Þjóðviljinn - 16.09.1979, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 16.09.1979, Blaðsíða 23
Sunnudagur 16. september 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIOA 23 Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir HELGI NAGLI Smásaga eftir Sigurbjörgu Jóhannesdóttur, 12 ára A bæ sem heiti Fagra- brekka, á heima 8 ára drengur hjá móður sinni og afa. En pabbi hans hafði drukknað í sjóróðri fyrir fimm árum. Frá Fögrubrekku var hálf- tíma gangur í skóla sem var í litlu sjávarþorpi sem heitir Týshöfn. Drengurinn heitir Helgi og móðirin Marta en afi hans Gísli. Helgi var í skóla alla daga nema sunnudaga. En hann var ekki ánægður í skólanum því krakkarnir uppnefndu hann, og kölluðu hann Helga nagla. Helgi var ofast í bættum fötum því það var ekki of mikið til á heimilinu og ekki alltaf nóg til að borða. Hann var stór eftir aldri en grannur og frekar höf uð- stór. ( dag var laugardagur og verið að hringja út úr skólanum klukkan f jögur og Helgi á leið heim til sin þegar sex strákar komu á eftir honum og sungu „Helgi nagli, Helgi nagli" og hentu snjó í hann, en Helgi skipti sér íítið af þeim fyrr en ein snjókúlan lenti í hnakkanum á honum. Þá tók hann snjó og henti á móti í Eirík sem var sonur hreppstjórans. Hann hitti svo vel að snjó- kúlan tók húfuna af Eiríki og fór hún beint í vök á læk þarna rétt hjá. Þá réðust allir strákarnir á Helga, rifu fötin hans, og fóru illa með hann, en höfðu þó aldrei að fella hann nema á hnén. I þessu átti bekkjarsystir hans leið framhjá, hún hét María, og má segja að hún hafi bjargað því að ekki fór enn verr. Hún spurði hvort það þyrfti sex stráka á móti einum, og þá skömmuðust þeir sín og hættu slags- málunum. En Helgi fór heim til sín. Daginn eftir gekk Helgi niður í þorpið. Þá voru strákarnir að leika sér á skíðum, og átti Helgi leið framhjá þeim. Helgi var í sömu fötunum, en það var búið að bæta þau enn meira eftir áflogin í gær. Eiríkur var verstur í munninum og kallaði Helga mörgum Ijótum nöfnum. Helgi stóðst ekki mátið að svara fyrir sig og spurði Eirík hvort það væri svona stór kjaftur á honum af þvi að það væru ekki til nógu margar skeiðar heima hjá honum og hann þyrfti að borða með ausunni. Síðan hélt Helgi áf ram niður í þorpið, þangað hafði hann verið sendur til að reyna að fá fisk í soðið. Bátarnir voru að koma að þegar hann kom niður á bryggju og gáfu karl- arnir honum stóra lúðu sem hann réð varla við. Þá sa hann kassafleka þarna og band rétt hjá. Hann batt og setti lúðuna á svo dró hann flekann sem sleða í snjónum á eftir sér. Þegar hann var kominn dálítið út fyrir þorpið á leiðinni heim, var bíll stopp þar, bilaður. Bíl- stjórinn sagði að syði á bílnum og spurði Helga hvar hægt væri að ná í vatn. Helgi sagði við hann að ekkert vatn væri nálægt en það væri nóg af snjó í kringum hann, og snjórinn myndi bráðna og verða að vatni ef hann setti hann á heitan bílinn. Mikið gat fullorðna fólkið stundum verið ráðalaust. Maðurinn hló og byrjaði að setja snjó á vatnskassann og snjórinn bráðnaði jafnóðum og hann kom við sjóðandi kassann. Svo ók maður- inn af stað í átt til þorps- ins. En hélgi hélt áfram heim til sín. Framh.í næstu Kompu. !§§ óíuqt viÖ keMvjr genqínn i' bariO' dóm Und ir faeti \ tj n i r ending m S\IBR ■ i í > 2 '■V L 'i' * M-O t?T> i ? j i fyrstur roó 6 75 •s> 'D CL a_ 1 •9 r lr \ f>rott i ÖL Spdn i i - t Sve i t trj33 4 m K 1 2 3 k s b Soffia Halldórsdóttir skýring. Skrifaðu stafina sendi krossgátuna. Hún í númeruðu reitunum í er létt og vel samin. tölusettu reitina hér fyrir Ýmist er orð- eða mynd- neðan og þá færðu út þýð- ingu á natninu hans Péturs postula. Sendu lausnarorðið og teikningu af Pétri, þá færðu kort frá Komp- unni. Góð fréttabréf Kompan bað ykkur að skrifa fréttabréf. Þið hafið brugðið fljótt við eins og þið eruð vön og þakkar Kompan ykkur fyrir góð fréttabréf. I síðustu Kompu var ágæt frásögn Þórhildar Jóns- dóttur frá Bjarghúsum í Vesturhópi af sumarferð Alþýðubandalagsi ns í Norðurlandskjördæmi vestra. Nú er í blaðinu skemmtilegt bréf frá Hildi Loftsdóttur á Akureyri. Hún segir frá sérkennilegum siðum krakkanna á Akureyri í sambandi við ösku- daginn. Vonandi fara fleiri að þeirra dæmi og senda Kompunni fréttir og frásagnir. Svona gerum viö Halló kæra Kompa! Hér á Akureyri er ösku- dagurinn einn af skemmtilegustu dögun- um á árinu. Þá eru krakkar í alls konar búningum. Svo eru 5-10 vinir saman i liði. Liðin fara svo inn í búðirnar og spyrja hvort þau megi syngja. Þegar liðið er búið að syngja fær það sælgæti eða peninga. Við hengjum líka öskupoka í fólk þegar það tekur ekki eftir. Sumir hafa ösku, steina eða málshætti í öskupokunum, og sumir hafa ekki neitt. Með kveðju, Hildur Loftsdóttir, Hamragerði 25 Akureyri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.