Þjóðviljinn - 25.11.1979, Síða 2

Þjóðviljinn - 25.11.1979, Síða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. nóvember 1979 Forsíðu myndin Forsiðumyndin er að þessu sinni eftir Arna Ingólfsson myndlistarmann, en hann er lesendum Þjóðviljans að góðu kunnur fyrir teikningar sinar af hjónabandsburðum Geirs og óla Jó. Eins og lesendur vorir sjá er forsiðu- myndin nafnlaus og væntir nú Sunnudagsblaðið að lesendur hjálpi tii um kom- andi nafnbót á þessa heilögu þrenningu, sem prýðir for- siðuna i dag. Til stendur að gefa út for- siðumyndina sem vegg- spjald og biðjum við þvi les- endur vora að bregða snöggt við og senda okkur nafn á myndina. Lesendum er bent á aö hringja má strax um helgina I Kosningaskrifstofu Alþýöubandalagsins, slmi: 2 81 18. Einnig má hringja á rit- stjórn Þjóðviljans eftlr helgi, slmi: 8 13 33. Svör I formi stöku eða visuparts eru sér- staklega vel þegin. Arni Ingólfsson Baráttufundur Alþýðubandalagsins í Reykjavík í Háskólabíói fimmtudagskvöld 29. nóv. kl. 21.00 Stutt ávörp flytja: „Erindi” ljóö eftir Þórarin Eldjárn: íslenski blásarakvintettinn leikur: Hauströkkrið yfir mér: Hljómsveitin MEZZOFORTE og Ellen Kristjánsdóttir: Hljómsveitina skipa: Kjartan Ragnarsson: Alvörumál þjóðarinnar: Lúðrasveit verkalýðsins: Fundarstjóri: Svavar Gestsson Guðmundur J. Guömundsson Ólafur Ragnar Grfmsson Guðrún Helgadóttir Guðrún Hallgrlmsdóttir Sigurður Magnússon Erlingur Gislason leikari les, tónlistarfvaf eftir Karl Sighvatsson. Sigurður Ingvi Snorrason, klarinett Manuela Wiesler, flauta Kristján Þ. Stephensen, óbó Stefán Þ. Stephensen, horn Hafsteinn Guðmundsson, fagott Óskar Halldórsson les nýort ljóð Snorra Hjartarsonar. syngja og leika ný lög eftir Magnús Eirfksson, Gunnar Þóröarson, Eyþór Gunnarsson og Friðrik Karlsson. Friðrik Karlsson, Eyþór Gunnarsson, Jóhann Asmundsson, Gunnlaugur Briem og Björn Thorarensen. syngur eigin lög og Ijóð. Leikararnir Guðrún Asmundsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Karl Guömundsson og Þórhallur Sigurösson flytja leikur undir stjórn Ellerts Karlssonar Jón Múii Arnason. m Bræóraborgarstíg 16 Sími 12923-19156 SVEINDÓMUR Saga úr Reykjavík, lýsir lífi drengs á ungl- ingsaldri, heima og í skóla. Hver eru þau uppeldis- og þroskaskilyrói sem samfélagið býr honum? Hvernig er heimilislífi hátt- aö í streituþjökuóu samkeppnisþjóöfélagi? Hvernig snýst skólinn við þeim einstakling- um sem eiga öröugt meö aö aölagast hegö- unarkröfum hans? Hvernig lifa menn af í þessu samfélagi? Þetta eru nokkrar spurningar sem vakna viö lestur þessarar áleitnu og ögrandi sögu Egils Egilssonar. Víst er sú þjóðfélagsmynd sem hér er brugðið upp æöi dökk, en um- fram allt er hún svo rauntrú aö henni verður ekki vísaö á bug. Sagan bregöur Ijósi á um- hverfi lesandans sem hann verður aö kann- ast viö, nauðugur viljugur. SVEINDÓMUR er tímabært framlag tll umræöna um hag barna og unglinga. SVEINDÓMUR — bók sem þú verður að lesa. EGILL EGILSSON JAFNÆÐI I gærkvöldi sátum við i fimm tima og ræddum jafnrétti, tvær konur og nokkrir þroskavænlegir ungir piltar. Undir lok sam- ræðanna hafði tekist aö þétta efnið verulega og viö konurnar gát- um lagt fram á snyrtilegan og visdómsfullan hátt grundvöll hjónabandsins og útlistun á hvers vegna húsmóöurstarfiö er oft æöi fúlt. „Eg vil láta bera viröingu fyrir starfi minu” sagöi önnur okk- ar. „Þaö er ekkert eins niöurdrepandi og aö skúra eldhúsgólfiö og siöan veöur einhver yfir þaö á forugum stigvélunum og þaö skiptir engu máli þvi ég get bara skúraö þaö aftur. Húsmóður- starfiö er endurtekning i sifellu á sömu hlutunum og það er ekk- ert skapandi viö þá, þeir eru árangurslausir, þvi viö vitum aö jafnóöum og viö skilum hreinum diski eöa þvegnum þvotti er þaö óhreinkaö aftur og viö getum byrjaö á byrjuninni.” Ég vitnaöi strax i þá vestfirsku, gæfa konu sem ég hef aldrei hittener höfundur ýmissa kjarnyrtra spakmæla sem segja mik- iö I einfaldleika sinum. Hún lýsir af innsýn og næmleika þessu bugandi tilgangsleysi sem viö finnum fyrir á stundum þegar oln- bogarnir á okkur eru aö leysast upp i uppþvottavatni: „Hvi skeina krakkann, hann situr jú aftur.” Siðan bætti ég viö úr eigin viskubrunni:,,*. . „Þaö er svo rangt þegar konur kynna sig sem „bara húsmóö- ir”. Þetta er ekkert bara, heldur uppslitandi hörkuvinna og þaö ættu allir, bæöi konur og karlar aö bera meiri viröingu fyrir starfinu og þeim sem vinna þaö. Og þar höfum viö um leiö grundvöllinn fyrir góöu hjónabandi eöa góöri sambúö, gagn- kvæma viröingu og kurteisi.” Ungu mennirnir fóru heim aö hugsa og sofa, og I dag var ég aö vinna bug á aödráttarafli jaröar i hálkunni þegar eg fór aö hugsa betur út I þetta meö viröinguna og kurteisina. Og hérna er þá mættur hinn æskilegi eiginmaöur á prenti, maöur sem umgengst konu sina húsmóöurina af kurteisi og ber fulla viröingu fyrir starfi hennar. Jón kemur heim úr vinnunni, fer úr skóhlifunum fyrir utan dyrnar, slekkur I pipunni, gengur inn, lokar dyrunum hljóölega, hengir upp frakkann sinn og rennir huröinni aftur fyrir fata- hengiö. Gengur fram I eldhús til Gunnu, sem er aö hella upp á fyrir hann. „Sæl, ástin min, hvernig hefur gengiö I dag?” segir Jón viö Gunnu. Takiö eftir, Jón viö Gunnu, ekki Gunna viö Jón. Takiö lika eftir þvisem Jón geröi þegar hann kom inn. „Nehhh” heldur Jón áfram, „þú hefur skúraö eldhúsgólfiö I dag. En fint. Þaö glansar svo vel”. Jón fellur á knén. „Og þú hefur náö svo vel úr hornunum, notaðirðu eyrnapinna eins og var bent á i húsmæöraþættinum I Femina?” Jón ris á fætur, tekur viö kaffibollanum sem Gunna réttir hon- um, án þess aö hella niöur Kyssir hann konu sina og gengur til stofu án þess aö reka fótinn I ryateppiö og þaö liggur þvi kyrrt þar sem þvi er ætlað aö liggja. Jón sest i hægindastólinn án þess aö ýta honum til og mynda fellingar i teppið og segir: „óskaplega eru stórisarnir vel þvegnir, Gunna. Og mér finnst begónian fara betur þarna hægra megin I glugganum, þetta er mjög smekklegt hjá þér, Gunna min.” Jón reykir hálf-sex-sigarettuna sina og hittir meö öskunni I öskubakkann. Gunna fer fram aö búa til kvöldmatinn og Jón les blaöiö á meö- an. Þaö vekur athygli okkar aö Jón getur lesiö dagblaö án þess aö kippa i þaö I hvert sinn sem hann flettir og þvi koma engir reiðilegir svipusmellir frá blaöi Jóns. Gunna reiöir fram kvöldveröinn, Jón dregur út stólinn fyrir Gunnu. „En hvaö þetta ilmar dásamlega. Er þetta uppskriftin aö hakkabuffinu a la Kissinger sem þú fannst I Mad og Gæster? Og mikiö fara gulu munnþurrkunar vel viö spæleggin.” Jón þurrkar meöan Gunna þvær, siöan draga þau um hvort fær aö fara á undan I sturtu. Þegar Gunnar hverfur inn á baöiö kallar Jón á eftir henni: „Þakka þér fyrir aösækja fötin min ihreinsun.” Skömmu seinna bankar Jón á baödyrnar og þegar Gunna svarar þrýstir Jón munninum aö skráargatinu, þvi hann veit aö ef dyrnar eru opnaöar myndast gegnumtrekkur og Gunnu verö- ur hrollkalt: „Gula skyrtan er frábærlega vel straujuö.” Siöan fara þau I boö hjá Jóhannesi forstjóra. Jón drekkur appelsinusafa og á fyrsta glasi rifur hann skyrtuna hálfa upp úr buxunum og bendir Jóhannesi forstjóra á: „Sjáöu töluna sem Gunna festi á skyrtuna mina i dag. Taktu eftir hvaö hún er hnitmiðuð og hversu vel þræöirnir liggja. Hún Gunna min er snillingur.' Jón sýnir öllum i boöinu töluna og eykur löfgjöröina um einn ástaróö til fágaös smekks Gunnu i diskaþurrkuvali. Slöan fara þau heim. Jón hefur aöeins drukkiö þrjú glös af appelsinusata, hann drekkur aldrei meira en þrjú glös, og þegar þau hátta segir hann kærleiksrikri röddu: „Gunna min, hvaö rósóttu sængurfötin meö bleiku bendlunum ilma unaöslega, hvar náöiröu I þetta þvottaefni? Jón er ekki geggjaöur, hann er ab taka þátt i lifi konu sinnar á sama hátt og Gunnur hafa hlustað á magasár forstjórans, nagla- lakk vélritunarstúlkunnar, leti sendisveinsins, pappirsbrjálæöi tollstjóra og undarlega hljóöiö i bilnum. En samt... ef ég væri gift Jóni, þá myndi ég fyrst reyna: „Hættu þessum skætingi maöur.” Þar næst myndi ég eflaust hvæsa: „Haltu kjafti.” Sennilega myndi ég ekki reyna frekar, ég myndi skilja viö Jón. Viö veröum vist aö horfast I augu viö þaö stúlkur, það eru ekki aöeins karlmennirnir sem þurfa aölögunartima og ráörúm til hugarfarsbreytingar. Ég held aö viö þyrftum sjálfar tlma til aö venjast þessum annarlegu nýju mönnum.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.