Þjóðviljinn - 13.11.1979, Blaðsíða 3
ÞriOjudagur 13. nóvember 187* 'ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Tónleikar George Adams/Don
Pullen kvartettsins í fyrrakvöld:
DJASS
hápunktur
„Þetta er hápunkturinn á starfi
Jazzvakningar”, sagói einn tón-
leikgesta i hléi á tónleikum
George Adams/Don Pullen
kvartettsins i Austurbæjarbiói s.l.
sunnudagskvöld. Félagi hans tók
undir þetta og sagói „Þetta eru
langbestu tónleikar sem ég hef
verið á. Ég er feginn að ég lét mig
hafa það að mæta.”
Það var auðheyrt á fólki að tón-
list og húmor þeirra George Ad-
ams, Don Pullen, Dannie Rich-
mond og Cameron Brown, hafði
snert það djúpt og hrifið það frá
önnum liðandi stundar. Andi
Charles heitins Mingusar sveif
greinilega yfir vötnunum því að
hluti efnisskrárinnar var helgaö-
ur þessum fallna meistara. En
það var greinilegt að kimni
meistarans fylgdi þessum læri-
sveinum hans og það kunni land-
inn svo sannarlega að meta. Stór-
kostlegur hljóðfæraleikur f bland
við léttkryddaðan húmor sveifl-
aöi öllum salnum f tæplega tvær
klukkustundir samfleytt, eða þar-
til Don Pullen afkynnti meðlimi
kvartettsins og þeir tóku saman
dótiö sitt og gengu út. Fagnaðar-
látunum ætlaði aldrei að linna þvi
að fólkiö vildi meira. Það töldu
allir aö tónleikunum væri lokið,
þareð kvartettinn haföi þá þegar
skilaö tæplega tveggja tima spil-
verki einsog um var samið. Þaö
þurfti þvf að tilkynna fólki að
óþarfi væri að klappa þá upp þvi
aönúværiaðeins hlé á tónleikun-
um. Við þessa tilkynningu fagn-
aði fólk ákaft.
Eftir nokkuð langt hlé gengu
djasshetjurnar aftur inná sviðiö
og léku tvö lög og þarmeð átti tón-
leikunum að vera lokið. En ákafir
djassunnendur heimtuðu eitt lag
enn og fengu vilja sinum fram-
gengt.
George Adams sagöi áður en
þeir léku siðasta lagið: „Við er-
um að fara heim. Þessir tónleikar
eru þeir siðustu á þriggja og hálfs
mánaða ferðalagi okkar um
Evrópu, sem hljómsveitina svona
skipaða, og það hefur svo sannar-
lega verið yndislegt að hafa við-
komu á svona stað á leiö okkur
yfir Atlantshafið í lok þessa
feröalags.”
Samstarfsnefnd Sjálfsbjargar og Blindrafélagsins kynnir svör stjórnmálaflokkanna á blaðamanna-
fundi ígær. Frá vinstri: Sigursveinn D. Kristinsson, Rafn Benediktsson, Magnús Kjartansson, Haildór
Rafnar og Gisli Helgason. (Ljósm.:Jón)
Svör stjórnmálaflokka við spurningum fatlaðra:
Kappsamlega verði unnið að því á nœsta kjörtímabili að
hrinda fyrirheitum flokkanna í framkvœmd
„Svörin eru öll jákvæð og við
lltum á þau sem sameiginleg drög
j að mannréttindayfirlýsingu fyrir
fatlað fóik á tslandi," sagði
Magnús Kjartansson starfs-
maður samstarfsnefndar Sjálfs-
bjargar og Blindrafélagsins á
fundi með blaðamönnum i gær.
Stjórnmálaflokkarnir hafa nú
sent nefndinni svör við þeim
spurningum sem beint var til
þeirra 23. október sl.
„Orðin eru til alls fyrst”, sagði
Magnús, „en þau veröa innantóm
ef þeim verður ekki fylgt eftir I
verki ”.Hann sagði aö óskað yrði
eftir þvi viö Alþingi aö föst
samvinnunefnd verði sett á lagg-
irnar til að gera framkvæmda-
áætlun i málefnum fatlaöra.
Veröi unnið kappsamlega að þvi á
næsta kjörtimabili að hrinda i
framkvæmd þeim fyrirheitum
sem gefin eru I stefnuyfirlýsing-
um flokkanna.
„Þetta mun kosta verulega
fjármuni og það veltur þvi á
miklu að þjóðin I heild skilji að
þetta er mikilvægasta jafnrétis-
máiið,” sagöi Magnús Kjartans-
son.
Margt bar á góma á blaða-
mannafundinum i gær. Meðal
annars var minnst á allan þann
ónýtta vinnukraft sem byggi I
miklum fjölda fatlaðra. Það væri
þvi tvimælalaust ábatasamt fyrir
þjóðfélagið ef vinnuafl og hæfi-
leikar fatlaðra nýttust sem best!
Samkvæmt erlendum rannsákn-
jum eru fatlaöir öruggasti vinnu-
kraftur sem völ er á.
Ororkulifeyrir, tekjutrygging
og heimilisaðstoð nemur nú sam-
tals mest 154 þúsund kr. á
mánuði. Þar af eru örorkubæt-
urnar 60-70 þúsund krónur. Hins
Framhald á 13. siðu
Kosið utan-
kjörfundar
í Miðbœjar-
skólanum
Utankjörfundaratkvæða-
greiösla vegna aiþingiskosning-
anna er hafin I Reykjavik. Kosið
er i Miðbæjarskóianum alla virka
daga kl. 10-12, 14-18 og 20-22. A
sunnudögum er kosiö utan kjör-
fundar kl. 14-18.
Þeir sem ekki veröa heima á
kjördag eru hvattir til að kjósa
sem fyrst. Þegar kosiö er utan-
kjörfundar á að skrifa listabók-
stafinn skýrt og greinilega.
Alþýðubandalagiö veitir þjón-
ustu vegna utankjörfundarat-
kvæðagreiöslunnar aö Grettis-
götu 3. Siminn er 17 500. Þeir sem
þess óska geta einnig fengið þar
aöstoö við að leita að nöfnum á
kjörskrá og kæra þau inn ef þörf
krefur.
-eös
JMannréttindayfirlýsing
fyrir fatlaða á íslandi’
✓
Alyktun Verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins:
Sameinumst um Alþýðu
bandalagið
Sameinumst gegn árásum
afturhaldsins á félagsleg réttindi
og lífskjör almennings
Allt frá þvi að samningarnir
voru gerðir 1977 hafa veriö
gerðar Itrekaðar tilraunir til
þess að skerða ávinning þeirra.
Fyrsta atlagan að
samningunum var gerð með
kaupránslögunum I febrúar
1978, sem gerðu ráö fyrir þvi að
einungis helmingur yrði bættur
I kaupi. Þessari árás var hrund-
ið með samstilltu átaki samtaka
launamanna og meö úrslitum
kosninganna 1978, er þáverandi
stjórnarflokkar biðu afhroð.
t framhaldi af þvi var ný
rikisstjórn þriggja flokka
mynduö. Stjórnin hóf starf sitt á
þvi að afnema kaupránslögin,
en Alþýðubandalagiö og verka-
lýðshreyfingin uröu þó stöðugt
að vera á verði gegn árásum á
kaupiö. Ekki tókst alltaf að
koma I veg fyrir kjara-
skerðingartilraunir Alþýðu-
flokksins og Framsóknar-
flokksms, sem vildu leysa efna-
hagsvandann með árásum á
launakjör. Vegna 14%
skeröingar viðskiptakjara hefur
einnig orðiö nokkur
Frá haustfundi Verkalýösmálaráðs Alþýðubandalagsins sem hald-
inn var á Hótei Sögu á sunnudaginn. Óiafur Ragnar Grimsson I
ræðustól, en við boröið eru Erlingur Viggósson fundarstjóri og
Benedikt Daviðsson formaður Verkaiýðsmáiaráðsins. Framsögu-
menn á fundinum voru Svavar Gestsson, Guðrún Helgadóttir og
Benedikt.
kaupmáttarskerðing miðað við
samningana 1977. Þriðja megin
árásin að kjarasamningunum
frá 1977 er gerö nú i kosninga-
baráttunni.
Alþýðuflokkurinn og Fram-
sóknarflokkurinn hafa lýst þvi
yfir að þjóðarbúiö „þoli ekki”
þann kaupmátt, sem um var
samið I samningunum 1977.
Sjálfstæðisflokkurinn boðar
nú ómengaöa afturhaldsstefnu,
leiftursókn gegn lifskjörum, og
afnám allra visitölubóta á laun.
1 afturhaldsstefnu Sjálfstæöis-
flokksins er gert ráð fyrir eftir-
farandi megin atriðum:
— Stórfelldri skerðingu
kaupmáttar.
— Arásum á lifskjörin I heild,
þar með talið skólakerfið, heil-
brigðiskerfiö og önnur félagsleg
þjónusta.
— Samdrætti i atvinnulifi og
framkvæmdum.
— Erlendri stóriðju.
— Skattfriðindum fjármagns,
frjálsri verslunarálagningu,
skeröingu niöurgreiðslna af
vöruverði, ógnuninni vaxta-
skráningu og auknu misrétti.
Launafólk veröur að sam-
einast gegn þessari blygöunar-
lausu árás Sjálfstæðisflokksins.
Verkaiýðsmálaráö Alþýöu-
bandalagsins tekur undir og
heitir stuðningi við þær megin
kjarakröfur sem alþýðusam-
tökin hafa þegar mótað vegna
komandi kjarasamninga, en
þær eru:
— Full verðtrygging launa.
F’ramhald á bls. 13