Þjóðviljinn - 19.12.1979, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövíkudagur 19. desember 1979.
Miövikudagur 19. desember 1979. ÞJOÐVILJINN___SIÐA 9
á dagskrá
Þaö er fáránlegt að ætla sér að
stjórna áttatíu þúsund manna borg
á kvöldin og um helgar eða þá
að nóttu til ef ekki vill betur til
Úlfar Þormóðsson
Að þora
að stjórna
borginni
Ég vissi reyndar af þvl fyrir all
nokkru aö borgarfulltrúar okkar
héldu sina borgarmálaráösfundi
eftir venjulegan vinnudag, ynnu
aö athugunum ýmiskonar varö-
andi stjórn borgarinnar og héldu
nefndarfundi á kvöldin og um
helgar.
Þetta var fyrir valdatöku okk-
ar I borginni og fyrst á eftir.
Ég hélt hins vegar I einfeldni
minni aö þetta mundi breytast.
Ég hélt aö viö sósíalistar litum
ekki svo á aö stjórnun Reykjavik-
ur væri tómstundastarf, amk.
ekki meö niöþungt og á stundum
fjandsamlegt embættismanna-
kerfi og dauöar hendur þess á
sveimi um allt stjórnkerfiö.
Þó svo aö ég geti játað, aö vera
oröinn vel sjóaöur I aö taka von-
brigðum, hlýt ég aö viöurkenna
aö þaö yröu mér meiriháttar von-
brigöi þegar ég frétti af þvi aö enn
eru félagar okkar I borgarstjórn
'að glima viö stjórnun borgarinn-
ar i fristundum.
Hvernig er þetta?
Ég fór aö grufla duggunarlitiö i
þessu þegar ég frétti af þvi, aö nú
þegar veriö er aö ganga frá fjár-
hagsáætlun fyrir höfuöborgina, er
þaö gert á siökvöldum eftir
brauöstreö dagsins, aö nóttu til og
um helgar, fjárhagsáætlun upp á
hundruö og aftur hundruð miljóna
króna.
Forseti borgarstjórnar er i
hlutavinnu hjá Trésmiöafélagi
Reykjavikur. Hann hefur ekki
kontór hjá borginni: þessi oddviti
stjórnkerfis borgarinnar er aö-
eins einhvers konar tómstunda-
starfsmaður hjá borginni án
vinnuaöstööu.
Annar oddviti borgarstjórnar,
Björgvin Guömundsson, er fastur
starfsmaöur hjá rikinu, mikill
nefndakóngur þar og tómstunda-
stjórnandi hjá borginni án vinnu-
aöstööu þar. k
Þriöji oddviti meirihlutans,
Kristján Benediktsson, vinnur
fyrir sér sem starfsmaöur þing-
flokks Framsóknarflokksins, sem
hlýtur aö vera ærinn starfi. Hann
er fristundastjórnandi borgarinn-
ar án vinnuaöstöðu á hennar veg-
um.
Adda Bára er eini borgarfull-
trúinn, sem hefur lagt af brauð-
streðiö eftir núverandi borgar-
stjórnarmeirihluta: en hún verö-
ur sjálfsagt aö snúa til starfa hjá
Veðurstofunni innan skamms, þvi
þótt maöurinn lifi ekki af einu
saman brauöi þá þarf þó nokkrar
sneiöar til. En hún hefur heldur
ekki vinnuaöstööu hjá borginni:
flokkurinn hefur gert henni litinn
bás uppi i risi á Grettisgötu þar
sem hún vinnur aö borgarmálefn-
um: borgin s jálf býr stjórnendum
sinum ekki aöstööu.
Meöan Þór Vigfússon hélt fullri
heilsu kenndi hann viö Mennta-
skólann viö Sund, og meðan hann
er fjarverandi úr borgarstjórn
situr þar húsmóöir meö þungt
heimili, sem auk þess vinnur úti
hálfan daginn. Guömundur Þ.
vinnur fulla vinnu hjá Iðju, situr I
nefndum hjá ASÍ og sinnir borg-
arstjórnun i fristundum eins og
hinir meirihlutafulltrúarnir. Guð-
rún Helgadóttir hefur unnið fullan
vinnudag hjá Tryggingastofnun
rikisins, er auk þess húsmóöir,
rithöfundur og nú alþingismaöur.
Frístundirnar notar hún svo til aö
stjórna borginni. Og Sjöfn kennir
unglingum i Fjölbrautarskólan-
um I Breiöholti, sinnir húsmóöur-
skyldum og stjómar borginni
þegar timi gefst til.
Þar meö er upptalinn skarinn,
sem skipar meirihluta viö stjórn-
un Reykjavikurborgar.
Og ég segi i fullri alvöru: Þetta
gengur fjandakorniö ekki. Ég
mótmæli þvi sem skattborgari og
sósialisti aö þaö sé hjáverk og
flokkist undir tómstundagaman
aö stjórna Reykjavik.
Og ég geri meira: Ég krefst
þess, félagar I borgarstjórn, aö
þiö breytiö þessu.
Hvernig þá?
Þaö má segja aö það sé ekki Ht-
ill kjarkur aö ætla sér aö stjórna
borginni i fristundum. En þaö er
ekki sú tegund af kjarki sem viö á
I þessu tilliti. Sá kjarkur sem hér
þarf á aö halda er i þvi fólginn aö
þora aö taka ákvaröanir, óvægi-
legar og ef til vill kostnaöarsam-
ar I nútimanum en þeim mun
réttari og hagkvæmari I framtiö-
inni, og koma þeim I framkvæmd
— strax!
I nokkrum undangengnum
kosningum og kjörtimabilum höf-
um viö sósialistar talsvert rætt
um nauösyn þess aö breyta
stjórnskipulagi borgarinnar, td
aö koma upp hverfisstjórnum og
fjölga I borgarstjórn svo eitthvaö
sé nefnt.
Þetta gæti svo sem veriö gagn-
legt, en þaö tekur all langan tima
aö hrinda þessu I framkvæmd og
ég er alls ekki sannfæröur um
hagkvæmnina.
Þessi lausn mætti þvi biöa og
jafnvel værihægtaö setja nefnd i
máliö, svo biöin yröi þaö löng aö
aörar leiöir hafi sýnt hvert þær
liggi-
Niöur viö Austurvöll sitja 60
menn og reyna aö halda einhverj-
um skikk i þjóðfélaginu. Þeir sitja
þar dag hvern, — aö visu meö
nokkrum hléum — löngum.
Inni í Skúlatúni hittast 15 menn
tvisvar I mánuði og stjórna höfuö-
borginni.sem telur þriöjung ibúa
alls landsins, sem sextiumenn-
ingarnir viö Austurvöll sitja yfir
aö stýra meö misjöfnum árangri
þó,amk. lOsinnum lengri tima þó
þeir séu fjórfalt fleiri.
Þaö er ekki tómstundastarf hjá
þeim viö Austurvöll aö stjórna
þjóöinni — nema þá örfáum
gróðapungum — þó aö þeir fari
meö 4x10 sinnum lengri tima I
það.
Ég vona bara aö fleiri en ég sjái
af þessum samanburöi hversu fá-
ránlegt þaö er aö ætla sér aö
stjórna 80 þúsund manna borg I
240 þúsund manna samfélagi á
kvöldin og um helgar og þá aö
nóttunni til ef ekki vill betur til.
Þess vegna geri ég hér eina til-
lögu, félagar I borgarstjórn, og
vænti þess eindregið aö þiö takiö
tillit til hennar. Innst inni vona ég
aö sjálfsögöu aö þiö þoriö aö
hrinda henni i framkvæmd vegna
þess aö ég veit aö hún er auö-
framkvæmanleg, hún kostar skit
á priki og hún mun leiöa til betri
stjórnar á borginni en áöur hefur
þekkst og mun verða til þess aö
ihaldið nær aldrei framar stjórn
hennar I sinar hendur.
Tillagan er þessi:
AUir borgarfulltrúar fái vinnu-
aöstöðu hjá borginni. Þeir veröi
allir fastlaunaöir starfsmenn
hennar. Borgarstjórnarfundir
veröi tvisvar I viku og hefjist
klukkan 2 mánudaga og föstu-
daga og standi svo lengi
semþurfa þykir. Borgarstjóri,
forseti borgarstjórnar og oddviti
stærsta minnihlutaflokksins i
borginni hverju sinní setji saman
dagskrá borgarstjórnarfunda.
Borgarráö veröi lagt niöur. For-
menn allra nefnda á vegum borg-
arinnar skulu vera borgarfulltrú-
ar. e
Tillagan er nú hvorki lengri ne
ýtarlegri en þetta. Ef ykkur list
ekki á hana, finniö þá upp aðra:
en fyrir alla muni setjiö fé inn á
fjárhagsáætlun fyrir næsta ár til
þess aö hægt sé aö koma ein-
hverju þessu liku I framkvæmd:
gerið þiö á næsta næturfundi um
fjárhagsáætlun (ef þiö veröiö ekki
oröin of syfjuö).
En fyrir alla muni: Viöhaldið
ekki óbreyttu stjórnkerfi.
Hvað mundi breytast?
Ef slikri hugmynd sem þessari,
eöa likri, yröi hrint i framkvæmd
gæti Sigurjón hætt að reikna út
uppmælingataxta, Adda gæti hætt
aö spá I veðriö, Kristján Ben hætt
að þjóna undir þingmönnum
Framsóknar, Björgvin gæti
meira aö segja hætt aö svikjast
um i viöskiptaráöuneytinu osfrv.
Þess I staö gæti allt þetta fólk
veriöá þeytingi milli borgarfyrir-
tækja og kontóra, á milli borgar-
hverfa, vinnustaöa launamanna
og þaö væri meira aö segja hægt
aö setjast niöur um miöjan dag og
upphugsa ráö til aö hefja mann-
eskjuna til vegs I höfuöborginni.
Þaö er vissulega til nokkurs aö
vinna, félagar.
Rvk. 16. des. ’79
Clfar Þormóösson
Björn
Þorsteinsson og
Eysteinn
Þorvaldsson:
bökmenntrir
Flytur glæður baráttunn-
ar inn í skammdegið...
is Kjartansson
Magnús Kjartansson:
Elds er þörf.
Ræöur og greinar frá
1947 til 1979.
Mál og menning,
Reykjavik 1979.
Stöku sinnum koma fram ein-
staklingar, sem eru alskyggnir á
samfélag sitt og samferöamenn
og eru jafnframt gæddir hæfileik-
um og djörfung til að segja þeim
til syndanna og gerast leiötogi
þeirra. Magnús Kjartansson er
einn þessara fágætu manna.
Hann er snillingur og einhver
mesti skylmingamaöur, sem hér
hefur staöiö meö penna I hönd.
Þaö var ekki sist honum aö þakka
aö ofstækisöfl kalda striösins
unnu hér ekki beinlinis nein
fólskuverk, svo aö ég viti. Þá átti
aö þagga niöur I Magnúsi, og
stjakað var viö mér og öörum rót-
tæklingum. Morgunblaöiö var hiö
drottnandi málgagn og flokkaöi
sauðina i hvita og svarta eöa
rauða og reyndi aö kúga menn,
einkum rithöfunda, til fylgis viö
meirihluta sjónarmiö sin. Þetta
tókst ekki af þvi að i forystu
minnihlutans stóöu snillingar
sem sneru vopnin úr höndum
andstæöinganna og sókn þeirra i
undanhald. Mörgum sveiö svo
undan pennanum hans Magn-
úsar, aö hann var margdæmdur
fyrir méiðyröi og fór I steininn
1955. Þá beiö Bjarni Benediktsson
dómsmálaráöherra og málgagn
hans mikinn ósigur. Tugthúsför
Magnúsar snerist i sigurför i
átökunum um málfrelsiö 1955, og
miklu fleiri en áöur létu sig málin
skipta.
Næstu árin unnu vinstri menn
ótrúlega sigra undir forystu
Magnúsar. Einveldi Morgun-
blaösins náöi sér aldrei aftur og
var siöar endanlega hrundiö af
sjónvarpi og slödegisblööum, og
þar meö brast Reykjavlk úr
höndum sjálfstæöismanna.
Elds er þörf — flytur 51 ræöu og
greinar Magnúsar um menn og
Þessimynd af Magnúsi Kjartanssyni og Þórbergi Þóröarsynier ein þeirra sem bókina prýöa.
málefni frá árunum 1947-1979, en
allan þann tima hefur hann staöiö
i fylkingarbrjósti róttækra hér á
landi og hafði reyndar haslaö sér
völl i framvaröarsveitinni nokkru
fyrr. Ritgeröasafniö er fágætt I •
pólitiskri umræöu hér á landi, af
þvi aö Magnús er hvorki bitur né
langorður. Hann er hugvitssamur
rithöfundur, skrifar meitlaöan
stil, er gæddur hvössu skopskyni,
en einnig rikri samúö, sem kemur
skýrt fram i afmælis- og
minningargreinum bókarinnar.
Hann mun vera eini slgildi
baráttuhöfundurinn i hópi is-
lenskra stjórnmálamanna eins og
sakir standa. A bókarkápu segir
aö bókin hafi aö geyma úrval úr
greinum og ræðum Magnúsar, en
égsakna m.a. Austragreina, sem
voru margar eitt hiö snjallasta,
sem sést hefur i blaöi á Islandi.
Flugskeytin hans Austra voru
frábær framleiösla, og þau bitu
vel og lengi.
Ræöur og greinar Magnúsar i
Elds er þörf mörkuöu baráttuna á
sinum tima, hvort sem hann
þakkar fyrir gistingu 1955, semur
ekki viö Breta — heldur sigrar þá
1958, skyggnist um i Tékkósló-
vakiu 1969, sýnir að umburðar-
lyndi og frjálslyndi er forsenda
eölilegra umræöna 1975 og krefst '
jafnréttis og- hvorki minna né
meira fötluöum til handa 1978.
Bókinni hans lýkur á ræöu, sem
hann flutti á fundi Þroskahjálpar
á Suðurnesjum 29, mars s.l. og
endar á siguróöi Steins Steinars
um „Lifiö sjálft”.
Elds er þörf — flytur glæöur
baráttunnar inn i skammdegiö.
Ég vil fá framhald fyrir önnur jól.
Björn Þorsteinsson
Heimur lífs og dauða
Snorri Hjartarson:
Hauströkkriö yfir mér.
74 bls.
Mál og menning.
Þaö er stórviöburöur i ljóö-
heimum þegar ný bók berst frá
Snorra Hjartarsyni. Og nú voru
liöin 13 ár siöan hin næsta á
undan kom út. Meö hauströkkriö
yfir sér yrkir Snorri I myndrik-
um, knöppum stil sem fyrrum I
Laufum og stjörnum (1966) og
meö óskeikulu samræmi inntaks
og búnaöar.
Yrkisefnin I þessum ljóöum eru
vissulega haustlegri en áöur.
Veldi haustsins i náttúrunni og
mannsævinni, hverfulleiki og
æörulaus tregi búa I mörgum
þessara ljóöa, iika i lofsöngvun-
um um fegurö nátturunnar:
. Hniga vötn
af himinfjöllum skýa,
hjúfurregn
I grasiö mjúka nýa,
allt er nýtt og ungt
en siiku kvöldi,
ekkert raunaþungt
Eins og áöur leikur skáldiö á
margbreytilega strengi hins ytra
forms, s.s. ljóöstafa og rims. Fá
skáld hafa náö ööru eins
töfravaldi á ljóömyndum og
Snorri Hjartarson. Mælska og út-
skýringar eiga hér ekki heima,
nema sporin burt
frá bernskri jurt.
(Vorkvöld)
heldur markviss
málbeiting:
Epliö rautt
i blökku þangi
aldingaröur
og auö strönd
hinn fyrsti maöur
og hinzti.
og knöpp
(Reki)
Hér sem annarsstaðar i þessum
ljóöum er þaö myndin, sterk og
skýr sem tjáir okkur allt, sýnir
mannssöguna I svipleiftri miölar
hinu ósegjanlega, djúpum tilfinn-
ingum og jarölifi sem lesandinn
skynjar og fylgir svo áfram, Sé
hugur hans opinn. Allviöa eru
vlsanir og fornminni sem varöa
veginn fyrir þá sem til þekkja.
Alls staöar fylgir skáldiö stefnu
miöleitni,hnitmiöunar inntaks og
forms, hvergi fer hugsun eöa
tjáning á krókvegu eöa sveim.
Stysta ljóöiö er aöeins 6 orö og
heitir „Mynd”.
Rauö
I framréttri hendi
fjallsins
ársölin.
M'orgum finnst eflaust tals-
veröur dapurleiki yfir þessum
ljóöum I heild og uggur umfram
vongleði. Þegar grandvart er les-
iö eru þaö samt fyrst og fremst
andstæöurnar, gleöi og hryggö,
hamingja og svartsýni, lif og
dauöi sem teflt er fram, og hinn
margslungni vefur þeirra: „skin
á himni/skuggi þess á jörð.”
Náttúran og ástin færa gleöi, von
oghamingju. I svörtum náttskógi
bregöur fyrir hlýju ijósi i álfa-
ljóra .Og „úr hrimkaldri mósk-
unni’ kemur ljós stúlka og
bláklædd ,, og ber allar listirnar/i
barmi sér.” Meö visun til gamal-
kunnra þulu er þetta líklega
æskuástin og hún býöur: „Tak
gleöi þina drengur/og gakk!” En
dökku fletirnir eru vissulega
fyrirferöarmeiri i þessum tæra og
hógværa skáldskap. Lauffall
hausttrjánna og sölnuö blóm boöa
nálægö dauöans, s.s. I lok ljóðs
sem heitir „Haustmyndir”:
Milli trjánna
veöur tunglið i dimmu
laufi
hausttungl
haustnæturgestur
á förum
eins og viö
og allt eins og laufiö
sem hrynur.
EyÞ
Jóhann J. E. Kúld:
Skipstjóra- og
stýrimanmtal
Ægisútgáfan 1979
Ct er komið hjá Ægisútgáfunni
Skipstjóra- og stýrimannatal, og
hefur þaö aldrei verH) gefiö' út
áöur. Þetta er mikið verk I þrem-
ur stórum bindum, fallega
útgefiö, en fjóröa bindið er nú I
undirbúningi, yfir þá sem ekki
náöist til eöa upplýsingar fengust
ekki um i þessari útgáfu. Hér er
stórmannlega af staöiö fariö,
enda á hér hlut aö máli sú stétt
manna I Islensku þjóöfélagi sem
hefur boriö hita og þunga dagsins
og lagt þá undirstööu sem þjóöin
öll byggir á.
Framan viö fyrsta bindiö ritar
Guðmundur Jakobsson „Nokkur
inngangsorö” fyrir útgáfunni, en
þetta Skipstjóra- og stýrimanna-
tal hefur lengi veriö hans
hjartansmál. 1 inngangsoröum
sinum segir Guömundur m.a.:
„Þdtt ég teljist bera ábyr$) á
þessu riti, hafi búiö þaö til prent-
unar og séö um gerö þess, útlit og
frágang allan, fer þvi f jarri aö ég
hafi einn aö staöiö.
Guömundur H. Oddsson, skip-
stjóri, er aöalhvatamaður þess aö
þaö varö til og án hans tilverkn-
aðar heföi aldrei veriö I þaö ráö-
ist, enda haföi hann fyrir áratug
reifaö þá hugmynd og aldrei gefiö
upp von um aö úr framkvæmdum
yröi. Hann hefur lagt mikiö starf I
gagnasöfnun og notiö áhrifa sinna
i stéttinni, sem og persónulegra
kynna viö skiptstjórnarmenn og
félög. Allt samstarf okkar hefur
veriö árdcstralaust og ánægju-
legt. Fjölskyldur okkar beggja
hafa og lagt okkur liö eftir
mætti.”
Framan viö fyrsta bindiö skrif-
ar Gils Guömundsson, hinn kunni
fræöimaöur, ýtarlega ritgerö um
sjómannafræöslu á Islandi.
Þarna er rakin saga þessarar
fræöslu og þeirra manna getið
sem fremstir stóöu á þessu sviöi,
og myndir birtar af þeim allt
fram á þennan dag.
Framanviö annaö bindiö skrif-
ar Asgeir Jakobsson „Fiskveiöi-
annál”, þar sem hann rekur þró-
un okkar fiskveiöa allt frá land-
námsöld og fram á okkar tima,
sem nú lifum. Eöa frá áraskipum
til skuttogara. Ritgerö þessi er
skreyttmeö mörgum myndum af
skipum sem mörkuöu djúp spor i
þessari þróunarsögu. Mikil vinna
hefur sjáanlega veriö lögö fram
til aö afla allra þessara gagna
sem er'undirstaöa þessarar fróö-
legu ritgeröar.
Framanviöþriöja bindiö er svo’
ritgerðeftir Bárö Jakobsson, sem
heitir „Siglingar Islendinga”.
Þarna er heldur ekki kastað til
höndum, heldur unnið markvisst,
og sagan rakin, myndskreytt allt
frá hinum norræna knerri til nú-
tima skipakosts. Þarna kemur
fram, aö hinir fornu siglinga-
menn kunnu meira fyrir sér I sigl-
ingafræöi en ýmsir nútimamenn
halda.
I ritgeröinni segir svo þessu til
sannindamerkis: „I fornu kvæöi
ensku, e.t.v. ortu i Bristol viö
Cardiffflóa i Englandi um 1450,
segir I þýöingu Þorsteins Valdi-
marssonar:
Um Island er þarflaus
oröagnótt,
utan hvaö skreiö er þangaö
sótt.
Til heilla á brautogheim
• um ál
er heitiöá steinog segulnál”.
Iþessuerindiergetiöum sólar
steininn, eitt af siglingatækjum
fornmanna. Danskur fræöimaöur
rökstuddi þaö fyrir nokkrum ár-
um, aö sólarsteinninn heföi veriö
silfurberg, en einmitti þvi kemur
fram litróf sólarljóssins.
Eins og ég sagöi hér aö framan,
er Skipstjóra- og stýrimannataliö
mikiö verk, glæsilega útgefiö af
Ægisútgáfunni, og þeim til sóma
sem aö hafa unniö. Guömundur
Jakobsson á miklar þakkir skyld-
ar fyrir aö hafa ráöist I þessa
útgáfú.
Þegar timar liöa mun mörgum
þykja bæöi fróölegt og handhægt
aö fletta upp i þessu riti til aö
fræöast um æviágrip þeirra
islensku skipstjórnarmanna sem
lögöu undirstööuna aö islensku
nútimaþjóöfélagi, og geröu
garöinn frægan.
Hlegið og grátið
með Finn Söborg
GLERHÚSIN er fyrsta bókin
eftir Finn Söeborg, sem út kemur
á islensku, höfundurinn, sem I 30
ár hefur komiö lesendum sinum
til aö hlæja og gráta i sömu andrá
meö sorglega skoplegum
atburöum, sem henda saklausar
persónur hans I nútima
þjóðfélagi. Finn Söeborg hóf
rithöfundarferil sinn 1950 og hefur
skrifaö milli 20 og 30 bækur, sem
sélst hafa I geysistórum upplög-
um.
1 Glerhúsunum segir hann sögu
einbúans Alexanders Mikkelsens
I þægindasnauöa og afskekkta
timburhúsinu, sem fyrir rás
viöburöanna flytur I nýtisku
glerhús, sem likist sædýrasafni,
og kynnist nágrönnum sinum,
kostum þeirra og göllum og finnst
hann hamingjusamur meöan allt
leikur i lyndi, en reynist auöveld
bráö óprúttni og tillitsleysi, enda
auðtrúa og falslaus. Frásögnin er
hrööog litrik og heldur lesandan-
um fóngnum.
Finn Söeborg er hér i essinu
sinu og dregurdár aö löndum sin-
um, sem þrátt fyrir alít eru ekki
svo ólikir Islendingum.