Þjóðviljinn - 05.01.1980, Side 16

Þjóðviljinn - 05.01.1980, Side 16
DMÐVIUINN Laugardagur 5. janúar 1980 Aöalsími Þjóöviljans er 81333 kl. 9 — 20 múnudaga til föstudaga, kl. 9 — 12 f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins i þessum símum: Ritstjúrn 81382) 81527, : 81257 og 81285, afgreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. C81333 Kvöldsímí er 81348 Vilmundur heykist á því að Einar Bragi: Ekki til siðs i minni sveit að niöast á gersigruðum mönnum eins og ráðherranum. biöja nú \ríkið um \ 3-400 \króna Forstjúri Flugleiða h.f. Siguröur Helgason lýsti þvi yfir i Morgunpóstinum i vik- unni aö Flugleiðir h.f. hefðu ekki sömu aðstöðu og sjávar- útvegur og landbúnaöur að geta hlaupiö til og fengið styrk frá rikinu, félagið yrði að bera sinar byrðar sjálft. Nú er þaö svo, aö þessi sami maöur haföi fáeinum dögum áöur farið á fund rikisstjórnarinnar og beðið hana um styrk uppá 300 til 400 miljónir króna, með þvi að fella niöur lendingargjöld Flugleiða h.f. i Keflavik. Þetta staðfesti Magnús H. Magnússon samgönguráð- herra i samtali við Þjóðvilj- ann fyrir skömmu. Með þeim peningum sem greiddir eru i lendingargjöld er haldið uppi margþættri þjónustu á Keflavikurflugvelli. — S.dór. HAFIÐ ÞIÐ HEYRT ÞAÐ? ; Flugleiðir j orðnar t ammai Flugleiða-fjölskyldan stækkar óöum og fæddist einu dótturfyrirtækinu dóttir á árinu 1977. Heitir afkvæmiö Aero Uruguay og er flugfélag i samnefndu landi. Til þess var stofnaö af dótturfyrir- tæki Flugleiöa, Cargolux, i samvinnu viö þarlenda aöila til alþjóölegs flugrekstrar. Einn Islendingur er meöal yfirmanna félagsins og sér hann um viöhald flugvél- anna. Þessar upplýsingar er aö finna í tímaritinu Flight International, april-hefti 1979. — AI fangelsa Einar Braga Dómsmálaráðuneytið fól í gær lögreglustjóraembætt- inu í Reykjavík að innheimta sekt Einars Braga rithöf- undar til ríkissjóðs vegna VL-dómsins með öllum tiltæk- um ráðum öðrum en fangelsun. Þetta þýðir að væntan- lega verður gengið að Einari Braga með lögtaki í eignum hans fyrir hinni smávægilegu sekt neiti hann sem fyrr að greiða sektina. Hinsvegar fellur kvaðningin um að mæta til afplánunar fangelsisdómsins n.k. mánudagsmorgun niður. Bréf ráðuneytisins ómerkt Einar Bragi var í gær kvaddur til Williams Möller f ull- trúa lögreglustjóra og lesið þar yfir honum bréf frá Baldri Möller ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins þar sem rithöfundinum var efnislega tilkynnt að fyrra bréf ráðuneytisins væri hér með ómerkt og einnig vara- refsing Hæstaréttar, fangelsisvist ef sekt væri ekki reidd af hendi. Hins vegar er lögreglustjóraembættið kvatt til þess að beita öllum ráðum til þess að innheimta VL-sektina hjá Einari Braga án þess þó að til fangelsun- ar komi. ,,Það var ekki venja í minni sveit að níðast á mönnum þegar þeir eru gersigraðir og þessvegna vil ég ekkert frekarum gerðir Vilmundar segja'isagði Einar Bragi er Þjóðviljinn bar undir hann nýjustu tíðindi i innheimtu- máli dómsmálaráðherra á hendur honum vegna pólitísks dóms. — ekh Ilrcinn Halldórsson, kúluvarpari,var I gær kjörinn Iþróttamaöur ársins 1979 og haföi hann umtalsveröa yfirburði i þvi kjöri, hlaut 64 atkvæöi af 70 mögulegum. A myndinni hér aö ofan er Hreinn ásamt tþróttamanni ársins 1978, Skúla óskarssyni. — Sjá nánar á bls. 11. — Mynd — gel. Nýstárlegar fullyrðingar um Flugleiðamál í Göteborgs-Posten Sameining við SAS? Hugmyndir uppi um að fella niður flug til Lundána og Kaupmanna- hafnar? Það vakti athygli Þjóð- viljans að í frétt Göteborgs Posten frá 27.11. ' 79 er þvi haldið fram að uppi séu hugmyndir innan Flug- leiða að hætta flugi til Lundúna og Kaupmanna- hafnar og tillögur hafi ver- ið settar fram um samein- ingu við SAS. 1 greininni þar sem fjallaö er um erfiöleikana i Atlantshafsflugi Flugleiöa og sagt frá greinargerö er blaöafulltrúi félagsins haföi sent Göteborgs-Posten i tilefni fyrri frétta af málinu eru meöal annars þessar fullyröingar. „Þaö eru meira aö segja aö þvi er Göteborgs-Posten kemst næst hugmyndir uppi um þaö innan Flugleiöa aö hætta flugi til Lúnd- úna og Kaupmannahafnar”, og ennfremur: Sveinn Sæmundsson: Hrein fjar- stæöa. „Samkvæmt heimildum blaös- ins eru á ferðinni róttækar tillög- ur um að Flugleiöir eigi að kaupa sig inn i SAS og mynda samnor- rænt flugfélag.” t samtali viö blaðamanninn Lars Helgen sem skrifaöi fréttina sagði hann að þessar fullyröingar væru haföar óbeint eftir Flug- leiðamönnum, enda hefðu frétta- stjórar Götebergs-Posten góð tengsl inn i innstu hringi félags- ins. Hinsvegar kvað hann Svein Sæmundsson blaðafulltrúa hafa visað þvi á bug sem fjarstæðu að einhverjar hugmyndir væru uppi um sameiningu viö SAS. Sveinn Sæmundsson staöfesti þetta i viö- tali við Þjóöviljann i gær og sagöi það einnig hugarburð að til um- ræðu hefði veriö að leggja niöur , flug til Lundúna og Kaupmanna- hafnar. Lars Helgen taldi sig hinsvegar hafa nokkuð áreiöan- legar heimildir fyrir slikum um- ræðum innan Flugleiöa. — ekh NYJU SKATTALOGIN: ísal og Frímúrara- reglan framtalsskyld 1 Þjóöviljanum i dag er auglýsing frá rikisskattstjóra, þar sem tilkynnt er aö öll félög, sjóöirog stofnanirséu framtals- skyld aö þessu sinni og er þaö i samræmi viö ný lög um tekju- og eignaskatt frá árinu 1978. Þetta þýöir aö fjölmargir aö- ilar sem hingað til hafa haft undanþágu frá framtalsskyldu þurfa nú aö gera grein fyrir fjárhagsumsvifum sinum og munu þar i hópi vera auðhring- ar eins og álverið og einnig hvers konar góðgeröarfélög eöa félög sem flagga undir þvi nafni svo sem Frimúrarareglan. Hér eftir veröa sem sagt engar sjálfkrafa undanþágur frá framtalsskyldu heldur veröur aö senda inn umsókn um undanþágu hverju sinni og verður undanþága einungis veitt á grundvelli athugunar á framtali. Þetta veröur aö sjálf- sögöu til þess aö mun betra eft- irlit veröur með ýmiskonar starfsemi i þjóöfélaginu en eykur vinnu skattyfirvalda aö sama skapi. _ GFr.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.