Þjóðviljinn - 05.01.1980, Qupperneq 7
Laugardagur 5. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Byltingin í
Nikaragúa
Douglas Rivera Pineda héitir ungur Nikaragúa-
búi, sem nú leggur stund á rafeindafræði i Uppsöl-
um i Sviþjóð.
Rivera á sæti i sænsku N'ikaragúa-nefndinni, sem
bæði niiðlar upplýsingum um landið og safnar pen-
ingum til stuðnings bvltingunni i Xikaragúa.
Þjóðviljinn átti viðtal við Rivera, þegar hann var
i stuttri heimsókn hér á iandi nýlega.
Jón Ásgeir Sigurðsson
rædir við Níkaragúa-
búann Douglas
Rivera Pineda
Sandinista-hreyfingin i Nika-
ragúa á upptök sin i baráttu
manns sem hét Agúst Sesar San-
dinó. Hann stofnaöi her sem
nefndist Her hinna frjálsu
manna.til að berjast gegn innrás
Bandarikjanna i Nikaragúa árið
1926.
Þegar Sandinó hóf baráttu sina,
var við völd i landinu Juan Sa-
casa forseti, sem Bandarikja-
stjórn þótti eiginlega of frjáls-
lyndur. Bandarikin stóðu þvi fyrir
stjórnarbyltingu og komu 1936 til
valda Antonio Somoza Garcia
hershöfðingja þjóðvarðliðsins, en
það var einmitt sonur hans, Ana-
stasio Somoza Debayle, sem var
hrakinn frá völdum i júli s.l..
A valdatima Sacasa, áttu að
fara fram viðræður milli hans og
Sandinós i höfuðborginni, en So-
moza notaði tækifærið til að láta
myrða Sandinó i fyrirsáti árið
1934.
Að frumkvæði Bandarikjanna
efldi Somoza einkaher sinn, Þjóð-
varðliðið, til að tryggja valdaað-
stöðu sina. Somoza-ættin sölsaði
undir sig mikinn hluta jarðnæðis
og átti einnig mikil itök i verslun
og iðnaði i Nikaragúa. M.a. átti
ættin helstu bankana, flugfélagið,
helstu skipafélög, fjöímiðla, hafn-
ir og fleira. í öllum helstu em-
bættum i Nikaragúa voru menn
af Somoza-ættinni. Jafnvel svo-
kallað þing i landinu laut Somoza-
ættinni.
— Nú tókst ekki byltingin gegn
Somoza-drottnuninni i fyrstu at-
rennu?
I september 1978 létu Sandinist-
ar til skarar skriða gegn Somoza i
norðurhluta Nikaragúa, en þeir
biðu hernaðarlegan ósigur, vegna
þess aö þeir nutu ekki nægilegs
stuðnings meðal alþýðu i landinu.
Við það var komið á herlögum i
Nikaragúa og útgöngubann var i
gildi. Þeir, sem voguðu sér út á
götur að kvöldi til, voru umsvifa-
laust skotnir.
Eftir þetta var kúgunin hert um
allan helming, og þótt þjóðvarð-
liðar hefðu áður haft frjálsar
hendur um að rupla og ræna og
misþyrma fólki þá tók fyrst stein-
inn úr eftir hina misheppnuðu
byltingartilraun iseptember 1978.
En þessi misheppnaða tilraun
illa vopnaðra og tiltölulega fylgis-
fárra Sandinista hafði einnig, ef
svo má segja, jákvæðar afleiðing-
ar. Grimulaust ofbeldi Þjóðvarð-
liðsins varð til þess að upp risu
fjöldasamtök eða breiðfylking
(FAO), sem Sandinistar aðstoð-
uðu við að skipuleggja.
Þessi breiðfylking klofnaði i
fyrravor og fylgdi mikill meiri-
hluti Sandinistum að málum, en
minnihlutinn vildi fallast á mála-
miðlunartillögu þá sem komin
var frá Bandarikjastjórn, um að
Somoza færi frá en að öðru leyti
yrðu ekki róttækar breytingar
gerðar i landinu.
Úr þessum meirihluta FAO-
breiöfylkingarinnar varð svo
Movimento Pueblo Unido, sem nú
má segja að sé stór hluti af
Sandinista-hreyfingunni.
— Verkföll voru undanfari
þcirrar byltingartilraunar sem
heppnaðist i fyrra?
Já, eftir morð Somoza-útsend-
ara á ihaldsblaðamanninum
Pedro Joaquin Chamorro 10.
janúar 1978 var reynt að ná sam-
stööu um allsherjarverkfall, en
það tókst ekki nema að hluta til.
Siðan var reynt aftur i mai og júni
1979, og þau verkföll voru undan-
fari þess að Somoza var hrakinn
frá völdum.
— Var fólk betur undirbúið fyrir
vopnuð átök í fyrrasumar?
Erindrekar Sandinista höfðu
ferðast um allt land og kennt fólki
að búa til vopn, t.d. Mólotof-kok-
teila og ýmsar tegundir af
sprengjum. Ég þekki einn sem
ferðaðist um með kassettusegul-
band og inn á spólur var búið að
Anastasio Somoza Debayle, sonur
þess sem komsttil valda 1936, var
hrakinn frá völdum i júli s.l..
Hann býr nú I Bandarikjunum, —
hvar annars staðar?
lesa nákvæmar leiðbeiningar um
vopnagerð.
Sandínistar voru miklu betur
skipulagðir, og ráku mikinn áróð-
ur með þvi að ferðast um og út-
skýra ástandið fyrir almenningi.
Þeim tókst lika að starfrækja út-
varpsstöð fyrir Nikaragúa.
Og auðvitað fann fólk fyrir arð-
Launmorö, ofbeldi og arðrán ein-
kenndu feril ættföðurins Anas-
tasios Somoza Garcia frá upp-
hafi, en hann varð einvaldur I
Nikaragúa árið 1936, með fulltingi
USA.
ráni og yfirgangi Somoza-ættar-
innar og annarra af hennar
sauðahúsi. Verðlag hækkaði si-
fellt og vöruskortur tók að gera
vart við sig. Eins og ég sagði áð-
an, var útgöngubann i gildi og
ferðafrelsi mjög takmarkað.
Eftir september-uppreisnina
jókst lika ofbeldi þjóðvarðliða
Augusto César Sandíno var myrt-
ur úr launsátri árið 1934, aö skip-
un Anastasios Somoza Garcia og
bandariska sendiherrans.
Þjóövarölið Nfkaragúa samanstóö af fruntum oghrottanum.sem fengu útrás fyrir skefjalausa fólsku i
borginni Esteli i scptember 1978. A myndinni sést skæruliði úr Sandinista-hreyfingunni I Esteli.
4.000 feitir þjónar bandariskrar heimsvaldastefnu voru sérþjálfaðir i bandariskum herbúðum til að
tryggja völd Somoza-ættarinnar og Bandarikjanna i Níkaragúa.
gegn alþýðu, ég veit þess dæmi að
heilu fjölskyldurnar voru reknar
út á götu og siöan skotnar niður.
Fólk sem hafði engin samskipti
haftviðSandinista.Mönnum varð
fljótlega ljóst, að við svo búiö var
i raun engu að tapa að ganga til
liðs við Sandinista.
— Þjóðvarðliðarnir höguðu sér
eins og örugustu villidýr...
Eftir september-uppreisnina
var sýnd fréttamynd I sænska
sjónvarpinu, þar sem fók sagði
frá þvi að þjóðvarðliðar hefðu
ráðist inn á heimilin, tekið hálf-
stálpaða unglinga og skotið þá til
bana. Þeir tóku einnig stúlkubörn
og nauðguðu þeim og drápu siöan.
Sjónarvottum virtust þeir vera
óðir og undir áhrifum eiturlyfja.
Það hefur liklega verið álika
ástatt fyrir þeim og bandariskum
hermönnum i Vietnam, sem voru
pumpaðir fullir af dópi.
1 Þjóðvarðliði Somoza voru ná-
lægt 7.000 manns og var talsverö-
ur hluti þess málaliðar. Þarna
voru fyrrverandi Bandarikjaher-
menn frá Vietnam, Suður-Kóreu-
menn og málaliðar frá ýmsum
Suður-Amerikurlkjum. Siðan 1950
hafa 4000 foringjar i þjóðvarðlið-
inu hlotið þjálfun i Bandarikjun-
um og þar voru t.d. pyntingar á
kennsluskrá.
Frá þvi að ég man eftir mér.
hefur Þjóðvarðliðið alltaf vakið
ógnarlega hræðslu. Menn þorðu
ekki að bera orðið „kommúnisti”
sér I munn, og ef mynd af Sandinó
fannst hjá einhverjum var það
dauðasök. I skólunum var sagt
frá Sandinó sem ótindum glæpa-
manni og ekkert gefið til kynna
um ástæður baráttu hans.
Þjóðvarðliðar voru vel launaðir
og þeim leyfðist að drýgja
tekjurnar með þjófnaði og of-
beldi. Þeir voru þvi að verja eigin
forréttindi um leið og þeir vörðu
Somoza.
— Hefur menning i Nikaragúa
ekki orðið fyrir miklum banda-
riskum áhrifum?
Jú svo sannarlega. A öllum
sviðum var rekinn mikill áróður
fyrir bandariska lifsstilnum, sem
þótti til fyrirmyndar. Mennta-
kerfið var byggt upp að banda-
riskri fyrirmynd og forystuhlut-
verk Bandarikjanna gert ótvi-
rætt. Bandariskar vöruaug-
lýsingar og áróður fyrir banda-
riskum lifsvenjum gengu þvi til-
tölulega vel i fólk.
Auk þess sem mikið var flutt
inn af bandariskum neysluvör-
um, voru auðvitað keypt vopn
þaðan til handa Somoza-stjórn-
inni. Skuldir Nikaragúa við önnur
lönd eru þvi gifurlegar, og reynir
núverandi rikisstjórn að ná
samningum við Bandarikin og
önnur lönd um tilhögun endur-
greiðslna, þótt i raun séu þessar
skuldir á ábyrgð kúgunarstjórnar
Somoza-ættarinnar.
— Hvernig er efnahagsástandið
núna?
Það er vægast sagt mjög bág-
borið. Rikisstjórnin hefur leitað
til margra rikja um efnahagsað-
stoð, vegna þess að stefnt er að
þvi að Nikaragúa verði ekki háð
neinu einu riki eða fáum rikjum.
Vestræn riki hafa gefið loforð, en
minna verið um efndir. Með þvi
móti er verið að reka Nikaragúa i
fangið á t.d. Sovétrikjunum, sem
þegar hafa látið aðstoð af hendi
rakna.
Helstu útflutningsvörar hafa
verið kaffi, baðmull og bananar,
en núna er ekkert flutt út af mat-
vörum. I átökunum I fyrrasumar
Framhald á bls. 13