Þjóðviljinn - 02.09.1979, Qupperneq 19

Þjóðviljinn - 02.09.1979, Qupperneq 19
Sunnudagur 2. september 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19 Atribi úr myndinni Svart og hvltt I lit. Gamla bió: Feigðarförin Myndin á aö gerast í Suö-austur Asiu (líklega Thailandi) þar sem ameriskum auBkýfingi er rænt af skæruliöum, i þeim tilgangi aö fá hjá honum upplýsingar um mútuþega. Fyrrum atvinnu- moröingjar úr Bandarikjaher, sem löngum hafa haft hina mestu skemmtun af manndrápum, eru fengnir til aö hafa uppi á mannræningjunum gegn hæfilegri þróknun. Svo viröist sem meiningin sé aö gera mynd um valdabaráttu og pólitiska spillingu, en útkoman veröur enn einn viöbjóöurinn þar sem áhorfandan- um er ætlaö aö hafa gaman af blóösúthellingum og hrottaskap. Nýja bió: Á krossgötum Þessi mynd er af gamla Hollywoodskólanum sam- kvæmt umsögn Shirley MacLaine, og erfitt er að bera á móti þvi þar sem hún er rómantisk i meira lagi. Efniviöurinn er tilfinningasveiflur (og átök) gamalla vinkvenna (Anne Bancroft og Shirley MacLaine) sem hafa valið sitthvort viðfangsefniö i lifinu, önnur helgað sig listinni, hin fjölskyldunni. Endurfundir þeirra verða til þess að gamlar efa- semdir rifjast upp. Háskólabió: Svart og hvítt í lit (Black and White in Color) Frönsk, gerö 1977 Leikstjóri Jean-Jacques Annaud Af einhverjum ástæöum hlaut þessi mynd Oscarsverðlaun sem „besta útlenda myndin” áriö 1977, sem bendir einna helst til þess aö dómnefndin hafi séö fremur fáar útlendar myndir á þvi ári. Myndin byggistá nokkuö góöri hugmynd og heföi getaö oröiö hressileg ádeila á nýlendustefnuna, en úrvinnslan er ekki aö sama skapi góö. Þetta á aö vera gamanmynd, en hún nær þvf aldrei aö veröa verulega skemmtileg, enda byggist gríniö mest á útjöskuöum klisjum og kynþáttafordómum. Ekki bætir þaö úr, aö Islenski textinn er meö öllu óskiljanlegur og lltur helst út fyrir aö vera geröur af Frakka sem veriö hefur á vikunámskeiöi I íslensku. Einnig er leikskráin ein herjans endaleysa. Þaö er talsvert alvörumál aö bióin skuli ekki gera meira til aö laöa fólk aö kvikmyndum sem ekki eru meö ensku tali. Ekkert eftirlit viröist vera meö þvi hvernig islenski textinn er unninn, og engar kröfur geröar til þýöendanna. Háskólabíó (mánudagsmynd): Themroc Frönsk frá 1972 Leikstjóri: Claude Faraldo Mánudagsmyndin aö þessu sinni er er nokkuö sérstæö, m.a. aö þvi leyti, aö leikendurnir tala ekk- ert sérstakt tungumál heldur tjá sig meö dýrslegum öskrum, bauli eöa óskiljanlegu bulli. Myndin er full af gálgahúmor og gerir leikstjórinn óspart grin aö samfélagsformi okkar. Hann er aö sýna hvernig hægt sé að brjótast út úr kerfinu og lifa lifinu eftir eigin höföi og til aö undirstrika þetta skeytir hann oft á tiöum fáránlegum atvikum inn i atburöarás- ina. ABalpersóna myndarinnar er miöaldra verka- maður, sem ákveöur aö segja skiliö viö samfélagiö og fara aö lifa eins og hellisbúi. Tónabíó: Þeir kölluðu manninn hest Richard Harris heldur áfram aö bregöa sér i indiánabúning eftir að hafa leiöst tiiveran sem enskur lávaröur. Þar meö er lopinn teygður áfram, en eins og menn kannski muna eftir var fyrri mynd- in um Hest — A man called Horse — sýnd i Hafnar- bió fyrir nokkrum árum. Þessi mynd er verri en sú fyrri, enda hættir flestum svonefndum framhalds- myndum til þess. Harris, sem eitt sinn var efnilegur leikari i breskum nýraunsæismyndum á sjötta ára- tugnum, gerir litiö eitt annaö en aö muldra og þjást karlmannlega, sbr. endurtekningaratriöiö þegar hann er hengdur upp á brjóstunum. Myndin dýpkar ekki heldur skilning manna á menningu indíána, en kyndir undir gamla hefðbundna fordóma. Stjörnubíó: Varnirnar rofna Innrás Bandamanna i Normandi 1944 hefur löng- um verið vinsælt efni i kvikmynd. Þessi mynd er hvorki verri né betri en margar aðrar um svipaö efni. Þó er hún kannski frábrugöin aö þvi leyti, að hún fylgir ekki gömlu forskriftinni um hetjulund Bandamanna og illmennsku nasista, þvi nú er búið að flokka Þjóðverjana i vonda og góða. Margir ágætir leikarar koma fram i þessari mynd, en engir þeirra sýna áberandi tilþrif i hlut- verkum sinum. Regnboginn: Rio Lobo Leikstjóri: Howard Hawks Varla er hægt aö hugsa sér betri upplyftingu fyrir kvikmyndaunnendur en góöa kúrekamynd. Þaö verður enginn svikinn af þvi aö bregöa sér i B-sal Regnbogans þessa dagana — nema þá þeir sem yf- irhöfuð kunna ekki að meta slikar myndir. Þetta er atburðarik mynd og bráðskemmtileg. Howard Hawks er löngu kunnur fyrir gerö margra ágætra vestra og John heitinn Wayne stendur fyrir sinu i aðalhlutverki myndarinnar. Kvikmyndamenning Bandarikjamanna byggir ekki hvað sist á gerö kúrekamynda og Rio Lobomá hiklaust flokka meö þeim betri af þeirri tegundinni. Regnboginn: Hjartarbaninn (The Deer Hunter) Leikstjóri: Michael Cimino. Þessi viöfræga og umdeilda óskarsverölauna- mynd er aö mörgu leyti mjög vel gerö og leikurinn er frábær. En sú mynd, sem hún dregur upp af striðinu i Vietnam, er ekkert annaö en lymskulegur áróöur, þvi aö Vietnamarnir eru sýndir sem fantar og illmenni, en aftur á móti er látiö aö þvi liggja, aö Bandarikjamenn hafi litinn sem engan þátt átt i þeim hrottaskap og þeirri spillingu, sem þar viö- gekkst á þeim tima, — heldur hafi þeir aöeins veriö leiksoppar örlaganna. ■■■■■■■!■■■■■■■■■■■■■...... Eiginleikar sjávar- dýra útskýrðir — Ég er alveg dæmigeröur fiskur segir hún. — Ég er rómantisk, bliðlynd og ákveö- in i að veröa kvikmynda- stjarna. Timinn Alltaf verið að rægja mjólkina Jafnauðvelt aö kaupa hass og mjólk Fyrirsögn I DB Ný staða Bændur i viðbragösstööu. Fyrirsögn I Timanum Glöggskyggni Þessi ákvöröun útvarpsráös mun vafalítiö kæta knattspyrnu- unnendur um land allt þvi ekki eiga allir þess kost að komast á völlinn. Dagblaöiö Islendingar erlendis „Spurning um siöferöilegt for- dæmi” — segir Brynjólfur -Ingólfsson ráöuneytisstjóri, um Brasillufara Pósts og sima. Fvrirsögn I Visi iþróttir efla alla dáð Rugla KGB og CIA saman reit- um vegna ólympiuleikanna? Visir Eru þær eitthvað öðruvísi þar? Vissu allt um umferöarreglurn- ar á ísafirði Fyrirsögn IDB Vafasamur heiður Barmur Mountbattens rúmaöi vart fleiri heiöurs- og viöurkenn- ingarmerki. Skæruliöar bættu um betur i gær meö aö myröa 17 breska hermenn meö þvi aö sprengja bil þeirra i loft upp. Myndartexti IDB Það munar ekki um það... Ef þetta er ekki vltaspyrna þá er á ekkert hægt að dæma vita- spyrnu, néma á morö inn i teig. Tlminn. Hér er svo önnur mynd sem þið, kæru lesendur, megið glíma við. Sendið lausnir sem fyrst og merk- ið: „Myndartexti óskast" — Sunnudagsblaðið, Þjóðviljinn, Siðumúlaó, Reykjavik. Brjótið heilann um helgina! Takk, takk! Fjöldi bréfa hefur borist og dómnefndinni mikill vandi á höndum. Eftir- farandi lausn var talin sú besta: • — Hvaö hefur oröið af hárinu minu? Svariö var merkt Egill Skallagrimsson.og seljum viö paö ekki dýrar en viö keypt- um. önnur svör: — Ætli þaö sé eitthvaö til i þessu sem blööin hafa verið aö skrifa um hárætumaurana? Hólmfríöur B. Keflavfk. — Frægöin hefur vist stigiö mér til höfuös! Gunnar Karlsson, Breiöholti Tilkynning frá Orkustofnun Skrifstofa Orkustofnunar ásamt Raforku- deild eru fluttar að Grensásvegi 9, Reykjavik, simi 83600. Aðrar deildir stofn- unarinnar flytja að Grensásvegi 9 um miðjan september.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.