Þjóðviljinn - 03.01.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.01.1980, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 3. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 FRÉTTASKÝRING Valdarán Babrak Karmal hinn nýi forseti Afganistan lýsti meö mörgum orðum öllum stéttum og þjóðarbrotum landsins, i inngangi ræðu sinnar eftir valdaránið i siðustu viku. Upphafsorðum langrar ræðu lauk með þvi að Karmal harmaði þær þjáningar sem afganska þjóðin hafði orðið fyrir frá hendi „blóðugrar maskinu Hafizullah Amin og legáta hans, þessara agenta bandariskrar heimsvalda- stefnu”. Afganska rikiö er samsett af mörgum þjóðarbrotum og ættbálkum, enda tók það Kasmal töluverðan tima að telja allt upp. Þó er ljóst að orðum hans var fyrst og fremst beint til múhameðs- trúarmanna sem staðið hafa fyrir uppþotum og skæruhern- aði, og til prestastéttarinnar. Nú skal þurrka út hina „blóðugu maskinu” Amins, undir merkjum „heilags striðs þjóðarinnar”, — i þvi augna- miði að endurreisa „viröingu fyrir hinni heilögu islömsku trú”. Sáttaumleitan En Karmal tók jafnframt fram i ræðu sinni, að nú skuli „markmið april-byltingarinn- ar komast i framkvæmd”. Afganskir kommúnistar komust til valda i aprll 1978, við valdarán, og gegndi Mohammed Taraki fyrstur forsetaembætti. Nýja rikisstjórnin vill að bræðralag takist með hug- myndafræði sinni og trúar- brögðum i landinu. Þessi lausn viröist óhjákvæmileg i ljósi vaxandi styrks múhameöskra uppreisnarafla i landinu. Annaðhvort verður bundinn endir á valdhöfn kommúnista, eöa þeir deila völdum með múhameðstrúar- mönnum. Svo virðist sem Hafizullah Amin hafi ekki viljað ganga að þessari lausn mála. Hann komst til valda við valdarán i september s.l. gegn leiðtoga rikisstjórnar sem hann var sjálfur varnarmálaráðherra i. Fram að þvi valdaráni var Amin álitinn hinn „sterki maöur” Taraki-rikisstjórnar- innar, sá sem haföi stjórnað umfangsmiklum hreinsunum i rikisstjórnarflokknum, og sá sem átti upptök að þeirri hörku sem múhameðskir andófsmenn voru beittir. Valdarán Amins töldu menn að væri útkoman af deilum innan Lýðræðisflokks alþýðu sem farið hefur meö völd, um það hvernig skyldi bregðast við andófi múhameðstrúar- manna. Átökin milli andófs- mannanna og stjórnarherja færðustsamt sem áður sifellt i aukana á skammri valdatiö Amins. Afskipti Sovét A valdatima Tarakis var Karmal, hinn nýi forseti Afganistan, varaforseti og aðstoðarforsætisráðherra. Völdin innan Lýðræðisflokks alþýðu viröast þvi aftur hafa færst yfir á þann væng sem hafði tögl og hagldir á stjórnartima Tarakis. Sagt er ■ na |_stj að Karmal hafi dvalið i Austur-Evrópu frá þvi að Amin tók við völdum, en hann hafi snúið aftur i fylgd þess fjölda sovéskra hermanna sem upp á siðkastið hafa verið fluttir til Afganistan. Endurkoma Karmals hefur valdiö þvi að margir vestrænir fréttaskýrendur álita að hann hafi verið settur til valda af Moskvu-herrum. En það sama var uppi á teningunum hjá fréttaskýrendum viö valdarán Amins, af þeim sökum að hann þótti lengstum strang- túraðri marx-leninisti en Tar- aki. Og til að reka endahnút- inn á allt saman, töldu margir fréttaskýrendur aö valdaránið i april 1978, sem kom Taraki til valda, hefði verið orsakað af Sovétrikjunum. Vissulega hafa Sovétrikin hagsmuna að gæta i Afgan- istan, landið liggur milli Sovétrikjanna og Indlands- hafs, og ástandiö i Iran og Pakistan veldur þvi að Sovétrikin reyna allt hvað tek- ur að halda áhrifum sinum á svæðinu. Innanlandsdeilur? Hin skjótu mannaskipti i valdastólum eiga aö verulegu leyti ástæður að rekja til inn- anlandsástandsins og valda- baráttu innan rikisstjórnar- flokksins. Lýðræöisflokkur alþýðuhefur aldrei náð þvi aö veröa samstæður flokkur. Atökin i Afganistan má einnig rekja til viðleitni til aö mynda heildstætt hagkerfi og þjóðfélagslegar stofnanir á grundvelli ólikra og afskiptra þjóðarbrota. Ekki er hægt að kenna Sovétrikjunum alfarið um ör valdaskipti i Afganistan.Hins vegar er ekki hægt að taka mark á Sovétmönnum þegar þeir lýsa yfir að hernaðarleg afskipti sin séu aðeins i samræmi við þær skyldur sem þeim séu lagðar á herðar i samstarfs- og vináttusamn- ingi frá þvi desember 1978. Það þarf afburða rökfimi til að telja það skyldu sina að senda hermenn gegn rikis- stjórn, sem gerður hefur verið vináttusamningur við, til aö velta þeirri sömu rikisstjórn! Hernaöarihlutun Talið er aö fjölmargir Afganir, sem ekki hafa átt aðild að andófi múhameðs- trúarmanna, hafi veriö hlynntir þvi aö Amin væri velt úr stóli. Hins vegar er vart hægt að nefna þetta annað en hernaöarlega ihlutun Sovétrikjanna, vegna þess að þau hafa mikilla hagsmuna að gæta af friðsamlegri sambúð við múhameðstrúarmenn, og Amin stóö þar í vegi. Annars staöar á áhrifasvæði Sovétrikjanna hefur þótt nauösynlegt aö eiga friðsam- iega sambúð við páfann, og friður við Allah verður sifellt brýnni. Astæðurnar eru ekki einungis stjórnmálalegir og efnahagslegir hagsmunir utan Sovétrikjanna, heldur ekki siður óttinn við að múhameðska trúarvakningin fari að gripa um sig meöal múhameöskra ibúa Sovétrikjanna sjálfra. .J STJÓRN AFGANISTAN: Vill friömælast viö múhameðstrúarmenn Moskvu (Reuter Sovétrikin og nýju valdhafarnir i Afganistan, hertu i gær á viðleitni sinni til að sannfæra riki mú- hameðstrúarmanna um að sovéskar hersveitir hafi bjargað múhameðstrúarmönnum i landinu frá of- sóknum og dauða. Valdhafar i Moskvu og Kabúl gerðu Hafizullah Amin fyrrum forseta, sem liflátinn var eftir valdaránib, að fullu ábyrgan fyrir yfirgangi gagnvart múhameðs- trúarmönnum og klerkum þeirra. Fjölmiðlar i báöum rikjum gáfu til kynna að Amin heföi farið að fyrirmælum Bandarikjanna. Telja vestrænir diplómatar i Moskvu að skýringum þessum á valdaráninu, sé einkum beint til valdhafa i Iran. Valdhafar og trú- arleiðtogar i byltingarráðinu i Ir- Gulliö hœkkar London (Reuter) A fyrsta degi nýja ársins náði gullverðið enn nýju hámarki. Cnsan fór i 567 dollara. A verðbréfamarkaðnum i Paris var tekið fyrir gullviðskipti, þar eð ljóst þótti aö eftirspurnin væri margfalt meiri en framboðið og þvi ekki hægt að ákveða verb. Þegar verðbréfamarkaðir lok- uðu á gamlársdag, var gullverðið 530 dollarar fyrir únsuna. Verö- bréfabraskarar töldu að hin mikla hækkun i gær ætti rætur að rekja til ástandsins i tran og Af- han hafa ráðist harkalega gegn afskiptum Sovétrikjanna af valdaráninu i Afganistan. Sovétmenn hafa fram til þessa ekki svarað athugasemdum ir- anskra stjórnvalda. I gær hældi sovéska fréttastofan TASS ir- önskum byltingarvörðum fyrir að reka á brott Afgani sem hugðust ráðast til inngöngu i sovéska sendiráðið i Teheran i fyrradag. Babrak Karmal hinn nýi forseti ganistan, og ótta við enn frekari oliuverðhækkanir eftir að Nigerla hækkaði oliuverö I fyrradag. Afganistan hefur lagt áherslu á að friðmælast við Iran, frá þvi að hann komst til valda. 1 einni af fyrstu ræðum sinum, sendi hann irönskum byltingarmönnum árn- aðaróskir, og sagði að ef ekki hefði notið hernaðaraðstoðar So- vétrikjanna, heföu „hermdar- verkin gegn hinni heilögu mú- hameðstrú og þjóðlegri arfleifð okkar” haldið áfram. Neitar að hætta Stuttgart (Reuter) Hans Kung, svissneski guöfræðingurinn sem Vati- kanið hefur fyrirmunað aö útbreiða kenningu sina um skeikulleika páfans, var i gær beöinn aö yfirgefa ka- þólsku guðfræðideildina við Tiibingenháskóla i Vestur- Þýskalandi. Menntamálaráðuneytiö I vestur-þýska fylkinu Bad- en-Wurtenberg flutti Kung i gær orðsendingu frá Georg Moser biskup i fylkinu, með þessari beiðni. Prófessor Kung, sem kveöur Jóhann Pál páfa hafa dæmt sig án þess að hlusta á málsbætur Kiings sjálfs, ætlar ekki að fara aö óskum biskupsins. Kúng heldur þvi fram að biskupinn hafi ekkert með kennaraembættið að gera. Kaþólsk guöfræðideild sé rikisstofnun, en ekki á veg- um kirkjunnar. Segist Kúng reiðubúinn að reka málið fyrir dómstólum. 'j.'uaui 2.TCAA 25600 BUNAÐARBANKI ÍSLANDS Austurstræti 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.