Þjóðviljinn - 08.12.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 08.12.1979, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 8. desember 1979 ( byrj un nóvember tóku konur frá um 30 kvenna- samtökum og hópum stofnun nokkra í Kaup- mannahöfn, sem kennd er við greifynjuna af Danners, og settust þar að um óákveðinn tíma. Hústakan var gerð til að leggja áherslu á þá kröfu kvennasamtakanna, að stofnunin verði lögð undir starfsemi kvennahreyf- ingarinnar og þar verði m.a. komið á fót neyðar- húsnæði fyrir konur sem hafa orðið fyrir nauðgun- um eða verið beittar of- beldi af eiginmönnum sinum. Danner-stofnunin seld Forsaga þessa máls er sú, að fyrir rúmum hundraB árum lagði greifynjan af Danners, ekkja Friðriks konungs 7., hornstein að húsi sem sam- kvæmt óskum hennar átti að notast í þágu kvenna úr verka- lýösstétt sem einhverra hluta Guðmundur Hallvarðsson Hildur Jónsdóttir Ingibjörg Haraldsóttir Gunnarsdóttir Sigrún Hjartardóttir Eirikur Guðjónsson Umsjón af hálfu Þjóðviljans: Ingibjörg Haralds- dóttir Hörkukvendi í Danners stofnunin hertekin Plakat frá Joan-systrum. vegna hefðu beðið skipbrot i lifinu. Árið 1876 bjuggu i húsinu 66konur á aldrinum 54-87 ára en i dag búa þar aðeins 4 fullorðnar konur. Fyrir stuttu ákvað svo stjórn stofnunarinnar að leggja hana niður og selja húsið fyrir- tæki að nafni A. Jespersen og synir sem ætlar að nota það undir skrifstofur. Salan getur hins vegar þvi aðeins átt sér stað að dómsmálaráðherrann samþykti hana. begar fréttist um söluna ákváðu ýmis kvennasamtök, i samráði við ibúasamtök hverfisins sem Danners stofn- unin er i, að taka málið i sinar hendur og reyna að koma i veg fyrir söluna með þvi að pressa á dómsmálaráðherrann, Henning Rasmussen, að samþykkja hana ekki. Heldur nú fjöldi kvenna til i húsinu allan sólar- hringinn og gengst þar fyrir margs konar starfsemi máli sinu til stuðnings. Alla daga vik- unnar er eitthvað um að vera og var m.a. haldinn þar fundur með fulltrúum frá 25 verkalýðs- félögum sem samþykktu einróma að hvetja öll verka- lýðsfélög til að styðja tökuna á húsinu og kröfur kvenna- samtakanna. Samhliða þessu hafa verið haldnar kvenna- hátiðir i fjáröflunarskyni þar sem konur hafa flutt leikþætti og kvennahljómsveitir spilað. Afstöðuleysi þingkvenna Ýmsar starfsstéttir hafa safn- að undirskriftum til stuðnings þvi að Danners stofnunin verði fengið kvennasamtökunum i hendur og skrifuðu t.d. 133 starfandi læknar i Kaupmanna- höfn undir yfirlýsingu þess efnis. Slik undirskriftasöfnun fór einnig fram meðal kvenna sem sitja á danska þjóðþinginu og þá sýndi það sig að nokkuð skortir á að þær konur leggi kvennabaráttunni sérstakan lið i starfi sinu. Aðeins 17 af 42 kon- um á þingi skrifuðu undir. Kon- ur i þingliði sósialdemókrata afsökuðu sig með þvi að þær vildu heldur reyna að tala flokksbróður sinn, dómsmála- ráðherrann, til og komu sér þar með hjá þvi að taka ákveðna af- stöðu til krafna kvennasamtak- anna. bau samtök sem mæðir mest á i þessari aðgerð eru án efa Joan-systurnar en þær veita konum, sem orðið hafa fyrir nauðgunum og ofbeldi, ráðgjöf og aðstoð. bær starfa i tengslum við kvennahúsið i Gothersgötu (þar er danska Ruðsokkahreyf- ingin m.a. til húsa) en sökum þrengsla þar er aðstaða þeirra mjög slæm. Kvennahús en ekki geymslustað! Ýmsar málamiðlunartillögur hafa komið fram i deilunni um Danners stofnunina og ganga þær flestar út á það að láta Joan-systrunum i té eigið húsnæði fyrir starfsemi sina. M.a. náði Lis Möller, formaður Félags einstæðra mæðra, sam- komulagi við dómsmálaráð- herrann um að gera Danners stofnunina að neyðarhúsnæði fyrir konur sem yrði rekið sam- eiginlega af Joan-systrunum og Félagi einstæðra mæðra. Joan- systurnar hafa algerlega visað þessu samkomulagi á bug og gagnrýnt Lis Möller harðlega fyrir að semja við dómsmála- ráðherrann án nokkurs samráðs eða samvinnu við þau kvenna- samtök sem standa að hústök- unni. Hafa þær látið i ljós þá skoðun, að þær kæri sig ekki um að reka starfsemi sina einangr- aða frá ööru kvennastarfi, né heldur vilji þær neyðarhúsnæði rekið af hinu opinbera. bær vilja kvennahús og segja i þvi sambandi: „Joan-systurnar kæra sig ekki um að taka þátt i þvi að koma upp húsi sem er aðeins geymslustaður fyrir kon- ur sem hafa flúið að heiman. bað er nauðsynlegt að konum, sem orðið hafa fyrir ofbeldi og nauðgunum, standi til boða húsnæði þar sem eru aðrar kon- ur. bað veitir öryggi að búa i húsi þar sem er fullt af öðrum lifandi manneskjum. bað er það sem maður hefur þörf fyrir þegar maður er einmana og illa farinn.” Deilan um Danners stofnun- ina er enn óleyst og hinn sósial- demókratiski dómsmálaráð- Varið ykkur á strumpunum! Strumparnir,eða skrýplarnir, eru nýjasta afsprengi fjölþjóö- lega samprentsins svonefnda, og tröllriða nú börnum landsins. bað er ekki vist að öllum for- eldrum sé ljóst hvílikur saman- setningur er hér á ferðinni, og full ástæða til aö vara við þvi að strumpabækur séu settar i jóla- pakka barnanna. Til að sýna fram á réttmæti þessara sterku oröa birtum við nokkrar myndir úr einni strumpabókinni. Hún heitir „Strympa” og fjallar um það óskaplega vesai sem upphefst þegar kvenstrumpur ryðst inn I friðsama karlaveröld „litlu sartu strumpanna”. baö sem við viljum benda á hér á þessum vettvangi er aðeins ein hliðin á boðskap þessara „bókmennta”, þ.e. botnlaus kvenfyrirlitning. Við látum allt annað liggja milli hluta að þessu sinni, enda verða strumpunum gerð betri skil hér i blaðinu siðar. Éó 6KAL HEFMA /VMN A )»E56UM ANDétyóó/LEóU ÓTI?UA\PUM/ PAÐ VERÐUR ORlMMILCð HEFNP/ Nó verr to. HVAV É6 6CRl/ ÉG e>Ý TIL KVEN6TRUMP/Éó SENDI F£lM STKYMPU! Eina skeid af hegoma... Vaena sni undirferli... brjú krótódílstir... Eii Maiada hóggormstungu... Nokkur « ráókaensku... Nokkrir hnefar af sk; Agnarógn af hvítum lygum... Dáiitid ai Efna ákeió af oheilindum... Eina finqurl leysl... Hroka á hnífsoddi... ógn at öh skamt af lilfinningasemi... ðgn af fák saman vio slaagd, þynrrt með miklu hi meo dalítilli hrjósku... Eitt kerti. brui ........ báda enda...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.