Þjóðviljinn - 20.10.1979, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.10.1979, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. október 1979 Laugardagur 20. október 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 á dagsKrá >Mikil og margvísleg ábyrgd hvílir á konu sem gengur með barn og sumir 'þœttir hennar eru ekki á valdi móðurinnar einnar,en það ermargt sem hún getur látið ógert til að tryggja barni sínu heilbrigði Vímuefni á meðgöngutíma 1 tilefni af alþjóðaári barnsins hafa um 300 þjóðkunnir menn undirritað áskorun til að vekja athygli á þvi, hvilikt böl neysla vfmuefna og þá einkum áfengis er þjóðinni og hve miklum þján- ingum hún veldur börnum. Skorað er á landsmenn að hverfa til heilbrigöari hátta og byrja á aö neita sér um öli vfmuefni vikuna 21.-27. október. t tilefni vikunnar eru tekin á dagskrá ýmisleg mál er varða vfmuefni. Guðsteinn Þengilsson læknir hefur orðiö: Markmiö þessa greinarkorns er að ræða mjög stuttlega áhrif vimugjafa á mannsftístur, ef móðirin neytir þeirra á með- göngutimanum. Vfmugjafar kallast efni sem koma huganum i annarlegt ástand, oftast með þvl að sljóvga hann. Þau lama þannig bæði dómgreind og rökhugsun. Flestum sem neyta þessara efna finnst þetta vlmuástand þægilegt og sækjast eftir þvi. Þessvegna nefnast þau einnig fikniefni og er alkóhól þeirra langþekktast, þótt fleiri efni sæki nú fast á eftir. Þau áhrif sem flestirtíttast og setja í samband við lyfjanotkun á meögöngutima er vansköpun- in. Allir muna eftir thaliadomid- börnunum, og hve mörg þeirra hlutu hryllilegan vanskapnaö. Sannleikurinn er þó sá, aö þau lyf sem hér eru tiöast notuð gegn streitu og taugaspennu valda ekki neinnivansköpun svo vitaðsé. Þó er rétt aö hafa gát á allri lyfjagjöf um meðgöngu- timann, þar eð áhrif þeirra á fóstrið séu ekki fyllilega þekkt. En sá læknir, sem takmarkar lyfjagjafir til þungaðrar konu við brdönauðsynlegustu tilvik, og notar aöeins þau lyf, sem löng reynsla er fyrir að séu hættulaus, hann á ekki að þurfa að óttast skaöleg áhrif á barnið af völdum lyfjanotkunar. Meöal þeirra lyfja, sem mest eru í uppáhaldi hér gegn streitu og spennu er diazepam (valium). Það er sums staðar mikið notaö til að koma i veg fyrir yfirvofandi fæðingar- krampa. Um það og skyld efni (t.d. librium og mogadon) er þaöaðsegja aö berast greiölega gegnum legkökuna til fóstursins og safnast fyrir i vefjum þess. Hafi þess verið neytt I verulegu magni fyrir fæðingu, getur þaö valdið syfju og slekju hjá hinu nýfædda barni, heilaskemmd- um, grunnri öndun eða jafnvel öndunarstöðvun um tima. Það hefur truflandi áhrif á hjarta- sláttinn í fæöingunni, og barnið sýgur brjóstið slaklega. Notkun sterkari fikniefna, s.s. morflns og heróins á meðgöngu- tima getur truflaö eða tafiö vöxt fóstursins. Strax eftir fæöingu geta komið upp næringarvanda- mál hjá barninu, það þjáist af uppköstum, almennri vanliðan og er mjög óvært. Ef ekkert er aö gert geta þessi börn dáiö skömmu eftir fæöingu. Talið er aö um fráhvarfseinkenni sé að ræða hjá þessum börnum og kemur það einkum skýrt fram, hafi móðirin neytt þessara efna stöðugt og I nokkrum mæli fyrir fæðinguna. Þá mun LSD-notkun leiöa til breytinga á litningum hjá barn- inu sem getur haft mjög alvar- legar afleiöingar. Um notkun cannabis og amphetamin á meðgöngutima er ekki fyllilega ljóst, hvaða áhrif hún hefur á fóstrið, þaö er umdeilt atriði, en vist má telja að sú notkun sé afar óheppileg eins og neysla annarra vimu- gjafa. Vika baráttu gegn neyslu vímuefna Af engi i'litlu magni hefur ekki teljandi bein áhrif á fóstrið á meðgöngutimanum. Þó berst það greiðlega um legkökuna til fóstursins, en skilst fljótlega út. Meiri háttar áfengisnautn móð- urá meðgöngutima getur valdið ótimabæru fósturláti, og sé áfengisins neytt til lengdar, hindrar það vöxt og þroska fóstursins og skaðar miðtauga-. kerfi þess með ófyrirsjáanleg- um afleiðingum. Tóbaksreykingar á með- göngutlma eru fóstrinu hættu- legar séu þær umtalsveröar. Nikótíniö þrengir æðarnar i leg- kökunni og truflar þannig nær- ingu fóstursins, sem þroskast seinna og getur borið þessa varanlegar menjar. Sé fleiri tegunda vimugjafa neytt samtimis, magnast skaö- semi þeirra verulega. Það á við á meögöngutimanum, ekki sið- ur en endranær, að lyfjameö- ferö og áfengisneysla eiga ekki samleið, ég tala nú ekki um, ef lyfin eru einnig notuð sem vimugjafi. Áhrifin af tveim eða fleiri vimugjafa-tegundum, sem neytt er samtlmis, geta verið ófyrirsjáanleg. Benda verður einnig á, aö auk þess sem vimu- gjafaneysla hefur bein skaðleg áhrif á fóstrið, eru hinir óbeinu skaðar af völdum þess ekki sið- ur umtalsverðir. Næringar- skortur, s vefntruflanir og óholl- ir lifnaðarhættir almennt er meðal þess er nefna mætti um þetta óbeina tjón. Móðirin veikl- ar likama sinn svo, að hún verð- ur þess siður umkomin aö veita barni sinu góða umhirðu og holla móöurmjólk og næga eftir fæðingu. Auk þess stofnar hún sjálfri sér i verulega hættu. Það er mikil ábyrgð, sem hvilir á móðurinni meöan hún gengur með barn sitt og verð- andi þegn I samfélaginu. Þessi ábyrgð er margvisleg og sumir þættir hennar ekki á valdi móðurinnar einnar. En það er margt, sem hún getur gert eða látið ógert til aö tryggja barni sinu heilbrigöi sálar og likama og byggja þannig traustan griínn undir hamingju þess og lifsfyllingu. Eitt af þvi allra mikilvægasta er aö foröast vimugjafa um meðgöngutim- ann. Geri hún það ekki, er eins vist aö hún sé að leggja stein i götu lifveru, sem er aö verða maður, hún sé að kyrkja þaö líf, sem hún ber undir brjósti sér. Þótt dauði fósturs eða nýfædds barns af völdum vimugjafa, sem móðirin hefur neytt um meögöngutimann, sé ekki al- gengur, má rekja ýmsar trufl- anir sem verða á andlegum og likamlegum vexti barnsins til vimugjafaneyslu móðurinnar. Þessar vaxtatruflanir geta sið- an haft áhrif á feril barnsins alla þess ævi. Guösteinn Þengilsson Það var 1917, miðað viO 7. nóvember, sem rússnesku bolsé- vikarnir GERÐU HREINT I Rússlandi undir forustu Lenins og hans félaga, ótaldra hundraOa og þúsunda hundraöa manna, sem hvergi eru skráO nöfn á. Þetta var mesta bylting, sem orö- iö haföi nokkru sinni I heiminum, og haföi feikileg áhrif á mikinn hluta heims. A0 minu viti uröu áhrifin hvergi jafnmikil og i Þýskalandi. Þar mun hafa veriö þá þegar öfhigasti kommúnista- flokkur utan Rússlands, og viö þessar aögeröir Rússanna tviefldust Þjóöverjarnir undir stjórn sfns ástsæla foringja, Ernst Thalmann. En s vo sprattupp annar flokkur I Þýskalandi með ótrúlegum hraða eins og gorkúlur á mykju- haug, sem voru nasistarnir undir stjórn Hitlers. Þeir svifust einskis, óðu yfir allt og alla. Þeir tóku Thalmann og murkuðu úr honum lifiö, ekki með skoti eöa henginu, sem munu vera tiltölu- lega góðir dauðdagar — nei,hann var drqiinn á hinn viðbjóösleg- asta hátt með löngu kvalræði og sem mestum hörmungum, og þannig fóru nasistarnir meö hundruð þúsunda kommúnistanna 1 Þýskalandi. Ahrifanna af rússnesku bylt- ingunni gætti viða um heiminn, meira aö segja á norðurhjara veraldar, Akureyri. Upp úr 1930 var stofnaöur Kommúnistaflokk- ur Islands og ein öflugasta deildin i honum var hér á Akureyri. I deildinni hér var flest af menntaðasta og duglegasta fólk- inu hér þá, en það var fyrst og fremst verk Einars Olgeirssonar að stofna flokksdeildina hér. Hann var þá nýkominn heim frá námi 1 Þýskalandi, hámenntaður maður, og áhugann og dugnaðinn var ekki aö tvila. — Það var hægt að öðlast góöa menntun I Þýskalandi áður en nasistarnir brutu alla þá möguleika niður. Þyrnir i augum Egheld, að það hafi verið búiö aö stofna þýskt konsúlsembætti á Akureyriáðuren nasistarnir tóku völdin, og konsúllinn var Siguröur E. Hllðar dýralæknir, og þar af leiðandi varö hann nasista- konsúll. Þetta konsúlatvarmesta hatursmál i hugum okkar kommúnistanna, og höföu margir fullan hug á að gera þvi skráveifu. Og það hleypti heiftarhug i marga, þegar Siguröur E. Hliðar flaggaði haka- krossfánanum á feikihárri stöng við húsið sitt I Búöargilinu. — Gaman væri nú að skera haka- krossinn niöur og brenna hann. Svo var þaö, aö þýski haka- krossinn blakti við hún fyrsta desember, á sjálfan fullveldisdag Islands, við þýska konsúlatið islenska fullveldinu til heiðurs, og var af nokkurra manna hálfu haft vakandi auga með að fá tækifæri til að komast að stönginni og ná fánanum. Og tækifærið kom. Tveir menn lögðu til atlögu, náðuhakakrossfánanum og komu honum I eldinn, en hirtu sigurnagla úr snúrunni, og hefur ságripur veriö vel geymdur inni I skáp öll árin siöan, og fylgir hér meö mynd af honum. Annar þess- arra manna er enn á lifi og i fullu fjöri, og hef ég beðið hann að skýra frá, hvérnig þessir hlutir gengu fyrir sig, og gef ég nú Agúst Asgrimssyni, Aðalstræti 70, oröið: l.des 1933 — Það var 1. desember 1933, að mér datt i' hug aö fara út i Verka- lýðshús og vita, hvort þar væri nokkuð um aö vera. En þegar ég gekk framhjá Lækjargötunni eða Búðargilinu, einsog það heitir,sé ég hvar þýski nasistafáninn blaktir viö hún á flaggstöng, er stóð i brekkunni ofan viö hús Sigurðar Hliðar, sem þá var þýskur konsúll og búinn aö vera þaö um nokkurt skeiö. En nasistarnir höfðu þá fyrir nokkru tekið völdin i Þýskalandi, og var þá orðið allheitt I kolunum milli okkar þessarra rauöu og nasistanna, sem hér var nokkurt slangur af. Ekki man ég, hvort þá var búið aö skera hakakrossinn niður af þýska skipinu Diönu i Reykjavik og á Siglufirði, en á leiðinni út i bæinn fer ég að hugsa sem svo, að „gaman væri aö skeradrusluna niður og látahana hverfa”, jivi margar minningar blóðs og tára voru þá þegar bundnar við fána þennan, þó það hafi litið verið hjá þvi, sem siðar varð. Þegar ég kem út i Verkalýðs- hús, er þar fyrirhópur manna, og fór ég þá að tala um þetta við þá og stinga upp á, að við færum nokkrir inneftir og skærum fánann niöur, en fékk engar undirtektir og labbaði við svo búið til baka. Mun þá fullveldis- ræðan hafa staðiö yfir i Gúttó. Á leiði séra Matthiasar. Þegar ég kom inn aö Lækjar- götu 2, stóð Þorkell prentari þar úti, en hannbjó þar þá. Égstansa hjá honum og benti honum á fánann, sem þá blasti við okkur blaktandi i þeirri sunnarigolu, sem engin minning blóðs og tára var bundin. Sting ég nú upp á þvi, aö viö reynum aö ná fánanum niður, og var hann til i það. Fór- um við nú suöur I bæjarhús (Aöalstræti 23) til Stefáns Magnússonar og fengum lánaðan vasahníf, og sögðum honum hvað til stæöi. Fórum við siðan upp á höfðann ofan viö Aöalstræti 36, noröan við kirkjugarðinn, en gengum svo út og niður höfðann i átt aö flaggstönginni, en skriðum siðasta spölinn. Man ég enn eftir hvininum i snúrunni, þegar hún dróst i gegnumi götin á stangar- húninum eftir að skorið var á hana. Halaði ég svo fánann með snúrinni til min og hljóp meö hann suöur og upp höfða og inn i kirkjugarö, en beir þar eftir Þorkeli þvi ég var á undan hon- um. Ekki þorði ég aö fara með fánann heim,svo viö földum hann i miklum bing af laufi, sem hrúgast haföi saman á leiði séra Matthiasar, og vona ég að hann hafi fyrirgefið það. Fórum viö svo suður og niður I Aðalstræti 74 og slðan gengum við i bæinn. Var þá orðið dimmt. En þegar við komum út að Sam- komuhúsi mætum viö bil á mikl- um hraða, og I honum er öll sú lögregla, sem þá var á Akureyri. Ekki var laust við, að manni yrði dálitiö bilt við. Sástu, h verjir voru I bilnum? spurði ég Þorkel. Já, ansaði Þorkell. Snérum viö svo fljótlega viö og fór hvor heim til sin. Næsta kvöld sóttum við svo fánann og fórum meö hann út i Aðalstræti 17, og þar var hann brenndur, en sigurnaglann úr snúrunni á ég enn. Byssa og fjaðrafok Einn er sá atburður, sem ég minnistfrá þessum árum, en þaö var þegar ég keypti skammbyss- una i versluninni Norðurland, sem þá var i gömlu Hamborg, en þar er enn verslað. Það mun hafa verið 1933 eða 4, en þá var hér um nokkurntima Áki Jakobsson, sem siðar varð atvinnumálaráðherra. Sáum við þessa byssu i glugga verslunarinnar, og kom okkur saman um að kaupa hana i félagi. Fór ég svo nokkru siöar og keypti hana og 20 skot. Minnir mig, aö hún kostaði 38 krónur. Ekki þurfti maður þá leyfi til að kaupa skot- vopn og seldi stúlkan, sem afgreiddi I búðinni, mér byssuna án nokkurra spurninga. En eitthvað var fariö aö grennslast eftir, hver hefði keypt gripinn og hafðist upp á þvi, og varö eitt- hvert fjaðrafok og smábyltingar- hræðsla greip um sig hjá sumuiri, og hefði orðið meiri, ef vitað heföi verið, hver hinn hluthafinn var. En aldrei var ég spurður eöa krafinn um byssuna. En nokkrum dögum siðar fór ég með byssuna upp fyrir bæinn og skaut i mark til að prófa hana, en hitti ekki I einu einasta skoti, og fannst mér litiö gaman aö þessu, svo ég seldi hinum hluthafanum minn part, og hef ég ekkert af henni frétt siðan,—. Agúst Ásgrlmsson: Ég vona að séra Matthlas hafi fyrirgefiö þaö. Steingrimur Eggertsson: Þaö greip um sig smábyltingar- hræösla þegar fréttist um byssu- kaupin. Sigurnaglinn úr fánasnúrunni hefur veriö geymdur inni I skáp öll árin siöan. Þegar haka- krossfánlim var skorinn niður... Gamlar minningar úr stétta- baráttunni á Akureyri Þeir voru m.a. aö hefna fyrir Ernst Thal- Þorkell V. Ottesen var meö I þvl mann- aö skera niður fánann. Flatarmál frelsisins — Viö ætlu m aö ræöa u m f relsi I mjög viötækum skilningi. Hug- takiö frelsi hefur löngum veriö taliö einkaeign svonefndra f rjáls- hyggjumanna. Viö viljum hins- vegar varpa nýju ljósi á frelsis- hugtakiö og sögulega þróun þess frá frönsku stjórnarbyltingunni. Allt frá þeim tima hefur frelsiö veriö I vörslu borgarastéttarinn- ar og misnotaö af henni. Viömælendur okkar i dag eru þau Jóhanna V. Þórhallsdóttir og Óskar Sigurðsson. Þau stunda bæði nám i Háskóla lslands,"Jó‘ hanna i félagsfræöi og Oskar i heimspeki, og þau eru meðal þeirra sjö, sem Félag vinstri manna býður fram til 1. des.-nefndar i ár undir kjöroröinu Frelsi.Kosningarnarfara fram á mánudaginn næstkomandi. Valfrelsi á vörumarkaði — 1 umræöum i Háskólanum meöal hægri manna hefur frelsis- hugtakið veriö notað I þeim skiln- ingi, aðum sé aö ræða valfrelsi á vörumarkaöi. Við viljum reyna að draga fram i dagsljósiö þaö sem dylst á bakviö þetta frelsis- glamur þeirra. M.a. munum við koma inn á tjáningarfrelsi og ýmiskonar frelsi fólks til að gera það sem hugur þess stendur til'. Og viö vörpum fram þeirri spurn- ingu hvort frelsið sé jafn mikið i raun og hægrimenn vilja vera láta. Með þvi aö skilgreina frelsið á sinn hátt eru hægri menn um leiö aötakmarka það, þvi aö hugtakið felur það i sér, að iraun megi ekki taka þaö þeim tökum. Frelsis- hugtakið hefur þá merkingu sem fólk vill leggja i það. Okkur finnst að ekki eigi að mata fólk á full- yröingum um það hvað frelsið sé, þvi þá hefur hugtakiö snúist viö. Það er þvi ekki ætlun okkar 1. desember að fara að skilgreina frelsiö og troða þeirri skilgrein- ingu upp á fólk. Þessvegna skil- ur umfjöllunin kannski eftir fleiri spurningar en svör, og þá er vel. Margt er frelsið — Hvernig ætlið þið að haga dagskránni 1. desember, ef þið fáið fulltingi stúdenta til starfs- ins? — Viö erum ekki alveg búin að skipuleggja það, hvernig við munum skipta verkum innan hópsins. Sennilega munum við haga störfum okkar þannig, aö hver nefndarmaður ásamt starfs- hópi tekurfyrir sérstakar greinar innan svonefnds frelsis. Til dæm- is má'nefna þar tjáningarfrelsi, sögulega þróun orðsins og hug- taksins frelsi, kvenfrelsi, frelsi á heimilum, frelsi á vinnustað, spurninguna um hvort frelsi riki I þvi landi þar sem atvinnurekend- ur stjórna fyrirtækjunum, og frelsi i þriðja heiminum. Við munum reyna aö fá fólk til þess að taka þátt i þessari um- ræðu með okkur. Við ætlum okkur llka að vikka umræðuna eftir föngum oggera eitthvaö bitastætt úr þessu málefni, ef við vinnum kosningarnar. Hinsvegar er nú mjög stuttur timi fram aö kosningum. Þær farafram á opnum fundi i Hátiða- sal Háskólans á mánudaginn kemur frá kl. 8-12 um kvöldiö. Menn geta nú komið og farið eftir hentugleikum og kosið meðan ræður eru i gangi, ef þvi er að skipta. Jóhanna V. Þórhallsdóttir og Óskar Sigurðsson — Hvað taka framsöguræðurn- ar langan tíma? — Hvor listi fær aöeins hálf- tima.ensjöeruiframboði, svo að hart verða tryppin rekin. Hver ræðumaður fær þvi aðeins nokkra minútur til umráöa. Þetta velturmikiðá að ftílkið mætivel á fundinn, virkt og hresst. Hverjir njóta frelsis? — Nokkur stór orð að lokum? — Við minnum bara enn á það, að 1. desember ætlum við okkur að skyggnast eilitið á bak við hið margrómaöa frelsishugtak. Er frelsið það að kaupa, selja og neyta eða er það frelsi aö hugsa, tala og skapa? Við vörpum fram þeirri spurningu, hverjir séu raunverulegir möguleikar okkar til að stunda nám og vinnu og hvort einhver timi sé aflögu. I okkar þjóöfélagi er frelsið fyrst og fremst þeirra sem hafa tima og peninga til að njóta þess. Hverjir eru það, spyrjum við, og hvers eiga hinir að gjalda? Við ætlum semsé að reyna að finna flatarmál frelsisins og rannsaka hverjir smiöa rammann um það. -eös á framboðslista Félags vinstri manna til 1. des.- nefndarkosninga í Háskólanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.