Þjóðviljinn - 25.11.1979, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 25.11.1979, Blaðsíða 28
MOÐVIUINN Sunnudagur 25. nóvember 1979 nafn* I' e a þ m N Hrafn V. Friðriksson ‘ Hcilbrigöiseftirlit rlkisins á lOára starfsafmæli um næstu áramót en starfsemi þess hef- ur allan þann tima veriö skor- inn mjög þröngur stakkur — t.d. hefur starfsmönnum aö- eins fjölgaö Ur 2 f 4 á þessum tima. 1 vikunni upplýstist aö rekstrarfé HH er nd uppuriö og var Hrafn V. Friöriksson forstööumaöur stofnunarinnar spuröur i gærhvaö þetta þýddi- „Starfsemin er auövitaö I algeru lágmarki” sagöi Hrafn „og þaö er mjög bagalegt meö hliösjón af ýmsum stórum málum sem nýlega hafa kom- iö upp og eru enn i gangi, og nægir aö minna á lagmetis- máiið og salmonellumáliö. Ég hef fariö fram á 2 nýja starfs- menn og nauösynlegar fjár- veitingartilþessaöhægt sé aö halda uppi lágmarksmatvæla- eftirliti en i dag höfum viö engum serfræöingi I þeim efn- um á aö skipa. — Hvaö meö hoilustuhætti og mengunarvarnir á vinnu- stööum ? „Ég hef sótt um stööu deildarlæknis til aö sinna at- vinnuheilbrigöis- og atvinnu- sjúkdómamálum, en sú beiöni var strikuö út í fjárlagafrum- varpi fyrrverandi fjármála- ráöherra. 1 þessum mála- flokki liggja fyrir fjölmörg vandamál, t.d. i sambandi viö málningariðnaöinn þar sem Epoxy-efni og upplausnarefni ýmis hafa veriö mjög til um- ræöu. Þessi efni eru þekkt að þvi aö vera skaöleg heilbrigöi manna, — epoxy-efnin valda ofnæmiseinkennum i húö og öndunarfærum, en upp- lausnarefni valda skaöa i taugavef. Nú liggur fyrir aö kanna hvort þessi efni valda skaöa hér á landi og ég er sjálfur i þvi þessadagana aö skoöa þaö nánar. Til min hafa lika leitaö ýmsir hagsmunaaöilar sem teljasig þurfa aöstoö og rann- sóknir á vinnustað vegna hugsanlegrar mengunar af völdum þessara efna og eins vegna hávaöamengunar sem er útbreidd hér i iönaöi. Heilbrigöiseftirlitiö hefur umsagnarskyldu varöandi starfsleyfisveitingar til fyrir- tækja og þvi höfum viö tekiö til meöferöar mengunarvarnir bæöi vtra og innra umhverfis. Þaö eru augljós tengsl milli ástandsins á vinnustaönum og heilsufars þeirra sem þar vinna og þvi er ótækt aö gera úttekt á heilsufari starfs- manna án þess aö taka innra umhverfi vinnustaöarins fyrir og eins ef uppvist veröur um mengun á vinnustaö, er nauö- synlegt aö athuga hvaöa áhrif hún hefur á heilsu þeirra sem þar vinna. Meö rannsóknar- starfsemi á þessu sviöi erum viö aö veita bæöi eftirlits- stofnunum og heilbrigöis- nefndum þjónustu en alls ekki aöfarainn á starfssviö þeirra. Þetta verkefni er þvi brýnt en þvi miöur er Heilbrigöis- eftirlitinu haldiö i kyrrstööu þróunarlega séö og gert ókleift aö gegna þvi hlutverki sem þvi ber lögum sam- kvæmt." — AI María Finnsdóttir hjúkrunarfrœðingur: Við viljum skipuleggja menntun okkar sjálfar og fara meira að hjúkra sjúklingum — Við viljum skipu- leggja menntun okkar sjálfar og teljum okkur fullfærar um það. Eða hver ætti að kunna betri skil á starfinu en sá sem vinnur það? Þeir, sem ekki hafa lært til starfs- ins eða stundað það, hafa þess vegna ekki forsendur til að skipu- leggja það. Þaö er María Finnsdóttir hjúkrunarfræöingur og fræðslu- stjóri hjá Hjúkrunarfélagi Is- lands sem hefur oröiö og hún heldur áfram: — Nú fer menntun hjúkrunar- fræöinga fram á tveimur stofnun- um, i Hjúkrunarskóla fslands og i Háskólanum. Háskólanámiö tek- ur fjögur ár og þvi lýkur meö B.S. gráöu en i Hjúkrunarskólanum er námiö þriggja ára nám.(Jll mánaöa skóli) Námiö i þessum tveimur skólum er ekki alls kostar hiö sama eins og gefur aö skilja. í Hjúkrunarskólanum er bóknámiö minna en i Háskólan- Maria Finnsdóttir um og nemar þar veröa llka aö fórna of miklu af dýrmætum námstima sinum i vinnu sem annaö starfsfólk ætti fremur aö vinna. Starfsþjálfun nema frá Háskóianum er meira I samræmi viö eöli hjúkrunarnámsins. — Er ekki óheppiiegt aö mennt- un einnar starfsstéttar sé svona tviskipt? — Jú, I hæsta máta er þaö, sér- staklega meö svona fámennri þjóö. Menntun hjúkrunar- fræöinga hefur ekki fylgt kröfum Framhald á bls. 25 Þú kannast við tilfinninguna. Hreingerningar og aftur hrein- gerningar. Það er ef til vill ekki svo afleitt, þegar um er að ræða slétta veggi og jafnvel loftið í stofunni. En þegar kemur að ofninum, þá þaftu að bogra og bagsast með kúst og dulu. Samt er ekki alltaf hægt að hreinsa ofninn nægilega vel. Við leggjum til, að þú leysir vandann með því að mála - já, mála íbúðina með björtum og fallegum Kópal-litum; svo þegar I kemur að ofninum, þá færðu þér málningsfsprautu og sprautar Kópal á ofninn á augabragði. Með Kópal sparast ótrúlega mikið erfiði og heimilið verður sem nýtt, áður en sjálfur jólaundirbúningur- inn hefst. feipaj! málninghlf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.