Þjóðviljinn - 16.09.1979, Síða 13

Þjóðviljinn - 16.09.1979, Síða 13
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. september 1979 Sunnudagur 16. september 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Notkun örvandi lyfja til þess að auka afkastagetu líkamans er ekkert nýtt fyrirbirgði. Fyrir 5000 árum notuðu kínverskir læknar seyði af AAa Huang jurtinni til þess aðstyrkja hjartað og gafst vel. Það var ekki fyrr en 1924 að efnagreining jurtarinnar leiddi í Ijós að hún innihélt efedrin sem hefur örvandi áhrif á miðtaugakerfið. Annars hefur alkóhólið verið vinsaelasta örvunarlyfið og eru til margar sagnir um notkun þess þegar menn hafa viljað auka þrek sitt og þol. Hermenn Ghengis Kahn fengu t.a.m. áfengi til þess að styrkja þrek sitt þegar barist var i marga daga um Peking árið 1215. Dagar kraftaverkalyf j- anna. A 19.öldinni var mikið um svokölluö kraftaverkalyf f iþróttalifi Evrópumanna. Arið 1879 var haldin i fyrsta skipti 6 daga hjólreiðakeppni og voru þátttakendur frá mörgum 20% keppenda voru undir áhrifum lyfja þjóðum, hver meö sitt krafta- verkalyf. Frönsku þátttakendurn- ir voru meö blöndu sem innihélt mest koffein, Belgarnir sötruðu i sig sykur,- sem var uppleystur i eter, og mjög margir voru með alkóhóiglundur. Þjálfararnir voru sérfræöingar i að útbúa „lyfin” og sumir geröust svo kræfir að nota heróin og kókain og má nærri geta hvaöa afleiðingar notkun þeirra efna hefur haft. Þaö hlaut að reka aö þvi aö iþróttamennirnir dræpu sig af notkun þessara lyfja. Arið 1886 hné enskur hjólreiðakappi niöur örendur i keppni og var sannaö aö dauðaorsökin var of mikil lyfja- inngjöf, en þar áttu mesta sök þjálfarinn og eigandi hjólhesta- fyrirtækis þess, sem hinn látni keppti fyrir. Uppúr aldamótunum fóru menn aö reyna nýjar leiðir og knatt- spyrnumenn i Belgiu og á Englandi reyndu aö auka afreks- getuna með súrefnisinngjöfum, en ekki er getiö um árangurinn. öllu stórtækari voru hnefaleika- menn á þessum árum þvi þeir tóku ekki einungis inn allskonar lyf, heldur reyndu aö koma einhverri ólyfjan ofani andstæð- inginn til þess aö minnka baráttu- þrek hans. Arið 1910 fullyrti James Jefferie að mótherji sinn, Jack Johnsen, hefði komiö róandi lyf jum i teið sem hann drakk fyrir keppnina, en þess má geta að Johnsen rotaði Jefferie eftir stuttan bardaga. Amfetamin kemur til sögunnar. Arið 1910 fékk rússneski efna- fræðingurinn Bukowski i Vinar- borg send hrákasýni úr þarlendum veöhlaupahestum og eftir aö hafa rannsakaö sýnin fann hann mikið af akkloider i þeim. t kjölfar þessarar rann- sóknar var fariö aö fylgjast vel meö hestunum og sett bann á þá menn sem gáfu þeim lyf. A þess- um árum var álitiö aö 30 til 50% af öllum veðhlaupahestum væru gefin örvandi lyf i eða fyrir keppni. 1 dag er talið að um 1% hestanna fái lyfjainngjöf, en mjög erfitt er að koma algjörlega I veg fyrir slikt. Eftir þetta vaknaði nokkur áhugi á þvi hjá visindamönnum að rannsaka áhrif hinna ýmsu lyfja á afreksgetuna og 1919 var gerð umfangsmikil rannsókn á þessu sviði. Sérstaklega höföu margir áhuga á áhrifum amfeta- mins. 1934 var iþróttamaður gómaður eftir að hafa sannanlega neytt amfetamíns fyrir keppni. Þessi áhugi á amletamlninu vaknaði i kjölfar fyrri heim- styrjaldarinnar, hvar lyfið var notað til þess að draga úr þreytu hjá hermönnum eða öllu heldur örva þá um stundarsakir. í seinni heimstyrjöldinni voru þessi efni notuð i enn rikara mæli. Pervitin notuðu Þjóðverjar, en Englend- ingar methedrin. Þegar öll þessi vitneskja um gerð, eðli og áhrif örvandi lyfja lá fyrir er e.t.v. ekki óeðlilegt að iþróttamenn hafi leiðst út i notkun þeirra, sérstaklega á stórmótum s.s. ólympiuleikum. Fullyrt var aö japönsku sundmennirnir, sem tóku þátt I ólympiuleikunum i Los Angeles 1932 , hefðu allir fengið súrefnisinngjöf skömmu áður en þeir hófu keppni. Fleiri og fleiri fóru aö gefa þessum málum gaum og mikil og hávaöasöm umræöa varð i Bandarikjunum 1946 eftir aö hnefaleikamaöur nokkur viöurkenndi opinberlega aö hafa verið sprautaöur meö lyfi sem geröi hann árásargjarnan og sterkan. Sprautur í búningsher- bergjum A vetrarolympiuleikunum í Oslo 1952 fundust sprautur og margs konar lyf i búningsherbergjum skautahlauparanna. Hið sama átti við á olympiuleikjum I Melbourne 1956 og þar voru margir hjólreiðamenn sakaðir um notkun á stryknin, sem er örvandi efni. Hjólreiðamennirnir hafa einmitt ákaflega oft verið undir smásjánni i þessum efnum og i Tour-de-France keppninni 1955 reyndust 20% keppenda vera undir áhrifum lyfja. Einn keppenda reyndist hafa 20 amfetamfntöflur með sér til þess að vera viss um að hann gæti lokið keppninni. Ef upp um hjól- reiðamennina komst var þeim yfirleitt meinað að taka þátt I keppni i skamman tima eöa þeir látnir fá léleg rásnúmer. A þessum árum var þaö öllum ljóst að hjólreiöamennirnir notuðu örvandi lyf, en þrátt fyrir það voru margir þeirra dýrkaðir sem þjóðhetjur I sinum heimalöndum. Lyfjaneysla dánarorsökin. Um 1960 fóru iþróttamennirnir, þjálfararnir og almenningur loksins aö átta sig á hvað væri hér á feröinni og til þess þurftu nokkrir iþróttamenn að drepast af völdum örvandi lyfja. 25 ára gamall hjólreiðamaður dó i keppni eftir aö hafa tekið 8 töflur Sagt frá nokkrum staöreyndum, sem sjaldan er getið í íþrótta- sögunni af feniyl-isopropylamin og 15 töflur af amfetamíni. Skömmu siöar eða i olympluleikunum i Róm 1960 dó danskur hjólreiöa- maður eftir að hafa neytt of stórs skamtar af amfetamini og nikotfnsýru. Sá sem vann 3. verölaun i 400 m hlaupi á sömu leikum dó skömmu seinna i keppni, en krufning leiddi i ljós, aö dánarorsökin var heróinneysla skömmu fyrir keppnina. Þrátt fyrir allar ofantaldar staðreyndir hefur neysla hinna ýmsu lyfja margfaldast hjá iþróttamönnum hin seinni ár. Skýringin er eflaust sú að i mörgum greinum komast menn hreinlega ekki á toppinn nema að nota lyf vegna þess að metin eru orðin það góð aö „heilbrigð sál i hraustum likama” dugir ekki lengur. Þetta á einkum viö i þeim greinum, sem krefjast hraða og krafts og reyndar einnig þols. Þá er pressan á iþróttamönnunum orðin mjög mikil, heilu þjóðirnar hreinlega krefjast þess að þeir standi sig. Fyrir bragðiö er mörgum iþróttamanninum att út I foraö lyfjaneyslunnar. Ariö 1959 var haldin i Paris fyrsta alþjóðlega ráðstefnan um lyfjaneyslu iþróttamanna og áhrif hennar og þá má segja að byrjað hafi verið að taka þessi mál föstum tökum. Þó að visinda- leg vitneskja liggi fyrir um skaö- semi hinna ýmsu efna, sem iþróttamennirnir nota.verður aldrei hægt að stöðva neysluna algjörlega, en úr henni má draga með þvi að benda á vitin til varn- aöar. Sjá næstu siðu. Tour-de-France hjólreiðakeppnin 1955: Vísbending? 1 tvö ár minnkaöi sala á anabolic steroider um 14% i Noregi og samtimis sýndu norskir lyftingamenn 3.2% lélegri árangur á Norður- landamóti. Þetta er e.t.v. ekki raunhæfur samanburður, en sýnir öngvu að sföur ákveðna þróun. Einföld skýring Arangur lyftingamanna i norskum bæ minnkaði verulega eitt árið. Farið var aö leita skýringa og kom þá i ljós, að nokkru áður hafði læknir bæjarins dáið, en sá var vist ansi kærulaus I útgáfu lyfseöla. Dinabol örvar eggjahvítumyndun Anabolic steroider, sem mikiö er rætt um hér á siðunum, eru gervihormónar, sem likjast þeim hormónum er koma frá nýrna- berkinum. Sé þessu efni komið i likamann örvar það eggjahvitumyndun frumanna, sem hefur i för með sér stærri vöðva. Aukið smygl Eftir að farið var að fylgjast með neyslu hinna ýmsu lyfja hjá Iþróttamönnum hefur smygl hinna forboðnu efna milli landa stór- aukist. Fyrir nokkru fann ta .m. norskur toll- vörður umtalsvert magn hormónaefna, sem smygla átti inn i landið. Hver er skýringin? Ameriski kringlukastarinn Mac Wilkins hefur oftsinnis verið ásakaður um lyfja- notkun og aö hann hafi foröast að keppa þar sem hætta væri á að hann lenti i lyfjanotk- unarprófi. Þessi ásökun kom m.a. fram i norskum blöðum fyrr i sumar. Þvi hljótum við að spyrjat Hvað er þessi hreimsfrægi kringlukastari að vilja hingað til lands ár eftir ár meðan hann hefur úr aragrúa stór- móta annars staðar i Evrópu að velja? 5 ára keppnisbann Fyrir rúmum mánuði var 22 ára gamall kraftlyftingamaður norskur dæmdur i 5 ára keppnisbann vegna þess að hann seldi kunn- ingja sinum lyfseðil upp á anabolic steroider. Læknirinn sem lyfseöilinn skrifaöi slapp ein- ungis vegna þess að hann útfyllti seðilinn með nafni og heimilisfangi „sjúklingsins’ Karlhormóninn testosteron Hormóninn testosteron er tittnefdur hér á siðunum. Þetta er karlhormón, þ.e. hefur örvandi áhrif á það sem kalla má karllega - eiginleika, s.s. skeggvöxt, röddina og vöðva- uppbyggingu. 25,5% neyttu lyfía Misnotkun á hinu örvandi lyfi amfetamin er mjög útbreidd meðal hjólreiðamanna Arið 1965 gerði belgiskur visindamaður, dr A. Drix, könnun á þessu eftir keppnir þar i landi. Alls athugaði hann 254 hljólreiðakappa og reyndust 25,5% eöa 63 þeirra hafa neytt amfetamins. Samsvarandi athugun sýndi að 23% áhugahjólreiðamanna neytti amfeta mins fyrir keppni og 7% af keppendum barna- og unglingaflokkum. Svíar engin lömb Úr þvi að kannanir á lyfjanotkun iþrótta manna eru á dagskrá má geta þess aö 75% af bestu kösturum Svfa 1975 viðurkenndu leynilegri könnun aö hafa neytt anabolic steroider um lengri eða skemmri tima. Heimildir: Við samantekt efnisins um lyfjaneyslu iþróttamanna hef ég einkum stuðst viö eftir taldar heimildir: 1. Fyrirlestur dr. Sveins Oseid á þingi nor rænna iþróttafréttamanna i Moss 11. júni s.l.. 2. Bæklinga Norska iþróttasambandsins um iþróttir og lyfjaneyslu, einkum nr. 3 „idrett og stimulerende midler-doping” 3. Álit nefndar á vegum Norðurlandaráðs um þetta efni, fram komið 14. mars 1978. 4. Fjöldamargar greinar I norska Dag blaðinu, sem birst hafa það sem af er þessu ári. Helsta ástæða þess að leitaö er til Noregs i gagnaöflun er sú, að þar eru eöa öllu heldur voru viðhorf til þessara mála mjög svipuð þvi sem hér á landi eru nú. Þar hristu menn lengi vel hausinn ef minnst var á lyfjaneyslu iþróttamanna. —IngH QiaííaWa friðhelgi einstaklingsins. Menn mega drepa sig á brennivins- drykkju, en ekki neyta vööva- þrútnunarlyfja til þess að geta kastað kringlu 4 metrum lengra. Dæmið getur einnig snúist við þegar opinber yfirvöld beinlinis krefjast þess af iþróttamanni að hann neyti lyfja. in gefið út lista, sem inniheldur öll þau efni sem þátttakendum á olympiuleikum er óheimilt að nota. Siöfræðileg hætta fyrir hendi. Úti í hinum stóra heimi iþróttanna er stööugt i gangi fjörug umræöa um lyfjanotkun íþróttamanna. Spurningarnar sem vakna eru ekki eingöngu um and- legarog líkamlegar afleið- ingar, heldur einnig um siðferðileg vandamál. Hér á eftir verður stiklað á stærstu steinunum og ekki fjallað um stöðu þessara mála hér á landi, en e.t.v. verður það gert siðar. Þegar undirritaður var á ferð í Noregi í sumar var mikið rætt um þessa lyfja- notkun, og kom sú umræða í kjölfar þess að upplýst var i norska Dagblaðinu að 14 ára strákar í Friðriks- stað höfðu neytt margvís- legra lyf ja til þess að auka afreksgetuna. Slíka stór- frétt þurfti til þess að far- ið var að ræða opinskátt um málið. Hvað er „doping"? Nokkuð hefur veriö á reiki hvað telst óleyfileg lyfjanotkun eða eins og á erlendum tungumálum kaliast „doping” Iþróttamanna. Dönsk skilgreining frá 1962 segir svo: „Þegar rætt er um „doping” iþróttamanna er. átt við neysiu efna, sem stuðla að þvi að auka afreksgetuna óeðlilega mikið með þvi að hafa áhrif á miðtaugakerf- ið, blóðrásina eða vöðvabygg- ingu. Einnig telst það „doping” þegar reynt er að koma i veg fyrir eölilega þreytutilfinningu.” Þessi skilgreining nær e.t.v. ekki langt, en segir samt nokkuð mikið. Til þess að loka sem flest- um smugum hefur olympiunefnd- Þá vaknar spurningin um ýms- ar aöferöir til afkastaaukningar sem ekki falla undir lista olympiunefndarinnar s.s. blóð- flutning. Hinn frægi finnski hlaupari, Lasse Viren, er álitinn nota þessa aðferð fyrir stórmót. Þetta fer þannig fram aö viðkom- andi lætur taka úr sér blóð á ákveönum tima fyrir keppnina. Likaminn hefur strax uppbygg- ingarstarfsemi og þegar blóðinu er dælt inn i likamann á nýjan leik kemur það sem umframmagn. Þetta þýðir að meira hemoglobin (efni sem flytur súrefni) er i lik- amanum, meiri fylling veröur i hverju slagi hjartans o.s.frv. Er óleyfilegt að nota þessa aðferð? Slikum smugum hefur verið reynt að loka með þvi að segja að ekk- ert megi aðhafast sem gefur óeðlilegt forskot framyfir kepp- endurna, allt slikt samræmist ekki anda iþróttanna. Spurning- unni um það hvað sé óeðlilegt og hvar mörkin liggi hefur enn ekki verið svarað. Liffræðilegar ástæður: Ástæður þess að reynt er af mætti að koma i veg fyrir lyfja- notkun iþróttamanna eru þrenns konar: A. Yfirvofandi heilsu- eða lifs- hætta (stöðvun blóðrásarinnar, andleg röskun o.s.frv.). B. Varanleg lifs- og heilsuhætta (breytingar á liffærastarfsemi, andlegar breytingar, erfiðleikar meö svefn o.s.frv.). Siðfræöilegar ástæður: A. Striðir gegn siðfræöi/móral Iþróttamanna. B. Biöur heim hættunni á sið- fræðilegu hruni þjóöfélagsins. Lögfræöilegar ástæður: A. Notkun nokkurra lyfjanna s.s. kókains og heroins striðir gegn fikniefnalöggjöf flestra landa. Upptalningin hér að ofan er ein- ungis til þess ætluð að benda á hluta af þvi sem óæskilegt kann að teljast. Raunar er það alltaf umdeilanlegt hvað opinberir aðil- ar eiga að teygja sig langt inn i Lyf janotkunarpróf gagnslaus Lyfjanotkun iþróttamanna má skipta i tvo meginflokka 1. Lyfjaneysla skömmu fyrir keppni eða i keppninni sjálfri. Ekki er svo miklum vandkvæðum bundið að koma i veg fyrir þessa neyslu þvi hægt er að gera próf- anir strax að keppni lokinni. 2. Lyfjaneysla þegar keppni er ekki i nánd t.d. á æfingatimabili. Þessi neysla er stóra vandamálið, sem illa gengur aö ráða við, eink- um vegna þess að efnin gefa ekki jákvæða svörun i prófi, sem tekið er nokkrum vikum eftir að neyslu lýkur. Fyrir nokkru var gerð athugun á þvi hve lengi eftir að neyslu anabolic steroider lýkur er hægt að fá jákvæöa svörun i athugun. 1 ljós kom aö einungis I örfáum til- ,fellum fékkst jákvæð svörun viku eftir að neyslu lauk, en taka verð- ur með I dæmið að þarna var um að ræða mjög litla neyslu. Norsk- ur iþróttamaður hefur fullyrt að hann hafi neytt anabolic steroider viku fyrir próf, en sú neysla ekki komið fram i prófinu. A hinn bóg- inn fékk sænskur iþróttamaður jákvæða svörun 4 vikum eftir að hann neytti anabolic steroider siðast. Þetta er þvi ákaflega ein- staklingsbundið, en með nokkurri hyggni ætti að vera hægt að forð- ast að falla á sliku lyfjanotkunar- prófi. Hvar á að setja mörkin? Karlhormóninn testosteron er mikið notaöuraf iþróttamönnum, einkum konum. Iþróttakonur frá Austur-Evrópu liggja mjög undir grun i þessu sambandi og finnst mörgum undarlegt að sjá margar þeirra hálfskeggjaöar og dimm- raddaðar. Mjög einstaklingsbundið ér hve mikið af testosteroni er i blóði/þvagi og þá vaknar spurn- ingin um það hvar eigi að setja mörkin. Sumir sjúkdómar auka testosteron-magn likamans og mögulegt er að Iþróttamaður sem nýlega er stiginn upp úr slik- um sjúkdómi myndi falla á lyfja- notkunarathugun. Athuganir á lyfjanotkun iþróttamanna eru einkum þrenns konar: 1. Munnvatnssýni 2. Blóðsýni 3. Þvagsýni. Sýnin eru efnagreind eins og kostur er, en efnagreiningin er erfið, dýr og gefur ekki niðurstöð- ur af öllum þeim efnum sem til greina koma. Vegna kostnaöarins er einungis hægt að taka sýni á svokölluðum stórmótum. Norð- menn senda öll sin sýni til Lon- don, hvar þau eru efnagreind og i vor var kostnaðurinn á hvert þeirra 500 n. kr. eða um 40 þús. isl kr. Þvagi annars manns sprautað inn i þvagblöðruna Ýmsar aöferðir hafa iþrótta- menn notað til þess aö fara i kring um slik próf. Fyrir mörgum arum fóru menn með þvag annars manns innanklæða og helltu þvi i glasiö. Lokað var fyrir þá smugu með þvi að láta fylgjast með þvi er viðkomandi kastaði þvagi. Mótleikur iþróttamannanna varð siöan sá, að sprauta þvagi annars manns, t.d. þjálfarans.inn I þvag- blööruna áður en að sýnatöku kom. Svona mætti lengi telja. Hér að framan hefur einkum verið fjallað um neyslu anabolic steroider og testosteron sem eru hormónaefni og hafa áhrif á vöðvauppbyggingu og hormóna- starfsemi likamans. Þessi efni eru mjög i sviðsljósinu nú af ýms- um orsökum. En lyfjaneysla Iþróttamanna er langtum viðtæk- ari. Efna sem hafa áhrif á mið- taugakerfiö (amfetamín, koffein, kokafn, efedrin o.s.frv.j, róandi lyfja (mepromat, valium o.s.frv.) og æðavikkunarlyf jai (t.d. ronicol) er einnig neytt og væri of langt mál að fara að rekja áhrif þessara lyfja hér. Hvað með okkur? Eins og hér að framan hefur verið rakið er lyfjaneysla iþrótta- manna mikið vandamál úti i hin- um stóra heimi. En spurningin er einungis þessi: Hvernig skyldi þessum málum vera háttað hjá islenskum iþróttamönnum? -IngH

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.