Þjóðviljinn - 20.10.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.10.1979, Blaðsíða 4
4 SIÐA —'ÞJ6ÐVILJINN Laugardagur 20. oktéber 1979 DIOÐVIUINN Málgagn sósíalísma, verkalýös- hreyfingar og þjóðfrelsis tJtgefaodi: Otgáfufélag Þjóðviljans Fromkvcmdastjóri: Eiöur Bergmann RiUtjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. FrétUstJóri: Vilborg Harftardóttir Umsjóoarmaður Sunnudagsblaós: Ingólfur Margeirsson. Kekstrarstjóri: Olfar Þormóösson Augiýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Blaðamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, GuÖjón FriÖriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Jón Asgeir Sigurösson Iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Jón ólafsson Otlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson Handiita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigrlöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olafsson. Skrifstofa : Guörún Guövaröardóttir. Afgreiösla: Einar GuÖjónsson, Guömundur Steinsson, Kristln Péturs- dóttir. Slmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna SigurÖardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Otkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6, Reykjavfk.simi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Myrkur Alþýðuflokksins • Undir forystu Hjörleifs Gutformssonar hefur verið unnið mikið og gott starf I iðnaðarráðuneytinu að mark- vissri stefnumótun í iðnaðar- og orkumálum þjóðar- innar. Vinnubrögð fyrrverandi iðnaðarráðherra hafa vakið þjóðarathygli. Með vandvirkni og kunnáttusemi kvaddi hann til færustu menn og fylkti saman ólíkum öflum um skynsamlegar og framsæknar aðgerðir í iðnaðar- og orkumálum. Eftir aðgerðaleysis- og glund- roðatímabil Gunnars Thoroddsens í iðnaðarráðuneytinu ríkti því almenn bjartsýni og framkvæmdahugur á þessum sviðum. • ( kjölfar stjórnarslita upphefst skyndilega handahóf og gerræðisfum í því skyni að vega að uppbyggingar- starfi fyrrverandi iðnaðarráðherra. Fyrir viku opin- beraði fjármálaráðherra Framsóknarflokksins þann ásetning sinn í f jarlagafrumvarpi að gera að engu áætl- anir um markvissa iðnþróun i landinu með því að ræna iðnaðinn hvorki meira né minna en 2000 miljónum króna er verja átti til sérstaks iðnþróunarátaks á næsta ári samkvæmt stefnumörkun iðnaðarráðuneytisins og yfir- lýstum vilja Alþingis. • Iðnaðarráðherra hins nýja meirihluta afturkallar svo viku gamla ákvörðun iðnaðarráðuneytisins um að ráðistskuli í lögheimilaða virkjun Bessastaðaár. I frum- varpi til f járlaga er heimild til lántöku til virkjunarinnar uppá 1/5 miljarða króna og í lánsf járáætlun þessa árs sem Alþýðuflokkurinn stóð að er gert ráð fyr að áætlunargerð og undirbúningi virkjunarinnar Ijúki á þessu ári. • Ákvörðun Hjörleifs Guttormssonar sem nú hefur verið rift var tekin á grundvelli gildandi heimildarlaga um Bessastaðaárvirkjun. Vegna þess mats sérfræðinga að orkuskortur gæti steðjað að Islendingum um miðjan næsta áratug ef ekkert yrði aðhafst var talið nauðsyn- legt að vinna tíma með því að gefa út leyfi til Bessa- staðaárvirkjunar. Eina nýmælið var það að virkjunin yrði sveigð að áformum um beislun Jökulsár I Fljótsdal og engum leiðum lokað. Þannig er hægt að vinna í eitt til tvö ár að framkvæmdinni án þess að hún stangist á nokkurn hátt á við gildandi lög, og jafnframt tryggt að hún gæti fallið inn í þá heildarmynd sem menn gera sér nú af Fljótsdalsvirkjun. • Bragi Sigurjónsson iðnaðarráðherra hefur gengið i berhögg við mótaðar hefðir í okkar stjórnkerfi og er gjörð hans röng og ábyrgðarlaus. Hún er einnig að sögn Sverris Hermannssonar skýlaust brot á því samkomu- lagi sem gert var milli Sjálfstæðisf lokksins og Alþýðu- flokksins um stjórn landsins fram að kosningum. • Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins hefur nú staðið að þvi í borgarstjórn Reykjavíkur að fella stofnun nýrrar Landsvirkjunar á grundvelli sam- eignarsamningssem víðtæk samstaða hafði náðst um og gíf urleg vinna verið lögð í af mörgum við að undirbúa og ná saman á síðustu misserum. I þessum samningi var hag Reykvlkinga vel borgið— hvorki átti að koma fram hækkun raforkuverðs né skuldahali vegna Kröflu — og með því að fella hann er hagsmunum höfuðborgarbúa stefnt I alvarlega hættu. Sömuleiðis er öllum hugmynd- um um heildstæð vinnubrögð í orkuöf lunarmálum lands- manna skákað út I horn. • I Ijósi þess sem gerst hefur er eðlilegt að spurt sé hvert Alþýðuflokkurinn vilji stefna I raforkumálum. Hann afturkallar nauðsynlegt virkjunarleyfi til upp- hafsframkvæmda I Fljótsdal, fulltrúi hans fellir samn- ing um nýja Landsvirkjun og Alþýðuflokkurinn hefur reynst ófáanlegur til þess að stuðla að viðleitni til að koma tugmiljarða fjárfestingu við Kröflu í eitthvert gagn. Engu er líkara en að Alþýðuflokkurinn stefni að því að Islendingar sitji í myrkrinu um miðjan næsta ára- tug með mikinn hluta raforku landsins bundna í erlendri stóriðju, en hinn almenna markað F svelti. • Með þessari aðför er reynt að greiða rothögg því starfi að iðnaðar- og orkumálum sem unnið var í tfð síðustu rikisstjórnar í iðnaðarráðuneytinu með góðum stuðningi þjóðhollra og framsýnna manna úr öllum stjórnmála- flokkum. „Átak í uppbyggingu almenns iðnaðar í land- inu er knýjandi nauðsyn — breytíng á löngu úreltu skipu- lagi raforkuiðnaðarins f iandinu er hagsmunamál allra landsmanna, og þörfin á virkjun utan eldvirkra svæða og aukinni orku fyrir raforkukerfi landsins blasir við Ijósar nú en nokkru sinni fyrr", segir Hjörleifur Guttormsson I viðtali við Þjóðviljann. Fráhvarf frá þessari stefnu er vatn á myllu þeirra sem ekkert sjá nema erlenda stór- iðju sem lífsbjörg fyrir islendinga. —ekh Skilyrði íhaldsins Sagt er að eitt af skilyröum Sjálfstæöisflokksins fyrir þvi að leggja blessun sina yfir stjórn kratanna hafi veriö aö Vil- mundur Gylfason yröi ráöherra gegn þvi aö Hannes Hólmsteinn Gissurarson, hugmyndafræö- ingur flokksins, fengi 8 tima sögukennslu Vilmundar i Menntaskóianum I Reykjavik. Þetta gekk allteftiroguppfræðir Hannes Hólmsteinn nú mennta- skólanemendur i anda þeirrar nýju menntastefnu sem Ragn- hildi Helgadóttur mun ætlaö að innleiöa á stóli menntamála- ráöherra eftir helgina. Hannes Hólmsteinn hefur aö þvi er sagt er ákveöið aö gefa ekki kost á sér til alþingisfram- boðs i Reykjanesi vegna anna viö ritdóm þann sem hann er nú aö birta i Morgunblaöinu i hverri opnugreininni eftir aöra aöra um kennslubók Joachims Israel i samfélagsfræöum. Er ritdómurinn nú þegar orðinn töluvert lengri en bókin sjálf. Herramanna■ samkomulag Helgarpósturinn gerir úttekt á launakjörum Jóns Sólnes alþingismanns hjá Kröfiunefnd i sföasta tölublaði. Þing- maöurinn var ráöinn af dr. Gunnari Thoroddsen iönaöar- ráöherra sem framkvæmda- stjóri Kröflunefndar I nóvember 1974 og jafnframt skipaöur for- maður hennar. Fram kemur að Gunnar Thoroddsen telur sig hafa gert munnlegan samning viö Jón Sólnes um launakjör þess siöar- nefnda hjá Kröflunefnd. Telur hannaö veriö geti aö skriflegur samningur sé fyrir hendi en þrátt fyrir leit i iönaöarráöu- neytinu hefur hann ekki fundist. Þó mun Gunnar Thoroddsen hafa fariö sjálfur i iönaöarráöu- neytiö aö leita en ekkert fundiö nema sin eigin orö sem enginn ráöuneytismaður viröist hafa heyrt og hvergi eru skjalfest. Samkvæmt þessum munnlega samningi þeirra félaga Jóns og Gunnars átti Sólnes aö fá laun yfirverkfræöings, sem eru 28% yfir hæsta taxta stéttar- félags verkfræöinga. Þá kemur fram aö samkvæmt hinum munnlega samningi átti Jón Sólnes aö fá yfirvinnu greidda samkvæmt reikningi. 16.5 miljónir Helgarpósturinn grefur þaö upp aö ekki tiökast aö yfirmenn opinberrastofnana fái yfirvinnu Tófuvinafélagið: Átök á heldur hafa þeir yfirleitt fasta umsamda yfirvinnu. Hvorki yfirverkfræöingur Kröflu- nefndar né eftirmaöur Jóns Sólnes fá ómælda yfirvinnu samkvæmt reikningi. Samt heldur dr. Gunnar ótrauður fram eftirfarandi: „Akveöiövar aö framkvæmda- stjóra yrði greidd yf irvinna eftir reikningi eins og tiökast um menn I slikum stööum hjá hinu opinbera”. SBian segir: „Áöur en lengra er haldiö er rétt aö lita örlitiö á þaö, um hvaöa upphæöir hér er veriö aö ræöa. Helgarpósturinn hefur það eftir áreiöanlegum heimildum, aö Jón Sólnes hafi fengið laun vegna framkvæmdastjórastööu sinnarhjá Kröflunefnd, sem hér segir: 1974 og ’75 samtals 2 milljónir — 1976 samtals, 3.5 milljónir (þar af yfirvinna 1.5 milljónir) —1977 samtaln 5 milljónir (þar af 2.5 milljónir I yfirvinnu) — 1978 fram I september er hann lét af störfum samtals 5 milljónir (yfirvinna samtals 2.5 milljónir). Þannig hefur Jón Sólnes fengiö I laun sem fram- kvæmdastjóri Kröfluvirkjunar samtals 16.5 milljónir þessi ár sem hann hefur starfaö sem slikur og er yfirvinna þar af samtals 6.5milljónir. Eru þarna ekki meö talin þau laun sem Jón fékk sem formaöur Kröflu- nefndar.” 60% reglan Helgarpósturinn tekur einnig upp spurninguna um þaö hvernig þingmaburinn gat sinnt störfum sinum og fengiö laun samkvæmt tilsettum reglum: „Næst skal athuguö spurningin um stööu þingmanns hjá rflds- stofnun, sem varpað var fram hér aö framan. Akveðnar reglur gilda um kaup og kjör þeirra al- þingismanna sem jafnhliöa ™1—1B —1 þingstörfum vinna hjá einni eða annarri r i k is s to f n u n . Helgarpósturinn bað Friðjón Sigurösson skrifstofustjóra Alþingis um uppiysingar um þær reglur sem i gildi væru i þessu sambandi. Sagði Friöjón skýrar reglur vera fyrir hendi um þessi mál. Ef starfsmaöur rikisins eða ein- hverrar rikisstofnunar á sæti á Alþingi og gæti þar af leiðandi ekki gegnt starfi slnu, nema á milli þinga, þá bæri honum 30% af launum sinum hjá viökom- andi rikisfyrirtæki. Væri þar t.d. um aö ræöa, þá þingmenn sem störfuðu hjá rikinu úti á landi. Ef hins vegar þingmaöur gæti sinnt starfa sínum meö þingsetu og mætt daglega til vinnuhjá sinni stofnum, þá ætti hann rétt á 60% launum. Þingfararkaupiö fengi viökom- andi þingmaöur óskipt i báöum tilfellum. Friöjón Sigurösson sagöi þessi mál öllu jöfnu liggja ljós fyrir. Þaö væri viökomandi rik- isfyrirtæki sem tæki ákvöröun um þaö hvor viðmiðunin yrði látin ráöa, Alþingi kæmi þar hvergi nærri. Aö þessum upplýsingum fengnum er spurningin: Getur framkvæmdastjóri fyrirtækis noröur i landi, sem jafnframt er þingmaöur, mætttilvinnu dag- lega I sinu fyrirtæki? Svari hver sem svaraö getur. Þess má geta aö Jón Sólnes tók laun . samkvæmt 60% reglunni og átti I þar meö aö geta sinnt sinu ■ framkvæmdastjórastarfi við I Kröfluvirkjun upp á hvern dag. I Gunnar Thoroddsen sagöi ■ H.P. aö þetta heföi verið ■ ákveöið i samráöi viö rlkis- * endurskoöun. Þetta eru kannski ekki stór ■ mál i sjálfu sér sem hér hafa J veriö rakin, en sýna þó svart á | hvitu hvernig ýmsar ákvaröanir ■ varðandi fjármál Kröfluvirkj- | unar hafa verið hulu sveipuö.' a -ekh. ■ ■ Jón Sólnes áHumt öörum Kröflunefndarmönnum og Einarl Tjörva Ellastyni yflrvrrkfr*ftlngl á fundi viAKroflu eftlr rina umbrotahrinuna Þar ÁKVAÐ JÓN SÖLNES FRAMKVÆMDASTJÓRA- LAIIN SÍN SJÁLFUR? aðalfundi Aðalfundur Hins islenska Tófu- vinafélags var haldinn á tveggja ára afmæli félagsins I október 1979. A fundinum kom fram veruleg- ur ágreiningur um ýmis málefni. Hins vegar náöist full samstaöa um aö efla starf félagsins. Aöal- fundur félagsins samþykkti aö lýsa fullum stuöningi viö þá ákvöröun bænda I uppsveitum Borgarfjaröar og vlöar aö vernda rjúpuna gegn skotgleðimönnum, enda er þaö I fullu samræmi viö margyfirlýsta stefnu félagsins ab vernda beri rjúpuna og skapa þannig tófunni tryggari lifsaf- komu. Fundurinn harmaöi viöbragös- leysi Stéttarsambands bænda viö bréfistjórnar H.t.T. dags. 15. mai 1979. Aðalfundurinn ályktar aö vegna þessa, svo og vegna hinnar pólitisku óvissu I þjóöfélaginu, sé stjórninni nauðsynlegt aö boöa til blaöamannafundar innan tiðar, segir I frétt frá félaginu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.