Þjóðviljinn - 15.12.1979, Side 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. desember 1979.
I
Listasafn Islands:
j Börnin fá
\að mála
isjálfá
S sýningunni
1 tilefni barnaársins hefur
veriö sett upp i einum sal Lista-
safnsins sýning á listaverkum
eftir islensk börn. Verk þessi
fékk Listasafniö aö gjöf 1957 frá
Myndlistarskólanum f Reykja-
vfk. í sama sai gefst börnum,
sem f safniö koma, kostur á aö
teikna og mála sjálf. Liggja þar
frammi ails konar litir og
pappír sem börnin geta notaö aö
vild og fest siöan verk sin upp tii
sýningar.
Mörg börn hafa þegar notaö
þetta tækifæri og er von safnsins
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
L
Nýstárleg bók komin út:
Börn aö verki i sal Listasafnsins
að þau verði sem flest áður en
sýningunni lýkur um miöjan
janúar, segir i fréttatilkynningu
þess.
I forsal Listasafnsins stendur
nú yfir sýning á 21 grafikmynd
eftir fjóra heimsþekkta lista-
menn, Alechinsky, Appel,
Messagier og Poliakoff. Flest
verkanna eru steinprent
(litógrafiur) frá árunum 1969-
79.
Húsakönnun í Stykkishólmi
sem Hörður Agústsson framkvæmdi
í gær var á blaðamanna-
fundi kynnt all nýstárleg
bók, sem var að koma út
um húsakönnun í Stykkis-
hólmi, eftir Hörð Ágústs-
son, en hann framkvæmdi
slika könnun s.l. sumar og
haust þar vestra.
Að könnuninni stóðu
Húsafriðunarnefnd, skipu-
lagsstjóri ríkisins og
Stykkishólmshreppur, en
hugmyndina að henni áttu
Hólmarar sjálfir vegna
þess að fyrir dyrum stend-
ur hjá þeim gerð nýs aðal-
skipulags í Stykkishólmi,
en þar standa enn uppi
f jölmörg gömul og söguleg
hús, sem áhugi er fyrir að
varðveita af ýmsum
ástæðum.
Höröur Ágústsson sagði i gær,
að svona húsakönnun væri bygg-
ingarlistaleg, byggingarsöguleg
og byggingarumhverfisleg rann-
sókn á húsaþyrpingum i þorpum
eða borgum. Markmið hennar er
tviþætt, annarsvegar að benda á
hús eða samstæður húsa, sem
vert er að huga að vegna
menningarsöguleg gildis þeirra
og hinsvegar aö vera hjálpartæki
skipulagsfræðinga er þeir þurfa
að endurskoöa eða endurskipu-
leggja gömul hverfi.
Þór Magnússon þjóðminjavörð-
ur sagöi aö þessi bók, sem kom út
i gær, væri fyrsta ritið sem gefið
er út hér á landi sinnar tegundar.
Hann benti á að Stykkishólmur
væri einn af elstu verslunarstöð-
um landsins og að þar væri margt
merkilegra húsa og nefndi i þvi
sambandi Norska húsið, sem enn
stendur og er eitt af elstu húsum á
lslandi,byggt 1828.
Sturla Böðvarsson, sveitar-
stjóri i Stykkishólmi sagöi heima-
menn vera áhugasama um aö
varðveita söguleg hús á staðnum
og sagði hann aö fullt tillit yröi
tekiö til þessarar könnunar Harð-
ar Agústssonar og ábendinga
hans við aðalskipulag Stykkis-
hólms i framtfðinni.
Þess má geta að húsakönnun
hefur farið fram eða stendur yfir i
Reykjavik, Akureyri, Seyðisfirði,
Eskifiröi, Sauðárkróki og
Stykkishólmi. — S.dór
Viö útkomu bókarinnar um húsakönnun i Stykkishóimi, f.v. Hörður
Agústsson, Sturla Böðvarsson, sveitarstjóri i Stykkishólmi, Þór
Magnússon þjóðminjavöröur og Ellert Kristinsson oddviti í Stykkis-
hólmshreppi. (Ljósm. —eik)
Ríkísstjórnin setur bændur
skör neöar en launþega
Rikisstjórnin samþykkti á fundi
sinum 11. des. hækkun á verð-
lagsgrundvelli landbúnaðaraf-
urða, sem átti að taka gildi 1. des.
s.I. Fullt samkomulag var i sex-
manna nefndinni um ailar verð-
breytingar, bæði til framleið-
enda, vinnslu- og heildsöluaðila
og smásölukostnað.
Rikisst jórnin samþykkti
einungis hækkun á verðinu til
bænda en synjaöi um hækkun á
vinnslu- og dreifingarkostnaði.
Þessi ákvörðun rikisstjórnarinn-
ar leíöir af sér, að bændur fá ekki
það verð fyrir mjólk sem gert er
ráö fyrir i verðlagsgrundvellin-
um. Mjólkursamlögin i landinu
hafa ekki möguleika á að greiða
framleiðendum fullt verð fyrir
mjólkina ef þeirra vinnslu- og
dreifingarkostnaöur er áætlaður
of lágt.
t verðlagsgrundvellinum er
gert ráð fyrir að bændur fái kr.
259,69 fyrir hvern litra af mjólk.
Það var 11,06% hækkun frá verð-
inu eins og það var ákveðið l.sept.
Nú er aftur á móti áætlað að
hækkun til bænda nemi ekki
meira en 7,8%, þar sem taka
verður af áætluðu verði tii þeirra
til að standa undir vinnslu- og
dreifingarkostnaði. Mjólkursam-
lögin töldu að þau þyrftu að fá
hækkun sem nam kr. 7,52 á hvern
litra, vegna hækkunar vinnu-
launa og hækkunar á öðrum
rekstrarkostnaði, svo og hækkun-
ar á verði umbúða.
Að mati fulltrúa bænda og neyt
enda i sex-manna nefnd vai
vinnslu- og dreifingarkostnaðui
ekki áætlaður of mikill, frekar hi!
gagnstæða. Niðurstaðan verðui
þvi sú, að bændur fá ekki sam
bærilegar hækkanir og launþegai
fengu 1. des.
Verðlagsgrundvöllurinn hækk
aði um 11,07%. Mestu munaði un
hækkun launaliöar grundvallar
ins, en hún nam 13,2%. Það vai
hliöstæð hækkun og launþegai
fengu. Aðrir kostnaðarliðir hækk
uðu tiltölulega litið nema kjarn
fóður en það hækkaöi um 30,8%
frá 1. sept. grundvellinum. Laur
og launatengd gjöld nema 55,5%
af gjöldum verðlagsgrundvallar
ins. — mhf
Næstsíðasti dagur ársins
Næstsíðasti dagur ársins eftir Normu E. Samúels-
dóttur.
Beta, húsmóðir í Breiðholti, situr við dagbókar-
skriftir og gerir upp líf sitt, hispurslaust og af ein-
lægni. Upp af slitróttum dagbókarblöðum þar sem
renna saman endurminningar, svipmyndir daglegs
lífs og hvers konar utanaðkomandi áreiti rís smám
saman heilsteypt persónulýsing, skýr og trúverðug
mynd'af hlutskipti láglaunafólks, húsmæðra fyrst
og fremst, í svefnhverfum Stór-Reykjavíkur. Því
nærtæka viðf angsef ni hafa ekki f yrr verið gerð skil
í íslenskri skáldsögu.
Næstsiðasti dagur ársins er fyrsta bók Normu E.
Samúelsdóttur.
Mál og menning
Hafskip:
Kaupir
skip frá
Noregi
Á þriðjudagskvöldið var upp-
lýst á svokallaöri hluthafa-
kynningu Hafskips aö Hótel Sögu
að þá um daginn hefði rikis-
stjórnin staðfest ieyfisveitingu til
handa félaginu vegna kaupa á
skipinu Borre frá Noregi en þaö
er 2828 tonn og kostar rúmlega 2,3
miljónir Bandarikjadala.
Skip þetta er búið opnanlegum
skut, tveimur vörulúgum áhlið og
færanlegum millidekkjum. Er
talið aö þessi útbúnaður eigi eftir
að lækka flutningskostnaö veru-
lega á komandi árum. Þess skal
getið að Hafskip h.f. hefur haft
þetta skip á leigu frá þvi i ágúst
og hefur það staöið sig vel.
Um eitthundrað hluthafar sóttu
hluthafakynningu Hafskips sem
ernýjung istarfilslenskrafjölda-
hlutafélaga. Sátu fyrir svörum
framkvæmdastjórar og deildar-
stjórar félagsins. Á árinu hefur
hluthafafjöldi Hafskips aukist
verulega og nýtt hlutafé verið selt
fyrir nokkuð á þriðja hundraö
miljónir króna.
—GFr
Málefni
þroskaheftra:
10 sóttu um
nýtt deildar-
stjórastarf
20. nóvember s.l. rann út um-
sóknarfrestur um stöðu deildar-
stjóra i félagsmálaráöuneytinu,
en samkvæmt lögum um aðstoö
við þroskahefta, sem samþykkt
voru á alþingi s.l. vetur skal sér-
stök deild i ráðuneytinu annast
málefni þeirra.
Að sögn skrifstofustjóra ráðu-
neytisins verður bráölega gengið
frá skipun I þessa stöðu, en ekki
hefur verið ákveðið hvenær nýi
deildarstjórinn a að taka til
starfa.
Einsogskýrtvar frá i Þjóðvilj-
anum var Óskar Hallgrimsson,
rafvirkjameistari, skipaöur
deildarstjóri i félagsmála-
ráðuneytinu á mánudag og mun
hann annast vinnumál þar. Aðrir
sem sóttu um þá stöðu voru:
Birgir Sigurðsson kennari.starfs-
maður Skeljungs, Heimir Lárus-
son, mjólkurfræöingur og fast-
eignasali, Jón Jóelsson, kennari,
Karl G. Asgrimsson, bifreiða-
eftirlitsmaöur, Stefán A.
Magnússon, kennari og Stein-
grimur Sigurjónsson, byggingar-
fræöingur.
—AI
Netaveiðar
á komandi
vertíð
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
gefið út reglugerð um veiöar I
þorskfisknet og verða þærháðar
sérstökum ieyfum ráðuneytisins
á timabilinu 1. janáar til 15. mai
n.k.
1 frétt frá sjávarútvegsráðu-
neytinu kemur fram aö umsóknir
um veiðileyfi skuli hafa borist
ráðuneytinu a.m.k. viku áöur en
bátur hefur veiðar. Skal greina
nafn báts, einkennisstarfi og
skipaskrárnúmer, nafn skip-
stjóra og nafn móttakanda leyfis-
ins. Ráðuneytið getur bundið
leyfin og Uthlutun þeirra þeim
skilyrðum sem þurfa þykir f þvi
skyni ab stuðla að auknum
gæðum afla og takmarka fjölda
og veiðar einstakra ferða skipa.
Að sögn skrifstofustjóra ráðu-
neytisins veröur bráölega gengiö
fráskipun í þessa stöðu, en ekki
hefur verið ákveðiö hvenær nýi
deildarstjórinn á aö taka til
starfa.