Þjóðviljinn - 03.01.1980, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. janúar 1980
Þeir eru ekki burðugir mannabústaðirnir í skóginum.
gerðirnar 15. september. Hreinsa
á um miðbik landsins og siðan
eyða hinum ýmsu skæruliöabæki-
stöðvum.
Þurrkatiminn ræður
úrslitum
— Þessi þurrkatimi ræður
úrslitum, segir Ny Kan. Um
næsta regntima höfum við
skýrara yfirlit yfir stöðuna. Þá
vitum við hversu langvarandi
þetta strið getur hugsanlega
orðið.
— Vietnam á i miklum erfið-
leikum með að halda úti lang-
vinnu striði. Ýmislegt er okkur
hagstætt. Ekki einu sinni hjálpin
frá Sovétrikjunum getur vegið
það upp. Efnahagsgrundvöllur
Vietnams er lélegur og veikur.
Landið er sundurtætt af innri
andstæðum. 1 suðri er mikil and-
staða gegn yfirráðunum úr
norðri. Stundum brýst þetta út i
vopnaðri baráttu gegn rikis-
stjórninni. Stefna Vietnams
gagnvart þjóðernisminnihlutum
hefur þær afleiðingar að and-
spyrnuhreyfingar eins og FULRO
geta haldið baráttu sinni áfram.
Þar að auki er sjálft vietnamska
samfélagið úrkynjað. Það sést á
svartamarkaðsbraski, spillingu,
eiturlyfjaverslun og vændi.
„VÍETNAMSTJÓRN
VILL ÚTRÝMA OKKUR”
fcg sit við langborðiö i
búðunum. Ragnið streymir úr
loftinu og jarðvegurinn úti er eitt
forarfen. Það er þegar orðiö
dimmt. Ég er aö yfirgefa
Kampútseu. Fg hef verið spurður
hvort ég gæti ekki tekið flugvél
siðar, en það er ómögulegt.
Hvernig gæti ég breytt bókuninni
héöan? Og ég get heldur ekki
verið lengur, þvi að eftir um þaö
bil viku fer ég til Bandarikjanna.
Ég verð að ganga frá blaöa-
greinunum. Ég er þvi neyddur til
að fara yfir fljótið i nótt.
Sókn Vietnama er þegar hafin.
Hún verður hert dag frá degi.
Sovétmenn fljúga með nauðsynj-
arnar. Ég veit að sovéskir dipló-
matar segja við hvern mann að
þeir muni aldrei gefast upp. Þeir
munu styðja striösrekstur Viet-
nama f Kampútseu með öllum
sinum risaveldisþunga. En á hinn
bóginn minnist ég viðtals við
ameriska diplómata sem einu
sinni sögðu eitthvað svipað um
sitt stríð.
„ Vietnam ætlar að
útrýma okkur”
—- Bandarikin reyndu að koma
fram hernaðarlegri lausn og það
varð þjóð okkar dýrkeypt, sagði
Ny Kan, en markmið Bandarikj-
anna var ekki að útrýma þjóðinni.
Bandarikin reyndu að fram-
kvæma pólitiskar breytingar með
hernaðaraðgerðum, en Vietnam
ætlar að útrýma okkur sem þjóð
og leggja landið undir sig. Þaö er
munurinn. Það sem við upplifum
nú er miklu verra en það sem við
gengum i gegnum 1970-1975.
— Þetta útskýrir hernaðaraö-
gerðir þeirra. Þeir reyna ekki
einungis aö nota sér verkfæri
okkar og vélar og aðrar eigur
okkar. Það sem beir ekki geta
stolið og flutt til Vietnam, eyöi-
Mynd úr ferö Svíanna, m.a
leggja þeir. Þegar er þeir hafa
tæmt landið flytja þeir inn. En
Jan Myrdals, i ágúst 1978.
þessi stefna felur einnig i sér að
til lengdar geta þeir ekki treyst á
nokkra samverkamenn.
Frá Havana hafði ég frétt
hvernig Vietnamar gættu Heng
Samrins. Þeir þorðu ekki að leyfa
honum að hafa samband við er-
lenda blaðamenn við venjulegar
aðstæður. Ef til vill treystu þeir
ekki einu sinni honum. Ef til vill
grunuðu þeir jafnvel hann um að
bregðast við eins og Kampútseu-
maður gagnvart þeirri út-
rýmingu sem Vietnam haföi
komið af stað.
— Heng Samrin varð snemma
þeirra maður, sagði Pech Bun
Ret. Hann varð það þegar 1960
þegar hann var tengiiiður milli
okkar og þeirra. En við vissum
það ekki þá. Það var ekki fyrr en
1977 þegar hann flýði til Vietnams
eftir misheppnað valdarán. Þá
hafði hann hershöfðingjastöðu.
Kornakrarnir ekki
lengur vörn
Regnið eykst. Ennþá er regnið
skjól fyrir Vietnömunum, en von
bráðar hefst þurrkatiminn. Þá
veitir þykkviðið ekki lengur neina
vörn gegn þeim. Enn þá ráða
Vietnamar einungis höfuðborg-
inni og nokkrum stöðum og land-
búnaðarsvæðum sem þeir hafa
byrjað að breyta i nýlendur með
vietnömskum ibúum. Rikis-
stjórn Alþýðurikisins Kampútseu
ræður heldur stærri hluta af
landinu, eftir þvi sem ég kemst
næst. En hve lengi?
Vietnam hefur gert fjórstjörn-
óttan generál að yfirmanni
sóknarinnar: Van Tien Dung.
Hann er yfirmaður 20 herfylkja.
Hann hóf undirbúningsað-
Lélegur andi hjá
hermönnunum
— Andinn meðal hermannanna
er slæmur. Alit Vietnams á
alþjóðavettvangi fer einnig dvin-
andi. Aðeins hér og þar heldur
Vietnam ennþá áliti sinu úr strið-
inu á undan. Rikin hér i Suð-
austur-Asiu hafa séð að hverju
Vietnam stefnir og sameinast
gegn þvi.
— Við höfum búið okkur undir
komandi átök. Við höfum safnað
birgðum og gert áætlanir. En
komandi þurrkatimi verður
barátta upp á lif og dauða fyrir
okkur.
Pech Bun Ret segir:
— Nú hefur verið séð til þess aö
þú komist yfir fljótið. A morgun
ertu i Stokkhólmi.
Vatnið stigur hratt. Fólk er
fengið til að færa hrisgrjóna-
birgðirnar hærra upp. Hlýtt
monsúnregnið lemur á okkur.
Ég klæði mig Ur skyrtu og bux-
um vef þeim saman og geng á
nærbuxunum til fljótsins. Myrkr-
ið gleypir brátt ljósin frá búöun-
um. Skæruliðar eru meðal fólks-
ins eins og fiskar I vatni. En hvaö
verður um fiskinn ef allt vatniö er
þurrkað upp? Hvað verður um
kampútsisku skæruliðana ef Viet-
nam Utrýmir kampútsisku þjóð-
inni? Hvort lætur fyrr undan:
sundurtætt riki vietnömsku hern-
aðarsinnanna eöa dauðsoltin
kampútsiska þjóöin?
SÍNE-félagar!
Siðari jólafundur verður haldinn laugar-
daginn 5. janúar i Félagsstofnun stúdenta
v/Hringbraut kl. 13.00.
Stjórnin
Félagsmenn
Dagsbrúnar
sem breytt hafa um aðsetur á árinu 1979
eru beðnir um að hafa samband við skrif-
stofu félagsins og tilkynna núverandi
heimilisfang.
Verkamannafélagið Dagsbrún
Lindargötu 9,
simi 25633
___Félagsmenn
Graiiska
sveinafélagsins!
Munið félagsfundinn i dag,3. janúar, kl.
17:15.
Dagskrá:
1. Sameiningarmálin
2. Kjaramálin
3. önnur mál.
Stjórnin