Þjóðviljinn - 02.09.1979, Qupperneq 10
10 SIÐA -r- ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. september 1979.
helgarvídtalíð
Sólu er tekið að halla. Bíllinn krönglast inn Svína-
dalinn og mjakar sér i átt að Draghálsi. Síðsumar-
kvöldið er kyrrt og milt, en loftið ber engu að síður
með sér fyrstu aðkenningu af hausti. Hann stendur á
hlaðinu. Grannur, lítið eitt yfir meðalhæð, þunnhærð-
ur og með gróskumikið, grátt alskegg,sem steypist út
úr alvarlegu og hrukkóttu andlitinu. Kyrrlátur og orð-
fár, umlukinn víðfemu slegnu túni. Skáldið, bóndinn
og allsherjargoðinn Sveinbjörn Beinteinsson.
Teikning og texti: Ingólf ur Margeirsson.
Sveinbjörn hefur átt heima að
Draghálsi frá þriggja ára aldri,
Hann er fæddur innar i dalnum,
en nú er sá bær lagstur i eyði.
Útskýrir fyrir mér i knöppum
setningum að hann sé einbúi, en
eigi tvo syni á fermingaraldri
fyrir austan.
Við göngum inn i lágreistan
bæinn, sem arkitektar og skipu-
lagsfræðingar mundu sennilega
flokka á mörkunum milli lág-
reists sumarbústaðar og kofa.
Eldhúsið er litið, en brakandi
viðargólfið og notalegur kola-
vélarhitinn gefur þvi heimilis-
legan blæ. Tveir steinoliulamp-
ar á veggnum, litill kaldavatns-
krani grúfir sig yfir einmana-
legan vask f horni, nokkrir
kregöulegir kollar, einstaka
myndir á veggjum. 1 öörum
enda eldhússins gamalt trérúm
stutt, og á boröinu stendur mót-
sögn þessa aldna andrúmslofts:
straumlinuformað sjónvarp
knúið rafhlöðu úr bil. Við setj-
umst við borðið, og ég spyr
hvernig. hugmyndin aö Asa-
trúarsöfnuðinum hafi oröið til.
— Viö vorum margir sem
höfðum gengið meö þessa
— Við höfum auglýst fundi i
Reykjavik og svaraö þar fyrir-
spurnum, og okkur hefur einnig
verið boöið i skóla til að kynna
söfnuðinn.
Sveinbjörn segir aldrei
margar setningar i einu. Þögnin
kemur oft skyndilega og óvænt.
Það er ástæðulaust aö fjölyrða
um hlutina.
— En Sveinbjörn, hver er
kjarni Asatrúarinnar?
Hann leggur pipuna frá sér.
— Við leggjum mikið upp úr
hverjum einstakling. Að sér-
hver einstaklingur sé ábyrgur
gerða sinna. (Þögn) Þroski
hvers einstaklings byggir upp á •
þvi, hvernig hann bregst við
sinu umhverfi. Bæöi vinum og
óvinum. Við sækjum lærdóm
okkar i fornar bókmenntir.
Sækjum þroskann i fortiöina og
samtiðina og reynum aö skila
þvi sem best inn I framtiöina.
— Hvaö lærið þiö af
samtiðinni?
— Ja — allt sem okkur berst,
allt sem við þurfum og viljum.
Við viljum lifa i samræmi við
náttúrulögmálin. Vera ekki
fjandsamleg þeim.
Upplýsingin
hugmynd, segir Sveinbjörn
hægt. Ljós röddin stingur óneit-
anlega I stúf viö forneskjulegt
útlitið.
— Þetta voru aöallega kunn-
ingjar á kaffihúsinu Mokka,
sem ræddum þetta. Árið var
1972.1 mai næsta ár var svo búið
að ganga formlega frá öllum
skjölum og fá söfnuðinn opin-
berlega viöurkenndan.
Hann kveikir sér I pipu.
— Ég hef alltaf haft þessa trú.
En i og með var hugmyndin aö
stofnun safnaðarins mótleikur
við öörum trúarbrögðum, sem
þá voru I tisku og stungu upp
kollinum á Islandi. Okkur
fannst aö það væri eðlilegra að
ástunda okkar upprunalegu trú,
Ásatrúna, sem reyndar hefur
aldrei alveg dáið út hérlendis,
heldur lifaö áfram I vættatrú og
trú á álfa og huldumenn, að
óslepptri forlagatrúnni.
— Voru foreldrar þinir ása-
trúar?
— Neeeei. (Þögn) Foreldr-
arnir voru nú bæði kristin. Það
er nú ekki þaðan sem ég hef
áhugann fyrir ásatrú. Þau trúöu
náttúrlega á ýmis náttúrufyrir-
bæri engu að siður. (Þögn) Og
ég var meira að segja giftur
kvenpresti, þannig að ekki kom
ásatrúaráhuginn úr þeirri átt-
inni.
Og nú leyfir Sveinbjörn sér að
hlæja stuttlega.
— O —
— Hver er tilgangur Asa-
trúarsafnaðarins?
Sveinbjörn gjóar augunum
framá við, tekur pipuna hægt úr
munninum.
— Að útbreiöa ásatrú, kynna
hana og vera I forsvari fyrir
hana.
— Hafið þið veriö með
einhverja kynningarstarfsemi?
er
ekki björt
— En þið trúið ekki I raun og
veru á goöin — að Þór rlði um
himinhvolfin með hamarinn á
loftiog þar fram eftir götunum?
Sveinbirni stekkur ekki bros.
Hann horfir á einhvern
fjarlægan punkt og segir að lok-
um:
— Goðin eru frekar tákn fyrir
okkur. Mynda sögulega
umgjörð um trúna.
— Þá hefur ásatrúin breyst
frá Söguöld f þessu tilliti?
— Ég býst við þvl. En forn-
menn trúðu á margt fleira, t.d.
landvætti.
— Trúið þið á landvætti?
— Já, við trúum á landvætt-
ina. (Þögn) Náttúran er kvik I
kringum okkur.
Segir svo skyndilega með
kimnisglampa I augunum: Við
viljum ekki færa þetta allt upp I
himininn, heldur halda þessu á
jörðinni lika.
-O-
Það er knúið dyra. Sveinbjörn
sprettur á fætur snarast fram-
fyrir og skömmu seinna kemur
hann inn aftur i fylgd bóndans á
næsta bæ, Jóhanns Jónssonar á '
Geitabergi. Jóhann er lágvax-
inn, hvikur i hreyfingum, bros-
leitur. Hann vill bersýnilega
ekki trufla umræöurnar, og
snarast upp I rúmið i eldhús-
horninu. Legst fyrir og brosir
þegjandi. Við Sveinbjörn höld-
um áfram að brjóta kjarna
Asatrúarinnar til mergjar.
— Skiljið þið safnaðarmeð-
Iimirnir innihald Asatrúarinnar
til fullnustu?
Svarið kemur með hægð:
— Það hefur enginn skiliö
innihald neinnar trúar.
Ég bið eftir frekari svari.
Loksins:
Skáldið,
bóndinn og
allsherjar -
goðinn
Sveinbjörn
Beinteinsson
sóttur heim
— Við leggjum mikið upp úr
siðfræði Hávamála. Þetta, aö
kunna sér hóf og forðast of-
metnað. Það má segja að það sé
lifsstefna okkar.
Og Sveinbjörn heldur áfram
að forðast ofmetnaö. Svarar
hægt og seint og gerir litið úr
frægð sinni sem allsherjargoði.
Svarar þó, þegar ég bið hann aö
bera Asatrúna saman við
kristna trú:
— Asatrúin veitir ekki
friðþægingu. Hún býr ekki
heldur yfir þvi einræöi
sem einkennir kristna trú. Hún
er fjölgyðistrú og ábyrgðin
dreifist meira. Ásatrúin rennur
einnig saman við náttúrutrú, en
sameinast ekki i einum punkti
eins og kristin trú gerir.
— Nú hafa ýmsar einræöis-
stefnur hampað Ásatrúnni, t.d.
nasisminn. Aðhyllist þið
einhverja stjórnmálaskoðun
annarri fremur?
Sveinbjörn er svipbrigðalaus.
— Nei, nei. Asatrúin rúmar
allar stjórnmálaskoöanir. Þetta
er ópólitisk trú, að svo miklu
leyti sem trú getur verið þaö.
Mér er ljóst aö ýmsir nýnasistar
úti i heimi hafa sýnt áhuga á
okkur i Asatrúnni, en sliku litum
við ekki viö. í söfnuöinum eru
menn úr alls kyns flokkum.
— Asatrúin höfðar til horfins
þjóðfélags. Er ekki erfitt að
samræma sllka trú nútfmalifi?
— Þjóöfélagið breytist svo
fljótt. Það þjóöfélag sem ég ólst
upp f, er ekki lengur til.
Þjóðfélagið sem þú ólst upp I er
ekki einu sinni lengur til. Og aö
sjálfsögðu komumst við ekki
þúsund ár aftur I timann. En
engu að siöur getum við sótt
margt aftur i timann. Er ekki
verið að minnast Snorra á þessu
ári?
— Já, en nú hefur breytt
þjóðfélagsástand, ný þróun og
aukin mentun og upplýsing rutt
úr vegi gömlum kreddum og
bábiljum?
Sveinbjörn brosir litillega.
— Upplýsingin er ekki alltaf
svo björt.
-0-
Siminn gellur á veggnum.
— Þetta var nú til prestsins,
kemur úr rúminu.
— Já, tekur Sveinbjörn undir.
Mitt er löng, stutt, stutt, löng.
Þögn.
Ég spyr hvort þaö sé
einhverjum annmörkum háð að
gerast meðlimur i Asatrúar-
söfnuöinum.
— Nei, segir Sveinbjörn. Þú
verður að sjálfsögöu að útfylla
opinber skjöl þess efnis aö þú
hafir skipt um trúarfélag. Ef þú
ert t.d. i Þjóðkirkjunni, verður
þú að segja þig úr henni. Þá
rennur kirkjugjaldið til okkar i
staðinn. Siðan ertu tekinn upp I
AsatrúarSöfnuðinn. Ef menn
óska eftir einhverri viðhöfn i
sambandi við inngönguna, get-
um við komiö þvi i kring.
— Hver sem er getur gengið i
söfnuðinn?
— Viö gerum ekki ráð fyrir
þvi að fólki yngra en 16 ára sé
leyfö innganga, nema að báðir
foreldrarnir séu Asatrúar. Þá
verður barnið sjálfkrafa með-
limur i söfnuðinum. Aö öðru
leyti er öllum frjáls innganga.
(Og eftir smáþögn) Við virðum
lög þjóöfélagsins að öllu leyti.
Við fáum okkur aftur I kaffi-
bollana.