Þjóðviljinn - 16.09.1979, Síða 9

Þjóðviljinn - 16.09.1979, Síða 9
Sunnudagur 16. september 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Vantar rafeindaheila En Gunnar varð ekki barinn niður. Hann vann sér hvarvetna traust hjá góðu fólki. Hann var fjöldamörg ár formaður verka- mannafélagsins Þróttar á Siglu- firði og sat lengi i bæjarstjórn Siglufjarðar, stundum sem for- seti hennar stundum varaforseti. Það var mikið verk að vera for- maður Þróttarog valt á miklu, að það væri samviskulega rækt. Gunnar var þar öllum stundum á skrifstofunni. Eitt af þvi, sem si- fellt þurfti að vaka yfir,var, að kauptaxtar þeir, sem búið var að semja um hverju sinni, væru haldnir af atvinnurekendum. Það varð sifellt að vera á verði gegn þvi, að verkafólkið væri beitt ranglæti ,og það var verk sem Gunnar vann ekki fyrir aftan bakið. Eitt sinn hringir siminn hjá mér og er spurt eftir Gunnari. Hann var þá ekki heima, hafði farið inn i Fljót i veiðiskap með einhverjum félögum sinum. Þetta var þá verkstjóri i rikisverk- smiðjunum að spyrja eftir Gunnari. Ég segi að hann sé ekki heima en „get ég nokkuð greitt úr þessu?”. „Nei, en þetta er nú bara svo- leiðis, að ég skil ekki þennan taxta, sem við höfum fengið i hendur”. Við höfðum nú áður komist I kast við þennan verkstjóra i sam- bandi við launagreiðslur og hon- um var sannast sagna óvenjulega tamt að skilja ekki hlutina. Það fýkur i mig svo ég segi: „Rikið hefur nú gert annað eins fyrir ykkur þótt það skaffaði i hausinn á ykkur rafeindaheila svo þið getið skilið taxtana, sem þið eigið að greiða eftir, og sam- þykktir hafa verið af hlutað- eigendum og undirskrifaðir af Gunnari og ykkar höfuðpaurum”. Mörgum árum seinna kom til min maður austan af Seyöisfirði og spurði mig hvort ég hefði sagt þetta: Þetta var þá komið alla leið austur á Seyðisfjörð. Hún flýgur, fiskisagan. Já, það er kannski rétt að ég skjóti þvi hér inn aö eftir að ég hætti að vinna i sjúkrahúsinu þá vann ég 11 ár i Alþýðuhúsinu og svo við bióið hjá honum Thorarensen. Gott samfélag — Þegar við Gunnar komum til Siglufjarðar fundum við það strax, að við vorum komin innan um fólk, sem var á sömu bylgju- lengd og viö. Það þurfti að berj- ast fyrir sinu daglega brauði rétt eins og viö. Þetta mátti heita eins og ein stór fjölskylda. Ef einhver þurfti einhvers með þá var hver hönd tilbúin til hjálpar, svona var samhjálparandinn rikur. Þarna fundum við að við áttum heima og á Siglufirði dvöldumst við i 37 ár. Þaðan hefðum við aldrei flutt ef eitthvað af börnun- um hefði viljað setjast þar að. En börnin okkar fjögur voru sitt i hverju landinu og Gunnar búinn að missa heilsuna. Þaö þýddi þvi ekki annað en flytja suður aftur. En mér finnst alltaf að Sigluf jörð- ur verði aldrei of metinn né það fólk, sem byggir bæinn. Upphaf Borðeyrar- deilunnar — Nií kom þaö fram I sjónvarpsviðtali sem Björn Þor- steinsson átti við Óskar Gari- baldason á Siglufirði fyrir nokkru að þú hefðir tekið þátt i þeirri frægu orrustu, sem Siglfirðingar háðu i sambandi við Borðeyrar- deiluna. Viltu segja mér eitthvað nánar frá þátttöku þinni i þeirri viðureign? — Já, ég ætti nú að geta það þó að min aðild að þeim átökum sé náttúrulega sist orðaverðari en félaga minna. Það er rétt að Óskar Garibalda- son félagi minn og góður vinur sem aldrei hefur brugðist, ræddi um þennan slag i sjónvarpsvið- talinu, sem þú nefndir. Borðeyrardeilan átti sér auð- vitað sinar orsakir einsog allt annað. Borðeyri var lltið þorp. Þar var simstöð þar var verslun og fáein ibúðarhús. Fólkið, sem þarna vann við verslunina og MHG ræöir við Steinþóru Einarsdóttur Síðari hluti. ýmis störf i kringum hana, sá aldrei pening. Kaupið var goldið i vörum, sjálfsagt stundum á ekki alltof sanngjörnu verði. Ekki var óeðlilegt þó að þetta fólk færi að hugsa um að „höndla” sjálft með sina vinnu. Þvi stofnar það verkalýðsfélag. Til var Alþýðu- samband en það vildi ekki viður- kenna þetta litla félag, sem risið var á legg á Borðeyri. Þú skilur það, en við getum nú sett allskon- ar gæsalappir við þetta, Magnús minn. „Og hnútur fjúga um borð” — Nú er hringt i Gunnar. Hann er ekki heima svo ég svara i sim- ann. Þetta er þá Borðeyri. Ég er beðin að biðja Gunnar að hringja strax til Borðeyrar þegar hann komi heim. Ég spyr hvort alvara sé á ferðum. hrúgað upp oliutunnum og alls kyns skrani. Við gerum aðvart um þennan undirbúning og okkar menn skuinda á vettvang. Þá hefui búist um á bryggjunni fjölmenn sveit hvitliða ásamt sjálfri lög- reglunni náttúrulega. Allt hirðist þetta friða lið á bak við viggirð- inguna og hafði auk þess tekið brunaslöngur bæjarins til handa- gagns i þvi skyni að nota þær til þess að dæla sjó á rauðliða. Þarna var sjáanlega við ærinn liðsmun að etja þvi við vorum ekki nema eitthvað um 30 en hinir margfalt fleiri, svo maður minnist nú ekki á hergögnin. Við hikuðum samt hvergi við að gera árás á viggirðingu þeirra hvitliða og brutumst i gegnum hana. Var nú barist af hörku á bryggjunni um hrið. Ekki urðu þó stór slys en einn af okkar mönnum fór i sjóinn. Óskar minntist á það i sjónvarpinu en ég tók ekki eftir þvi að hann nafn- greindi manninn. Þaö var nefni- Veggteppi þaö, sem viö sjáum hér, hefur Steinþóra nýlokiö viö aö sauma. Hún segir okkur aö það heiti „Stúlkan i dalnum” og aö fyrir- myndin sé ættuð úr Dölunum i Sviþjóö. — Mynd: Leifur. ,,Já, það getur verið það. Það er að koma skip með vörur en við fáum engan stuðning frá Alþýðu- sambandinu og verðum þvi að leita aðstoðar félaganna á Siglu- firði og Akureyri, þvi þeir eru búnir að ákveða að skipa vörun- um upp á öðrum hvorum staðnum og aka þeim til Borðeyrar.” Og nú kemur skipið til Siglu- fjarðar. Það er haldinn fundur i verkamannafélaginu og ákveðið að reyna að stöðva uppskipun á Siglufirði ef til komi. Það er sett á verkfallsvakt. í henni eru þrjár konur og ég ein af þeim. Hlutverk okkar var að fylgjast með þvi hvort tilraun yrði gerð til upp- skipunar og láta þá okkar menn vita af þvi. Þetta var bölvað kalsa veður og ég berhausuð. Jón Val- fells, kaupmaður sér okkur ganga framhjá, kallar i mig og segir, aö svona geti ég ekki verið um haus- inn á verkfallsvakt i sliku veðri, hleypur inn I búð, kemur aftur með forláta lambhúshettu, treður á hausinn á mér og segir mér aö eiga. Nú sjáum við, að undirbúningur er hafinn að uppskipun meö þvi að víggirða bryggjuna. Er þar lega Oskar minn sjálfur, sem féll fram af bryggjunni,en hann er nú vanur að hafa mann fyrir sig og i þetta sinn tók hann tvo hvitliða með sér i hafið. Þarna var helviti mikill kola- bingur og fuku kolastykkin óspart á báða bóga. En ég var svo helviti feit og þung að ég komst aldrei upp á kolabinginn og það þótti mér verst. Það kom náttúrulega að þvi aö við, þessi litli hópur, var ofurliði borinn, með lögregluna, hvit- liðana, brunaslöngurnar og öll hin „helgu” lög landsins á móti sér. Og hvað stoðaði það, þó að við værum bara að berjast fyrir ein- földustu mannréttindum með- bræðra okkar. Það er hart, að þurfa að berjast upp á lif og dauða fyrir slikum réttindum handa meðbræðrum sinum. Sárast var þó að þurfa að sjá suma félaga sina, verkamennina, standa I - „andskotaflokknum miðjum”. Kölluð fyrir réttvisina Þegar við svo höfðum lotið i lægra haldi, eins og við var aö bú- ast, eftir harða viðureign, þá var farið að kalla menn fyrir rétt. Meðal þeirra sem þá frægð hlutu, var ég. Var haldið heilmik- ið réttarhald yfir Steinþóru, með réttarvitnum og öllu tilheyrandi, það vantaði nú svo sem ekki. Ég var spurð að nafni og föðurnafni, — það var ekki von aö sjálfur fó- getinn þekkti mig, áminnt um sannsögli og ég man ekki hvað og hvað. Svo þegar lokið er nú öllum serimonfunum spyr fógeti: „Kastaðurðu grjóti, kastaðurðu kolum?” Þetta fannst mér svo fáránleg spurning að ég svaraði henni ekki. Þá spyr fógeti og byrsti sig: „Veistu ekki að það kostar nú bara 24 daga fangelsi upp á vatn og brauð að svara ekki fyrir rétti? „Nei”, sagði ég, „ég hef enga hugmynd um það, hef aldrei heyrt eða séð neinar reglur um það”. Meðan þessu fór fram var hann alltaf að skrifa i einhvern heljar- doðrant. Svo lítur hann upp og segir: „Þú mátt fara”. „Nei, ég fer ekki strax. Fyrst verð ég að fá að vita hvað þú ert að pára i bókina.” Hann var ófáanlegur til að segja mér það en skipar mér að hypja mig heim. Ég hef alltaf veriö dálitið þrjósk og nú var komin I mig veruleg kergja svo ég segi: „Þú segir að það kosti 24 daga fangelsi upp á vatn og brauð að svara ekki fyrir rétti. Og þá vil ég bara fara héðan beint i tugthúsið þvi ég kæri mig ekki um að fá ein- hvern mannskap til þess að sækja mig heim einhverntima seinna.” Þetta endaði svo auðvitað með þvi að ég fór heim til min. Og eftirmál urðu engin. Ég held, að yfirvöld hafi áttaðsig á að illa var stætt á þvi, vegna almennings- álitsins, þrátt fyrir allt, — að sækja það fólk til saka sem þarna átti hlut að máli. Oftast var þó friðsamlegt Annars er ekki annað hægt að segja en að friður og eining hafi yfirleitt rikt á Siglufiröi á þessum árum og horfi ég þá framhjá hrindingum og pústrum sem stundum komu fyrir yfir sild- veiöitimann, þegar Siglfirðingar sjálfir voru ekki nema litill hluti þess fólks, sem gisti bæinn. Deil- ur voru aðallega i sambandi við kaupgjaldsmái, hjá þeim var ekki hægt að komast. Góð eining var yfirleitt meðal verkafólks á Siglufirði og Þróttur var öflugt verkalýðsfélag, sem naut dugmikillar forystu. Og það var Þróttur, undir stjórn Gunnars, sem braut isinn fyrir þvi, að farið var að borga helgi- daga eins og aðra daga. Siglufjörður kvaddur Þegar við Gunnar svo yfir- gáfum Siglufjörö, eftir 37 ára dvöl þar, voru okkur haldin kveðju- samsæti bæði af verkalýðsfélag- inu og bæjarstjórninni og færðar góðar gjafir, m.a. málverk af Siglufjarðarskarði og fallegur hvildarstóll. Seinna færðu vinir minir á Siglufiröi mér útskorinn stól. Siglfirðingar kvöddu okkur svo elskulega sem frekast er hægt að hugsa sér. Gunnar átti gott bókasafn. Að honum látnum gáfu Pétur sonur okkar og Svanhildur kona hans Vöku á Siglufirði þetta bókasafn, og munu þau hafa fullan hug á að hlynna að þvi framvegis. Þetta var vel til fundið. Gunnar vildi veg verkalýðsins ávallt sem mestan og vann honum það, sem hann mátti. Með afnotum af bókasafninu heldur siglfirskur verkalýður áfram að njóta Gunn- ars og verka hans. Siglfirðingar og Skagfirðingar sýndu Gunnari það traust, að kjósa hann á þing. Ég veit, að hann mun ekki hafa brugðist þvi trausti. Og þessa nýt ég nú i ell- inni. Þessvegna hef ég nóg fyrir mig að leggja og get meira að segja leyft mér að gleöja aðra. Hvers getur maður beðið, sem betra er en það? Ég vil svo biðja blaðið fyrir kærar kveðjur til Siglfirðinga og Skagfirðinga. — mhg J ISLAND 140 ALWÓÐAÁR BARNSiNS 1979 8 ára lista- maður teiknar frimerki bamaársins Aiþjóðapóstsambandið (UPU) hefur beitt sér fyrir þvl aö aðildarlönd þess gæfu út frimerki i tilefni Aiþjóðaárs barnsins. ls- lenska frimerkiö er teiknaö af 8 ára listamanni, Nönnu Huld Reykdal, og sýnir börn að leik. A frimerkinu er einnig hið opinbera merki Alþjóðaárs barnsins, sem valið var á sinum tlma úr 170 til- lögum og er eftir Erik Jerichau frá Danmörku. Verðgildi merkis- ins er 140 kr. og útgáfudagur er 12. september. Sami útgáfudagur er á frimerki sem Póst- og simamálastjórnin gefur út i tilefni 75 ára afmælis Stjórnarráðs Islands sem tók til starfa 1. febrúar 1904. Það er hannð af Þresti Magnússyni og sýnir skjaldarmerkið fram til 1904 annarsvegar og hinsvegar skjaldarmerkið 1904-1919. Verð- gildi er 500 krónur. 31. þing UMFÍ: Öflugt starf og vaxandi gengi ung- menna- félaganna Sl. tvö ár voru óvenju mikil framkvæmda- og umsvifaár hjá Ungmennafélagi lslands, að þvi er fram kom i skýrslu stjórnar á 31. þingi UMFl að Stórutjarnar- skóla i byrjun september. öflugt starf var unniö að útbreiðslu- og fræðslumálum, aukin erlend samskipti, landsmót haldiö á Sel- fossi sl. sumar og keypt húsnæði fyrir skrifstofu og þjónustumið- stöð samtakanna i Rvk. Allmörg mál lágu fyrir þinginu, m.a. tillögur um fjármál, um uppbyggingu i Þrastaskógi, um fræðslu og útgáfumál, Iþrótta- kennaraskóla Islands, bindindis- mál, auk samþykktar á reglugerð fyrir næsta landsmót UMFI sem verður haldið á Akureyri i júli 1981. Hafsteinn Þorvaldsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi for- mannsstarfa og var Pálmi Gisla- son kosinn formaður UMFI til næstu tveggja ára. Aðrir i stjórn voru kosnir þeir: Guðjón Ingi- mundarson, Bergur Torfason, Jón Guðbjörnsson, Þóroddur Jó- hannsson, Diðrik Haraldsson og Björn Agústsson. I varastjórn vorukosnir: Dóra Gunnarsdóttir, Haukur Hafsteinsson, Finnur Ingólfsson og Hafsteinn Jóhann- esson. Þingið sátu um 70 fulltrúar og gestir. Ungmennafélögin hafa átt vaxandi gengi að fagna á undan- förnum árum og eru nú tæplega 22 þúsund félagar innan Ung- mennafélags Islands, i 196 félög- um.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.