Þjóðviljinn - 14.12.1979, Side 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 14. desember 1979.
Eflum Málfrelsissjóð
í dag áritar
Thor Vilhjálmsson
bók sina
Turnleikhúsið
°g
Egill Egilsson
áritar bók sina
Erla Magnúsdóttir
Sveindómur
i Bókabúð Máls og menningar frá kl.
15 —18. öll framlög fyrir áritanir renna
óskipt i Málfrelsissjóð.
Thor Vilhjálmsson
Egill Egilsson
Málfrelsissjóður
Ahugafólk
um bætt
húsnæðiskjör
ÁHUGAFÉLAG UM HÚSEININGAVERK-
SAAIÐJU h/f, boðar nú fil stofnfundar i Loft-
leiðahótelinu sunnudaginn 16. des. ki. 14.30.
Þeir, sem vilja taka þátt í þessum samtökum
og gerast stofnfélagar, snúi sér til skrifstof-
unnar Borgartúni 18, sími 19788 fyrir þann
tima, en hún verður opin alla daga f rá kl. 12 á
hádegi til kl. 18.30.
Þeir, sem hafa undir höndum undirskrifta-
lista, skili þeim í síðasta lagi fimmtudaginn
13. des.
Undirbúningsnefndin.
Laus staða
Staða skrifstofustjóra við lögreglustjóra-
embættið i Reykjavik er laus til umsókn-
ar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna
rikisins.
Umsóknir.ásamt upplýsingum um mennt-
un og fyrri störf, skulu sendar undirrituð-
um fyrir 1. janúar 1980.
Lögreglustjórinn í Reykjavík
12. desember 1979.
F j órðungss júkrahúsið
á Akureyrl
Staða yfirlæknis i geðlækningum við geð-
deild (T-deild) Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri er laus til umsóknar, umsóknar-
frestur er til 12. janúar 1980.
Upplýsingar veitir Ásgeir Höskuldsson,
framkvæmdastjóri F.S.A., simi 96-22100.
Stjórn F.S.A.
Við skerum niður
því þetta
fólk þegir..
SiTJastliðið föstudagskvöld var
sýnd í sjónvarpínu mjög áhrifa
mikil kvikmynd um baráttu ein-
stæðrar móður við það sem við
köllum „kerfið”. Til er fólk sem
stóð upp eftir myndina og sagði:
„Jú, þetta var dgæt mynd, en I al-
vöru er þetta ekki svona, það
verður jú alltaf að ýkja svona
myndir til að fá fram áhrifin”.
Aðrir reistu sig lika og vissu að
það vor engar ýkjur. Þeir eru
margir sem litils mega sin, sem
hafa á einhvern hátt í viðskiptum
sinum við yfirvöld fengið að berja
höfðinu við steininn.
Mér hefur alltaf þótt merkilegt
hvað þeir sem málum ráða hafa
litið virst skilja þegar um hefur
veriðað ræða ýmislegt sem snert
hefur einstaklinga sem á aðstoð
hefur þurft að halda, — þó eru
báðir aðilar bara manneskjur.
Sumir segja að við búum i vel-
ferðarrfki, — gott og vel.
Velferðarríki
í þessu velferðarriki er stór
hópur aldraðra sem nýtur styrks
sem ekki er ólikur þeim sem móð-
irin i' fyrrnefndri kvikmynd fékk.
Það er eliilifeyrir sem svo aug-
ljóslega er viðurkenndur að vera
langt fyrir neðan þá upphæð sem
dugir til framfæstlu að umyrða-
laust er bætt við hann öðrum
skammti sem heitir „tekjutrygg-
ing”, — og enn erþað ekki nóg.og
þá fá þeir einn skammtinn enn
sem nú heitir „heimilisuppbót”
og samt nær upphæðin ekki lág-
markslaunum verkamanns. Er
það ef til vill vegna þess að hug-
myndaflugið er ekki meiraog þvi
ekki til nöfn á fleiri skammta, —
eðaer einfaldlega ekki meiningin
að þetta fólk, sem búið er að skila
öllu sinu i hendur þeirra yngri og
ráðandi hafi möguleika á að lifa
þvi sem við köllum mannsæm-
andi lífi. Það er nú einu sinni svo
að þótt fólk nái ákveðnum aldri,
þýðir það ekki það sama og að nú
geti það að öllu leyti látið af
venjulegum lifsháttum.
Það er stór hópur ellillfeyris-
þega sem ekki á kost á öðru en
þeim lifeyri sem greiddur er hjá
Tryggingastofnun rikisins. Skyldi
þeim,sem ráöa, ekki þykja það
þröngur kostur, — jafnvel þó þeir
yrðu gamlir.
Ivelferðarrikinuerulika fatlaðir
og aðrir öryrkjar sem eiga þess
litinn eða engan kostað hreyfa sig
af þeim stað sem þeireru nú einu
sinni settir hiður á. Á þessari
jafnréttisöld hefur þetta fólk, ef
það er i hjólastól, engan mögu-
leika á aö kornast i bió, — á veit-
ingastað, — jafnvel ekki i kirkju,
og þeir eru undir sömu sök seldir
og aidraðir hvað fjárhag varðar.
Ef dvaliö er á stofnun fær ein-
staklingurinn til eigin ráðstöfun-
ar af bótunum sem nemur 20
sígarettupökkum á mánuði, —
svo ef hann reykir, þá á hann ekki
að hafa aðrar persónulegar þarf-
ir. Það eru ekki allir sem eiga að
ættingjaeða vini sem hlaupa und-
ir bagga, — enda á þess ekki að
þurfa i þjóðfélagi sem oft ekki
virðist horfa i kostnaö á öðrum
sviðum.
Sement og fólk
Umrædd kvikmynd fjallaði að
hluta um hlutskipti þroskahefts
barns, — og þar virtist ástandið
ekki vera betra en hér.
Fyrir nýafstaðnar kosningar
kom fram i fjölmiðlum að áætlað
væri að það myndi kosta 150-300
miljónir að halda vegum opnum
vegna kosninganna. Það hefur
sjálfsagt ekki verið neitt álitamál
að það yrði gert, — en það var svo
sannarlega álitamál fyrir
skömmu hvort halda ætti Skála-
túni opnu. Þeir sem þar dvelja og
á öðrum sambærilegum stofnun-
um geta jú ekki barist fyrir sinum
hagsmunamálum á sama hátt og
þingmenn og þingmannsefni.
Rikir ekki sama viðhorf hér og i
myndinni? „Við skerum niðu’-
fjárframlag til þessa fólks, því
það þegir”.
1 vikunni fengum við i fréttum að
heyra um hörmulegan verknað
sem geðsjúkur maður varð vald-
ur að, — siðan er hann settur i
fangelsi, þvi sjúkrahúsvist fæst
ekki fyrir hann. Við fengum lika
fréttir af tilraunaframkvæmdum
i sementsgerð, 100 miljónir i
fyrsta áfanga og siðan aftur 100
miljónir. Vissulega er sement
hagnýtt, — en hvað með mann-
eskjuna? Sýnir þetta ekki aðeins
að það er ekki alfarið fjármagns-
skortur sem veldur þvi að ekki
fæst sjúkrahúsvist fyrir þá sem
mest þurfa hennar með. Það eru
höfð stór orð um dagheimilisvist
fyrir öll börn, — og sá þrýstihópur
sem á bak við þau stendur er
sterkur i' krafti þess að þar er um
að ræða starfhæft fólk, — hinir,
þ.e. aldraðir, fatlaðir, þroska-
heftir og veikir geta aldrei orðið
sterkir sem slikir, — þar verða
aðrir að beita sér i þeirra þágu.
Á hvaða leið
Fyrir kosningar heyröum við
meira og minna um allt það sem
gera þurfi fyrir þá verr settu i
þjóöfélaginu, — siðan verður hlé
(fram að næstu kosningum?).
Er ekki timi til að staldra ögn
viö og i'huga á hvaða leiö við erum
eiginlega? Er það ekki I okkar
verkahring, sem fullt sartfsþrek
höfum, að vera sá þrýstingur sem
þetta fólk þarf á að halda?
Er það ekki okkar að búa öldr-
uðum mannsæmandi afkomu-
möguleika?
Er það ekki okkar að vinna að
þvi að þeir sem með málefni
þeirra ósjálfbjarga fara þurfi
ekki aðvera i vafa um að þeireigi
styrk visan?
Er það ekki okkar að sjá um að
fatlaðir eigi sömu möguleika og
heilbrigðir hvort sem um er að
ræða vinnumarkað, eða annað?
Með „okkur” á ég við þá sem
fullt starfsþrek hafa og vist get-
um viö ýmislegt gert, — en fram-
kvæmdaaðilar hljóta fyrst og
fremst að vera yfirvöld á hverj-
um ti'ma.
í blaði mátti lesa fyrir skömmu
að hér væru 30-40 þúsund fatlaðir
á einhvern hátt. Hefur enginn
stjórnmálamaður hugleitt það
hvað þessi tala gæti staðið á bak
við marga þingmenn, — ekki er
óliklegt að sá,sem raunverulega
beitti sér fyrir úrbótum á málefn-
um þessara hópa, ætti sér veru-
legan styrk vísan.
í kosningasjónvarpi fengum við
að sjá heyrnarlausan pilt flytja
kosningafréttir á táknmáli, —
hafi þeir sem að þvi stóðu hjart-
anlega þökk fyrir, og vonandi er
þetta aðeins byrjunin. Þetta er
ekki aðeins spursmál um að
heyrnarlausir geti nýtt sér sjón-
varpið á borð við aðra, — heldur
er þetta lika leið til að rjúfa þá
einangrun sem þeir búa við. Það
eru mörg ár síðan aðrar þjóðir
gerðu sér ljóst að þetta var sjálf-
sögð þjónusta, — vonandi eru
auguyfirvalda að opnast hérlika.
1 þjóðfélagi, sem hefur ráð á að
eyða hundruðum miljóna i til-
raunastarfsemi, eða snjómokstur
fyrir kosningar-, sem hefur ráð á
þvi að eyða fé i tima i að þinga um
bjór og Z, hljóta að vera ráð á að
veita þeim sem sjúkireða aldrað-
ir eru, mannsæmandi h'fsafkomu.
Erla Magnúsdóttir gæslukona.
Starfsfólk
G-listans í
Reykjavík
Kosninga-
hátíð á
laugardag
Kosningahátfð starfsfólks
G-listans i Reykjavik verður
i Atthagasal Hótel Sögu
laugardaginn 15. desember
kl. 20.30 til 03.00
Guðrún Helgadóttir flytur
ávarp.
Hijómsveit Birgis Gunn-
iaugssonar leikur fyrir
dansi.
Boðsmiðar eru afhentir á
Grettisgötu föstudag.
(Athugið:Upplag miða tak-
markast af stærð salar-
kynna).
Stjórn Alþýðubandalagsins
i Reykjavik
Guðrún Helgadóttir.