Þjóðviljinn - 14.09.1979, Page 5

Þjóðviljinn - 14.09.1979, Page 5
Föstudagur 14. september 1979 ÞJöDVILJINN — SIÐA 5 F erdaskrifstofan Sunna lögð Ferðaskrifstofan Sunna hefur hætt störfum, Tryggingarfé hennar hefur verið leyst út af samgönguráðuneytinu að ósk for- svarsmanna ferðaskrifstofunnar til þess að farþegar á hennar veg- um erlendis geti klakkiaust lokið ferðum sinum. Jafnframt hefur samgönguráöuneytiö afturkallaö f erða sk rif s tof uley f i Sunnu. Höfuðástæðan fyrir rekstrar- stöðvuninni er rekstrarfjárskort- Fyrsta frumsýning leikárs- ins sem nú er að hefjast verð- ur á tsafirði og er það Litli leikkiúbburinn sem frumsýnir Fjalla-Eyvind eftir Jóhann Sigurjónsson i kvöld. Leikstjóri er Jón Júliusson, leikmynd er eftir Birgi Engil- berts og lýsingu annast Krist- inn Danielsson. Sýningar á Fjalla-Eyvindi verða i Félagsheimilinu i Hnifsdal, en þar hefur öll að- staða batnað mjög mikið, að þvi er Margrét óskarsdóttir, ein af forystumönnum leik- klúbbsins sagði I viðtali við Skortur á rekstrarfé höfuöástœöan Tilkynning um að Sunna hefði hætt störfum var gefin út sl. þriðjudag, en þá hafði hún tryggt farþegum á sinum vegum skakkafallslausa heimferö. Þjóðviljann. Leiksvið Alþýðu- I hússins á tsafiröi, þar sem m klúbburinn hefur annars ■ venjulega sýnt, er hinsvegar ] of lítið fyrir þessa viðamiklu , og vönduðu sýningu, sem er I eitt stærsta verkefnið sem LL ■ hefur ráöist i á 15 ára starfs- | ferli. Hafa ekki færri en 52 ■ unnið viö undirbúninginn og | við hverja sýningu starfa 25-30 J manns. Frumsýningin i kvöld hefst I kl. 20,30, en 2. og 3. sýning ! verða á sunnudaginn, kl. 15 og | kl. 20,30. ■ —vh J niöur Samkvæmt upplýsingum, sem Þjóöviljinn telur áreiðanlegar, hefur ferðaskrifstofan Sunna ekki notið nokkurrar bankafyrir- greiðslu siðustu misseri. Á siðasta ári hafði hún gjaldeyris- viðskipti sin i Landsbankanum, svo og hlaupareikningsviðskipti, en velta fyrirtækisins það ár var um 1.200 miljónir króna. Samt sem áöur mun ferðaskrifstofan ekki hafa fengið þar keypta við- skiptavixla, né heldur haft yfir- dráttarheimild eins og flest fyrirtæki þó hafa, jafnvel þótt rekstur þeirra sé ekkert i likingu við það sem hann var hjá Sunnu. Skrif leg svör ekki veitt! Þjóðviljanum er kunnugt um það, að tvivegis á þessu ári hefur Sunna skrifað til Landsbankans og beðið um lánafyrirgreiðslu. Nægar tryggingar voru boðnar fyrir þeim lánum. Astæðan, sem Sunna gaf upp fýrir þvi að þurfa slika fyrirgreiðslu var sú, að aðr- ar ferðaskrifstofur hefðu mætt minnkandi ferðamannaflutning- um með þvi að bjóða fólki að kaupa ferðir á vixlum, og til þess að geta átt i samkeppni við þær þyrfti Sunna að geta boðið ferðir með þvilikum kjörum og að geta selt slika vixla. Þegar ekkert svar barst við þessari beiðni Sunnu, — i hvorugt skiptið, — hringdu forsvarsmenn fyrirtækisins eftir svari og fengu synjun. Báðu þeir þá um að fá hana bréflega, en fengu það svar, að bankinn hefði það ekki fyrir sið að svara láns- og fyrirgreiðslubeiðnum skrif- lega! Afsvar? Sl. föstudag hafði fram- kvæmdastj. Sunnu tal af einum af bankastjórum Landsbankans og skýrði frá vanda fyrirtækisins eina ferðina til, og að skjótt yrði að bregðast við ef takast ætti að leysa úr vandanum, og þá á þann veg, að fyrirgreiöslufé lægi fyrir strax eftir helgina. Framkvæmdastjórinn fékk þau svör, að til þess að unnt væri að veita slika fyrirgreiðslu þyrfti að setja fasteignaveö, og til þess aö þau væru tekin gild þyrfti að leggja fram veðbókarvottorö. Fyrr á þessu ári var breytt af- greiðsluháttum hjá borgarfógeta, sem gefur út veöbókarvottorð, Framhald á 14. siöu ur. Sviösmvnd frá æfingu á Fjalla-Eyvindi: Júlfus Kristjánsson, Aöal- steinn Eyþórsson, Þordis Guðmundsdóttir og Maria Mariusdóttir. (Ljósm. Vestfirska fréttablaðið). Fyrsta frumsýiiing leikársins hjá LL Sláturtíð að hefjast Um 100 þúsund fleira slátmð nú en ífyrra Sauðfjársiátrun er nú hafin sumsstaðar á landinu cins og t.d. á Biönduósi og Sauðárkróki, en almennt mun hún byrja upp úr næstu helgi. Gert er ráð fyrir þvi að slátra um 1.100 þús. fjár i haust og er það um það bil 100 þús. fleira en i Kjötframleiðslan samt ekki meiri fyrra haust. Sláturfjártalan getur þó átt eftir að breytast, þó fremur til hækkunar en lækkunar, vegna litils heyskapar i sumum lands- hlutum, þar sem gert er ráð fyrir niðurskurði fjár. Hinsvegar er óvist að heildarkindakjötsfram- leiðslan I ár verði meiri en i fyrra þvi búast má við að dilkar veröi rýrari til frálags nú en þá. — mhg Dýralæknar Vilja áfram fá að selja dýralyfin A aðalfundi Dýralæknafélags- ins komu fram eindregin mót- mæli við iagafrumvarpi um lyfja- sölu þar sem gert er ráð fyrir að lyfjabúðir geti einar selt dýraiyf. Töldu fundarmenn þetta óframkvæmanlegt þar sem bændum viða um land yrði þá mjög erfitt að nálgast nauösynleg lyf. Yrði þvi lyfjasala á dýralyfj- um enn sem fyrr best komin I höndum dýralækna, sem heföu alla þekkingu til að meðhöndla þessi lyf. Ennfremur kom fram gagnrýni á lyfjaheildsölur, þar sem ávallt virðist verða timabundinn skort- ur á ýmsum nauðsynlegum lyfj- um og þá aöallega um háanna- timann á vorin, segir I frétt frá þinginu. Þá var rætt um nauösyn þess að ferðakostnaður dýralækna i vitj- anir veröi jafnaður svo allir bændur hefðu svipaða aðstöðu til að njóta þjónustunnar án tillits til búsetu dýralæknanna. Kvennatímar í badminton 6 vikna timabil að hefjast. Einkum fyrir heimavinnandi húsmæöur. Holl og góð hreyfing — kennsla — þjáifun. Upplýsingar 1 sima 82266. [ )jUá Tennis- og badmintonféiag Reykjavikur. Gnoðavogi 1. Platan sem allir Islendingar veröa að eignast.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.