Þjóðviljinn - 14.12.1979, Qupperneq 7
Föstudagur 14. desember 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Edda
r
Oskars-
dóttir
sýnir í
Kaup-
manna-
höfn
Edda óskarsdóttir tekur þátt
i sýningu þriggja listamanna
sem þessa daga er haldin á einu
af þrem sviöum Cafe Theater i
Skindergade i Kaupmannahöfn.
Hinir listamennirnir eru Lotte
Muller og Torsten Ingemann
Nielsen.
Sýningin var opnuö 7. des. og
stendur til 20. des.
— Ekki veit ég hvort framhald
veröur á þessu samstarfi, sagði
Edda i stuttu spjalli viö Þjóö-
viljann, en þaö gæti vel veriö.
Ekki veit ég heldur hvort hægt
er að segja aö viö þrjú eigum
okkur nokkurn þann samnefn-
ara sem útskýri af hverju við
erum saman komin á einni sýn-
ingu. Viö höfum kynnst i gegn-
um norrænt samstarf Viö erum
öll kennarar.Thorsten er reynd-
ar sálfræðidoktor viö Hafnarhá-
skóía og sjálfmenntaöur i
myndhöggvaralist. Lotte hefur
— Vefnaöur og leir er þaö sem ég hefi mestan hug á aö halda áfram
meö, segir Edda óskarsdóttir.
fengist við myndlist og rak um
skeið galleri i Helsingör, stund-
ar nú grafik og kennir jafnframt
viö grunnskóla. Eg hef nú að
undanförnu kennt viö Mynd-
lista- og handiöaskólann viö
kennaradeildirnar.
Ég sýni þarna vefnað, kera-
mik, og litlar landslagsmyndir
unnar i steinleir og gler — einn-
ig verk þar sem saman koma
leir og vefnaður. Satt best að
segja að þaö er slikt samspil
sem ég hefi mestan hug á að
halda áfram með núna.
— áb.
Ferðaþjónusta fatlaðra:
íbúðir aldraðra í Lönguhlíó
Setustojubreytt
í tvær íbúöir
Borgarráð hefur heimil-
að að dvalarheimili aldr-
aðra við Lönguhlíð verði
breytt þannig að annarri
setustofu hússins verði
skipt upp í tvær íbúðir til
viðbótar við þær þrjátíu
sem fyrir eru í húsinu.
Tillaga þessa efnis var
samþykkt samhljóöa i félags-
málaráöi i siðasta mánuöi og er
Aðalfundur
Dómara-
félagsins
Dr Armann Snævarr, hæsta-
réttardómari, var endurkjörinn
formaöur Dómarafélags tslands
á aöalfundi þess nýlega. Aörir i
stjórn eru Jón tsberg sýslu-
maöur, varaformaöur, Ólafur
Stefán Sigurösson héraösdómari,
ritari, Jón Eysteinsson bæjar-
fógeti, gjaldkeri, og Hrafn Braga-
son borgardómari, meöstjórn-
andi.
1 beinum tengslum við aöal-
fundinn gekkst félagið fyrir nám-
stefnu um „Stjórnun og rekstur
dómsembætta” á vegum Stjórn-
unarfélags Islands og sóttu hana
liölega 40 félagsmenn.
Farþegafjöldi á 3. hundrað
Ferðaþjónusta fatlaðra á veg-
um Reykjavikurborgar og Sjálfs-
bjargar hófst 9. jan. 1979. Notuð
hefur verið bifreið sú er Kiwanis--
klúbbarnir i Reykjavik og ná-
grenni gáfu Sjálfsbjörg, Lands-
sambandi fatlaðra.
Reykjavikurborg hefur nú
keypt tvær bifreiðir til þess að
nota i þágu fatlaðra. Var önnur
bifreiðin, Merceders-Benz 307,
tekin i notkun um siðustu
mánaðamót, en hin, Citroen
3500,verður tekin i notkun i byrj-
un næsta árs.
Það hefur sýnt sig að þörf þess-
arar þjónustu er mikil og full
nauðsyn á að hafa a.m.k. tvær
bifreiðar ti! þess að anna eftir-
spurn eftir ferðum.
Heildarfjöldi ferða hefur verið
sem hér segir:
Janúar................... 92ferðir.
Febrúar................ 356 ferðir.
Mars.....................342 ferðir.
April....................308 ferðir.
Mai..............................362 ferðir.
Júni.....................394 ferðir.
Júli.....................250 ferðir.
Ágúst....................310 ferðir.
Septemb......................358 ferðir.
Októb........................493 ferðir.
Nóvemb.......................588 ferðir.
Heildarfjöldi farþega er á
þriðja hundrað.
Bifreiðarnar eru starfræktar
mánudaga til laugardaga k!. 7 ' -
24.00 og sunnudaga frá kl. 10.00-
24.00.
Framhald á bls. 17
þar visað i að mikið sameiginlegt
rými sé i húsinu á sama tima og
mikil þörf er fyrir ibúðir af
þessari gerö. Setustofur á 2. og 3.
hæð hússins eru hannaðar á þann
veg að hvor um sig samsvarar
tveimur ibúðum. Bygginganefnd
aldraðra féllst á þessa tillögu, og
sem fyrr segir heimilaði borgar-
ráð að framkvæmdir við breyt-
ingarnar hæfust strax.
Vínin
smökkuð
á vegum
Vikunnar
Blaöiö „Vikan” gengst á
laugardagskvöldiö næst-
komandi fyrir sérstæöri
skemmtun eöa öllu heldur
námskeiöi meö verklegum
æfingum i Vikingasal Hótels
Loftleiöa, „Vfnsmakki
Vikunnar”.
Jónas Kristjánsson rit-
stjóri mun flytja erindi um
vin og vinþekkingu og
stjórna verklegu æfingunum,
en hann hefur undanfarið ár
ritað fjölda greina um létt
vin, uppruna þeirra og gæði
fyrir Vikuna, og er Vin-
smakkiö haldið i framhaldi
af þeim greinaflokki.
Alls verða prófaðar átta
tegundir vina og að þeim
loknum mun Jónas svara
fyrirspurnum. Þá verður á
boðstólnum fjöldi osta-
tegunda frá Osta- og
smjörsölunni.
Til þess að bragð- og
lyktarskyn gesta verði i
fullkomnu lagi, er fólk beðið
um að úða sig ekki ilmvötn-
um né rakspira fyrir erinda-
flutninginn.
Um aldabil var Rússland vesturlanda-
búum mikil ráðgáta.
Þetta breyttist ekki með stofnun Sovét-
rikjanna 1917.
Fjölmargar bækur hafa verið ritaðar um
sögu Sovétrikjanna, en við fullyrðum að
engin þeirra likist þessari bók.
Hún opnar okkur nýjan heim og er
dýrmætur fengur þeim, sem vill öðlast
skilning á þessari leyndardómsfullu þjóð.
Bók Arna er í senn uppgjör hans við
staðnað þjóðskipulag og ástaróður til
þeirrar þjóðar sem við það býr.
Mál og menning Ííjl
Árni Bergmann
Miðvikudagar
Moskvu
1