Þjóðviljinn - 16.09.1979, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 16.09.1979, Qupperneq 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. september 1979 r Fyrir nokkru ræddi Magnús H. Gíslason blaða- maður við Steinþóru Ein- arsdóttur og birtist það viðtal í Sunnudagsblaðinu þ. 26. ágúst s.l. Þar sagði Steinþóra m.a. frá upp- vaxtarárum sinum og ýmsu því/ sem á dagana dreif er hún átti heima hér sunnanlands. I síðari hluta viðtalsins sem hér birtist, ræðir Magnús við Steinþóru um bæjarstjórnarkosningarn- ar á Siglufirði, erfiðleika manns hennar við að fá vinnu i síldarverksmiðjun- um vegna stjórnmálaskoð- ana hans, bardagann á Siglufirði í sambandi við Borðeyrardeiluna, réttar- höldin eftir hana o.fI.. Ariö 1928 ákváöu þau hjón, Gunnar Jóhannsson, siöar alþing- ismaður,og Steinþóra að flytjast til Siglufjaröar. Þar stóö svo heimili þeirra f 37 ár. Okkur Steinþóru talaðist svo til, aö hún segöi siöar eitthvaö frá Siglu- fjarðarárunum. Hversvegna vistaskipti? — Jæja, þá ertu kominn aftur, góöi, segir Steinþóra og leggur frá sér hannyröirnar. Hún situr viö útsaum öllum stundum og skeika hvergi nálsporin. — Og á ég þá aö byrja? — Já, sennilega veröur okkur þaö skrafdrjúgt aö ekki veitir af timanum. — Nú já. Ja, megin ástæöan til þess aö við hugöum á brottflutn- ing frá Reykjavik var sú, aö þaö reyndist æ erfiöara fyrir Gunnar aö fá vinnu vegna afskipta hans af pólitik. Ihaldið hérna i Reykja- vik virtist lita svo á, aö róttækir menn ættu ekkert annaö betra skiliö en atvinnuleysi. Svoleiöis lýö ætti bara aö svelta til hlýöni. En þaö, sem einkum varö þess valdandi aö viö fluttum einmitt til Siglufjarðar.var þaö, aö Siguröur Heiödal, forstjóri á Litla-Hrauni, geröi út bát frá Siglufirði og nú auglýsti hann i blööunum eftir fólki, sem vant væri aö vinna viö linu. Ég haföi veriö austur á fjöröum meö fyrri manninum minum, bæöi á Fáskrúösfiröi og Noröfiröi, og var vön oröin aö fást viö linuna. Datt mér þvi i hug aö hringja i Sigurö og bjóöa honum vinnu. Hann tók þvi hiö besta, réöi mig I vinnu og sagöist borga feröina noröur. Er svo ekki aö orölengja þaö aö viö drifum okkur noröur til Siglufjaröar meö börn- in þrjú og þá var Pétur minn Gunnarsson tveggja ára. Nú er frá þvi aö segja, aö vetur- inn áöur haföi komiö til okkar' i heimsókn ungur piltur frá Siglu- firði, Siguröur Gunnlaugsson, kallaöur af kunningjum sinum Siggi Gulla, sem margir kannast viö, seinna bæjarritari á Siglu- firöi, elskulegur piltur. Hann sagöi aö til stæöi aö byggja beina- verksmiöju á Siglufiröi og hann skyldi sjá til þess aö Gunnar fengi vinnu þar þvi pabbi sinn væri for- maður verkamannafélagsins á Siglufiröi. Þetta leit þvi allt sam- an bærilega út. Stutt gaman — Og svo komum við þá til Siglufjaröar. Ekki var nú húsnæöi þaö, sem viö fengum til aö byrja með, upp á marga fiska. Viö feng- um inni i hriplekum Goosbragga Það var sannast sagna bölvuö ó- þverra vistarvera. Aö ööru leyti horfði þetta ekki illa. Viö vorum auövitaö auralaus meö öllu en út- geröin ábyrgöist nauösynlega út- tekt fyrir þaö fólk, sem hún réöi til sin,svo meö þaö uröu engin vandræði. En svo syrti nú heldur betur i álinn. Mjög litið fiskaöist um sumariö og svo fór aö þegar upp var staðið gat Siguröur hvorki borgaö fólkinu kaupiö né greitt fyrir það úttektina. Öllum draslað á kjörstað Um þetta leyti var veriö að byggja sjúkrahúsiö á Siglufirði. Þar fékk ég nú vinnu strax og það tók til starfa undir stjórn Stein- grims Eyfjörös, læknis. Hann var alveg dásamlegur maöur. Þarna vann ég I þrjú ár. Steingrimur var feikna góöur hagyröingur. Eitt sinn voru bæj- arstjórnarkosningar á Siglufiröi, ég held þaö hafi veriö tiltölulega stuttu eftir aö viö komum noröur, og voru þrir listar I kjöri: Alþýöu- flokkur, Framsóknarflokkur og Sjálfstæöisflokkur. Mér þótti það undarlegt, aö engin manneskja I sjúkrahúsinu var þaö veik aö henni væri ekki draslað á kjör- staö. Ég man t.d. eftir einni konu, sem ég haföi vakaö yfir nóttina fyrir kosningadaginn og hún var svo veik, aö ég hélt hún myndi deyja I höndunum á mér. Sú gamla var samt tórandi um morguninn og þá drifin á kjör- staö. Hún kaus, liföi þaö af og liföi jafnvel eitthvaö lengur. Viö höföum ekki kosningarétt á Siglufiröi, höföum ekki veriö nógu lengi þar, en Gunnar var beöinn aö stjórna kosningaskrifstofu fyrir Alþýöuflokkinn og geröi þaö. Þetta var I tiö Guömundar heitins Skarphéöinssonar. Nú svo fór Steingrimur nátt- úrulega til þess aö kjósa en á meöan var ég að sjóöa verkfæri i sjúkrahúsinu og þar var enginn innan veggja nema ég og svo þeir sem lágu á likbörunum. Allir, sem deplaö gátu auga, voru farn- ir aö kjósa. Þegar Steingrimur kemur aftur liggur ljómandi vel á honum og hann er syngjandi. Ég segi: „Osköp liggur vel á þér. Var mikiö um aö vera i bænum?” Hann segir svo vera og kveður um leiö: Varla sú aö velli hnigur, valda- lyftir merkinu. Ef hundur upp viö húsvegg migur, hún þarf aö stjórna verkinu. Steinþóra horfir, kankvls á svipinn, á blaöamann og ljósmyndara um ieiö og hún sýnir þeim teppiö, sem hún er nú aö vinna aö. — Aö allri sinni handavinnu starfar hún I herberginu sinu; „ég kann best viö mig þar”. — Mynd: Leifur. Mér tókst aö læra visuna I hvelli, ég var nú ekki eins gömul . þá og núna. A llsstaðar er íhaldsandinn samur við sig Af Gunnari er þaö annars aö segja aö allt stóöst, sem Siguröur Gunnlaugsson sagöi. Gunnlaugur faöir hans var Gunnari mjög hjálplegur og reyndist okkur allt- af ágætlega. Hann útvegaði Gunnari strax vinnu viö beina- verksmiðjuna, sem rikiö var að láta reisa suöur undir Bökkunum. Rikiö var nú aö koma upp sinum verksmiöjum og menn bundu miklar vonir viö þær. Gunnar sótti svo þar um vinnu. Þá var Jón nokkur Gunnarsson verkfræöingur framkvæmda- stjóri verksmiöjanna. Hann sór viö allt, sem heilagt var, að þar fengi Gunnar aldrei vinnu. Var nú andskotans Ihalds- og ofsóknar- andinn kominn alla leiö til Siglu- fjaröar? Gat hann hvergi séð menn i friði? Jón taldi Gunnar ailtof rauöan til þess aö vinna i svona göfugri verksmiöju innan um heilan hóp af blásaklausum verkamönnum. Hann mundi auö- vitaö nota hvert tækifæri til þess aö sá pólitisku eitri i þeirra hrekklausu sálir. Þaö var von aö Jón hryllti viö þvi, „ópólitiskum ” manninum. En þá var þarna verkstjóri, Jó- hann nokkur Guðmundsson. Kona hans hét Þóra. Þau voru elskuleg- ar manneskjur og Jóhann skildi, aö viö gátum ekki fætt og klætt börn okkar af engu. Hann var bú- inn aö frétta, aö Gunnari heföi veriö neitaö um vinnu, kemur og talar viö mig og segir: „Skilaöu til Gunnars aö hann megi koma, hann muni fá vinnu i verksmiöjunni, ég skal sjá um þaö”. Og þaö stóö. Jóhann reyndist okkur i hvivetna góöur og elskulegur maöur og þau hjón bæöi. Þau Jóhann og Þóra voru tengdaforeldrar Alberts Guðmundssonar, alþingismanns. Þau hjón fórust bæöi i bllslysi og eftir þeim sá ég mikiö. Hljómurinn, sem varð að kcefa Nú var Gunnar allra manna lausastur viö æsingar, alltaf á- kaflega rólegur, mjög vel gefinn. Þaö var þvi ástæöulaust aö vera sifellt meö þessi illindi út i hann. Auðvitað haföi hann sinar skoö- anir og hélt þeim ákveöiö fram þegar þvl var aö skipta, en þaö var nú einmitt þaö sem þessir menn þoldu ekki. Þeir óttuöust þessar skoöanir, og lýöræöisást þessara manna sem sifellt voru meö lýöræöisslepjuna á vörunum var nú ekki meiri en þetta, þegar til kastanna kom. Þessar raddir varö aö kæfa, meö ofbeldi og kúg- un, ef ekki vildi betur til. Menn skyldu beinlinis sveltir frá skoö- unum sinum. „Komst aldrei upp á kola- binginn og það þótti mér verst”

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.