Þjóðviljinn - 08.01.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.01.1980, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagurinn 8. janúar 1980. borin út um miðjan mánuðinn Þessa dagana er verið að leggja síðustu hönd á prentun nýju skattfram- talseyðublaðanna og verða þau væntanlega borin út um miðjan mánuðinn. Nýju eyöublööin veröa nokkuö frábrugöin þvi sem veriö hefur, enda hefur skattalögunum veriö breytt frá þvi menn töldu siöast fram. Enn sem fyrr gildir sama eyöublaö fyrir hjón, en á þvi eru þó tveir dáldar i tekjuframtali, fyrir sitt hvort hjónanna, þvi ein af nýju reglunum er aö hjón telja fram tekjur sinar sitt i hvoru lagi. Framtalsfrestur einstaklinga er nú til lO.febrúar og er þaö 10 dögum lengur en veriö hefur. Væntanlega tekst alþingi aö samþykkja nýjan innheimtukafla fyrir þann tima en eins og nú er, vantar slikan kafla i skattalögin sem tóku gildi 1. janúar s.l. —AI. Norræna húsið: Grænlensk list Sýning á grænlenskri list i sögnum og daglegu llfi veröur opnuð i Norræna húsinu miövikudaginn 9. janúar kl. 18. Veröur sýningin opin daglega kl. 14-19 til 28. janúar. t tenglum viö sýninguna mun danski listmálarinn Bodil Kaalund halda erindi um grænlenska list. Bodil Kaalund nam viö Listaháskólann i Kaup- mannahöfn. Er hún mjög fróö um grænlenska list og menningu og hefur m.a. feröast mikiö um Grænland. Áriö 1969 setti hún upp grænlenska sýningu i Louisiana-safninu i Danmörku og er hún aöalhvata- maöur aö þeirri farandsýningu, sem nú veröur sett upp I Norræna húsinu. Fyrirlestur Bodil Kaalund veröur laugardaginn 12. janúar kl. 15 og sýnir hún litskyggnur meö fyrirlestrinum. Siöan munu hún og grænlenska listakonan Aka Höegh leiöbeina sýningar- gestum. Bruna- liðið HLH og Bjöggi á Midem ’80 Brunaliðinu, HLH- flokknum og Björgvin Halldórssyni hefur verið boðið að skemmta á Midem '80 í Cannes síðar í þessum mánuði. Það hefur ekki gerst fyrr, að islenskum listamönnum hafi verið boðin þátttaka í Midem, sem er talin mark- verðasta og umfangmesta ráðstefna hljómplötu- og tónlistarútgefenda í ehimi. I ár er talið að um 6000 fulltrúar frá nær 700 fyrir- tækjum í liðlega 50 löndum taki þátt í Midem dagana 18-24. janúar. Þaö veröa alls um fimmtán manns frá Hljómplötuútgáfunni h.f., sem halda héöan til þátttöku i Midem ’80 um miöjan þennan mánuö. Brunaliöiö, HLH- flokkurinn og Björgvin Halldórsson munu skemmta þrjú kvöld á einum þekktasta nætur- klúbbi i Cannes: Club Whisky A- Go-Go. Meö tilliti til aöstæöna hafa allir textar veriö settir yfir á ensku, en aö sjálfsögöu munu hinir erlendu gestir listamenn- anna einnig fá aö heyra islenskt rokk á islensku. Undirbúningur þessarar feröar hefur staöiö yfir I hartnær eitt ár, eöa frá þvi aö fulltrúar Hljóm- plötuútgáfunnar h.f. tóku þátt i Midem ’79. Þessa dagana æfa listamennirnir af kappi fyrir þennan einstæöa atburö, en jafn stór hópur islenskra rokktón- listarmannahefur ekki áöur fengiö jafn glæsilegt boö. i Vegleg gjöf I* „Styrktarfélagi lamaöra og fatlaöra barst á gamlárs- dag 14 miljón króna gjöf. Sigriöur Bjarnadóttir frá I* Fljótshólum i Gaulverja- bæjarhreppi lét þá færa félaginu gjöf þessa til minn- ingar um systur sina ! Kristrúnu Bjarnadóttur, sem andaöist i Reýkjavik hinn 23. ■ marz 1973. Styrktarfélag lamaöra og fatlaöra þakkar þessa stór- höföinglegu gjöf og metur • mikils þá viöurkenningu og I þann hlýhug, sem starfsemi félagsins er sýnd- ur meö minningargjöf þess- ■ ari. Þota Amarflugs leigð rikisstjórn Sao Paulo Rikisstjórnin i Sao Paulofylki i Brasiliu hefur tekiö á ieigu Boeing þotu Arnarfiugs og fór hún frá Keflavik fyrir heigina til Róntarborgar þar sem hún mun taka 70 manna hóp ásamt rikis- stjóranum i Sao Paulo og siöan veröa i feröum meö hópinn milli staöa I Miö-Austurlöndum til 17. janúar. Meöal staöa sem flogiö veröur til eru Riyadh, Jeddah og Baghdad. Ein áhöfn fylgir vélinni, alls 8 manns, þar af 2 túlkar. Flugstjóri I þessari ferö er Lúövik Sigurösson. Tœkniskóli íslands: Þréttándinn á Selfossi: Grýttu lögregluna með klakastykkjum Við lok haustannar 21. des. s.l. voru brautskráðir frá Tækniskóla íslands 3 byggingatæknar, 8 raf- tæknar, 5 véltæknar og 13 byggi ngatækn i f ræði nga r. Meöal þeirra er fysta konan sem ávinnur sér námsgráöuna byggingatæknifræöingur viö T.í. 15 meinatæknar voru braut- skráöir 1. okt og 24 útgeröartækn- ar 31. mai. 42 luku raungreina- deildarprófi á árinu 1979, flestir i mái, en nokkrir i desember. 12 nemendur fóru á siöasta ári frá Tækniskólanum til þess aö ljúka I Danmörku tveim siöustu námsárunum til tæknifræöiprófs I vélum eöa rafmagni. Heildarf jöldi nemenda I 6 deild- um skólans var u.þ.b. 400 á haust- önn og hefur ekki áöur veriö svo mikill: í byggingum, vélum og rafmagni sitja fyrir um skólavist menn meö viöeigandi sveinspróf. 4 lögreglumenn sködduðust í þrettánda- ólátum á Selfossi aðfarar- nótt mánudagsins, þegar hópur 2-3oo unglinga grýtti klakastykkjum að þeim og meiddist einn lögreglu- maður talsvert á auga. Höfðu unglingarnir hlaðið vegartálma á Olfusárbrú og veittust þeir að lögregl- unni þegar hún hugðist ryðja brúna. Var mildi að ekki hlutust meiri slys af, þar sem stór klakastykki lentu í höfðum þriggja lögregluþjónanna. Aö sögn Jóns Guömundssonar yfirlögregluþjóns á Selfossi, hefur þaö viljaö brenna viö aö út af brygöi á þrettándanum þar eystra, en ástandiö hefur aldrei oröiö þetta slæmt fyrr. Mikiö var fyrir unglingunum haft þetta kvöld meö álfadansi og blysför og lauk skemmtuninni meö popptónleikum i Iþrótta- höllinni. Þegar þeim var lokiö um kl. hálf eitt hófust unglingar- nir handa viö aö loka brúnni og veittust siöan aö lögreglunni meö fyrrgreindum afleiöingum. Jón sagöist furöu lostinn yfir þessu framferöi og ekki sist á þvi full- oröna fólki, sem hangiö heföi yfir þessu og þannig veitt ungling- unum óbeinan stuöning. Þegar lögreglumennirnir hurfu sárir af vettvangi meö nokkra ólátaseggina meö sér, sljákkaöi smám saman I mannskapnum en lætin stóöu yfir i nær 2 tima.-AI, Framtalsfrestur einstaklinga til 10. febrúar Nýju eyðublöðin Fyrsta konan braut- skráð bygg- ingar- tækni fræðingur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.