Þjóðviljinn - 08.12.1979, Síða 11

Þjóðviljinn - 08.12.1979, Síða 11
10 SÍÐA— ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 8. desember 1979 Laugardagur 8. desember 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Æ Árni Bergmann skrifar um bókmenntir békmcnntir Guð nærðist á bleksterku kaffi Einar Kárason: Loftræsting. (Farir minar holóttar 1) Örby lgjuútgá fan. Það heyrist ekki hundsins mál i þessum gauragangi sem nii riður yfir. Allra sist er von til þess að litið ljóðakver, frumraun ungs manns, nái athygli, og er þó skemmst frá þvi að segja, að Ein- ar Kárason tekur til máls um kynslóð sina og árekstra hennár viö það og þá, sem fyrr eru, af meiri myndugleik, og hefur i safni sinu fleiri úrræöi en við höf- um séð um tima úr þeirri átt. Við okkur blasir heimur borg- arinnar, staðreyndir hennar er sá efniviður sem unnið er úr. En það er sótt viðar til fanga: þegar f jall- að er um þann eilifa draum skálda að stunda heimssmiðar og þann eilifa harmleik þeirra aö deyja inn i sjálfsánægjuna, þá er Biblian höfð til hliösjónar, fyrsta mósebók fléttuð inn I textann, sköpunarsagan. Þegar pólitisk hretviðri eru á dagskrá, sem ganga einkum og sér i lagi yfir byltingarsinna, yfir þá „sem héldu aö stutt væri eftir” — þá eru minningar um islenska hrakn- inga, ófærð, urð og grjót, illviðri nærtækar til að upplýsa þeirra ásigkomulag. En þótt hlutir sem þessir séu stundum fyrirferðar- miklir, þá er okkur jafnan visaö til málfars og staðreynda sem eru af allt öörum toga en það sem fellur inn i hina sterku hefö náttúruljóðrænu, sem er enn i dag aö geta af sér góö verk. Mannsekjan I „Dagskrárlok” getur ekki grátið I einsemd sinni, yfir þeirri „glerplötu” sem hefur skorið tómið „milli þin og jarðar- innar” — hún sparkar frá sér og gleriö brotnar og hrynur „eins og brotinn sjónvarpsskermur”. Og fyrir innan er ekkert „nema nokkrir kaldir virar”. Sambýli þessara óliku sviða máls og veruleika miðlar oft skemmtilega bæði tengigáfu og svo andrúmslofti menningariegr- ar ringulreiðar — enda þótt það beri einnig við að þessi „blanda á staönum” renni út I sandinn eða a.m.k. veki upp andmæli — eins og þegar „vonirnar jarðsetja dauðann undir fikjutrjánum’ mitt i rammislenskri pólitiskri hrakningalýsingu kvæöisins „Fýkur yfir hæöir”. En annað er ekki siöur eftir- tektarvert viö þetta litla kver. Einar Kárason er fyrst og fremst að segja nei — hann hæðist að sjálfsdýrkun „snillingsins”, hann -rifur gluggatjöld hvitahússins i nýrri útgáfu plslarsögunnar, hann leyfir róttækum ekki að sofa á fegraðri mynd um liöin stórtlö- indi né heldur á sjálfvirkri dýrk- un vekamannsins („Verka- Messias”). En gáiö aö þvl, að þessu neii, sem slöngvaö er fram- ani þá sem opna kverið^fylgir ekki sú grimma sjálfshafning sem ein- att fylgir nýrri kynslóö, nýju skáldi, þegar krafist er hljóðs. Nánasta umhverfið, kynslóö , Einars Kárasonar, gleymist ekki heldur, henni er ekki hlift, nema i siður væri, þvi til ágætrarstaöfest- ingar og um leiö til að sýna gott dæmi um erindi Einars og aðferð er kvæðiö Sjálfsgagnrýni i fleir tölu.sem birt er hér viö hliöina. Mér er nær að halda aö fáir nýlið- ar seinni ára hafi jafn vel kunnaö þessa samtvinnun „gagnrýni og sjálfsgagnrýni” sem stundum var um talað i fræðilegum rit- gerðum. Og það án þess aö öll við- miðun fari úr böndum. Algengara er, eins og menn kannast við, aö ungt skáld fari annaö hvort með stefiö „illt er það allt og bölvað” eða voli „ég er mikið mæðugrey”. Við þennan málatilbúnað er ekki liklegt að einhver endanleg svör séu gefin, eða það reynt. Undir lokin ávarpar höfundur les- endur og segir: hættu, ekki spyrja mig: ég hef alltaf átt erfitt með að hugsa hlutina til enda, Þessvegna er ég lfklega að þessu. Heiðarleg útskýring og ekki sem verst stefnuskrá eins og Loftræsting sannar. AB S j álf sgagnrýni í fleirtölu Kitlandi tilfinning að telja sig setja svip á bæinn sem er ömurlega vitlaus og smár andstæðingar fatatískunnar fylgjandi andtískunni klæða sig og klippa samkvæmt henni alltaf á móti hákúltúrnum dýrka háþróaða framúrstefnulágmenningu og hræðast í alþýðusnauðri alþýðufræði En af því steinsteyptu stórblokkirnar eru svo kaldar og ómannesk j ulegar erskriðiðofaní kjallara í gamla bænum og uppdráítarsjúk háaloft gömlu bakhúsanna eru samkomustaðirnir þarsem gáf ulegt sipp úr kínverskum grasatebollum og íhugult snörl úr maíspípum f yllir andríkt tómarúm persneska línan á veggjunum og tónlist útdauðra villimanna gef ur taktinn f yrir stunur samtalanna Lesa Rimbaud sem gaf skít í kúltúrinn samstæðar klikur lausayGr Við illsku heimsins aí'iiV iapgbestir og gálgahúmorfskari en hinir ekkert mannlegt óviðkomandi utan ef nahagslögsögu hópsins og landhelginnar kringum tilf inningar meðlimanna sem hafa áhuga á öllum vandamálum sem leysa má þeim að kostnaðarlausu Sótthreinsaðir af eigin vömmum en stundum desperat j afþví hinir eru frumlegri eða meira desperat fatta ekki skilningsleysi alþýðunnar meðan hrósið „vá þú ert snillingur!'' og hvatningarnar ganga endalausa hringi kringum borðið á kaff ihúsinu róta taktfast í einmanalegum sígarettustubbum sem gulna í öskubakka j Gráta svo saman yf ir lágum launum vitlausu stelpunnar sem ber þeim kaff i i Svo ef inn fari ekki að vitrast þeim í svef ni. Sýning á myjidum úr sögu verkalýftshteyfingar og atvinnullfs I Eyjum var I Byggðasafninu Tolli (Þorlákur Kristinsson) treftur upp meft hljómsveit. Afmœlis- hátíðin í Eyjum Afmælishátið Alþýðuhússins og verkalýðsfélaganna I Vestmannaeyjum tókst með ágætum og aö sögn Jóns Kjartanssonar formanns Verkalýðsfélags Vestmanna eyja var þar regluleg baráttustemning. Hér á siðunni birtast nokkrar svipmyndir frá hátiðinni sem Haukur Már Haraldsson blaðafulltrúi ASl tók. Stella Hauksdóttir heldur uppi fjörinu i kaffihléi á ráft- stefnunni „Verkafólk I sjávarútvegi”. Dagmey Einarsdóttir flytur ávarp á hátlftarfundi en hún sat allra kvenna lengst I stjórn Snótar. Leikarar úr Alþýftuleikhúsinu fóru með gamanmál. Sjómenn og konur þeirra stóftu fyrir spilverki Snótarkórinn syngur. Frá dansleiknum. Óskar Vigfússon formaftur Sjómannasambands tsiands fremst tii hægri Jón Birgir Pétursson er.einn af kunnari blaðamönnum þessa lands. Hann starfafti lengi sem blaftamaftur og slftan fréttastjóri á VIsi og siftan sem fréttastjóri Dagblaftsins. A dögunum sendi Jón svo frá sér skáldsögu, leyni- lögreglusögu efta „krimma” eins og Jón kallar þessa tegund af skáldsögu. Bók Jóns heitir Vitnift vidtalBdagsins Eitthvert lakasta starf sem til er sem hvarf. Þaft hefur ekki verift til sifts hjá Islenskum rit- höfundum aft skrifa glæpasögur, leynilögreglusögur, efta hvaft fólk nefnir þessa tegund bókmennta, cn nú bregftur svo vift aft tvær koma út samtimis I haust. Bók Jóns og bók Gunnars Gunnars- sonar og þaft vill svo einkennilega til aft báftir voru blaftamenn á Visi. Vift ræddum viö Jón Birgi um bók hans fyrir stuttu og spurðum hann fyrst um tilurö bókarinnar sem er fyrsta skáldsagan sem Jón skrifar, en hann hefur áöur skráð tvær ævisögur. Þetta kom þannig til að ég var og er i löngu leyfi frá Dagblaðinu og svona til að stytta mér stundir settist ég niður I sumar er leið og skrifaði bókina. Ég hafði að visu verið með þessa sögu i kollinum lengi og segja má að hún hafi verið þar fullsköpuö þegar ég byrjaði aöskrifa i sumar. Ogsem reyndur blaöamaöur var ég nokkuð fljótur að festa hana á blaö. Nú er engin hefft hér á landi fyrir leynilögreglusögum, er þá ekkierfiftara en ella aft fást við þessa tegund af skáldskap? — Vissulega. Það er alveg rétt aö engin hefð er fyrir þessari tegund af skáldsögum og það gerir manni erfiöara fyrir, en á minum ferli sem fréttamaður hef égoröið vitni aö mörgu, sem ekki kemst i hámæli og ég hef notfært mér það við samsetning þessarar sögu. Er þetta þá sannsöguleg bók? — Ekki beint, hún er skáld- saga, en ég hygg að margir muni kannast við sumar persónur og annaö i sögunni. Er til undirheimalif á tslandi Jón? — Já, hvort það er og mun meira en flesta grunar, það þori ég að fullyrða. En svo við snúum okkur aft öftru, ætlarftu aft snúa þér aft skáldskap i framtfftinni? — Nei, alveg áreiðanlega ekki. Ég get sagt þér það að þetta er eitthvert lakasta starf sem til er. Sjáöu til, bókin er skrifuð sl. sumar, en ég fæ ekki greitt fyrir hana fyrr en næsta sumar og i þeirri óöaverðbólgu sem hér rikir verður heldur lltið úr þeim peningum. Ég fæ ekki betur séð en aö það sé aöeins fyrir hug- sjónamenn aö skrifa bækur á íslandi. Ertu ánægftur meft bókina? — Nei, ég er aldrei ánægöur meö neitt sem ég geri. Og nú þegar ég les bókina, sé ég margt sem betur hefði mátt fara. Hvaft var erfiftast vift aö semja sakamálasögu sem gerist á tslandi? — Ef til vill hljómar það ein- kennilega.enþaöerfiðasta var aö finnagottnafná bdkinaogégskal játa aðég gat ekkifundiö þaö, þaö var fundið á f orlaginu. Og ég sem er búinif að fást við aö semja fyrirsagnir I dagblaö I 15 ár, gat ekki fundið nafn á bókina!! Er mikill munur á þvi aft skrifa fréttir og svona bók? — Já, þar er mikill munur á. Þegar maöur fer að skrfa bók, fer manni ósjálfrátt að þykja vænt um sumar persónurnar, jafnvel lón Birglr Pétursson svo að maöur má gæta sin á að veröa ekki hlutdrægur, til skaða fyrir söguna. Hvernig tilfinning er þaft aft sjá fyrstu frumsömdu söguna sina I bók? —- Mérleið hálf illa þegar bókin kom út, að vissu leyti þótti mér vænt um að vera búinn að koma þessuá bók, en mér er illa við aö setja verk mln undir mælistiku manna eins og bókagagnrýnenda, það er svona eins og að leggja hausinn undir fallöxi og blða eftir hvort eitthvað gerist. Þú sagftir aft þaft væri eitthvert versta verk sem til væri að skrifa bækur, veröur þá ekki framhald á þessu hjá þér? — Ég hef veriö beðinn um framhald þ.e.a.s. fleiri sögur um leynilögreglumanninn Elias, en ætli það verði ekki biö á þvi. Þaö er að vlsu hægt að skrifa svona sögur meöfram brauöstritinu, en eins og ég sagöi áðan sé ég engan grundvöll fyrir þvl að vera að þessu þegar launin eru höfð i huga. —S.dór ...það er ekki nema fyrir hug sjónamenn að leggjaþað á sig að skrifa bækur

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.