Þjóðviljinn - 25.11.1979, Side 13

Þjóðviljinn - 25.11.1979, Side 13
Sunnudagur 25. nóvember 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Lygifréttin réð úrslitum Sp: Heföu yfirvöld Þýska Alþýðulýöveldisins yfirleitt látið þig lausan nema I fuilvissu þess að þú færir vestur? B: Jú þaö heföu þau gert. Sp: Heldur þú i raun og veru aö Sósialiski Einingarflokkurinn heföi kært sig um annan Robert Havemann2) og þú værir nú frjáls borgari Þýska Alþýöulýö- veldisins ef þú vildir? B: Frjáls.... ég heföi heldur oröaö þaö öðruvisi: Ef Þýska Alþýöulýöveldiö heföi einungis min vegna náöaö þessa fanga, þá væri ég enn þar eystra. Sp: Þaö var komiö i veg fyrir aö Havemann gæti hitt þig, augljós- iega vegna þess aö Sósialiski Ein- ingarflokkurinn óttaöist aö hann myndi telja þig á aö vera um kyrrt. B: Þeir leyföu nú allranáðar- samlegast sendimanni hans aö tala viö mig. Sp: Vissir þú hvaö Havemann vildi ræöa viö þig? B: Hann skrifaði mér bréf og var miöur sin yfir þvi áformi minu aö yfirgefa landiö. Stúlkan sem kom frá honum var sannfærö um aö ég heföi veriö andlega yfirbugaöur i fangelsinu. ööru vfsi gat hún ekki skiliö ákvöröun nina. Sp: Heföi Havemann getaö fengiö þig til aö skipta um skoftun? B: Nei. Allt frá þvi ADN frétta- stofan sendi frá sér lygifrétt um málaferlin gegn mér i lok júni 1978, var mér ljós nauðsyn þess aö yfirgefa Þýska Alþýöulýöveld- iö. Af persónulegum ástæöum hikaöi ég við aö taka endanlega ákvöröun. Ég spuröi sjálfan mig aö þvi hvort ég gæti ætlast til þess aö vinir minir, félagar og skyld- menni sættu sig viö þá ákvöröun. Sp: Þér var ljóst aö Havemann vildi teija þig á aö vera um kyrrt. Hvernig heföiröu svaraö honum? B: Ég heföi sagt viö hann: Þaö er ætlun min nú I kvöld aö sann- færa þig, Róbert, um að það sé best fyrit sameiginlegt takmark okkar, aö Bahro fari en Have- mann veri. Hvers vegna skyldi Havemann stökkva núna frá lifs- viöhorfi sinu og árangri siðustu 15 til 20 ár? Sp: En þú tókst stökkiö. B: Ef til vill eru min rök ekki alveg þau sömu. Og kann ekki aö vera aö einmitt meö þvi aö yfir- gefa landið hafi ég mest áhrif i Þýska Alþýðulýöveldinu? Betur gat ég ekki gert til útbreiöslu skoðana minna þar en aö gefa yfirlýsingu i sjónvarpinu aö vestan til félaga minna og vina i Þýska Alþýðulýöveldinu. Fögnuði hœgri afla linnir Sp: 1 yfirlýsingunni segir: „Vinir og félagar, lesiö bókina mina, látiö hana ganga — án of mikiliar varkárni, pæliö i henni og treystiö aö ööru leyti á rás sög- unnar.” Helduröu ekki aft þetta ráö veröi misskiliö: Rudolf Bahro getur trútt um talaö, hann er nú fyrir vestan og þarf ekki lengur aö streöa viö opinbera sósialism- ann? B: Sá ótti á sjálfsagt viö um ópólitisk, og þar meö áhrifalaus öfl I Þýska Alþýöulýöveldinu. En nólitjskt meövitaö fólk hefur skil- iö yfirlýsingu mfna sýnu betur en hægt er aö Imynda sér hér. Sp: Veröur þér ekki núiö um nasir aö þú, hugmyndafræöingur þessara afla, hafölr kosiö aö fara vestur yfir? B: Ef ég heföi orðiö eftir, heföi ég likt og Havemann dregiö aö mér gauragang og athygli vest- rænna fjölmiöla. Þaö heföi óhjá- kvæmilega einangraö mig frá umræöunni innan flokksins. Sp: Nú hefur athyglin heldur betur beinst aö þér hér, og þaö ekki eingöngu frá vinstri. Ert þú frábitinn undlrtektum borgara- legra afla eöa hyggstu notfæra þér þær til aö útbreiöa hugmyndir þlnar? B: Það er óþarfi aö biöjast und- an þeim: Fögnuöi hægri afla mun linna innan örskotsstundar. Blómvöndur frá Springer Sp: Nógur var hann nú samt þegar þú komst. t lestinni reyndi blaöamaöur frá „Bild” (vestur- þýski Visirinn, gefinn út af Springer blaöakóngi) aö færa þér blómvönd frá Axel Springer. B: Ég afþakkaði þann heiöur, þvi ég vil ekkert hafa saman viö Springer-pressuna aö sælda. Sp: Af refskap sfnum sleppti Þýska Alþýöulýöveldiö samtimis vestur yfir kommúnistanum Bahro og and-kommúnistanum Nico Hubner 3). Þótti þér félags- skapurinn ekki dálitiö hvimleiöur? B: Ég lit nú frekar á þetta sem bragövisi hérlendrar hugmynda- mötunar, — aö sýna okkur báöa hlið viö hliö I blööum og sjón- varpi. Sp: Httbner afneitaði þér I sjón- varpinu um leiö og færi gafst. B: Þaö gleöur mig. Sp: Þú notaðir vestur-þýska sjónvarpiö tii aö beina orftum þin- um til félaga og vina i Þýska Alþýðulýðveldinu. En hingaö til hefur opinberlega ekki komiö þakklætisvottorö frá Rudolf Bahro til þeirra þúsunda fyrir vestan sem lögöu hönd á plóginn til aö fá hann lausan. Þeirra á meðal voru ekki eingöngu sósialistar, heldur Ifka f jölmargir borgarlegir menntamenn og rithöfundar eins og Heinrich Böli og Max Frisch. B: Þessi vanræksla er tilviljun ein. Ég þakkaði fyrir þessa sam- stööu þegar I bréfi númer tvö frá Bautzen fangelsinu, sem Spiegel birti. Auövitað finnst mér sér- staklega til um þegar samstaöan kemur frá framsæknum öflum, sem fordæma lika mun alvarlegri brot á mannréttindum annars staöar. Samspil allra framsækinna afla Sp: Er það samt ekki táknrænt, aö áhugi þinn beinist fyrst og fremst aö félögum og vinum I Sósialiska Einingarflokknum, en ekki aö vinstrisinnum I Vestur- Þýskalandi? B: Það á eftir aö breytast mjöp fliótt. Yfirlýsinein sem ée eaf I ZDF sjónvarpinu var kveöja min til Þýska Alþýöulýöveldisins. Þaö má ekki veröa hlutskipti mitt hér að endurtaka i sibylju tillögur minar úr „Valkostinum”. Það er langt siöan þær tóku aö lifa sjálf- stæöu lifi i Þýska Alþýöulýöveld- inu. Sp: Þýöir þetta ekki aö I staö þess aö endurbæta opinbera sósialismann eystra ætlir þú I framtiöinni aö naga rætur kapi- talismann hér vestra? B: Spurningin ber vott um held- ur bágborinn skilning á þvi hvernig samfélagsþróunin geng- ur fyrir sig i báöum kerfunum. Eins og þið vitiö gekk ég út frá þvi i bókinni aö þörf sé samspils allra framsækinna afla beggja megin járntjalds. En þetta samspil felst siöur i aö kallast á, heldur skiptir meiru aö þróa pólitik sem veitir framsæknum öflum hinum megin tjaldsins aukiö svigrúm. Hér erum viö enn komin aö þvi grundvallarviöhorfi sem ég hef nú tekiö upp gagnvart Þýska Álþýöulýöveldinu. Sé hart aö þvi sótt, versnar ástandiö bara. Og maöur veröur aö láta sér skiljast aö hinn opinberi sósialismi hryn- ur ekki, ekki heldur I Þýska Alþýðulýöveldinu. Sp: En þú heldur eftir sem áöur aö hægt sé aö endurbæta hann? B: Þróun — sú von min stendur óhögguö. - . Sp: Og hve hratt getur kerfiö breyst? B: Slikri spurningu hefur marxisti aldrei svaraö! (Millifyrirsagnir eru Þjóðvilj- ans) Athugasemdir: 1) Búkarin: einn helsti foringi rússnesku byltingarinnar og „ástmögur kommúnistaflokks- ins” aö sögn Lenins, skotinn i Moskvuréttarhöldum Stalins 1938. Ra jk: Fyrrum utanrikisráö- herra Ungverjalands, tekinn af lifi fyrir „njósnir” 1949. Clementis: utanrikisráöherra Tékkóslóvakiu, tekinn af lifi ásamt fyrrum aöalritara kommúnistaflokksins, Slánský, 1952, sakaöir um samsæri gegn rikinu. 2) Robert Havemann: austur- þýskur heimspekingur, marxisti og einn kunnasti andófsmaöur þar. Hefur lengi sætt illri meðferö af hálfu stjórnvalda. 3) Nico HBbner: Vesturþýska timaritiö Stern hefur nýlega fært aö þvi sterk rök aö HUbner hafi verið „gerður aö andófsmanni” af kunningja sinum, sem flúiö haföi vestur, meö dyggilegri aö- stoö Springerpressunnar. Hubner hafi ekki veriö pólitiskur baráttumaöur, heldur hafi þetta veriö bragö þeirra félaga til aö koma honum til V-Þýskalands. Leiðrétting á vísu Prentvillupúkinn eöa annar állka ófögnuöur læddist inn I visu, sem fylgdi bréfi Guölaugs Arna- sonar til Friöu I siöasta Sunnu- dagsblaöi. Vlsan átti aö vera svona: Vilja þóknast viltum sálum veldur króknun boöun slik, leyslr úr flóknum landsins málum leiftursónarpólitik. Viö biöjum Guölaug velviröing- ar á háttarlagi prentvillupúkans og vonum aö Friöu létti viö þessar fréttir. Samkeppni um merki fyrir Grindavíkurkaupstað Dómnefnd hefur ákveðið að framlengja skilafrest i samkeppni um merki fyrir Grindavíkurkaupstað til 15. mars 1980. Keppninni er hagað samkvæmt sam- keppnisreglum FíT og er opin öilum áhugamönnum og atvinnumönnum. Tillögum sé skilað i stærðinni A4 (21x29,7 sm) og merkið sjálft skal vera 12 sm á hæð. Tillögur sendist Eiriki Alexanderssyni, bæjarstjóra, bæjarskrifstofunum, Vikur- braut 42, Grindavik, og gildir póststimpill siðasta skiladags á póstsendum tillögum. Sérhver tillaga verður að vera nafnlaus, en greinilega merkt kjörorði. í lokuðu, ógagnsæju umslagi, sem einnig er merkt kjörorði, skulu fylgja fullkomnar upplýs- ingar um nafn, heimilisfang og aldur teiknara. Veitt verða tvenn verðlaun. Fyrstu verðlaun: kr. 500 þúsund. önnur verðlaun: kr. 250 þúsund. Greitt verður siðan fyrir teiknivinnu vegna frágangs þess merkis sem notað verður. Dómnefnd skipa: Bogi G. Hallgrimsson og Eirikur Alexandersson tilnefndir af bæjarstjórn Grindavikur. Friðrikka Geirsdóttir og Lárus Blöndal tilnefnd af FIT. Oddamaður er Stefán Jónsson arki- tekt. Nánari upplýsingar gefur trúnaðar- maður og ritari nefndarinnar, Guðlaugur Þorvaldsson, Skaftahlið 20, Reykjavik, simi 15983 og vinnusimi 18365. Stefnt verður að þvi að ljúka mati og birta niður- stöður dómnefndar 1. mai 1980. Um leið verður tilkynnt um sýningarstað og sýn- ingartima tillagnanna Bæjarstjórn Grindavikur áskilur sér rétt til að velja eða hafna hvaða tillögu sem er, án tillits til verðlaunaveitinga. Dómnefndin. Uppgjör er óvenjulega opinská minnlnga- saga. Hér er iýst manneskju í mótun og leit hennar að persónulegu frelsi. Bente Clod segir frá persónulegri reynslu sinni af óvenjulegri bersögli. Hér er sagt frá nánum samskiptum fólks, m.a. þeim sem lengst af hefur verið þagaó um I bókum. Uppgjör er áhrifamikil sjálfskrufning, vel skrifuö og næmleg lýsing konu á tilfinn- ingallfi slnu og mun verða forvitnilegur lestur bæði konum og körlum. Bókin hefur selst (risaupplögum I Danmörku og Svlþjóð að undanförnu. „Hún (Bente Clod) er trú eigin tilfinning- um og ákaflega heiðarlegur höfundur... Best tekst henni að lýsa einmanaleik konu sem frjálsar ástir gera að tilvonandi móður... Uppgjör er þroskasaga ungrar konu sem reynir margt... auðnast að túlka bældar hugsanir margra kvenna með þeim hætti að allir hafa áhuga á að lesa... Vandasama þýðingu Uppgjörs leysir hún (Alfheiður Kjartansdóttir) vel af hendi. Hún hefur náð tökum á óþvinguöum frásagnarmáta höfundarins án þess að slaka á kröfum til vandaðs máls.“ J.H./Morgunblaöiö opinskA minningasaga BENTECLDD UPPGJÖR Bræðraborgarstig 16 Sími 12923-19156

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.