Þjóðviljinn - 25.11.1979, Side 21

Þjóðviljinn - 25.11.1979, Side 21
Sunnudagur 25. ndvember 1979 ÞJÚ'ÐVILJINN — SIÐA 21 Lausn orkukreppunnar liggur i sorpi, var helsta tillaga ráöstefnu um endurnýtingu, sem haldin var i Vestur-Berlin i október s.l. „Sorp” hefur löngum haft niör- andi merkingu,nú skal þaö hafiö til vegs og viröingar. Arlega er fleygt 18 miljón tonnum af sorpi frá vestur-þýskum heimilum en i öllu þessu sorpi liggur orka, sem jafngildir þeirri orku sem öll kjarnorkuver i Vestur-Þýska- landi framleiöa — aö meötöldum þeim sem fyrirhuguö eru! „Fyrir tiu árum hefðum viö átt aö gera sorp-áætlanir en ekki kjarnorkuáætlanir” segir for- stöðumaður Orkustofnunar Efna- hagsbandalagsins, Guido Brunn- er. Hann hyggst nU beita sér fyrir að Efnahagsbandalagið láti nýta þau hráefni og þá orku sem hægt er að vinna úr sorpi. „Við getum annað tveim prósentum af heildarorkuþörfinni með sorp- vinnslu” sagir Guido Brunner. Endurnýting Vestur-Þjóðverjar standa mjög framarlega i endurnýtingu hrá- efna og orku sem hjá mörgum þjóðum fara beint á haugana. A ráðstefnunni i Vestur-Berlin komu yfir 1000 sérfræðingar frá 26rikjum, til að fræðast um það nýjasta i þessum efnum. Leysir sorpið orkukreppuna? Ýmiskonar auðæfi Eins og áður segir fara 18 mil- jón tonn af sorpi frá vestur-þýsk- um heimilum á ári hverju. Það mun jafngilda nær 80.000 tonnum af sorpi frá íslenskum heimilum. Væntanlega er ekki mikill munur áinnihaldisorpsinshér ogþar,en skiptingin á herju sorptonni er þessi i Vestur-Þýskalandi: 14 prósent gler, 23 prósent pappir og pappi, 18prósent gerviefni, leður og giimmi og 5 prósent málmar. Meðal málma i sorpi er hreint gull. t næfurþunnri hUöun gjafa- pappirs liggja ónýtt auöæfi. Bandariskum sorprannsóknar- mönnum reiknast, að I einum teningsmeter af stórborgarsorpi sé meira gullmagn en i einum teningsmeter af þvi málmgrýti sem gull er unniö úr. Að sjálf- sögðu eykst gullmagnið verulega um jól og pdska. En hér gildir það sama og um allt silfrið sem fer á haugana með ljósmyndaúrgangi, enn er endurnýtingin of kostnaðarsöm. Simaskrá og tré Endurnýting á pappirsvörum hefur veriö stunduð um árabil er- lendis. Vestur-Þjóðverjar komast hjá þvf að fella 15 miljón tré á ári hverju, vegna þess að 45 prósent alls pappirsúrgangs eru endur- nýtt I pappirsverksmiðjum. Tök- um dæmi: Árlega verða 60.000 tonn af simaskrám Urelt i Vestur-Þýskalandi. Til aö fram- leiða eitt tonn af pappir þarf að fella 15 trjástofna. Ef öllum þess- um Ureltu simaskrám væri fleygt þegar ný Utgáfa kemur Ut, mundi það jafngilda 900.000 trjám á ári. Og þaö er ekkert smáræðis skóg- lendi sem þar færi forgöröum, ef ekki kæmi til endumýting. Til samanburðar má geta þess, að islenska simaskráin er gerð Ur llOtonnum af pappir, samkvæmt upplýsingum Hafsteins Þor- steinssonar hjá Pósti og sima. Endurnýting hefur verið til um- ræðu, en ekki þótt borga sig að senda úreltar simaskrár til Ut- landa einkum vegna mikils flutningskostnaðar. Endurnýting timburs er sér- lega mikilvæg, vegna þess hve langan tima það tekur tré að ná fullum vexti. 1 spám um fram- viridu pappirnotkunar og -fram- boðs, ber mönnum saman um að við óbreyttar aðstæður muni skortur gera vart við sig á næsta áratug. Vestur-Þjóðverjar fram- leiða núþriðja hvert papplrstonn úr pappír sem til skamms tima var kaliaður „sorp”. Ef viö miö- um enn við simaskrárdæmið, þá tekst Vestur-Þjóðverjum að hlifa 300.000 trjám á ári, með þvi að endurnýta gömlu simaskrárnar. Sorp minnst frá heimilum Aður hefur verið minnst á, aö frá vestur-þýskum heimilum fari 18 miljón tonn af sorpi á ári. Þetta eru þó aðeins 10 prósent alls Ur- gangs þar I landi. Bilahræ, gömul dekk, leifar af hUsum sem hafa verið rifin, niðurföll, úrgangur sláturhúsa og fiskiðjuvera, eitrað fráfall iðnverksmiðja, — mynda til samans um 220 miljón tonn af sorpúrgangi árlega i Vest- ur-Þýskalandi einu. Bílar og dekk Ef samskonar hlutföll gilda hér á landi, þá fleygjum viö allt aö 1 miljón tonna af sorpi árlega. Hins vegar nýtum viö sumt af þessum Urgangi, t.d. bilhræ. 1 Vestur-Þýskalandi eru 1.500.000 bilar tættir I sundur og þjappaðir saman i smáböggla. Þessir málmböggiar fara aftur til stál- verksmiðjanna, og lætur nærri að annaðhvert stáltonn sé framleitt Ur endurnýttum málmi. Bildekk má nota til margskon- ar hluta, eftir að þau hætta að þjóna upprunalegum tilgangi. A meðfylgjandi mynd sést hvernig þau voru notuð niðursneidd sem undirlag fyrir veg, sem lagður var rétt utan við borgina Múnchen i suðurhluta Vestur-Þýskalands. En það er lika oröið mögulegt að endurnýta gömul bildekk til að framleiða iðnaðarhráefni m.a. tóluól, nafta- linogbenzól, sem áöur hafaveriö unnin Ur jarðollu. Vinnsluhrá- efni verksmiðjunnar verða 6.000 tonn af gömlum bildekkjum á ári hverju. Sóun Jógúrtdollur Ur gerviefnum eru dæmigerðar fyrir óþarfa sóun á efnum og orku. Æviskeið jógUrt- dollunnar lýsir vel fjöldafram- leiðsluþjóðfélaginu sem gerir neytendum lifið léttara með þvi að bjóða vörur sem „má fleygja eftir notkun”. Jógúrtdollan vegur 7,5 grömm, hefur næfurþunna veggi og er framleidd Ur pólýstýról, þ.e.a.s. gerviefni úr jarðoliu. A dollurnar eruprentaðar fallegar myndir og þær flytja neytendum jógUrt með margs konar bragði. Notkunar- timi hverrar dollu eru nokkrir dagar. FYamleiösla jógUrtdollu tekur nokkrar sekúndur, notkun hennar við morgunverðarborðið nokkrar minútur, en dollan endist samt von Ur viti. JógUrtdollur rotna ekki, ryðga ekki og bakteriur vinna ekki á þeim. Það liða 25.000 ár frá þvi að jógUrtdolla lendir á haugunum, þar til hUn fer að leys- ast upp. En þótt þessháttar gerviefni lendi miljónum tonna saman á ruslahaugum heimsins árlega, þá sér þó i skimu framundan. Viö Hamborgar-háskóla hafa vis- indamenn smlðað tæki til að endurnýta m.a. hina „eilifu” jógUrtdollu. Með brunaaðferðum hefur þeim tekist aö leysa jógúrt- dolluna upp i frumefni sin, og þau má nota til að hefja leikinn aö nýju. Enn er þó margt ógert i sorp- nýtingarmálum. Tveir þriöju hlutar Urgangs frá vestur-þýsk- um heimilum lenda enn á haugunum i orðsins fyllstu merk- ingu. En þróunin I orkumálum, bæði takmarkaðar ollubirgðir i jörðu, oliuverðhækkanir, og hætturnar sem stafa frá kjarn- orkunni, hafa ýtt undir áhugann á endurnýtingu og þá sérstaklega hinum ýmsu möguleikum sem sorp býður uppá. Þetta er heildarútgáfa á ljóðum Stefáns Harðar, eins sérkennilegasta og listfengasta skálds samtiðarinnar. Ljóð Stefáns Harðar eru kjörbók vandfýsinna ljóðavina. „Útgáfa lðunnar á Ljóðum Stefáns Harðar Grímssonar er hin smekkleg- asta. Myndir Hrings Jóhannessonar eru eins og Ijóðaskreytingar eiga að vera... skal sem flestum bent á að kynna sér þessi sérstæðu ljóð...“ J.H./Morgunblaðið MNA Stefán Höröur Grímsson LIÓÐ Myndáaneytt af Hring Jóhannessyni „...það sem á þessum síðum stendur er svo þrungið tilfinningu, harmi og von samtíðar okkar að enginn sem lætur sig bókmenntir skipta eða hugsar um vanda vorn getur látið sem ekkert sé... Þvílik útgáfa ber vitni um stolt og virð- ingu fyrir ljóðinu.“ H.P./Helgarpósturinn „...má segja að Stefán Hörður hafi náð svo langt i hreinni ljóðagerð, að lengra verði varla komist... Þessi út- gáfa er í alla staði til fyrirmyndar. Hún er bæði vönduð og falleg...“ H.K./Dagblaðið Bræðraborgarstíg 16 Sími 12923-19156 I ~ ~

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.