Þjóðviljinn - 03.01.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.01.1980, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 3. janúar 1980 GEfí/D GÓÐ KAUP okkar leyft verð: verð: London Lamb 1 kg.....kr. 3870,- 4301,- Hangiframpartur 1 kg.kr. 1630,- 1743,- ORA grænar baunir, heildós . kr. 460,- 509,- Matarkex FRÓN........kr. 375,- 415,- Hveiti PILLSBURY’S llbs ... kr. 545,- 609,- Strásykur 1 kg.......kr. 230,- 254,- KAABER kaffi Rió 1/4 kg.... kr. 820,- 932.- BOTANIK þvottaefni 4 kg.... kr. 3175,- 3530,- GERIÐ VERÐSAMANBURÐ Opið til kl. 20 föstudag og til hádegis laugardag Verslið timanlega i helgarmatinn Vörumarkaðurinniif. Ármúla lA, sími 86111. • Blikkiðjan Ásgarði 7, Garðabæ Ónnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiði. Gerum föst verðtilboð SÍMI 53468 Flensborgarskóla vantar kennara á vorönn í: 1. Eðlisfræði. 2. Efnafræði. 3. Sérgreinar heilsugæslubrautar. Upplýsingar veitir skólameistari i sima 50092 eða 50560. Skólameistari. Mánaðarrit óskar að ráða karl eða konu til skrifstofustarfa og auglýsingasöfnunar strax. Sjálfstætt starf, þægilegt umhverfi. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist augl.-deild Þjóðviljans fyrir 6. jan. merkt V-2001. 1 boði menntamálaráðherra I Þjúöminjasafni: Asa Súlveig, Jónas Kr istjánsson og Þoergeir Þorgeirsson — Ljósm. — gel — Fengu styrk úr Rithöfundasjóði: Asa Sólveig og Þorgeir Asa Sólveig' og Þorgeir Þor- geirsson hlutu styrki Rithöfunda- sjóðs rikisútvarpsins 1979, hvort um sig eina miljóna króna, og voru styrkirnir aö venju veittir á gamlársdag i Þjóðminjasafninu að viðstöddum forseta Islands, menntamálaráöherra og fleiri gestum. Jónas Kristjánsson forstööu- maöur Árnastofnunar afhenti styrkina fyrir hönd sjóðsstjórnar og kom fram hjá honum ma., aö þetta er i 24. sinn sem styrkir eru veittir tir sjóönum og alls hafa 53 skáld og rithöfundar hlotiö styrk. Jónas fjallaöi i ræöu sinni um boöskap i bókmenntum á ýmsum timum, á skeiöi rómantisku hreyfingarinnar og raunsæis- stefnunnar og raunar allt frá fornsögunum og Islendingasög- unum, sem ekki væri lengur tald- ar heimildir um islenskt mannlif á 10. og 11. öld, heldur endur- speglun þjóölifs á 13. og 14. öld er þær voru færöar i letur, jafnvel á- róöursrit i mannlifsbaráttu þess tlma. Þjóölegan þátt bókmenntanna sem upphófst á öndveröri 19. öld meöhugsjónum endurreisn forns sjálfstæöis taldi Jónas nti helst koma fram sem opinskáan eöa táknrænan andróöur gegn banda- riksasetuliöinu i Keflavik. „Skoö- anir erunokkuö skiptar um þaö,” sagöi Jónas, ,,hvert gagn dátar þessir geri okkur meöan tórir á friöartýrunni i okkar heimshluta, og jafnvel álitamál hvort þeir mundu færa okkur blessun ef styjöld- stórþjóöa færi að geisa I kringum okkur. En ekki er þá Framhald á bls. 13 Fulldregna llnan á kortinu af Grænlandssundi sýnir legu Isjaðarins I árslok 1979, en punktallnan meðallegu Isjaðarins á þessum árstima og sést á samanburöinum að Isinn er fjær og minni en i meðalári. Hafís minni en í meðalári Hafis fyrir noröan og norövest- an land var nú um áramótin mun minni en I meöalári, aö þvi er Þór Jakobsson á hafisrannsóknadeild Veðurstofunnar sagði Þjóöviljan- um. Ekki er þó unnt aö spá ákveöiö um hafishorfur I vetur, sagöi hann, þar sem ástandið getur breyst á tiltölulega stuttum tima og Ismyndunarskilyröi eru góö fyrir noröan landiö, sjórinn kald- ur og seltulitill, en auk þess ræöur vindátt miklu um hvort Is rekur að landinu. Mjög vel er nti fylgst með isnum, m.a. meö samvinnu viö landhelgisgæsluna, sem kann- ar íslínuna um leiö og flogiö er yfir miöin. — vh 18 fengu fálkaorðu Forseti tslands sæmdi á nýárs- dag eftirtalda átján tslendinga heiðursmerki hinnar islensku fálkaorðu: Aöalheiöi Bjarnfreösdóttur, formann Starfsmannafélagsins Sóknar, riddarakrossi fyrir fé- lagsmálastörf. Armann Kr. Einarsson rithi^- und, riddarakrossi, fyrir félags- málastörf og ritstörf fyrir börn og unglinga. Arngrim V. Bjarnason, fv. aðalfulltrtia, Akureyri, riddara- krossi fyrir félagsmálastörf. Asgeir ólafsson, forstjóra, riddarakrossi, fyrir störf aö tryggingamálum. FYiörik Ólafsson, formann Al- þjóöaskáksambandsins, stórridd- arakrossi, fyrir skáklist. Guömund Magnússon, rektor Háskóla Islands, riddarakrossi, fyrir embætisstörf. Gunnar Sigurjónsson , verkstjóra, riddarakrossi, fyrir félagsmálastörf. Hrefnu Tynes, fulltrúa, ridd- arakrossi, fyrir æskulýös-og fé- lagsmálastörf. Dr. Jakob Magnússon, fiski- fræðing, riddarakrossi, fyrir störf aö fiskirannsóknum. Ðr. Jón Gislason, fv. skóla- stjóra, stórriddarakrossi, fyrir störf aö skóla- og menningarmál- um. Séra Jón ísfeld, fv. prófast, riddarakrossi, fyrir félagsmála- og fræöslustörf. Jón Sætran, raftæknifræöing, riddarakrossi, fyrir störf á sviöi verkmenntunar. Mariu Markan Ostlund, söng- konu, stórriddarakrossi, fyrir tónlistarstörf. Marktis Guömundsson, skip- stjóra, riddarakrossi, fyrir sjó- mennsku. Pál Sigurösson, ráöuneytis- stjóra, riddarakrossi, fyrir störf i þágu heilbrigöismála. Pétur Sigurösson, forstjóra Landhelgisgæslunnar, stjörnu stórriddara, fyrir störf á sviöi landhelgismála og almanna- varna. Snæbjörn Jónasson, vegamála- stjóra, riddarakrossi fyrir em- bættisstörf. Þórhall Asgeirsson, ráöuneyt- isstjóra, stjörnu stórriddara, fyr- ir embættisstörf. Lögfræðingar heiðra Agnar Kl. Jónsson A aöalfundi Lögfræðingafélags tsiands 19. des s.L var Agnar Kl. Jónsson ambassador i Kaupmannahöfn kjörinn fyrsti heiðursfélagifélagsins. Hann hef- ur sem kunnugt er annast útgáfu Lögfræðingatals í þrjú skipti, rit- að sögu Stjórnarráðs tsiands I tveimur bindum, auk margs ann- ars um lögfræðileg efni. Fráfarandi formaöur, Hallvaröur Einvarösson rannsóknarlögreglustjóri, flutti skýrslu stjórnar um starfiö á liönu ári, sem var meö fjölbreyttasta móti, margir fræöafundir um lögfræðileg efni haldnir, og I október málþing um viöfangsefni tir stjórnarfarsrétti. Nýja stjórn félagsins skipa: Gunnar G. Schram prófessor, forseti lagadeildar, formaöur, Guömundur Vignir Jósefsson hrl. varaformaöur og meöstjórnendur eru: Friögeir Björnsson borgar- dómari, Ingibjörg Rafnar lögfr., Logi Guöbrandsson hrl., Pétur Hafstein stjórnarráösfulltrtii og Skarphéðinn Þórisson hdl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.