Þjóðviljinn - 02.09.1979, Síða 8

Þjóðviljinn - 02.09.1979, Síða 8
8 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 2. september 1979. INIý plata Heimavarnarliðsins Eitt verð segja þér... Diddi stjórnar söng Heimavarnarliösins á tónleikum I Háskólabiói I vor t vikunni efndu Samtök herstöðvaandstæðinga til btaðamannafundar í veitingasal Hótel Borg til að greina frá útgáfu nýrrar hljómplötu. t»að er ekki á hverjum degi sem út koma hljómplötur og enn sjaldnar sem plata sem þessi lítur dagsins Ijós. Eins og greint hefur verið f rá áður i blaðinu er hér um að ræða baráttu- plötu sem inniheldur lög og Ijóð sem varða Island og frelsi þjóðarinnar á einn eða annan hátt. Mikil vinna Asmundur Ásmundsson for- maður Samtaka herstöövaand- stæðinga sagði að mikil vinna og fórnfúst starf lægi á bakvið þessa plötu. Hún væri eiginlega búin að vera i deiglunni frá þvi i mars. Þegar verið var að æfa efni fyrir Menningardaga her- stöövaandstæðinga nú i vor kom upp sú hugmynd að athuga kostnaðarhlið þess að gefa út baráttuplötu með efni þvi sem flutt yrði á tónleikum i Háskóla- biói 30 mars. Þegar búið var að safna efni og smala saman fólki til að flytja það var hópurinn orðinn mjög stór sem að' flutningi stóð. Sigurður Rúnar segist fyrst og fremst hafa útsett efnið með þennan hóp i huga og þá ein- göngu fyrir tónleikana. Það var alls ekki ákveðið aö gefa út plötu fyrr en i april, nokkru eftir tónleikana. Sigurður sagði á fundinum sl. miðvikudag að hann hefði eflaust útsett ýmis- legt á annan veg ef hann hefði eingöngu haft hljómplötu i huga þegar lagt var af stað. En út- koman væri samt sem áður mjög skemmtileg. Að sögn Ásmundar var oft á tiðum mjög erfitt að koma svo stórum hóp sem að plötunni vann saman, og oft hefði andinn verið misjafn. Það er alltaf erfitt að byggja á sjálfboða- vinnu, en sú er raunin með þessa plötu að allir sem koma fram á henni gáfu sina vinnu. Það hefði verið ógerningur að fara úti þetta verkefni ef greiða hefði átt öllu fólki fuli laun. Að- eins launin hefðu trúlega numið miljónum. Kostnaðarsamt verkefni Þrátt fyrir að allir söngvarar og hljóðfæraleikarar hafi gefið sina vinnu, er kostnaðurinn við gerð plötunnar rúmlega 5 miljónir. Þaraf nemur kostnað- ur við hljóöritun rúmlega helm- ingi og efniskostnaður viö gerð hljómplötunnar og prentun um- slags ásamt öörum kostnaðar- liðum er siðan annar eins. Þaö þykir eflaust ýmsum þessi kostnaður hár, en hann er þó ekki nema rétt tæplega helmingur þess sem gerð hljóm- plötu kostar á almennum mark- aði. Samtök herstöðvaandstæð- inga byggja algerlega á frjáls- um framlögum. Sjóðir samtak- anna eru ekki tryggir og þurftu samtökin þvi að slá sér vixla til að geta mætt þessum útgjöld- um. Það þarf trúlega 1500 til 2000 seld eintök til að ná uppi kostnað plötunnar, en eftir að þeirri sölu er náð, ættu samtök- in að geta haft tekjur af plöt- unni. Að sögn Asmundar eru rúmlega 3000 manns á skrá hjá Samtökum herstöðvaandstæð- inga svo að varla þarf að kviða þvi að platan skili ekki hagnaði. Þaö koma fram rúmlega 40 manns á plötunni „Eitt verð ég aö segja þér...” Þetta er stór hópur og fólkið oröið tvistrað út- um allt. Ekki verður hægt að fylgja henni eftir með tónleika- haldi einsog vaninn er með hljómsveitir sem gefa út plötur i dag. Þeir sem koma fram á plöt- unni eru sönghópurinn Kjara- bót, hljómsveitin Póker, söngvararnir Pálmi Gunnars- „Eins og Gylfi segir, þetta er algerlega ópólitiskt umslag, llklega fyrsta ópólitiska myndin sem hann gerir”. son, Ragnhildur Gisladóttir, Karl Sighvatsson, og Bergþóra Árnadóttir. Auk þess léku nokkrir meðlimir sinfóniunnar á plötunni ásamt fleirum. Anthony Malcolm Cook og Gunnar Smári Helgason sáu um upptökustjórn. en Sigurður Rúnar Jónsson hafði yfirumsjón með verkefninu. Ópólitískt umslag Þó svo að platan sé vissulega pólitisk er það von aðstandenda að hún nái til eyrna sem flestra landsmanna þvi að efnið er nokkuð blandað og flutningur þess með miklum ágætum. Umslag plötunnar hannaöi Umsjón: Jónatan Garðarsson Gylfi Gislason myndlistarmað- ur, en hann er þekktur fyrir sinar pólitisku myndir. Hann sagði hinsvegar á blaðamanna- fundinum að þetta væri alger- lega ópólitiskt umslag. Það er eingöngu hreint og klárt upp- lýsingaplagg sem fylgir plöt- unni. Athygli vekur að með öllum lögunum nema einu eru skrifað- iir hljómar, þannig að þeir sem áhuga hafa á að spila og syngja með geta lært lögin með þvi að lesa hljómana. Þetta er skemmtileg nýjung. Plata Heimavarnarliðsins „Eitt verð ég að segja þér....” er sannarlega ánægjulegt vopn I baráttunni gegn erlendum „varnarliðum”. —jg ...neyslupunktar poppara Nú er kominn sá timi að allir eru farnir aö undirbúa jólin i heimi kaupsýslunnar. Það fer ekki á milli mála að ýmsar hljómsveitir stefna á þennan markað þvi núna á næstu mánuðum hafa ýmsar hljóm- sveitir áætlað plötur til útgáfu. Verða nokkrar þeirra kynntar hér I punktunum. • Bob Dylan er kominn meö nýja plötu sem ber heitið Slow Train Coming. Þessi plata fær ekki sérlega góðar viðtökur I Bretlandi, en gagnrýnendur I Bandarikjunum eru þó jákvæð- ari. A þessari plötu syngur Dyl- an mikíð um trúmál, en eínsog einhverjir vita kannskí er Dylan gyðingur, sem heitir réttu natni Robert Zimmermann. A þessari plötu þykir nokkuö skina I gegn Zionismi og andstaða gegn aröbum vegna oliu-þvingana þeirra I garð vestrænna þjóða. Þetta kunna Bretar hinsvegar ekki að meta hjá Dylan og gagn- rýna hann fyrir bragðið. Annars er þetta ein best unna plata Dylan tónlistarlega séð og eru það helst þeir Mark Knopfl- er og Pick Withers úr Dire Straits sem lifga uppá plötuna. • Nýbylgjuhljómsveitin Blondie sendir væntanlega frá sér plötu i september. Mun plat- an heita Eat the Beat. Blondie átti eina vinsælustu plötu siö- asta árs, Parallel Lines, en af þessari plötu komust fjögur lög uppá toppinn. • Jethro Tull eru ávallt seigir viö að gefa út plötur. Það má vænta nýrrar plötu frá þeim I lok september. Hefur þessi nýja plata þeirra Ian Anderson og fé- laga verið skirö Storm Watch. • Led Zeppelin eru búnir að senda frá sér nýja plötu. Kom útgáfa hennar ýmsum á óvart, þvl mjög hljótt hefur verið um hljómsveitina I nokkuð langan tima, eða allt frá þvf Robert Plant missti son sinn I bflslysi fyrir u.þ.b. tveimur árum. Þessi plata ber heitiö In Through the Out Door. • Hljómsveitirnar Fleetwood Mac og Eagles hafa látiö aðdá- endur sina blöa i tvö ár eftir nýj- um plötum. Þær eru loksins að láta bóla á sér, þvi Eagles senda trúlega frá sér plötuna The Long Runi september, en Fleet- wood Mac gefa ekki plötuna Tusk út fyrr en i nóvember. Það eru eflaust ýmsir orðnir spennt- ir að heyra hvað þessar hljóm- sveitir hafa verið aö fást við all- an þennan tima. • Yes eru að senda frá sér hljómleikaplötuna Yesshows nú á næstunni. Siðasta hljómleika- albúm þeirra Yessongs er ein mest selda plata þeirra, hvað svo sem þessi á eftir aö gera. • Hljómsveitin Toto sem skyndilega varö vinsæl I fyrra er að senda frá sér nýja plötu en það er ekki enn búið að á- kveða nafn hennar.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.