Þjóðviljinn - 09.11.1979, Blaðsíða 3
Föstudagur 9. nóvember 1979 'ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Sparnaður Sighvats í mennta-
og samgöngumálum:
Bara grín
Ákveðinn í tíð fyrri stjórnar sam-
kvæmt fyrirmælum laga, sagði Ragnar
Arnalds á blaðamannafundi í gær
Sparnaðurinn sem Sig-
hvatur Björgvinsson gerði
grein fyrir í fyrradag var
að mestu ákveðin í tið f yrr-
verandi stjórnar. Ragnar
Arnalds lagði á blaða-
mannafundi í gær gögn f rá
þeim ráðuneytum sem
hann stýrði í fyrrverandi
ríkisstjórn sem sýna þetta
svart á hvítu.
Ég er ekki að gera grein fyrir
þessu til þess að miklast af þvi,
sagði Ragnar, en þegar Sighvat-
ur Björgvinsson kemur fram i -
fjölmiðlum, og lýsir þvl yfir að
allir fyrrverandi ráöherrar séu
lögbrjótar og hann hafi siðan
komið og kippt málum i lag, sé ég
mig til þess knúinn. Sparnaöur
upp á 1000 miljón krónur
var gerður af illri nauö-
syn skv. fyrirmælum svo-
kallaðra Ólafslaga. Tómas
Arnason var búinn aö fá greinar-
gerö frá öllum ráðuneytum um
sparnað þeirra.
Ragnar sagði að svona afreka-
sögur eins og kom með i fjölmiðl-
um i fyrradag hljómuðu mjög svo
ankannanlega. Hann væri svo
sparnaðarglaður að hann vildi
vinna verk annarra sem væru
gerð af illri nauösyn. Það sýndi
best að Alþýöuflokkurinn væri
reiðubúinn til að þjóna undir
afturhaldsboðskap Sjálfstæöis-
flokksins sem boðar nú 34 mil-
jaröa niðurskurö i framkvæmd-
um rikisins. Þó að sparnaður Sig-
hvats væri bara grin þar sem
hann hefði löngu verið ákveöinn
væri alvara á ferðum hjá Sjálf-
stæðisflokknum. Þar væri boðuð
stórkostleg skerðing á allri
félagslegri þjónustu og fram-
kvæmdum með tilheyrandi at-
vinnuleysi.
Bréf menntamálaráöuneytisins
til fjármálaráðuneytisins um
Spila-
borg
Sighvats
hrynur
Einn ráðherra getur
engu breytt um stöðu
ríkissjóðs gagnvart
Seðlabankanum á 2-3
vikum. Kraftaverka-
lækningar Sighvats
Björgvinssonar eru því
bara spilaborg sem’
hrynur um leið og ýtt
er við henni, sagði
Ragnar Arnalds á
blaðamannaf undi í
gær.
Ragnar sagði að það væri
fullkomlega eðlilegt að
auknar innborganir I rikis-
sjóð væru á þessum árstima.
Staða rikissjóös stendur
þannig af sér að það kemur
meira inn seinni hluta hvers
mánaðar og seinni hluta
hvers árs. Fólk borgar mun
hærri upphæðir I skatta
seinni hluta ársins.
— GFr
sparnað þess er dagsett 27. júli og
þar er tilgreindur sparnaður upp
á 235 miljónir króna. Hann er
fenginn með fækkun kennslu-
stunda, samdrætti i kennslu-
magni, og framkvæmdum sem
fyrirhugaðar voru en af einhverj-
um ástæðum var hætt við á árinu
t.d. vegna deilna um teikningar,
lóðir o.s.frv.
Bréf samgönguráöuneytisins
var skrifað 5. september og gerir
ráö fyrir 60 miljón króna sparnaði
(ferðamálaráö, Feröaskrifstofa
rikisins og rekstur hafnarskrif-
stofunnar).
— GFr
Ragnar Arnalds á blaðamannafundinum: Sighvatur er svo sparnaðar-
glaður að hann vill eigna sér verk annarra sem gerð voru af illri nauð-
syn samkvæmt fyrirmæium laga. Ljósm. Jón.
Aðalfundur Nemendasambands Félagsmálaskóla alþýðu:
Harmar aö ríkis-
stjórnin sundraöist
Aðalfundur NFA lýsir miklum
vonbrigöum sinum meö að fyrr-
verandi ríkisstjórn skyidi ekki ná
betri árangri i baráttu sinni gegn
veröbólgunn^en þrátt fyrir þetta
harmar aðalfundurinn að rikis-
stjórnin skuii hafa sundrast þar
sem ljóst er að veröbólga muni
geisaóheft á kostnaö launafólks á
næstu mánuðum, segir i ályktun
frá aðalfundi Nemendasambands
Félagsmálaskóla alþýðu sem
haldinn var 20. október' s.l. i
ölfusborgum.
Formaður sambandsins var
endurkjörinn Kári Kristjánsson
en aðrir i stjórn voru kosnir Þor-
björn Guömundsson, öli S. Run-
ólfsson, Auöur Guðbrandsdóttir
og Daviö Sverrisson. I varastjórn
eru Elisabet Sveinsdóttir, Jason
Steinþórsson og Sæmundur Valdi-
marsson.
I fyrrgreindri ályktun er einnig
bent á að kaupmáttur hafi minnk-
aö þó aö vissulega hafináðst fram
mikilvæg réttindamál i svoköll-
uðum „félagsmálapakka”. Skor-
að er á verkalýösfélög að hefjast
handa viö undirbúning nýrra
kjarasamninga með þaö fyrir
augum aö ná upp kjaraskeröingu
á siöustu misserum og einnig er
skorað á verkafólk aö nota at-
kvæöisrétt sinn þeim til handa
sem ótvirætt láta hagsmuni þess
sitja i fyrirrúmi.
— GFr
Talnaleikur
Morgunsblaðsins
með kaupmáttinn:
Í2%
eda
4%
Kaupmáttur launa gengur i
bylgjum á þriggja mánaða fresti
og nær hámarki I hvert sinn sem
vfs itöluhækkanir koma á laun.
Morgunblabið slær þvi upp að
kaupmáttur hafi lækkab um 12%
frá þvf I september 1978 og þar til
I nóvember 1979 og er fyrir dag-
setningin miðub við lágmark rétt
á undan vfsitölubótum. Þetta er
gert með þvl að vitna f plagg frá
ASt. Ef hins vegar er reiknað
milli hámarka frá september 1978
tilseptember 1979 er lækkunin aö-
eins um 4%. skv. sama ptaggi.
Kaupmáttur verkamanna-
kaups var I september 1978 118,8
stig eöa hærri en nokkru sinni
fyrr. 1 byrjun árs 1979 voru versn-
andi viðskiptakjör látin hafa áhrif
á útreikning verðbóta og i byrjun
mars var hann þvi orðinn 116.6.
Þegar visitölubætur komu siðast
á laun 1. september s.l. var kaup-
mátturinn 114 stig eða um 4%
lægri en i september 1978 eins og
áöur sagöi. Nú i nóvember er
kaupmátturinn hins vegar kom-
inn niöur I 104.9 stig en hækkar
upp i 111.1 stig um næstu mán-
aðamót.
— GFr.
Njósnastarfsemi bandaríska sendiráðsins
Persónunjósnum verður
mótmælt á Alþingi
,,Ég tjáði bandarfska sendi-
herranum að Alþýðubandalagið
myndi taka njósnastarfsemi
sendiráðsins til meðferöar á Al-
þingi þegar það kemur saman að
loknum kosningum”, sagði Olaf-
ur Ragnar Grimsson, formaður
framkvæmdastjórnar Alþýöu-
bandalagsins 1 viðtali við Þjóð-
viljann I gær.
Eins og kunnugt er mótmælti
Ölafur Ragnar fyrir hönd Alþýðu-
bandalagsins framkomu banda-
riska sendiráösins við formann
Listahátiðar, Njörð P. Njarðvik,
sem jafnframt er formaður Rit-
höfundasambands Islands. Nirði
var neitað um venjulega vega-
bréfsáritun til Bandarikjanna á
þeim grundvelli að hann hefði
tekið þátt i forvali á vegum Al-
þýöubandalagsins.
„1 bréfi sendiherra Bandarikj-
anna kemur fram formleg staö-
festing á því að bandariska sendi-
ráðið skrásetur á skipulegan hátt
upplýsingar um pólitiska starf-
semi einstaklinga hér á landi.
Sendiráðiö beitir siöan þessum
upplýsingum i samskiptum sin-
um við þessa einstakiinga. Ég
mótmælti þvi harölega við sendi-
herra Bandarikjanna aö sendi-
ráöið væri á þann hátt aö skrá-
setja pólitiska starfsemi ísiend-
inga. Ég tjáði honum jafnframt
að við hefðum heimildir fyrir þvi
að sendiráðið aflaöi sér einnig
upplýsinga um pólitiskar skoðan-
ir einstaklinga hér á landi eftir
óopinberum leiðum. Þaö heföi
meðal annars komið fram þegar
einstaklingum heföi verið neitaö
um venjulegar vegabréfsáritanir
til Bandarikjanna á þeim grund-
velli aö þeir væru félagar i Al-
þýðubandalaginu eða hefðu verið
félagari Sósialistaflokknum, þótt
hvergi hefði komið fram opinber-
lega aðviðkomandi einstaklingar
væru félagar i samtökum sósial-
ista.
„Það er þvi ljóst, sagði Ölafur
Ragnar, ,,að bandariska sendi-
ráöið stundar hér viðtækar per-
sónunjósnir. Ég tjáði sendi-
herranum aö fulltrúar Alþýöu-
bandalagsins á Alþingi mundi
taka þetta mál til umræöu þar
þegar þing kæmi saman að lokn-
um kosningum. Ég mótmælti
ennfremur þeirri flokkun sem
lögö er til grundvallar I afstöðu
sendiráðsins og þeim hindrunum
sem bandarisk stjórnvöld leggja I
götu samskipta listamanna i
þessum tveim löndum meöþvi að
hindra formann Listahátiöar I aö
sinna störfum 1 þágu hennar á
eölilegan hátt i Bandarikjunum
en markmiö ferðar Njarðar var
meöal annars aö stuöla að heim-
sóknum bandariskra listamanna
til Islands.
Akvaröanir sendiráðsins og
bandariskra stjórnvalda geta
takmarkað allverulega starfsemi
á sviöi lista, menningar og rann-
sókna, þegar farið er aö flokka
einstaklinga á þann hátt sem
fram kemur gagnvart Nirði P.
Njarðvlk. Vitaö er að mörg
ólafur Ragnar Grlmsson:
Bandarlska sendiráðið stundar
hér viðtækar persónunjósnir.
hundruð listamanna og mennta-
manna á fslandi eru tryggir
félagar I samtökum islenskra
sóstalista. Með þvi aö kveða upp
þennan dóm yfir Niröi P. Njarö-
vik eru bandarisk stjórnvöld jafn-
framt að lýsa þessa listamenn og
menntamenn hættulega ferða-
menn i Bandarikjunum. Slik
ákvörðun erlends rikis er veruleg
hindrun i götu andlegs frelsis.”
RAFMAGN SKAMMTAÐ
Á NÝ TIL STÓRIÐJU
Raf magnsskömmtun er nti
hafin á nýjan leík til álversins,
Aburðarverksmiðjunnar og
Járnblendiverksmiðjunnar á
Grundartanga.
Halldór Jónatansson hjá
Landsvirkjun sagði i gær, að
skerðingin næmi nú 8 mega-
wöttum hjá Járriblendiféiaginu.
Það fær nú 26 megawött i stað-
inn fyrir 34. Aburðarverksmiöj-
an fær 12,5 megawött I staðinn
fyrir 18,5. lsal fær 126megawött
istað 132áöur. í gærmorgun var
rafmagn til Keflavikurflugvall-
ar skertum 4 megawött og disil-
stöðvar keyröar á móti sem þvi
nemur.
Þessar ráöstafanir eru gerðar
til aö spara miðlunina úr Þóris-
vatni eftir föngum. Vatnsborð
Þórisvatns er lágt og vatnsforöi
tiltölulega litill. Búast má viö aö
hert verði á rafmagnsskömmt-
un til álversins ef þetta ástand
varir áfram. Talað hefur verið
um að skömmtunin til Isal fari
upp iallt að 17 megawött til ára-
móta.
Um 100 rúmmetrar eru nú
teknirúr Þórisvatni aö jafnaði á
sekúndu.
— eös.