Þjóðviljinn - 08.01.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 08.01.1980, Blaðsíða 15
Múmínálfarnir Sjónvarpiö hefur tekift upp á þeim skemmtilegheitum aö sýna teiknimyndaflokk um Múmfnálfana eftir fréttir og auglýsingar á mánudögum og þriöjudögum. Þriöji þátturinn er i kvöld, en samtals veröa þeir þrettán. MUminálfarnir eru ævin- týrapersónur, sprottnar úr hugarheimi sænska rit- höfundarins Tove Jansson. Þessar figúrur hafa náö mikl- um vinsældum á Noröurlönd- Sjón varp kl. 20.30 um, og hafa bækurnar um þær veriö þýddar á islensku. Þetta er létt og skemmtilegt efni fyrir börn.auöskiliö en þó ekki um of, og ætti aö koma imyndunarafli krakka i fullan gang. -ih Nasser á skjánum t kvöld veröur á skjánum þáttur úr framhaldsmynda- flokknum bandariska um Þjóöskörunga tuttugustu ald- ar, og fjallar aö þessu sinni um Nasser hinn egypska. Þaö er vist óhætt aö segja aö Nasser eigi þaö skiliö aö vera meö i þessari seriu, en sama veröur ekki sagt um alla þá „þjóöskörunga” sem þar eru teknir fyrir og sagöir hafa haft mikil áhrif á tuttugustu öld- ina. (Eöa hafa menn oröiö varir viö mikla strauma frá Elisabetu Englands drottn- ingu?) Enhvaöum þaö, Nasser var merkur karl á sinum tlma og umdeildur eins og sllkir karlar vilja veröa. Hann fæddist 1918 og hlaut menntun slna I her- skóla I Kairó. 1942 var hann oröinn liösforingi i egypska hernum og uppfrá þvl fór hann aö láta til sín taka I egypskum stjórnmálum. Hann var á móti Bretum, sem höföu yfirráö yfir SUezskuröi.og hann var á móti FarUk konungi sem var gjörspilltur og duglaus stjórn- Gamal Abdel Nasser, leiötogi Araba. Sjónvarp kl. 20.40 andi. 1952 stjórnaöi Nasser valda- ráni og steypti þar meö Farúk úr stóli. I júnl 1956 varö hann forseti Egyptalands, og mánuöi siöar var Súez: skuröurinn þjóönýttur. 1958 varö Nasser forseti Sam- einaöa Arabalýöveldisins og gegndi þvi embætti þar til hann lést úr hjartaslagi 28. september 1970. —ih Födurlandiö og nikkan Evert Ingólfsson hefur um- sjón meö útvarpsþætti I kvöld, sem hann nefnir þvi fróma nafni A brókinni, — þáttur um ullarnærfatnaö. Lesari meö Evert er Elisabet Þórisdóttir. — Þetta er semsagt þáttur um ullarföt — sagöi Evert — og má segja aö hann sé tvi- skiptur. I fyrsta lagi lesum viö úr Jónasi frá Hrafnagili, sem skrifaöi um nærfatnaö á 18. Útvarp kl. 21.10 öld. Hinsvegar fór ég út á götu og geröi smá-nærfatakönnun, en þaö atriöi er eiginlega leyninúmer, og á aö koma hlustendum á óvart. Inn á milli leikum viö svo létta harmonikkutónlist af plötu sem Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli er nýbúinn aö gefa út ásamt öörum. -ih Þriöjudagurinn 8. janúar 1980. iÞJÖÐVILJINN — StÐA 15 Hringið í síma 8 13 33 kl. 9-5 alla virka daga eða skrifið Þjóðviljanum Síðumúla 6, 105 Reykjavík Hver er maðurinn? Enga fordóma takk! Móöir hringdi: Mig langar til aö vekja athygli þeirrasem semja efni I STUND- INA OKKAR á þvi, aö þeir mega ómögulega innræta krökkunum fordóma i garö ákveöinna þjóöa eöa þjóðfélags- hópa. Égsegiþettaafgefnutilefni. I Stundinni okkar á þrettándan- um var bankastjóri Brandara- bankans aö segja brandara aö venju, og ég hjó eftir þvl hjá honum tvisvar aö hann sagöi, alveg úr í hött, aö mér fannst: ja þessir Gyöingar, svona eru þessir Gyöingar. Brandararnir komu Gyöingum hreint ekkert viö. Þarna viröist bara vera á feröinni vanhugsaö grin. Brandararnir voru venju frem- ur þunnir á þrettándanum, og kannski hefur bankastjóranum fundist hann þurfa aö krydda þá dálitiö. Sumum kann aö viröast þetta tittlingaskítur, en ég held aö þarna sé á feröinni „grín” sem áekkert erinditileinseöa neins, og allra sist barnanna okkar. Viö viljum ekki aö þau fari aö endurtaka þetta I sinum brönd- urum. Brandarar á kostnaö ákveöinna þjóöa eöa hópa eru alltaf varhugaverbir. Stjórnendum Stundarinnar okkar er mikil ábyrgö á heröar lögö, þvl aö krakkar eru áhrifa- gjarnir og drekka I sig allt sem sagt er og sýnt I barnatímum. Þessvegna þarf aö vanda til þess efnis sem þeim er boöiö upp á. Aö minu mati hefur Bryndísi Schram aö mörgu leyti tekist vel upp i vetur, þættirnir hafa verib fjölbreyttari en oft áöur, fjörugri og skemmtilegri. En viö eigum rétt á aö gera til hennar enn meiri kröfur. Og ein krafan er: enga fordóma, takk! Bryndisi Schram hefur aö mörgu leyti tekist vel upp I Stundinni okkar, en bankastjóri Brandarabankans má vara sig á fordómum, segir „Móöir” I bréfi sinu. Hversvegna þarf ad þegja um þad sem vel er gert? Heiðraöi ritstjóri. Mig langar til aö koma á framfæri i blaði yöar smá at- hugasemd viö fréttamennsku yfirleitt. 1 öllum blööum höfuö- staöarins hefi ég lesib svokall- aöa annála ársins: Þaö er yfirlit um helstu atburöi ársins 1979. Þaö sem vekur sérstaka athygli mina er aö hvergi — ég endur- 1 tekhvergi — er minnst á Viku gegn vimuefnum, dagana 21.-27. okt. s.l., sem 22 félagasamtök stóöu að og var aö flestra dómi einhver best heppnaöa og alvar- legasta tilraun sem gerö hefur veriö til aö vekja athygli á mesta og versta vandamáli Islendinga i dag, áfengisvanda- málinu.og hvernig unnt væri aö j snúa þeirri öfugþróun viö. ■ Hins vegar sá ég I einu eöa tveimur blööum getiö lofsam- lega um reglugerðarbreytingu Steingrims Hermannssonar fyrrverandi dómsmálaráöherra um opnunartima veitingahúsa, þar sem áfengisbölið er aukiö. i Þessi reglugerðarbreyting var gerö endaþótt vitaö væri aö hún 1 nyti ekki meirihluta á Alþingi. Engum ráöherra ber aö fara eftir naumum meirihluta borg- arfulltrúa I Reykjavik eins og gert var i þetta sinn. Þaö má raunar koma fram i þessari at- hugasemd að Reykjavikurborg ; og Garðabær voru einu bæjarfé- ! lögin sem neituöu samstarfs- nefndinni, sem stjórnaöi Viku | gegn vlmugjöfum um fjárfram- lög, og undirstrikar sú stað- : reynd enn betur hvaða hags- munum borgarfulltrúar Reykjavikur kjósa aö þjóna. í aöeins einu dagblaöi sé ég aö getiö er um baráttu Krabba- meinsfélagsins og reyklausa daginn 23. janúar s.l. Hvaö veldur þessu brenglaöa gildismati hjá fjölmiðlum? Get- ur verið að áfengisauömagniö sé hér að verki? Þiggur t.d. rit- stjóri laun fyrir aö leika trúö I áfengisauglýsingu eins og nær- tækt dæmi er um? Hér er verk- efni fyrir rannsóknarblaöa- menn. Ekkert auðvald er eins óprúttiö og svivirbilegt I baráttuaðferðum og áfengis- auömagniö. Um þaö hefur meö- al annarra hinn frægi rithöfund- ur Alex Haley vitnaö. Arið 1979 var ár barnsins. Ekkert er uppeldi barna á vesturhveli jaröar eins skaölegt og ofneysla áfengis hjá hinum fullorönu. IViku gegn vimugjöfum var haldið uppi samfelldum áróöri i skólum og fjölmiölum gegn vimugjöfum. t þeirri herferö tóku þátt fjölmargir þekktustu og bestu þegnar þjóöarinnar. Ekkert viðtal á þessu ári var einsáhrifamikið og þarfteins og sjónvarpsviðtal barna I tilefni af Viku gegn vimugjöfum. Hvers vegna þarf alltaf aö þegja um það sem vel er gert en hampa þvi sem leiðir til ills og veldur þjáningum og kvöl? Þetta skyldu blaðamenn og forrábamenn fjölmiöla hugleiða á nýbyrjuöu ári. Hilmar Jónsson. Þjóðsagan Einu sinni komu tvær kerling- ar að þúfu nýsleginni. „Tarna er fallega skoriö,” sagði önnur kerlingin. „Og þú lýgur þvi,” sagöi hin. „Hvaö er þaö þá?” sagði hin. „Þaö er klippt,” sagöi hún. „Og hvaöa vitleysa er i þér. það er skorið.” „Ekki er það skorið, þaö er klippt.” Þarna voru kerlingar aö hnakk- rifast hvort grasið væri klippt eða skorið, þangað til þær flug- ust á og ultu báöar á kaf ofan i tvibytnupytt sem þar var. Þaö sást síöast til þeirra aö ekki stóöu upp úr nema fingurnir. Myndaði hin kerlingin þá til meö fingrunum aö þaö væri klippt, en ekki skorið. Þarna drápu kerlingarnar hvor aðra. Þvi segja menn þegar menn eru þrákelknir og stagast á hinu sama einlægt: „Klippt eöa skor- ið, sögöu kerlingarnar, og svo fer þér.” lesendum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.