Þjóðviljinn - 20.10.1979, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.10.1979, Blaðsíða 9
Laugardagur 20. oktöber 1979 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 9 Stelndór Steindórsson er manna fróóastur um Jan Mayen. Jan Mayen á haustvöku í Kópavogi Norræna félagið I Kópavogi hefur vetrarstarf sitt með haust- vöku, sem haldin veröur að Hamraborg 11, annað kvöld kl. 20.30. Þar mun Steindór Steindórsson, fyrrv. skólameistari á Akureyri, sýna kvikmynd frá Jan Mayen og flytja erindi um dvöl sina á eyj- unni fyrir nokkrum árum. Þá munu tónlistarmennirnir Gisli Helgason, Guömundur Arnason og Helgi Kristjánsson, sem nefna hópinn Musica Nostra, flytja frumsamda tónlist á blokkflautu, bassa og gitar. Loks mun Ragnheiður Tryggvadóttir.fulltriii félagsins á vinabæjamóti i Cöinsvéum I Danmörku á siöasta vori, flytja frásögn frá mótinu, en höfuö- umræöuefniö þar var umönnum aldraöra í vinabæjunum. Allir eru velkomnir á kvöld- vökuna meðan húsrúm leyfir. Sýningar Kjarvalsstaðir Með opin augu, ljósmyndasýning Rafns Hafnfjörö. Opin kl. 14-22. Lýkur annaö kvöld. Bækur handa börnum heims. Alþjóöleg barnabókasýning. Opnuö i dag. Suðurgata 7 Danski listamaöurinn Niels Reumert sýnir grafik. Opiö kl. 14-22 i dag og á morgun. Norræna húsið Carl-Henning Pedersen. Málverk, graflk, skúlptúr. Opið 14-22 um helgina. Lýkur annað kvöld. Anddyri: Myndskreytingar viö sögur H.C. Andersens. Listmunahúsið Lækjargötu 2 „1 hjartans einlægni” — sýning á verkum 9 listamanna frá Færeyjum og Islandi. Opin á venjulegum verslunartima til nóvemberloka. Kirkjumunir Vatnslitamyndir eftir Osmo Isaksson frá Finnlandi. Lýkur á morgun. Stúdentakjallarinn Friörik Þór Friðriksson, Margrét Jónsdóttir, Bjarni Þórarinsson og Steingrimur Eyfjörö Kristmundsson. Opiö virka daga kl. 10-23.30 og um helgar kl. 14-23.30. Loftið Vatnslitamyndir eftir Magnús H. Kristinsson. Opiö kl. 14-18 um helgina. Lýkur 27. okt. . Leikhús Þjóðleikhúsið Leiguhjallur i kvöld. Onnur sýning á Gamaldags kómediu eftir Alexei Arbuzov annað kvöld. Lifa smáar tungur af? Dr. Ommo Wilts, forstööu- maöur frisnesku oröabókar háskólans i Kiel, flytur opinberan fyrirlestur i boði heimspeki- deildar Háskóla lslands mánu- daginn 22. október 1979 kl. 17.15 i stofú 201 I Arnagaröi. Fyrirlesturinn nefnist „Das Nordfriesische — Proideme der Erhaltung einer kleinen Sprache” og veröur fluttur á þýsku. öllum er heimill aögangur. Myntsýning Kl. 4 i dag verður opnuð I Boga- salnum myntsýning itilefni af tiu ára afmæli Myntsafnarafélags- ins. Sýningin er haldin i samráði við Seðlabankann og Þjóðminja- safn, og veröur hán opin tii 28. okt, kl. 2-10 daglega. Fimmtugasti hver gestur sýningarinnar fær aö gjöf 50 krónu pening frá 1973, sem nú er metinn á kr. 1600. Auk þess verður getraun I gangi sýningar- dagana. éskríft.. V"\ ' _p*-** ..og bladid i hendurnar! OIÓBVIUINN simi 81333 Iðnó Öfvitinn frumsýndur I kvöld, önnur sýning annaö kvöld. Uppselt á báö- ar sýningarnar. Alþýðuleikhúsið Blómarósir sunnudagskvöld kl. 20.30. Leikbrúðuland Gauksklukkan. Sýningar aö Frikirkjuvegi 11 I dag kl. 17 og á morgun kl. 15. Miðasala á staönum Idagfrá kl. 16og á morgun frá kl. 13. Leikfélag Akureyrar Galdrakarlinn i Oz, sýningar i dag kl. 17 og sunnudag kl. 15. Bíó Fjalakötturinn Hiö langa sumarfri áriö 1936. Spönsk mynd frá 1976. Leikstjóri Jaime Camino. MíR-salurinn Hin unga sveit (Molodaja Gvardia) frá 1948. Leikstjóri Sergei Gerasi- mof. Fyrri hluti sýndur I dag kl. 15, seinni hluti næsta laugardag á sama tima. Howard Riley heldur tónleika 1 dag og á morgun leikur breski pian istinn Howard Riley á tvennum tónleikum i Reykjavfk. Það er Galleri Suðurgata 7 sem gengst fyrir þessum tónleikum I samvinnu við tónlistarfélag Menntaskólans viö Hamrahlið og Funda- og menningarmálanefnd Stúdentaráðs. Fyrri tónleikarnir veröa kl. 16 I dag I Menntaskólanum viö Hamrahliö, en þeir seinni kl. 21 annaö kvöld I Félagsstofaun stúd- enta. Howard Riley er meö virtustu jazzleikurum Bretlands. Hann fer ekki heföbundnar leiðir I tón- listarsköpun sinni, heldur leitast viö aö notfæra sér möguleika hljóöfærisins^út I æsar, og er ekki óliklegt aö ýmsir kunni aö lita slaghörpuna I nokkuö ööru ljósi enáöureftiraö hafaheyrt I Riley. Verö aögöngumiba er kr. 2500-. Rafljós í 100 ár Nú um helgina opnar Ljós- tæknifélag Islands sýningu I As- mundarsal viö Freyjugötu i til- efni þess, aö 100 ár eru nú liöin siðan glóöþráöarperan, (ljósa- peran) varö aö veruleika I hönd- unum á Edison gamla. En þaö var einmitthinn 21. okt. 1879, sem Thomas A. Edison heppnaöist aö láta kolþráöarperuna bera ljós I 45 klst. samfleytt. I rauninni er þarna um aö ræöa tvöfalda afmælissýningu þvi Ljóstæknifélagiö er 25 ára um þessar mundir. — Sýningin verö- ur opnuð almenningi kl. 2 á sunnudag og veröur opin til sunnudagsins 28. þ.m. Nánar um sýninguna I næstu viku. -mhg K Á bækur Ljóðasafn I-IV eftir Einar Benediktsson Þetta er stærsta verkefni Skuggsjár i ár, heildarútgáfa I handhægu broti, ekki óáþekktu þvi, er frumútgáfan var I. 1 1. bindi. er inngangsorö eftir Kristján Karlsson, sem annast hefur um útgáfuna, Kvæði, úr Kvæöum ogsögum, og Hafblik. I 2. bindi er Hrannir og Vogar, I 3. bindi Hvammar, ritgerö Siguröar Nordal um Einar Benediktsson og ritgerð Guömundar Finnboga- sonar um skáldskap hans. I 4. bindinu er Pétur Gautur og auk þess ýmis kvæöi, sem ekki voru I frumútgáfunni, og athugasemdir. Tryggva saga ófeigs- .sonar eftir Ásgeir Jakobsson Þetta er mikil bók að vöxtum, hátt á fjóröa hundrað þéttsettar siður og rikulega myndskreytt. Jafnframt þvi aö vera ævisaga Tryggva er bókin óhjákvæmilega saga Islenskrar togaraútgeröar frá upphafi og er fjallaö á hressi- legan hátt um útgeröarstúss hins opinbera. Mikill fjöldi manna kemur viö sögu og ber þar hæst hina traustu skipsfélaga hans, sem margir hverjir voru i skips- rúmi hjá honum um áratugi, en einnig fá sinn skammt útgerðar- menn og skipstjdrar, bankastjór- ar, alþingismenn og ráöherrar. Syrpa úr handritum Gisla Konráðssonar Bókin hefur aö geyma safn þjóösagna hvaöanæva af landinu, sem hinn mikli fræöaþulur safnaöi og skráöi af sinni alkunnu elju. Honum nægöi ekki aö vera þiggjandi I heimi fornra sagna og kveðskapar, hann gerðist svo mikilvirkur i viöfangsefnum þessa sagnaheims aö fjaðrapenni hans, skorinn af honum sjálfum, fór lengri vegu en gersthafði áöur meöal söguþióöarinnar. Frá Hliðarhúsum til Bjarmalands eftir Hendrik Ottósson. Þetta er endurprentun minn- ingabókar Hendriks, sem ófáan- leg hefur veriö i áratugi. Hann segir hér frá æskuárum sinum i Vesturbænum i Reykjavik I upp- hafi þessarar aldar, frásagnir eru af fjölskyldu hans og nágrönnum, æskufélögum ognámsárum i MR; sagt er frá nafntoguöum mönnum i kennaraliöi skólans, stjórn- málaafskiptum og stofnun Alþýöusambands Islands á heim- ili foreldra hans, og sögulegri för þeirra Brynjólfs Bjarnasonar, siöar menntamálaráöherra, á 2. þing Alþjóðasambands kommún- ista i Leningrad 1922. Auk þess aö vera bráöskemmtileg.hefur þessi bók mikiö menningarsögulegt gildi. Móðir min — Húsfreyjan III Þetta er þriöja og sföasta bindi þessi vinsæla safnrits sem GIsli Kristjánsson ristjóri hefur haft allan veg og vanda af og ritstýrt. Iþessubindieru eftirtaldar 16 rit- geröir: Guörún Jónsdóttir eftir Eyþór Stefánsson, Sigrlöur Halldórsdóttir eftir Einar Magnússon, Jóhanna Guöriður Björnsdóttir eftir Sigurö Pálsson, Hallfriöur Þórðardóttir eftir Þóru Jónsdóttur, Halldóra Gunnarsdóttir eftir Einar H. Einarsson, SigurbjörgGfsladóttir eftir Sigurð Sigurösson, Guörún Björnsdóttir eftir Huldu Páls- dóttur, Steinunn Oddsdóttir eftir Odd Ólafsson, Guörún Hannes- dóttir eftir Pál A. Pálsson, Guð- rún Pálsdóttir eftir Arndisi Þor- bjarnardóttur, Sigrún Blöndal eftir Sigurö Blöndal, Guöriöur Guttormsdóttir eftir Halldór Þor- steinsson, Stefia Erlendsdóttir Snævarr eftir Stefán V. Snævarr, Pálfna EHasdóttir eftir Helga Elíasson, Guörún Jóhannesdóttir eftir Onnu Snorradóttur og Ingi- björg Pétursdóttir eftir Halldór E. Sigurösson. Völva Suðurnesja eftir Gunnar M. Magnúss Una Guömundsdóttir i Sjólyst i Garði var fágæt kona, sem búin var flestum þeim kostum, sem mönnum eru bestir gefnir. Hún var mörgum kunn, einkum fyrir lifsviöhorf sitt og dulargáfur og ekki hvað sist þaö mikla hjálpar- starf sem hún vann og af þessum eiginleikum leiddi. 1 þessum samtalsþáttum, sem hér eru endurprentaöir, segir hún frá draumum og dulsýnum, svipum og vitrunum, dulheyrn og ýmiss konar öörum fyrirbærum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.