en 1222 á sama degi i fyrra. Fjölgun, sem nemur 208 börnum. Samt hafa aldrei verið framkvæmdar fleiri löglegar fóstureyðingar en I ár á þessum sama stað vegna þess, hve rauðú-hunda faraldur- inn i vetur var skæöur. Vinkona min lá útaf með tárin i augunum, af þvi brjóstin á henni voru að springa af stálma. Hún var komin með hita, og það var hjá henni ljós- móðir að reyna aö kreista stifl- una úr öðru brjóstinu. Þaö leit út fyrir að vera mjög sárt. A eftir fór hún með mér fram til að sýna mér vininn sinn I gegn- um gler. Þetta var fyrsta barnið hennar og hana hafði ekki grun- að, aö það væri svona vont. Hann hafði setið fastur i leg- göngunum i 3 klukkustundir, þangað til læknirinn kom og mundaði skærin, klippti hana upp aftur I endaþarm og tók drenginn með töngum. Núna kjagaði hún um eins og gigtveik gæs, af þvi hún var öll saumuð að neðan, og það tók svo I. Pabbinn hafði veriö hjá henni og stutt við bakið á henni og haldið I höndina á henni, en þegar hjartslátturinn I henni og barn- inu var kominn niður úr öllu valdi, þegar hann var oröinn mjög veikur og óreglulegur I litla manninum, þá brast hann kjark til að horfa á þessi ósköp lengur og lét sérfræðingum eftir að hjálpa þeim. Og nú horfði þessi afleiðing efnahagskreppunnar, óstyrk á fótum með 60% blóð, hugfangin á frumburð sinn og haföi vissu- lega fætt hann með biblíulegri þjáningu, og ekki hafði hún tek- ið út á hann svo mikiö sem eina plúmbu I tönn. Þetta er sterk og heilbrigð kona, sem leggst ekki upp á þjóðfélagið að óþörfu. En skyldi þjóðfélagið ætla að leggjast upp á hana? Þaö er eftir aö sjá. Skyldi hún fá gott pláss á dagheimili eða leikskóla fyrir son sinn, þegar hún vill komast aftur útl atvinnullfið, eða skyldi hún veröa lokuð inni með menntun slna og reynslu? Skyldi maðurinn hennar geta tekið á sig helminginn af ábyrgöinni á uppeldi og umönn- un sonar síns, eða skyldi hann verða útkeyrður af yfirvinnu og þjóðfélagsþátttökunni I hinu „stóra” samhengi? Getur verið að hún eigi eftir áð lenda I hópi með þeim konum, sem raula texta Ölafs Hauks með Olgu Guðrúnu: ,,Ég er alla jafna ein og sér með angana úr maga mér.” Vonandi ekki. Vonandi fer að fækka I þeim hópi. En það er ekki nóg að losna úr efnahags- kreppunni til að svo veröi, það er líka spurning um afstöðu- breytingu karla til barna sinna. Það er spurning um nýtt verð- mætamat á börnum og sambandinu við þau. — Ég ætla aö eignast barn, þegar ég er orðin stór, sagði dóttir min eftir heimsóknina, — það fylgir þvi svo mikil hamingja. Ég samsinnti henni, það fylgdi þvi mikil hamingja, þeg- ar allt væri um garð gengið, ef allt heföi farið vel að lokum, ef börnin væru raunverulega vel- komin, ef það væru aðstæður til að veita þeim það, sem þau þurfa, — en þú veist, að það er alveg voðalega vont, maður finnur ofsalega til. — Mér er alveg sama, sagði hún og lét ekki hræða sig, — maður lifir það af! — Já, maður lifir þaö af, sagði ég, en hugsaði: Oftast. Tileinkað vinkonu minni Reykjavik 29. ágúst Steinunn Jóhannesdóttir Hansens patent Morgunninn veröur æ þéttari. Þokan, sem I byrjun virtist að- eins syfjulegur árgrámi, hefur sifellt færst I aukana og að lok- um grillir með naumindum I trjágreinarnar I garöinum. I sliku veöri er notalegt að sitja inni og drekka kaffi. En engu að slöur er það eitthvað sem lokkar mig útfyrir; er það þráin að sjá hið gamalkunna I nýju ljósi? Þorpið veður i þoku. Húsin hjúfra sig saman á klettunum eins og þau vilji ekki missa sjónar hvert af öðru. A slikum degi raskast hlutföll og fjar- lægðir. Allt verður einstaklings- bundnara og skilur sig skarpar út úr heildinni. Ibúarnir I Brekkestö eru vanir svona dög- um. Þeir halda sig mest inni við og taka llfinu með ró. Venjulega er ekki um langan tlma að ræða, þokan hverfur jafn skyndilega og hún kemur. Uppi á klettunum veröur þorpið ósýnilegt. Það hvllir ein- hversstaöar niðri I lægðinni og aöeins fótatak stöku sinnum eða hurðaskellur gefur til kynna að þarna búi mannfólk. I and- hverfri stefnu við þorpið liggur hafið. Kyrrt og hljótt. Þaö er llkt og þokan beri meö sér tlma- bundinn dauða: Vindurinn hefur hljóðnað og mávaskrækirnir eru þagnaöir.. Jafnvel hafið hefur lotið I lægra haldi og stöövaö brimárásirnar á klettana. Fjarlægur ómur af þokulúðri berst gegnum þögnina. — Hansens patent, hugsa ég með sjálfum mér. — 0 — Ole Christian Hansen fæddist hér i sveitinni fyrir rúmri öld. Nánara tiltekiö I Eiðshreppi þ. 16. júli 1850. Hann fór snemma til sjós eins og sveitungar hans, aöeins 14 ára gamall klifraði hann um borö I Hliöskjálf frá Grimsstað og hóf þarmeð sjó- mannsllf sitt. Sjö árum slöar lauk hann skipstjóraprófi við stýrimannaskólann I ofan- greindum bæ. A þessum tímum voru ýmis vandkvæði i sam- bandi viö hljóðmerki frá skip- um. Vanalega var notast við fallbyssu ef skipiö var I hafs- nauð eða þoku eða þurfti að gera hafnsögumanni viðvart. Einnig var notast viö lúður, gjarnan nautshorn, sem borinn var að munninum og blásið I. Astandiö I þessum efnum var þolanlegt meðan seglskipin voru við lýði og siglingarhraði litill, en versnaði stöðugt eftir að eimskipin komu til sögunnar. Þau slöarnefndu notuðu sterkar eimflautur sem varð til þess að minni skip sem seglskip áttu erfiðar með að gefa frá sér not- hæf hljóðmerki. Vélarflautur voru þvl teknar I notkun og árið 1879 voru settar reglur þess efn- is aö sllkar flautur eða lúðrar ættu að vera um borð I öllum skipum. Skip Ole C. Hansens lá við bryggju I Hollandi þegar þessar reglur öðluðust gildi. Hann pantaði vélarlúður og komst aö þeirri niöurstöðu aö þessi lúður- gerö sem aðrar á markaðnum værii léleg og skammheyrö- Hann ákvaö að gera betur. Skömmu eftir að hann kom heim til Noregs, hófst hann handa. Brátt heyrðust undar- legustu hljóð úr húsi hans, og ööru hverju sigldi lóösinn til hafs — án þess að finna eim- skipiö sem hann leitaði að. Það leið ekki á löngu áður en O.C. Hansen hafði fullkomnaö til- raunir sínar. Þann 29. júll 1881 fékk hann einkarétt á uppfinn- ingu sinni. Rétturinn gilti til fimm ára og þar gaf m.a. að lesa: „Umgetinn lúöur er óvana- legur I þvl tilliti að blásturs- verkinu er komið fyrir I tré- kassa og samanstendur af tveimur þrlhyrndum belgjum, sem knúnir eru af samfestum öxli með vélarhjóli, aflstöngum og ytri sveif, ásamt þrýstibelg með fjöðrum, sem jafna út- streymi lofstsins. Lúöurinn er venjulegur og er honum komið fyrir á hlið trékassans.” A næstu árum sló þokulúöur- inn I gegn. Bæði herflotinn norski og verslunarflotinn keyptu þessa lúðurgerö, sem bráttgekundirnafninu Hansens patent. Fiskiskipin notuöust einnig við þokulúöurinn, sér- staklega þau sem sigldu á miðin við Nýfundnaland, þvl þar var þokan tlður gestur. Ole Christian Hansen varð frægur maður. Ekki slst I heimabyggð sinni, þar sem hann var einfaldlega kallaður „Þokulúöurs-Hansen”. En svo undarlega vildi til að byggðin eignaðist ekki eintak af sjálfum þokulúðrinum fyrr en 1950. Þá fann gamli hafnsögumaðurinn Brekkestö — III Nils Terjesen gamlan þokulúöur — ekta Hansens patent — af til- viljun I sjónum fyrir utan Eiði. Minjasafn Eystri-Agða fékk lúöurinn, og I dag stendur hann þarna á safninu, eilltið fllsaöur og sorfinn eftir langa legu I sölt- um sjó, sveifin beygluð og tærö. En engu aö slöur dæmi um hug kvæmni og hagleik sjómanns, sem hafði áhuga og skilning á siglingum og geröi sér grein fyrir hættum hafsins. — 0 — Þokulúðurinn hefur hljóðnað. En ómurinn hvllir ennþá ein- hvers staðar I þokunni llkt og hann vilji ekki sleppa takinu á heimabyggð Hansens. Að neðan heyrast taktföst högg. Einhver hefur snúiö trillu I gang. Mávur skrækir. Dauf hafgola strýkur andlit mitt. Brátt hverfur þokan. —ingó.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.