Þjóðviljinn - 20.10.1979, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. október 1979
AF SKAPAGÆLUM í
POLLAGALLA
INNAN GÆSALAPPA
Mér er sagt að hægt sé að hafa bæði gagn og
gaman af dagblöðum. Með dagblöðum er
hægt að spila á greiðu, dagblöð er hægt að nota
til að pakka inn í þau fiski, í dagblöð vefur
maður afskornu blómin sín á kvöldin í von um
það að dauðastríðið þeirra vari ögn lengur, og
á kamrinum hafa dagblöð verið ómetanleg um
langan aldur.
Hér hef ég aðeins drepið á það hvert gagn er
hægt að hafa af dagblöðum. Þá er eftir að
huga að þvi, hvert gaman er af þeim hægt að
hafa, þvíeinsog skáldiðsagði: „alltaf er mest
gaman, þegar gagn og gaman fer saman".
Persónulega finnst mér mest gaman að
Þjóðviljanum á laugardögum. Þetta er ekki
bara af því að ég skrif avikuskammtinn minn í
laugardagsblaðið, heldur, og ekki síður, vegna
þess að í laugardagsblaði Þjóðviljans er alltaf
ejn síða helguð kven- og kynfræðslu. Sumir
kalla síðuna kvenkynréttindasíðuna, og
Gvendur jaki þolir hana ekki.
Ég aftur á móti les hana alltaf af mikilli á-
fergju og hef af því bæði mikið gang og ekki
síður, það sem meira er um vert, gaman.
Á laugardaginn var voru það einkum tvö at-
riði sem voru tekin f yrir á kynréttindasíðunni.
Fjórir dálkar voru helgaðir bókinni „Gerum
hitt rétt" og restin um það hvenær mark væri
takandi á konum, undir yf irskriftinni „Taktu
víst mark á henni, þó hún sé á túr". Þessi
grein er andsvar við grein sem birtist í sunnu-
dagsblaði pjóðviljans og var þýdd úr ensku
kvenréttindablaði. Þar er því haldið fram, að
ekkert mark sé takandi á konum, áður, eftir
og á meðan þær séu á túr. Ja, ég segi nú bara:
það er ekki að ástæðulausu að menn eru núna
fyrst farnir að taka mark á Indíru Gandhi og
AAargréti Tatcher.
Annars er ástæðan til þess að ég er að drepa
niður penna um kvenkynréttindasíðu Þjóðvilj-
ans sú, að mín er lítillega getið þar á laugar-
daginn undir yf irskriftinni „Gerum hitt rétt".
Þar birtistsú fáránlega staðhæfing, að ég haf i
á prenti einhverntímann verið að fjalla um
bókina „Við erum saman". Bókin sem ég
skrifaði um heitir eins og ég tók f ram „Gerum
hitt rétt", en megininntak hennar er það að
sýna börnum og unglingum f ramá, að það eru
fleiri stellingar til, þegar verið er að gera
„hitt", heldur en trúboðastellingin.
Annars varð þessi laugardagsgrein Silju Að-
alsteinsdóttur til þess að ég náði mér í bókina
„Við erum saman" og kíkti aðeins í hana. Ég
verð að segja að ég er Silju sammála um f lest
það sem hún segir um bókina, en þó ekki allt.
Ég gettil dæmis alveg skrifað undir þessi orð
greinarhöfundar: „Bókiner líka mjög falleg,
Ijósmyndirnar eru góðar (dýrleg myndin af ð-
létta stráknum) og skýringateikningar eru ó-
venju Ijósar og auðskildar. Sumar þeirra eru
þær bestu sem éq hef séð af hettunni oa Ivkki-
unni." Allt þetta get ég fallist á, ig þó
sérstaklega þetta með myndirnar af hettunni
og lykkjunni. Ég verð að taka undir það
að í „gegnum tiðina", eins og Halldór
segir, hef ég, eins og Silja, aldrei rekist á
jafn frábærar myndir af hettunni og lykkj-
unni. Þó verð ég að segja, að heldur hefði ég
kosið að hettan og lykkjan hefðu verið sýndar í
réttu umhverf i. Þá f innst mér dómur greinar-
höfundar full vægur þegar hún segir orðrétt:
„Sérstaklega finnst mér þó vont að hafa
„lifa" innan gæsalappa. Raunar eru gæsa-
lappir ofnotaðar í bókinni. Hvaða ástæða er til
dæmis að hafa pollagalla innan gæsalappa?
Orðið skapagælur hef ég aldrei séð eða heyrt,
en sögnin að kela nær þessu atferli býsna vel."
Svo mörg voru þau orðin.
Hér hef ur greinarhöf undur augljóslega ekki
numið líkingamál bókarinnar „Við erum sam-
an". Ástæðan til þess að pollagalli er hafður
innan gæsalappa er greinilega sú að hér hef ur
„pollagalli" yfirfærða merkingu, og sama má
raunar segja um gæsalappirnar. Algengasta
merking orðsins „gæs" í íslensku er léttúðar-
drós, þannig að „vera í pollagalla innan gæsa-
lappa" er einfaldlega það að gera „hitt" við
léttúðardrós með smokk.
Þegar ég var ungur byrjuðu „skapagælurn-
ar" ekki fyrr en að afstöðnu keleríi. I vitund
greinarhöf undar eru skapagælur og kelerí eitt
og hið sama. Ég segi nú bara, þeir eru ekki að
tvínóna við hlutina jafnaldrar hennar Silju.
Undir lok greinarinnar slær höfundar fram
þessari válegu kenningu (eins og hún segir
orðrétt): „Og er ekki reðurhúfa kallaður
kóngur á íslensku?"
Hér er harkalega vegið að íslensku gullald-
armáli. Má maður ef til vill eiga von á því, að
á næstunni verði Kong Kristjan kallaður
Kristján reðurhúfa tíundi, Lárus Salómons-
son glímureðurhúfa, Björn Pálsson fjallreð-
urhúfa og Ijónið „reðurhúfa dýranna". Og
hvað er þá langt í það að f arið verði að syng ja
í kirkjunum „Víst ertu Jesús reðurhúfa
klár?".
Að lokum vil ég aðeins segja, að mér finnst
eiginlega meira en nóg komið af teoríunni um
kynferðismál í málgagninu okkar og legg til
að við förum að snúa okkur að því verklega.
Því, eins og segir í ástaróði fráskildu kon-
unnar:
Manstu, elsku yndið mitt,
eftir því við tókum,
hvað það var gott að gera hitt
og gera það upp úr bókum.
— Flosi.
4
SMPAUTGtRB RIKISINS
M.S. Coaster Emmy
fer frá Reykjavik föstudaginn
26. þ.m. vestur um land til Ak-
ureyrar og tekur vörur á eftir-
taldar hafnir: Patreksfjörö
(Tálknafjörö og Bildudal um
Patreksfjörö), Þingeyri, isa-
fjörö (Flateyri, Súgandafjörö
og Bolungarvik um tsafjörö),
Siglufjörö, Akureyri og Norö-
urfjörö. Móttaka til 25. þ.m..
húsbyggjendur
ylurinn er
~ göóur
Atgreiðum einangrunarplasl a
Stor-Reyk|avikursvxðið tra
manudegi — fostudags
Athendum voruna a byggingarstað.
viðskiptamonnum að kostnaðar
lausu. Hagkvxmt verð og
greiðsluskilmalar
við llestra hxfi
ll—ld o% tl 71»
Af statfskrá Samgönguráduneytis:
Vegaframkvæmdir, aukið
jafnræði og öryggi
A blaöamannafundi I fyrradag
geröi Ragnar Arnalds grein fyrir
helstu viöfangsefnum ráöuneyta
hans siöustu mánuöi. Hér veröur
rakiö nokkuö af þvi sem unniö
hefur veriö aö i samgönguráöu-
neytinu undir hans forystu, og er
þar bæöi um aö ræöa fram-
kvæmdir i vegamálum, ráöstaf-
anir sem stefna aö auknum jöfn-
uöi milli landsmanna og auknu
öryggi.
• 1. Endurskoöun vegáætlunar. 1
vegáætlun sem samþykkt var á
s.l. vetri var gert ráö fyrir 60-70%
magnaukningu vegafram-
kvæmda á næsta ári. Eftir aö ljóst
Tökum aó okkur
viögerðir og nýsmiöi á fasteignum.
Smiöum eldhúsinnréttingar: einnig viö-
geröir á eldri innréttingum. Gerum viö
leka vegna steypugalla.
Verslið vift ábyrga aftila
TRÉSMIÐAVERKSTÆÐIÐ
Bt*rgstaftastræti '.Y.5, simi 41070.
varö, aö veröbólguþróun milli ára
yröi meiri en reiknaö var meö,
var hafinn undirbúningur aö
endurskoöun vegáætlunar á
næsta vetri. ,
• 2. Happdrættislán vegna
Noröur- og Austurvegar. Meö
heimild i gildandi lögum og i
samráöiviö Seölabankann hefur
veriö i undirbúningi aö bjóöa út
nýtt happdrættislán vegna vega-
geröar frá Reykjavik til Akureyr-
ar og frá Reykjavik til Egilsstaöa
meö varanlegu slitlagi. Happ-
drættislán af þessu tagi hafa ekki
veriö boöin úr siöan 1977. Ráögert
hefur veriö, aö vinna fyrir þessar
300 milj. kr. á þessu hausti.
• 3. Lagning sjálfsvirks sima.Nú
I þingbyrjun var lagt fram frum-
varp, sem miöar aö þvi, aö öli
heimili i landinu eigi kost á sjálf-
virkum sima innan fjögurra ára.
Um 3600 heimili hér á landi búa
enn viö handvirkt simasamband
um innansveitarlinur, og er þaö
ótvirætt mannréttindamál, aö
fólk þurfi ekki aö biöa óhóflega
lengi eftir úrbótum á þessu sviöi.
• 4. Jöfnun simgjalda. Nokkuö
nefur miöaö I átt til jöfnunar sim-
gjalda á þessu ári og lætur nærri
aö um 3-4% af taxtahækkun sim-
ans sé variö I þessu skyni. Frá
seinustu áramótum fá aldraöir og
öryrkjar sem njóta óskertrar
tekjutryggingar fellt niöur af-
notagjald af slma.
• 5. Smiöi strandferöaskipa. í
seinasta mánuöi bar samgöngu-
rábherra fram tillögu I rikis-
stjórninni þess efnis, aö smlöuö
yrbu 3 skip fyrir Skipaútgerö
rlkisins og yröi smiöi eins þeirra
lokiö á næsta ári, en smiöi annars
hafin.
• 6. öryggis- og hagsmunamál
sjómanna.
A. Regiugerö um fjarskipti.
Hinn 15. október s.l. undirritaöi.
samgönguráöherra nýja reglu-
gerö um fjarskipti. Samkv. henni
skulu starfandi loftskeytamenn á
öllum vöruflutningaskipum, sem
eru 1500 tonn eöa stærri og auk
þess er skylt aö hafa loftskeyta-
mann um borö I öllum siglingum
til Ameriku. A fiskiskipum 55
metrar aö skrásetningarlengd
eöa stærri, skulu einnig vera loft-
skeytamenn. -
• B. Reglugerö um öryggisbúnaö
viö línu- og netaspil og öryggi á
hringnótaskipum, var staöfest 1
ágúst s.l.
• C. Bætt veröurfregnaþjónusta.
Samkvæmt tillögu samstarfs-
hóps, sem ráöherra skipaöi á s.l.
vori, hefur nú veriö tekin ákvörö-
un um stórbætta þjónustu Veöur-
stofu tslands viö sjómenn. Rikis-
stjórnin samþykkti nýlega auka
fjárveitingu á þessu ári aö upp
hæö 32 millj. kr. i þessu skyni.
• D. Sjómannalö'g. Frumvarp ti
breytinga á sjómannalögum va
lagt fyrir Alþingi s.l. en fékkst þ
ekki afgreitt fyrir þingslit. Frum
varpiö fól i sér verulega aukim
rétt Islenskra sjómanna i veik
inda- og slysatilfellum.
• Samgöngumiöstöövar. Aö und
anförnu hefur veriö unniö al
samræmingu flutninga á landi
sjó og i lofti á vegum nefndar
sem samgönguráöherra skipaöi
þvi skyni á s.l. vetri. I fyrsti
áfanga hefur starf nefndarinna:
mibast einkum aö undirbúning
tillagna um samgöngumiðstööva
vlða um land. Formaöur nefndar
innar er Þorsteinn Magnússoi
þjóöfeiagsfræöingur.