Þjóðviljinn - 05.01.1980, Page 11

Þjóðviljinn - 05.01.1980, Page 11
Laugardagur 5. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 iþróttir [/m iþróttir l/J iþrottir A: WL. • . Jk W ‘r>$ — 'v ‘•afi »£gf WBm- t £ Hluti þeirra Iþróttamanna sem viöurkenningu hlutu i hófinu i gær, en fjarverandi voru Pétur Pétursson, Gunnar Steingrimsson og Jón Sig- urósson, en eiginkonan hljóp I skaró hans. Margir kalladir en fáir útvaldir Iþróttamaður árslns 1979 útnefndur I gær: Hrelmt langefstur „tþróttamaóur ársins 1979 er Hreinn Halldórsson, frjálsiþróttamaó- ur í KR. Hann hlaut 64 stig af 70 mögulegum i þessu kjöri. Hreinn er nú kjörinn Iþróttamaóur ársins I þriója sinn og sem fyrr er hann vel aö þessu sæmdarheiti kominn,” sagöi formaöur samtaka iþróttafrétta- manna, Bjarni Felixson, I gær þegar úrslit I kjöri um iþróttamann ársins 1979 voru tilkynnt. Bjarni sagöi ennfremur: „Hreinn er nú 30 ára gamall og hefur um langt árabil veriö fremsti kúluvarpari landsins og i mörg undanfarin ár i hópi bestu kúluvarpara heims. A s.l. sumri náöi hann 6. besta árangri i kúlu- varpi i heiminum áriö 1979. Hann varpaöi kúlunni 20.69 metra á móti á Húsavik, en hafði áöur varpaö henni 20.59 metra á móti i Bandarikjunum. Þessum árangri náöi Hreinn þrátt fyrir meiðsli, sem hrjáöu hann lengi keppnis- timabilsins. Hreinn hefur jafnan staöiö sig mjög vel á alþjóölegum mótum, en meiðsli hans á s.l. ári komu i veg fyrir það, aö hann gæti tekiö þátt i mörgun slikum, utan Evrópubikarkeppninnar og Kalott-keppninnar, en þar sigraöi hann i kúluvarpi meö yfirburö- um. Ég hef ekki tölu á þvi, hve oft Hreinn varpaöi kúlunni yfir 20 metra markið á siöasta ári og það liggur viö, að viö teljum það ekki lengur til tiöinda, þegár slik- ur afreksmaöur á i hlut, en Hreinn varð fyrstur Is- lendinga til þess áriö 1976, og ári siöar varö hann Evröpumeistari i kúluvarpi innanhúss. Hreinn er án efa frægastur frjálsiþróttamaður islenskur og mestur afreksmaöur og árangur hans og afrek hafa oröið til þess aö beina augum al- mennings aö gildi iþrótta fyrir land og þjóö, en þau hafa lika orðiö til þess að vekja athygli okkar á aöstööumun islenskra og erlendra iþróttamanna. Hreinn Halldórsson hefur tvi- vegis áður veriö kjörinn iþrótta- maður ársins, þ.e. árin 1976 og 1977, og hann hefur borið þetta sæmdarheiti meö sóma og svo veröur einnig nú. Hreinn er sannur iþróttamaöur, sem hefur lagt mikla rækt viö Iþrótt sina og hefur unniö hylli áhorfenda innanlands sem utan fyrir afrek sin og prúömannlega framkomu innan vallar sem utan.” Frjálsiþróttagarpurinn Vilhjálmur Einarsson, ÍR.hefur oftast allra orðið tþróttamaöur ársins hér á landi eöa alls 5 sinnum. Hreinn er nú farinn aö »auma aö honum.þvi nú er hann.með 3 titla aö baki og ef að likum lætur verður hann meö I slagnum enn um sinn. Þá hafa Valbjörn Þorláksson og Guömundur Gislason hreppt hnossiö i tvigang hvor. Annars ber þess aö geta aö iþróttafréttamenn dagblaöanna og sjón- varps og útvarps sjá um kosninguna. Þeir tilnefna hver 10 menn i tölu- röð og hlýtur sá sem er efstur 10 stig, sá næsti 9 stig o.s.frv. Þannig er mest hægt aö fá 70 stig i kosningunni. Listinn fyrir árið 1979 litur þannig út: 1. Hreinn Halldórsson, KR 64 stig 2. Oddur Sigurðsson, IR 51 stig 3. Pétur Pétursson, Feyenoord 49 stig 4. Jón Sigurðsson, KR 38 stig 5. Valbjörn Þorláksson, KR 24 stig .-7. Brynjar Kvaran, Val 23 stig .-7. Skúli Óskarsson, UIA 23 stig 8. Hannes Eyvindsson, GR 19 stig 9. SigurðurT. Sigurðsson, KR 18 stig 10. Gunnar Steingrimsson, ÍBV 17 stig Alls hlutu 23 iþróttamenn i 12 iþróttagreinum stig i kjörinu aö þessu sinni og er þaö svipaöur fjöldi og fyrr. Eins og sjá má hér aö ofan eru yfirburðir Hreins talsveröir og fer ekki á milli mála aö hann teljist öruggur sigurvegari. Strákarnir lenda í klónum á þeim pólsku í tvígang um helgina í dag kl. 15 munu ungu lands- liðsstrákarnir i handbolta heyja aöra rimmu viö hiö fræga landsliö Pólverja en viöureign liöanna i fyrrakvöld gaf vissulega fyrirheit um góða frammistööu okkar manna i dag. A morgun, sunnudag.mun liöiö leika sinn þriöja og siðasta leik i keppnisferð Pólverjanna hingaö og hefst sá slagur i Höllinni kl. 14. Að sögn ku pólskir vera mjög óánægir meö frammistööu sinna manna i leiknum i fyrrakvöld og hyggja á hefndir. Þeir hreinlega ætla sér aö sýna islensku stráklingunum hvar Davið keypti öliö. Við þvi eiga óbreyttir áhorf- endur aöeins eitt svar: Allir i Höllina!! Góðkunningi islenskra handboltamanna, Januz Czerwinski, er nú æösti maöur hjá pólska handboltalandsliöinu og er meö i förinni hingaö til lands. I Hreinn er hér meö hinn stórglæsilega farandgrip, sem sæmdarheit- ■ inu íþróttamaöur ársins fylgir. Iiann fékk einnig bikar til eignar frá IVelti h.f. og þaö sama fyrirtæki bauö honum einnig til þess aö vera viðstaddur kjör iþróttamanns Noröurlanda fyrir tslands hönd. Trú- lega á þó Hreinn erfitt meö aö þiggja þaö boö þar sem hann mun • dveljast viö æfingar og keppni I Bandarikjunum fram á vor. Mynd: — gel „Held nú tll Banda ríkjanna og verð þar í 5 mánuði” — sagði íþróttamaður ársins 1979, Hreinn Halldórsson, en hann undirbýr sig nú af kostgæfni fyrir olympíuleikana í Moskvu næsta sumar Hreinn Halldórsson kúluvarparinn kunni, var kjör- inn Iþróttamaöur ársins 1979 i hófi í gær með umtais- verðum yfirburðum, fékk 64 stig af 70 mögulegum. Hreinn er mjög vel að þessu sæmdarheiti kominn og náði á s.l. ári m.a. 6. besta árangri i heiminum í kúlu- varpi þegar hann kastaði 20.69 m. á móti á Húsavík. — Þetta kom mér nokkuð á óvart þvi þaö eru svo margir sem unnu góö afrek á árinu sem var að liöa. Ég var hreinlega ekki viöbúinn þvi að verða kjör- inn Iþróttamaöur ársins nú, en þaö þýddi ekki annaö en að taka þessu meö ró þegar til kom j sagöi Hreinn aö aflokinni verö- launaafhendingunni i gær. Hvaö er framundan hjá þér næstu mánuöina? — A mánudaginn mun ég halda til Toucllossa i Alabama i Bandarikjunum og dveljast þar ásamt vini minum Guðna Hall- dórssyni næstu 5 mánuöina við æfingar og keppni. Þar dvelst ég og keppi fyrir háskóla nokkurn. Þessi ferð er sérstakur liöur i undirbúningi minum fyrir Ólympiuleikana, en þó munum viö ekki njóta leiösagnar sér- staks þjálfara, heldur æfum við Guöni saman eins og hingaö til. Hvaö meiöslin,sem ég hef átt viö aö striöa undanfarin ár, varðar, má segja að ég sé nú skárri en oft áöur, en sennilega verð ég aldrei fullgóður. Eru einhver sérstök markmiö sem þú stefnir aö á árinu, sem er nýbyrjaö? — Það er auövitað takmarkiö aö vera á toppnum á Ólympiu- leikunum. Þaö hefur stundum tekist og stundum ekki hjá mér aö ráða við þetta og verður þvi að koma i ljós i sumar hvernig tekst til. Annars hef ég ekkert sérstakt takmark á árinu, en ég minnist ekki aö hafa tapað á móti á s.l. ári og þaö væri gam- an aö halda þeim árangri. Nú hefur verið mikiö rætt um þaö undanfarið aö iþróttamenn frá Vesturlöndum fari ekki á Ólympiuleikana af pólitiskum ástæöum. Hvernig horfa þessi mál við frá þinum bæjardyrum? — Þaö á ekki aö blanda sam- an iþróttum og pólitik. Það er min skoöun og flestra annarra iþróttamanna. Hins vegar eru þaö nokkrir stjórnmálamenn sem þannig hugsa. Ef að hindra ætti mig i ab komast á Ólym%.!u- leikana þyrfti þaö aö vera skip- un frá ólympiunefndinni is- lensku og henni skipar engin fyrir verkum nema ef vera skyldi rikisstjórnin. Ég tel nú ákaflega litlar likur á þvi aö slikt geti gerst hér á landi, nema aðrir segöu okkur aö vera heima. Þaö eru ýmsir sem þaö geta gert, jafnvel utanaðkom- andi aöilar hér á landi. Aö lokum Hreinn, hvaö end- istu lengi i þessum slag meöal afreksiþróttamannanna? — Eins og ég lit á þetta i dag getur árið 1980 orðið það siöasta sem maöur reynir viö topp- árangur. Ég ætlaöi aö hætta eft- ir Ólympiuleikana 1976, en sá fram á aö ég gæti enn betur. Maöur veit þannig aldrei hvað

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.