Þjóðviljinn - 19.12.1979, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 19.12.1979, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 19. desember 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 ibróttir [A] iþróttir ]/[ íþróttir f < V I Umsjón: Ingólfur Hannesson V J H Vlkingur sigraði FH 22-18 í Laugardaishöll í gærkvöldi ÍSLANDSMÓTIÐ BÚIÐ? Geir Hallsteinssyni tókst ekki að leiöa menn slna til sigurs I gærkvöldi þrátt fyrir hetjulega baráttu. Margrét Sigurðardóttir íþróttamaður Kópavogs Rótaryklúbbur Kópavogs velur nú f 6. sinn Iþróttamann ársins I Kópavogi. Aö þessu sinni varð fyrir valinu Margrét María Sigurðardóttir, sundkona úr Breiðabliki. Margrét er fædd 2. okt. 1964 og er þvi nýorðin 15 ára. Hún hóf æfingarhjá sunddeild Breiðabliks þegar hún var 12 ára að aldri og hefur æft vel og dyggilega siðan og uppskoriö i samræmi viö þaö. Á þessu ári sem nú er að llða varð Margrét tvöfaldur unglinga- meistari, þ.e. I 100 m skriðsundi og 100 m flugsundi. Þá varö hún 5 faldur Islandsmeistari á árinu. Sigraði hún i tveimur greinum á innanhússmótinu, þe. i 100 m flugsundi og 100 m skriösundi, en bar synti hún á 1.03.9 min. sem var besta afrek i kvennaflokki á þvi móti, en þann tíma bætti hún siöan 11.03.5 min i Karlottkeppn- inni i Noregi. A utanhússmótinu sigraði hún I 3 greinum, þ.e. i 100 m. baksundi, 100 m flugsundi og 100 m bringusundi. Þá má geta þess að þótt hún hafi byrjað seint að æfa undir keppni þá á hún enn telpnametið i 50 m flugsundi. Margrét var I landsliöi okkar i sundi þetta ár. Skal þess til gam- ans getið að hún keppti i á þessu ári í alls 8 löndum. M.a. keppti hún i Karlottkepninni i Noregi, átta landa kepninni i Mols í Belgiu,fjögurralandakeppninni i Dublin á trlandi og skoska meistaramótinu i Glasgow. Þá tók hún einnig þátt i alþjóðlegu unglingamóti I Luxemborg og náði þar4. sæti 1100 m skriðsundi, en um 110 þátttakendur tóku þar þátt í hverri keppnisgrein. Drengj alandsliðið Inga Kjartansdóttir.sigurvegari I meyjafiokki. Jöfn keppni Siðastliöinn sunnudag lauk fyrri hluta jólamóts unglinga i badminton. Keppt var i einliða- leik I öllum aldursflokkum og voru keppendur um 70 vlðs vegar að. Sigurvegarar i einstökum flokkum urðu þessir: Hnokkar: Arni Þór Arnason, á mót í Frakklandi Dagana 29. - 31. desember n.k... tekuríslenska drengjalandsliðið i knattspyrnu þátt I alþjóðlegu móti I Nice I Frakklandi. Þátttakendur auk okkar verða landslið Frakklands, ltaliu, Luxemborgar, Grikklands og Sviss, en 16 þjóöir óskuðu eftir að fá að senda sln drengjalandsliö, en aðeins 6 voru valin. Þetta verður i 11. skiptið sem mótið, sem nefnist Saint Sylvestre, fer fram. Lárus Loftsson, drengjalands- liðsþjálfari, hefur valið eftirtalda leikmenn til fararinnar: Baldvin Guðmundsson, KR, Davið Egilsson, KR, Einar Björnsson, Fram, Gisla Hjálm- týsson, Fylki, Guðmund Alberts- son, KR, Guömund Erlingsson, Þrótti, Guöna Sigurjónsson, UBK, Heimi Guðmundsson, IA, Helga Einarsson, IBV, Ingvar Guömundsson, IBK, Kjartan Brodda Bragason, Þrótti, fyrir- liði, Kristján Jónsson, Þrótti, Sverri Pétursson, Þrótti, Valdi- mar Stefánsson, Fram og Þor- stein Þorsteinsson, Fram. 1A. Tátur: Guðrún Júliusdóttir, TBR. Sveinar: Indriöi Björnsson, TBR Meyjar: Inga Kjartansdóttir, TBR. Drengir: Þorsteinn Páll Hængsson, TBR Telpur: Laufey Sigurðardóttir, IA Piltar: Guömundur Adolfsson, TBR. Stúlkur: Kristin Magnúsdóttir, TBR. Seinni hluti jólamótsins fer fram sunnud. 13. jan. n.k. og verður þá keppt i tvendar- og tvíðliöaleik. Hann var bæði hörkuspennandi og vel leikinn, leikurinn milli Vik- ings og FH I Höllinni I gærkvöldi. Leiknum lauk með sigri Vikings 22-18, en sá munur gefur ekki rétta mynd af leiknum, þvl þaö var aöeins á lokaminútunum, sem Vlkingur tryggöu sér örugg- an sigur. FH-ingar komu mjög á óvart I leiknum með geysilegri baráttu, og góðum sóknarleik, einkum i fyrri hálfleik, en þá höfðu þeir á timabili 4 marka forystu, en stað- an I hálfleik var 11-9 þeim I hag. Þaö var gamla kempan Geir Hallsteinsson, sem skoraöi laglega fyrsta mark leiksins á 3. min. Siguröur Gunnarsson jafn- aöi fljótlega fyrir Viking. FH haföi yfirhöndina allan fyrri hálf- leikinn, og náðu tvivegis 4 marka forystu, 8-4, 9-5 og 10-6. Bæði liðin leku mjög góðan varnarleik, og yfirleitt kerfis- bundinn sóknarleik. Markverðir liðanna vörðu mjög vel I hálfleiknum, einkum þó Sverrir Kristjánsson I marki FH. Staðan I hálfleik var, eins og áöur segir 11-9 fyrir FH, og það sem einkum orsakaði, að FH missti gott forskot voru óskyn- samlegar innáskiptingar undir lok hálfleiksins. Ekki voru allir, sem töldu að FH-ingar næðu jafngóðum leik i siðari hálfleiknum, og svo virtist i byrjun hans sem Víkingar ætluðu að taka leikinn I slnar hendur, þegar þeir náöu að komast yfir i fyrsta skipti I leiknum, þegar á 3. min. siðari hálfleiks meö marki Arna Indriöasonar. Hafnfirðingarnir voru hins veg- ar ekki á þvi að leggja árar i bát, og náöu aftur forystunni og höfðu hana siöast, þegar Kristján Arason skoraöi úr vitakasti, þegar um 14. min. voru til leiks- loka. Sigurður Gunnarsson náði siðan tveggja marka forskoti fyr- ir Viking með hörkuskoti þegar um 8 min. voru til leiksloka. A sama tima var einum leik- manni FH vikiö af velli i 2 mín. og má segja að þá hafi úrslit leiksins verið ráðin, og náðu Vikingar á timabili 5 marka forystu. Það sem gerði gæfumuninn i þessum leik var að I heildina léku Vikingar betri varnarleik, og meira öryggi var I sóknarleik þeirra. Það segir meira en mörg orð um vörn Vikings í siöari hálfleik, aö þá skoruðu FH-ingar öll sin mörk nema eitt, sem kom á lokaminútunni, úr vitakasti, en Kristján Arason tók þau öll, og brást honum aldrei bogalistin, en hann skoraði 8 mörk úr vitum allan leikinn. Það er engum blöðum um það að fletta, að Víkingar eru með sterkasta liðið I 1. deild- inni i dag, og óliklegt annað en að þeir standi uppi sem sigurvegar- ar I lokin. Þeir hafa ágæta mark- veröi, mjög sterka vörn, og þeir leika mjög kerfisbundinn sóknar- leik, en þaö er harla óliklegt aö þeir næðu eins langt með frjálsu spili, þvi virðast þeir gera sér grein fyrir. Þrátt fyrir tapiö, léku FH-ingar þennan leik vel einkum framan af, bæöi i sókn og vörn, og sóknar- leikurinn var oft vel skipulagður og kerfisbundinn (það er af sem áöur var). Hjá Viking var Arni bestur i vörninni, en Sigurður Gunnarsson i sókninni- þá varði Jens pryðilega i siðari hálfleik. FH-ingar áttu yfirleitt allir ágætan leik og enginn sem skar sig úr, nema Kristján Arason, sem sýndi fádæma öryggi I vita- köstum. Karl Jóhannsson og Gunnar Kristjánsson dæmdu vel. — B Dr. Youri hvorki með landsliðið né Víking næsta sumar? Það kom fram hjá Ellert B. Schram á ráðstefnu sem haldin var á vegum ISI I gærkvöldi, að dr. Youri.sem þjálfaði bæöi landsliöiö i knattspyrnu og Viking i sumar, fái ekki leyfi til að komast til tslands og taka til við sin fyrri störf á næsta sumri. Doktorinn er sem kunnugt er rússneskur, og hafa þarlensk yfirvöld ekki veitt honum leyfi til Islandsferðar sem þjálfara næsta sumar. B Við þökkum þér innilega fyrir aö nota ökuljósin í slæmu skyggni yUMFERÐAR RÁÐ B-keppnin á íslandi? „Handknattleikssamband ts- lands hefur sótt um þaö til IHF að B-keppni heimsmeistara- keppninnar 1981 veröi haldin hér á landi á timabilinu 15. feb. til 15. mars,”sagöi formaður HSÍ, Júll- us Hafstein i gær. Allur undirbúningur handbolta- landsliösins miöast að mestu við þessa keppni og vissulega væri mikill fengur að þvi ef hún yröi haldin hér á landi. Á B-keppninni á Spáni i fyrravetur gátu heima- menn ráðiö miklu um það i hvaða riðli þeir lenda og mun það vera algild regla. Slikt myndi hjálpa mikið til ef keppnin verður hér á landi. „Til stóð aö þessi keppni yrði haldin I Portögal eða I Hollandi, en af þvi verður örugglega ekki. Nú, við höfum I huga 7 leikstaði hér á landi, þannig að þetta veröur mikiö fyrirtæki. Til dæmis má nefna aö reiknaö er með um 300 þátttakendum, ef af verður og að kostnaðurinn verði ekki undir 180 miljónum,” sagði Július að lokum. -IngH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.