Þjóðviljinn - 09.11.1979, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 09.11.1979, Blaðsíða 11
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 9. nóvember 1979 Föstudagur 9. nóvember 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 á dagskrá >Á íslandi höfum viö nú sérfræðiþekkingu og reynslu sem þarf til aö hefja hér árangursríkt fiskeldi sjálfir og meö meira sjálfstrausti og minni aumingjasakap getum viö vel komist hjá því að láta erlend stórfyrirtæki yfírtaka þennan þátt nýtingar íslenskra auölinda. um loönu Hugleiðingar og fiskeldi Nú þegar búiö er aö fella „Salúmonsdóm” um hvaö megi veiöa úr loönustofninum i yfir- standandi veiöilotu finnst mörg- um aö vonum súrt i broti. Sjó- menn á loönuflotanum gera sér flestir grein fyrir þvi aö ekki er meira af loönu fyrir noröan og vestan en svo, aö kvótinn er nokkuö raunhæfur. Aö vonum finnst sjómönnum samt erfitt aö sætta sig viö aflatakmörkunina þar sem undanfarin ár hefur duniö á þeim úr fjölmiölum aö ástand loönustofnsins væri nokkuð þokkalegt og veiöihorfur sæmilegar, þó að raunin sé sú aö viökoma stofnsins undanfarin 3 ár hefur veriö minni en árin t.d. 1972 til 1975 og ástæöa heföi ver- iö aö fara miklu varlegar i veiö- arnar i fyrra og i ár en gert hefur verið. Viöbrögö stjórnar Síldarverk- smiöja rikisins viö væntanleg- um veiöitakmörkunum hljóma aftur á móti eins og úr miöalda- myrkri og bregöur nú ööruvisi viö en þegar loönuveiöar hófust fyrir Noröurlandi 1975, en þá hreinlega neituöu verksmiöj- urnar á Siglufiröi aö taka viö loðnu sem bátarnir komu meö aö landi. Fyrstu framarnir sem veiddir voru fyrir noröan voru aö visu ekki beint kræsilegir til vinnslu, enda var loðnan þá veidd mest i Reykjafjaröarál og uppistaöan i förmunum voru eins árs næli. Ég minnist á þetta af þvi aö þaö væri hugsanlega hægt aö veröa viö kröfum stjórnar Sildarverksmiöja rikisins og jafnvel hugsanlegt aö létta af öllum veiöitakmörk- unum en afleiöingarnar yröu þær aö fljótlega yröi ekki annaö eftir til aö veiöa en loönuseiöi og ungviöi og hráefniö yröi þá svip- aö og fékkst i Reykjafjaröarál um áriö. Svipuð fiskveiöistefna og stjórn S.R. krefst nú aö veröi fylgt hefur veriö rekin um ára- bil i Norðursjó viö veiöar á sandslli. Sandsllisaflinn I Noröursjó hefur aukist undan- farin ár og var orðinn 191 þús. lestir 1970 eftir 1970 hefur aflinn síöan veriö: 1971 1972 1973 1974 1975 1976 382 359 297 525 428 488 12,9 10.7 10,3 10,2 8,2 7,3 Eins og kemur fram hér aö framan stóreykst veiðin á þessu árabili en jafnframt hrapar meöalþungi hvers veidds silis geigvænlega og eins og sjá má er uppistaöan I aflanum nú seiöi og smáslli. Til samanburöar má geta þess aö meöalþungi hvers veidds sandsflis hér viö land hefur veriö um 20 gr. Þau tvö ár sem silisveiöar hafa verið stundaöar hér. Mér finnst aö spurningin um loönustofninn og raunar fleiri fiskistofna viö tsland sé nú hvernig hægt sé aö ná hámarks fjárhagslegri nýtingu úr stofn- inum en ekki hver tonnaf jöldtnn er. Sem betur fer viröist nú hylla undir þaö aö framleiðsla fiskimjöls veröi þýöingarminni en veriö hefur undanfarin ár og áratugi. Framleiösla fiskimjöls er orkufrek og óhagkvæm á ýmsan hátt, og bein nýting hrá- efnis eins og t.d. loönu er auövit- aö æskilegri en mjölvinnsla. Þaö viröist hylla undir nýjar geymsluaðferöir á botnfiski. Hér er um aö ræöa annars vegar sýringu meö mjólkursýru en sú aöferö er á tilraunastigi I t.d. Noregi I dag og viröist lofa góöu, og hins vegar er framleiösla á meltu, en sú aöferö þróast nú ört og er fariö aö nota meltu f staö fiskimjöls viö t.d. kálfaeldi, svlnarækt, minkaeldi og nú slö- ast viö fiskeldi. Danir eru farnir aö nota meltu viö regnbogasil- ungseldi og miklar tilraunir eru nú geröar I Noregi meö notkun meltu viö laxeldi í sjó. Frysting á hráefni eins og loönu er nokk- uö dýr og þvf hefur lltiö verið gert af þvl aö frysta loönu nema hrognafulla til sölu á japans- markaö og lltilsháttar til beytu. Aö sjálfsögöu eru fyrir hendi markaöur fyrir frysta loönu en spurning er um hvaö er hag- kvæmt I þvi efni. ísbjörninn h/f I Reykjavik blokkarfrystir úr- gang úr frystihúsinu og selur hann sem refafóður til Finn- lands og svipaö væri e.t.v. hægt aö gera viö loönu. 1 vor heimsótti ég laxeldisstöö Mowi a/s fyrir utan Bergen I Noregi. Þaö kom mér svolftiö spánskt fyrir sjónir aö uppistaö- an af fóöri sem þeir notuöu fyrir 1977 1978 786 787 Afli þús. tonna 7.0 4,7 Meðalþungi sflis . i grömmum. laxinn var fryst loöna keypt af Rússum. Þessi loöna haföi veriö fryst um borö I verksmiöjuskip- um sem fylgdu rússneska loönu- flotanum I Barentshafi og var þvi fryst glæ ný. Naumast kem- ur til greina aö nota viö fiskeldi nema loönu sem er fryst alveg fersk og þannig loðna var ekki fáanleg I Noregi aö sögn starfs- manna Mowi. Til gamans má geta þess aö viö hliöina á loönu- staflanum var álitlegur stafli af frystri ljósátu,„krill”, sem Pól- verjar höföu veitt viö Suöur- heimskautslandið. Einn liöurinn I verömæta- aukningu loönuaflans gæti veriö notkunar loönunnar sem hráefni viö fiskeldi. Þaö kem- ur til greina bæöi aö selja loönuna úr landi til fisk- eldisstööva erlendis og koma upp fiskeldi hér heima. Aö fisk- eldismálum hjá okkur ööru en laxaseiöaeldi til sleppingar I ár hefur aö vlsu veriö staöiö aö fá- dæma aumingjaskap fram aö þessu og viröist nú stefna I þaö aö viö missum frumkvæöið á þvi sviöi til útlendinga og kórónum meö því skömmina. Staöan I fiskeldismálum I ná- grannalöndum okkar er sú aö baö er sú grein sjávarnýtingar sem skilar lang mestum hagn- aöi I dag og þvl keppast auö- fyrirtæki bæöi vestan hafs og austan viö- aö fjárfesta á þvi sviöi. Þaö segir slna sögu aö Union Carbide, sem sá ekki fram á nægilegan gróöa af is- lensku járnblendi og hætti þvi viö þaö, fjárfestir nú óspart I fiskeldi. A noröanveröri Kyrra- hafsströnd Bandarlkjanna á Union Carbide t.d. bæöi stöö sem framleiöirsilung I skaimta stærö, 10”, og beitareldisstöö fyrir lax sem er rekin af Domsea Farms,dótturfyrirtæki þess. Coca cola á stóra fersk- vatnsrækjueldisstöö I Mexikó o.s.frv..Þaö sem Norsk Hydró og dótturfyrirtæki þess Mowi sjá eftirsóknarvert hér á Islandi og leita nú eftir meö samning- um viö Tungulax er mjög góö aöstaöa til framleiöslu á laxa- seiöum en fram aö þessu hefur laxaseiöaframleiösla staöiö lax- eldi I sjó í Noregi fyrir þrifum og auk þess er fóöuröflun miklu tryggari hér og auöveldari en I Noregi. A Islandi höfum viö nú sérfræöiþekkingu og reynslu sem þarf til aö hefja hér árang- ursrfkt fiskeldi sjálfir og meö örlltiö meira sjálfstrausti og minni aumingjaskap getum viö vel veriö án þess aö láta erlend stórfyrirtæki yfirtaka þennan þátt nýtingar Islenskra auöæfa. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi: Afmælis- og aöalfundur Aöalfundur Samtaka sveitar- félaga I Vesturlandskjördæmi veröur haldinn dagana 9.-10. nóvember I Munaöarnesi og veröur þess þá minnst um leiö, aö 22. des. nk. eru 10 ár frá stofnun samtakanna. Rétt til fundarsetu eiga 56 fulltrúar frá 39 sveitarfélögum. Jón G. Tómasson form. Sambands isl.sveitarfélaga flytur ávarp, Arni Emilsson form. samtakanna á Vesturlandi og Guöjón Ingi Stefánsson fram- kvæmdastjóri þeirra flytja skýrslur. Ennfremur veröa lagöar fram til umræöu skýrslur frá fræösluráöi og frá byggöa- deild Framkvæmdastofnunar rlkisins. Fræöslunefnd samtak- anna skilar skýrslu um skipulag framhaldsnáms á Vesturlandi og er búist viö miklum umræöum um þann málaflokk, aö þvl er Guöjón Stefánsson framkvstj. sagöi I viötali viö Þjóöviljann. -vh. Miklar umræður urðu á fimmtudaginn var í borg- arstjórn Reykjavíkur um þéttingu byggðar og tóku margir borgarfulltrúar til máls. Allir voru þeir sam- mála um að hugmyndin um þéttingu byggðar vest- an Elliðaáa væri góð, og var samþykkt með 15 sam- hljóða atkvæðum að hefja dei liskipu lagsvinnu á þremur þéttingarsvæð- anna en skoðanir voru aftur skiptar um tvö at- hugunarsvæði, sem 8.700 manns hafa mótmælt byggð á með undirskrift- um á vegum „Áhugaf lólks um Reykjavík Siguröur Haröarson, formaöur skipulagsnefndar, rakti aödrag- anda málsins og almennar rök- semdir fyrir þéttingaráformun- um og sagöi hann n.a.: „Reykjavikurborg stendur nú frammi fyrir þeirri staöreynd eins og flestar höfuöborgir ná- grannalandanna aö ibúafjöldi hennar fer minnkandi. Ibúum Reykjavlkur fækkaöi um 1565 manns á árunum 1976-1978 og á þar stærstan þátt flutningur til landsbyggöarinnar og útlanda i atvinnuleit en til nágranna- sveitarfélaganna I húsnæöisleit. Síðarnefndu flutningarnir' hafa veriö 2/3 af heildarflutningstap- inu s.l. 4 ár. Astæðan fyrir þvi er aö likindum m.a. of litiö framboö á sérbýlishúsalóöum I Reykjavlk sem hefur haft I för meb sér að stór hluti aldurshópsins 30-45 ára og börn þeirra 0-10 ára hefur flutt til nágrannasveitarfélaganna. Efnahagsmálin eiga hins vegar stærsta þáttinn I flutningstapinu til útlanda. Munar heilu Breiöholti Þaö sem viö blasir er þvl þetta: Ibúum Reykjavlkur mun aö llk- indum ekki fjölga fram til næstu aldamóta en nýjustu skipulagsá- ætlanir (frá 1977) miöast hins vegar viö verulega fjölgun. Ibúa- þróunin er þvl ofætluð um ca 15000 manns miöaö viö þær íbúða- spár sem nú eru taldar raunhæf- astar. Þarna munar þvl heilu Breiöholti. Þaö er þvl ljóst aö mjög hlýtur aö draga úr húsnæöisþörf á næstu árum og sé miðaö viö aö nýjustu ibúaspár standist, myndu ný byggingarsvæöi nær eingöngu byggjast á útþynningu I eldri hverfum borgarinnar. Crtþynning á svæöinu vestan Elliöaáa er þeg- ar komin á þaö stig, aö ibúafjöldi á hverja Ibúö er u.þ.b. 2,8. Er- lendis er miöaö viö aö neðar en 2,5 á ibúö fari þróunin sjaldan. I nýj- um hverfum borgarinnar er sama þróun þegar byrjuö. Þaö er þvl augljóst.aö eina vitræna leiöin I þessari stööu og-á meöan Ibúa- þróunin heldur sömu stefnu er, aö beina ibúöaaukningunni sem allra mest inná viö og nýta þannig þær grunnfjárfestingar sem til eru og nýta má miklu betur. Virö- ist margt benda til þess aö veru- legt svigrúm sé til þess umfram þau fimm svæði sem hér eru til umræöu nú. í ljósi þess sem hér hefur verið rakið um hina skipulagslegu stööu borgarinnar og Ibúaþróun- ina ber aö llta ósk borgarráös um könnun á möguleikum á aö þétta byggö vestan Elliöaáa. Sú vinna hefur fariö fram á vegum Þróun- arstofnunar undir stjórn skipu- lagsnefndar og hefur verib unnin I samráöi viö ýmsar nefndir og ráö borgarinnar auk stofnana og em- bættismanna. Tillögur Þróunar- stofnunar hafa veriö Itarlega kynntar meö sýningu á Kjarvals- stööum, umræöufundum I tengsl- um viö hana og skoöunarferöum á viökomandi svæöi. Einnig hafa fjölmiölar gert efninu góö skil og nýlega var svo haldinn kynning- ar- og umræöufundur um málið I Glæsibæ. Allir hafa fundir þessir veriö fjölsóttir og undirtektir nær undantekningarlaust veriö góöar. Þaö er ljóst aö borgarbúar hafa átt þess óvenju góban kost aö kynna sér málin og mynda sér skoðun á þeim áöur en til af- greiðslu borgarráös og borgar- stjórnar kæmi. Grænu svædin Endurmat á notkun lands hlýt- ur alltaf aö koma upp er timar liöa og þar sem svokölluö græn svæöi hafa tengst umræðunni um þéttinguna er ekki úr vegi aö átta sig á þvi hugtaki. Reykjavlk vest- an Elliðaáa hefur aö mestu leyti byggst upp án þess aö til væri heildarskipulag. Tilviljun hefur I mörgum tilvikum ráöiö hvar skil- in hafa veriö eftir opin svæöi nema þar sem augljós náttúru- fegurö eöa sérkenni hafa svo aö segja verið hafin yfir alla um- ræðu um aöra hugsanlega notkun. Má sem dæmi nefna öskjuhlfö, Laugardal, Elliöaárdal. Þaö er fyrst meö aöalskipulaginu 1962- 1983, sem heildarskipulag er gert, — á timum þegar Reykjavik er I örum vexti og mikill uppgangur I byggingariönaöi og öllu efna- hagslifi og nóg af byggingarlandi I Fossvogi og Breiöholti. Þaö var þvi ekki veriö aö eyöa dýrmætum Sigurðar Harðar- sonar tima I aö velta fyrir sér einhverj- um skæklum innan um þá byggö sem fyrir var,og þaö land sem ekki var fyrirsjáanleg þörf fyrir undir aöra starfsemi fékk þvi heitiö „grænt svæöi”. Þannig voru svæöi meöfram hraðbraut- um eöa inni I gatnamótaslaufum auökennd á sama hátt og t.d. Hljómskálagarðurinn eöa öskju- hllðin. Meö þessu er ekki veriö aö segja aö allar ákvarðanir um úti- vistarsvæöi hafi veriö vanhugs- aöar, heldur hitt aö forsendur fyrirýmsum þeim svæöum, sem i skipulagi hafa fengiö grænan lit, eru e.t.v. ekki alltaf svo traustar aö þær megi ekki endurmeta fremur en ýmislegt annaö I skipu- lagsmálum borgarinnar. Ljóst er þó aö fara veröur meö mikilli gát I slikt endurmat, ekki eingöngu vegna umhverfishagsmuna Ibú- anna, heldur llka vegna hætt- unnar á þvi aö þar meö sé veriö aö loka ákveönum niöguleikum til aö byggja upp ýmiss konar þjón- ustustofnanir fyrir ibúana, sem slðar meir kann að veröa þörf fyrir. r Agreiningssvæðin Þau svæöi sem gerður hefur veriö ágreiningur um eru stofn- anasvæöi vestan Glæsibæjar og útivistarsvæöi I Sogamýri austan Skeiöarvogs. Hiö siöarnefnda er aö áliti meirihl. skipulagsnefndar dæmigert afgangssvæöi milli Suöurlandsbrautar og Miklu- brautar sem á sínum tlma hefur ekki þótt ástæöa til ab nýta vegna tiltölulega mikillar jarövegsdýpt- ar. Sem útivistarsvæöi skv. skipulagi náöi þaö raunar mun lengra I vestur, allt aö Skeifunni, en þeim hluta þess hefur nú veriö breylt I iönaöarsvæöi og aö hluta til I gróörarstöö. Meö þeirri breytingu, byggingu Glæsibæjar og bensinstöðvarinnar var tekiö fyrir beina samtengingu þess svæöis og Laugardalsins. Svæöiö vestan Glæsibæjar er hins vegar stofnanasvæöi, sem á sinum tlma var ætlaö undir menntaskóla og sýningarhallir. Bæöi þessi áform eru nú úr sög- unni, en I nýendurskoöuöu aöal- skipulagi er svæöinu samt haldið áfram sem stofnanasvæði. Þaö er mat okkar skipulagsnefndar- manna meirihlutans aö ekki sé lengur ástæöa til aö taka þetta svæöi frá fyrir hugsanlegar stofn- anir og teljum viö raunar, aö lág og vel skipulögö Ibúöarbyggö sé mun betur til þess fallin aö gæöa Laugardalinn llfi fremur en stór- ar stofnanir, ýmist dauðar á dag- inn eöa kvöldin, meö bflabreiöur I kring. Ibúöabyggð meöfram Suöurlandsbrautinni myndi skerma dalinn af frá hávaöa og skapa aukiö skjól fyrir suölægum og suöaustlægum vindáttum og milda um leiö hin skörpu skil milli dalsins og hinnar háu húsa- raðar viö Suöurlandsbrautina. Byggöin neöan viö Laugarásveg- inn er gott dæmi um þaö hvernig ibúöabyggö meö gróöri getur ver- iðheppilegur rammi kringum úti- vistarsvæöi. Meö hugmyndum um Ibúöarhús á þessu svæöi er á engan hátt gengiö á þær hug- myndir, sem hingaö til hafa veriö uppi um ræktun grasa og trjá- gróöurs né uppbyggingu Iþrótta- aöstöðu I Laugardal. Frekari könnun Borgarráö hefur ekki tekiö end- anlega afstööu til þess, hvort byggt veröi á þessum tveimur svæöum eöa ekki, heldur óskaö eftir þvi aö lögö veröi meiri vinna I þessi svæöi, þannig aö sjá megi hvernig og hvar hugsanleg byggð gæti komiö, þar sem um sé aö ræða viökvæm svæöi. Þetta er eðlileg ósk og mun stuöla aö þvl aö ákvöröun um samþykki eöa synjun byggöar á þessum svæö- um veröi tekin á traustari grund- velli en ella. Sú vinna mun aö sjálfsögöu veröa kynnt almenn- ingi áöur en enda'nleg ákvöröun veröur tekin. Aö fenginni ákvörö- un borgarstjórnar I þvi máli tel ég tlmabært aö ræöa um samkeppni um Laugardalinn. Mln skoöun er sú aö samkeppnishugmyndin sé ekki síöur áhugaverö, þó ákveöiö veröi aö byggja,og myndi ég vilja stuöla aö þvl. Reykvikingar hafa tekiö hug- myndum um þéttingu byggöar vel og þaö tel ég vera af tvennum ástæöum: 1 fyrsta lagi vegna þess aö þeir telja þetta skynsamlega stefnu og hagkvæma fyrir borg- ina og skattgreiöendur, og I ööru lagi vegna þess aö úthlutun lóöa fer nú fram eftir öörum farvegi og réttlátari en áöur tíðkaöist.” Aö loknum umræöum var sam- þykkt meö 15 samhljóöa atkvæö- um aö hafin skyldi deiliskipulags- vinna á svæöunum viö Borgar- spitala, Oskjuhliöarskóla og Laugarás. Þá var felld tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæöisflokks- ins um aö horfiö skyldi frá nánari könnun á svæðunum vestan Glæsibæjar og I Sogamýri og látin fara fram samkeppni um skipu- lag Laugardalsins. Aö lokum var svo samþykkt tillaga borgarráös um aö svæöin tvö, sem ágreining- ur erum, yröu könnuö nánar áöur en til ákvöröunar kemur. Greiddu borgarfulltrúar meirihlutans at- kvæöi meö tillögunni en borgar- fulltrúar Sjálfstæöisflokksins voru á móti. -AI Spái ekki miklum hafís, en einhverju þó Hiti og kuldi, þessi tvö veöurfræöilegu hugtök, eiga sér þrátt fyrir allt eitt sameiginlegt, þau valda mannfólkinu böli sé of mikiö af ööru hvoru. Sjálfsagt er erfitt fyrir sólþyrsta tslendinga aö skilja, aö alþýöa manna suöur á Spáni, fólkiö sem þarf aö vinna á ökrunum f brennandi sólskini, kallar sólina „Versta óvininn”. tsiendingar aftur á móti kalla haffsinn „Landsins forna fjanda”, og sennilega yröi erfitt aö koma Suöurlandabúum I skiln- ing um þaö böl, sem haflsinn er okkur, sem búum á mörkum hins byggilega heims, eins og oft er sagt um okkur tslendinga. Hafís á næsta ári Mun haflsinn hrella okkur tslendinga á næstu útmánuöum? Þessa spurningu lögöum viö fyrir Pál Berþórsson veöurfræöing, sem einna mest hefur fylgst meö hafismálum undanfarin ár og hefur reynst glöggur spámaður I þeim efnum. — Þannig er máliö vaxiö, aö hitastigiö norður I höfum, svo og hitastig sjávar þar um slóöir, segir okkur mest um þaö, hvort von er á hafls eöa ekki. Og þaö timabil, sem viö byggjum okkar spá á, er frá ágúst til janúar, og er þá tekið meöalhitastig lofts viö Jan Mayen. Nú er þetta timabil hálfnað, og eftir fyrstu gögnum aö dæma virðumst viö hvorki vera á sérstöku hlýindaskeiöi né sérstöku hafisári, spáin liggur þarna I milli. Ég tel heldur óllklegt aö þaö veröi alveg Islaust ár 1980, en árheldur, tæpast von á miklum hafls, en þetta á eftir aö skýrast betur á næstu 3 mánuöum. Hefur kuldinn sl. vetur, og raunar lika sl. sumar, engin áhrif hér á? — Nei, ekki beinlínis, þaö er hitastigiö noröur I höfum sem segir ti- um þetta. Straumarnir upp aö landinu koma noröan aö og eru um þaö bil 6 mánuöi á leiö- inni. Þess vegna er þaö sjávar- hitinn viö Jan Mayen og þar fyrir noröan sem segir okkur allt um þetta, straumarnir þar veröa gestir okkar næsta vetur og vor. Tilviljanir Nú er þaö staðrevnd, Páll.aö slöari hluta 18. og 19 aldar voru afar kaldir, getur veriö aö þaö sé eitthvert samhengi milli þess og hve mikiö hefur kólnaö hér eftir 1950? — Nei, ekki hef ég trú á þvi. Ég fæ ekki séð aö þarna sé um neitt reglulegt aö ræöa, sem hægt er að byggja á fyrir framtíöina. Ég hygg aö þarna ráöi tilviljun ein. Þaö má allt eins benda á, aö á þvl ári, sem nú er aö lfða, hafa allir mánuöirnir, sem enda á oddatölu (1., 3., 5„ 7. og 9.) veriö kaldir, undir meöallagi en þeir sem hafa slétta tölu I meöallagi. Varla er þetta neitt annaö en tilviljun. All- ar spár um veöur langt fram i tlmann eru byggöar á sandi. Þá skipta menn bara yfir — Svona til gamans má geta þess, aö áratugurinn milli 1930 og 1940 er eitthvert mesta hlýinda- skeiö, sem komiö hefur. Hér á landi má segja að þetta skeiö hafi varað allt frá 1925 til 1965. Þá sögöu menn aö aukinn koltvisýr- ingur I loftinu, sem myndast viö bruna þegar menn brenna upp kolum og ollu, myndi valda hlýrra veöurfari. Og þetta byggöu menn á þvi, aö ef meira magn af koltvlsýringi en eölilegt má teljast er I gufuhvolfinu þá gleyp- ir hann I sig hitageisla og endur- kastar I þaö minnsta helmingi Páll Berg- þórsson veöur frœðingur þeirra til jarðar og veldur aukn- um hlýindum. En svo komust menn I bobba þegar tók aö kólna. Þá sneru spámenn bara viö blaöinu og sögöu aö aukið ryk i gufuhvolfi, sem væri afleiðing þessa mikla bruna, væri orsökin fyrir kóln- andi veðri. Og auövitaö deila menn svo um þetta mál eins og annað. Mitt álit er aö þarna sé veriö að deila um keisarans skegg. Veöurfar hefur i gegnum allar aldir hitnaö og kólnaö á vixl og þaö löngu áöur en mennirnir fóru aö hafa áhrif á magn kol- tvfsýrings I gufuhvolfinu aö einhverju marki. Að hafa nægan tíma Aö lokum, Páll,i fyrra uröu haröar deilur um timasetningu veröurfréttatima I hljóövarpi. Nú hefur veröurfréttatima veriö breytt frá kl. 22.30 fram til 22.15. Ertu samþykkur þessu? — Ég tel aö þessi breyting hafi litla þýöingu. Aöalatriöiö er, aö veöurfræðingar hafi nægan tlma til aö vinna veöurspá frá þvi aö veröur er tekiö. 1 þessu tilfelli hafa þeir 75 mlnútur, sem senni- lega nægir. Aftur á móti heföi ég taliö ástæöu til aö seinka veöur- fregnatimunum kl. 12.45, 18.55 og llka kl. 0.1 og 7 aö morgni, svo aö veöurfræöingar hafi nægan tlma til aö vinna úr nýiustu gögnum. — S.dór. Á því ári sem nú er aö liða hafa oddatölu- mánuðirnir verið undir meðallagi hvað hita snertir en raðtölu- mánuðirnir í meðallagi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.