Þjóðviljinn - 14.12.1979, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 14.12.1979, Qupperneq 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 14. desember 1979. DiOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Otgeíandl: Ctgáfufélag Þjóöviljans Framkvrmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttaatjóri: Vilborg Harðardóttir Umajónarmaður Sunnudagsbiaðs: Ingólfur Margeirsson. Rekstrarstjóri. Úlfar Þormóösson Auglvsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson Afgreióslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, GuÖjón Friöriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. Eriendar fréttir: Jón Asgeir SigurÖsson lþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Jón ölafsson > Ctlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson Handiita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigriöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olafsson. Skrifstofa: Guörún GuÖvarðardóttir. Afgreiösla: Einar Guöjónsson, Guömundur Steinsson, Kristín Péturs- dóttir. Símavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún BárÖardóttir Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkeyrsia: Sölvi Magnússon, Rafn GuÖmundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6, Reykjavfk.slmi 8 13 33. Prentun: Biaöaprent hf. Þriggja ára efnahagsáœtlun • f þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem nú standa yfir hefur Alþýðubandalagið lagt fram skriflega grein- argerð um helstu áhersluatriði sem það kýs að draga fram í upphafi. í næstu viku mun f lokkurinn vætnanlega leggja fram ýtarlegar tillögur varðandi hugsanlegan stjórnarsáttmála. • Aðalatriðið í tiliögum Alþýðubandalagsins er þriggja ára efnahagsáætlun um hjöðnun verðbólgu/ jöfnun lífs- kjara og ef lingu íslenskra atvinnuvega. Gert er ráð fyrir að í þessari þriggja ára áætlun sé ráðist gegn verðbólgu með samræmdum aðgerðum í verðlagsmálum, skatta- málum, ríkisfjármálum og peningamálum. Alþýðu- bandalagið telur að til þess að árangur náist í verðbólgu- barattunni sé óhjákvæmilegt að gera ýmsar kerf isbreyt- ingar og breyta stjórntækjum og stofnunum. Ein af þremur starfsnefndum flokksins í tengslum við stjórn- armyndunarviðræðurnar vinnur nú að því að útfæra til- lögur í þessum efnum. • I kjaramálunum leggur Alþýðubandalagið höfuð- áherslu á það að kaupmattur lægstu launa verði aukinn, og tekjutrygging örorku- og ellilífeyrisþega verði einnig hækkuð frá því sem nú er. Það er krafa Alþýðubanda- lagsins að almenn laun verði verðtryggð. Einnig er mikilvægt atriði í tillögunum að stuðlað sé að jöfnun rétt- inda launafólks á ýmsum sviðum svo sem húsnæðismál- um, lifeyrismálum og á sviði vinnuverndar. • Það er ófrávíkjanlegt skilyrði í tillögum Alþýðu- bandalagsins að stjórnvöld tryggi fulla atvinnu um allt land. Varað er við hugmyndum um samdrátt f élagslegra framkvæmda sem leitt gætu til atvinnuleysis en þess í stað lögð áhersla á stórátök til aukinnar verðmætasköp- unar með skipulegri f járfestingarstjórn, hagræðingu í atvinnulífinu og niðurskurði milliliðaeyðslu. • f tillögum Alþýðubandalagsins er lögð sérstök áhersla á sjálfstæðismálin. Fyrst og fremst er gerð krafa um brottför bandariska hersins úr landinu en einnig vísaðá bug þátttöku Bandaríkjamanna í byggingu nýrrar flutstöðvar á Keflavíkurflugvelli. Áhersla er á hinn bóginn lögð á alhliða uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum. Einnig hafnar Alþýðubandalagið alfárið hverskonar áformum um frekari stóriðjurekstur í eigu erlendra auðfélaga. • Jöfnun lífskjara og lýðréttinda er veigamikill þáttur í tillögum Alþýðubandalagsins. Þar er m.a. rætt um endurskoðun kosningalaga og kjördæmaskipunar, jöfn- un orkuverðs um allt land og greiðari aðgang allra lánds- manna að stjórnsýslu og samfélagslegri þjónustu. Loks er f jallað um hagnýtingu orkulinda landsins og félags- lega eign helstu auðlinda þjóðarinnar. • Af hálfu Alþýðubandalagsins er unnið af fullum heilindum og miklum krafti að þessum stjórnarmyndun- arviðræðum i samræmi við þá viljayf irlýsingu f lokksins fyrir kosningar að nauðsynlegt væri að koma á fót raun- verulegri vinstri stjórn sem fengi risið undir nafni og beitti sér fyrir róttækum aðgerðum og umbótum. Fullur viIji-er fyrir því að taka mál nýjum tökum í Ijósi reynsl- unnar af fyrra samstarfi Alþýðubandalags, Framsókn- ar og Alþýðuflokks, um leið og flokkurinn mun standa fast á grundvallarskoðunum sínum. -ekh Viðreisn dauð • öllum hugmyndum um myndun viðreisnarstjórnar var stungið úndir stól með kosningu til efri deildar i Sameinuðu þingi í gær. Framsóknarf lokkur og Alþýðu- bandalag stilltu upp sameiginlegum lista, en Alþýðu- flokkur og Sjálfstæðisflokkur lögðu fram sérlista. Með því vék 8. maður íhaldsins fyrir 4. manni Alþýðubanda- lagsins í deildinni. Því verður málum þannig skipað í ef ri deild á þessu þingi að Alþýðuflokkur og Sjálfstæðis- flokkur hafa sameiginlega 10 þingdeildarmenn, en Framsóknarf lokkur og Alþýðubandalag 10. Viðreisnar- stjórn hefði ekki meirihluta í efri deild og er úr sögu. Hvað sem segja má um kosningarnar annars þá hafa þær þó leitt til þessa árangurs og ánægjulegt að Alþýðu- flokkurinn skuli í Ijósi úrslitanna ekki telja sér fært að gefa undir fótinn með myndun viðreisnarstjórnar. -ekh kltippt- Að halda kjafti Jytte Hilden heitir þingmaður frá sósíaldemókrataflokknum danska. í nýlegri grein i In- formation viðrar hún hug- myndir sem hafa orðið all- sterkar i flokki hennar i sam- bandi við áætlun Nató um að fjölga meðaldrægum eld- fiaugum i Vestur-Evrópu. Hún segir meðan annars: hætti. Jytta Hilden vikur siðar i igreininni að málum sem afar 'litið hefur verið um talað á Islandi i' Natóumræðu — en það er þaö hve mjög stjórnmála- menn eru háðir þeim upplýsing- um sem fulltrúar hernaðar- maskinunnar rétta að þeim. Hún segir m.a.: „Til að koma á umræðu meðal almennings þarf það upplvs- ingaefni sem fáanlegt er að vera i senn upplýsandi og mótandi. Við megum ekki láta okkur Nóg um þau mál i bili. í tilefni ■ stjórnarviðræðna vendum við okkar kvæði i kross og að Fram- sóknarflokkinum. Guðmundur G. Þórarinsson skrifar grein um ágæti flokks sins i gær og er strax kominn að foringjunum eins og vænta mátti. Hér er hann að tala um Ólaf Jóhannes- son: „Enginn islenskur stjórn- málamaður hefur notið svo al- mennrar virðingar i lifanda lifi, Þaðliggur við, aö menn verði að fSV^4e „Við hátiðleg tækifæri hyllum við meginreglur lýöræðis,_en þegar komið er að þvi að ræða um þaðsem Natóhershöfðingjar leggja fram, þá sýnast menn ekki hafa dug til annars en að halda kjafti. Við svikjum okkár lýðræðishefð ef viö blöndum okkur ekki i þau mál. Til að við getum tryggt að traustvekjandi umræða fari fram verðum við að taka afstöðu gef»n eflingu vigbúnaðar bæði hja Varsjár- bandalaginu og Nató. Alva Myr- dal, sænskur sósialdemókrati, hefur staðhæft meö ögrandi hætti, að það sé spil risaveld-' anna, Sovétrikjanna og Banda- rikjanna, sem sé hin raunveru- lega ógnun við frið i Evrópu.” Hvers konar upplýsingar? Þetta er ekki sem verst, og margir mundu hrökkva við ef þeir heyrðu islenskan sósial- demókrata mæla með þessum nægja litlu sætu pésana frá upp- lýsingaþjónustu Varnarmála- ráðuneytisins. Mér finnst að i þessum efnum hafi Utvarp og sjónvarp að nokkru brugðist hlutverki sinu. Sænskt sjónvarp hefur með mörgum dagskrám, m.a. með þrem sem fjalla um „hvað kostar friður og frelsi?” tekist að fá sænskan almenning til að taka við sér”. Þingmaðurinn kvartar og yfir þvi, aö Danir hafi ekki eins og margir aðrir óháðar stofnanir sem rannsaka vandamál friðar og öryggismála. (Hvað megum við segja?). Hún lýkur máli sinu á þvi', að hvetja til þess að Dan- mörk skapi sér afdráttarlaust orbstir lands sem beitir sér i al- vöru fyrir afvopnun. Yfirskrift greinarinnar hljómar eins og vigorð sem hefur verið langt ut- an við sjónmál islenskra Nató- vina : Smáríki eiga að vera erfið á alþjóölegum vettvangi”! leita aftur til ævintýranna til að finna hliðstæður við vinsældir Ólafe Jóhannessonar. Hinn nýi formaður flokksins stóð sig af- burða vel i kosningabaráttunni. Steingrimur Hermannsson bar höfuð og herðar yfir stjórn- málaforingja þjóðarinnar vegna þekkingarsinnárá málurr mikillar yfirsýnar og vilja til að sameina þjóðina i samvinnu við lausn vandans.” A þeim timum þegar bjart- sýnin virðist samanlögð komin i bókaauglýsingarnar er ánægju- legt til þess að vita að til er flokkur manna sem kann að fara með stórkostlegt lof um aðra en þá sem bækur skrifa. Hitt er svo vist að ef við rauðlið- ar gerðum okkur seka um lof- gjörð af þessu tagi um okkar oddvita, þá yrðum við festir upp _ hið snarasta og makaðir i tjöru E og fiðri hinna verstu grun- J, semda. -áb ■ þeir heyrðu islenskan sósial- • fk ■ ^demókrata mæla með þessum Oldunga- deild í Hvera- gerði Framhaldsdeild-öldungadeild- verður starfrækt við Gagnfræða- skólann i Hveragerði timabilið janúar til mai 1980, ef næg þátt- taka fæst. Mun deildin starfa i náinni samvinnu við Menntaskól- ann við Hamrahlið (M.H.) og verður skipulögð, hvað varðar námsefni, kennslufyrirkomulag og námslok (próf), i samræmi við Námsvisa (áfangalýsingar) M.H. og f jölbrautaskólanna. Kennt verður á kvöldin i húsa- kynnum Gagnf ræðaskólans. Nemendur fá akveðinn eininga- fjölda fyrir hvern námsáfanga og verður miöaö við einingakerfi M.H. Námsáfangar þeir, sem kennd- ir verða, ráðast af fjölda þátt- takenda en fyrirhugað er að kenna flesta áfanga sem i boði eru á 1. önn i M.H. og eru sam- eiginlegir öllum námssviðum. Þeir eru grundvöllur alls frekara náms bæði i M.H. og fjölbrautar- skólunum en námsefni er sam- ræmt milli skólanna. Afangar i þessum námsgrein- um koma til greina: 1 islensku, dönsku, ensku , þýsku, stærð- fræði, Islandssögu, og eða mann- kynssögu, liffræöi, jarðfræði, félagsfræði, eölisfræði, efnafræði og vélritun. Hver áfangi er kenndur i 2-4 kennslustundir á viku en kennsluna annast háskólamenntaðir kennarar Kynningarfundur verður haldin sunnudaginn 16. d^esember nk. kl. 14 i Gagnfræðaskólanum i Hvera- gerði.ogeralltáhugafólk hvatttil að mæta. Þar munu kennararnir kynna námsefni hvers áfanga en kennsla hefst mánud. 7. jan. 1980, kl. 19.00. Nánari upplýsingar gefur Val- garð Runólfsson, skólastjóri i sima 4288 eða 4232.i.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.