Þjóðviljinn - 08.01.1980, Blaðsíða 11
Þriðjudagurinn 8. janúar 1980. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
íþróttir
íþróttir (
kaflarnir hjá Viggó þvi mjög
margar sóknir misfórust vegna
mistaka hans.
Nokkuö leiöinlegan svip setti á
þennan leik hve mikiö misræmi
var i dómum þeirra Björns
Kristjánssonarog Karls Jóhanns-
sonar. Þeir túlkuöu svipuö atvik á
ákaflega mismunandi hátt.
Markahæstir Pólver ja voru:
Klempel 9/2 og Waszikiewich 4.
Mörkin fyrir íslands skoruöu:
Steindór 4, Siguröur G. 4, Viggó
4/1, Þorbergur 4/1, Ólafur 3,
Bjarni 1 og Andrés 1.
— IngH
Munurinn kom
vel í Ijós
„Maöur er náttúrlega misánægöur meö þessa 3 leiki sem viö höfum
leikiö gegn Pólverjunum, en fullyröa má, aö þessir leikir hafi veriö
ákaflega lærdómsrikir, viö fengum góöa og dýrmæta reynslu,” sagöi
landsliöseinvaldurinn i handbolta, Jóhann Ingi Gunnarsson aö iokinni
landsleikjatörn lslendinga og Pólverja um helgina.
— Fyrsti leikurinn var mjög góöur handknattleikslega séö. Þaö á
einnig við um annan leikinn og þar var aldrei gefist upp þótt á móti
blési, en strákarnir slökuöu á i lokin. Okkur vantaöi þessa veigamiklu
reynslu og einnig heföi heppnin mátt vera á okkar bandi. Ég verö aö
segja það, aö mér fannst vanta alla stjórn á liöinu innan vallar i þeim
leik, hvernig svo sem stendur á þvi.
Nú var siöasti leikurinn ákaflega gloppóttur af hálfu okkar manna.
Já, þetta var lakasti leikurinn, á þvi er ekki vafi. Það komu slæmir
kaflar í þetta hjá okkur, sérstaklega i upphafi seinni hálfleiks og einnig
gáfum viö eftir I lokin. Annars voru minir menn og Pólverjarnir farnir
aö þekkja svo vel hvorir inn á aðra, aö þaö varö mikiö um stympingar
o.þ.h. Þegar svo er kemur munurinn á þjálfuninni vel i ljós.
— Hvernig leggst Baltic-keppnin i þig?
— Strakarnir eru þreyttir nú og hefðu þurft einn fridag til viöbótar.
Maður vonar einungis þaö besta.
-IngH
Fylkir á toppnum
Fjórir leikir voru í 2. deild
handboltans um helgina og aö
þeim loknum má segja aö Fylkis-
menn standi mjög vel aö vigi, en
mörg liö koma þó fast á hæla
þeim.
Fylkisstrákarnir brugði sér til
Eyja og léku gegn Þór á föstu-
dagskvöldiö. Þórsarar höföu
undirtökin framundir miöjan
seinni hálfleik, en þá sóttu Árbæ-
ingarnir heldur betur i sig veðriö
og sigruöu 22-20.
A sunnudaginn léku Fylkir og
Týr og var þar um jafna og
spennandi viöureign að ræöa.
Sanngjarnt jafntefli varö niöur-
staöan, 18-18, en Týrarar misstu
af góöu tækifæri á lokasekúndun-
um þegar Jón varöi viti frá
Snorra.
Ármenningar brugðu undir sig
betri fætinum um helgina og
skruppu til Akureyrar. Þeir
máttu sætta sig við óvæntan ósig-
ur gegn Þór á föstudagskvöldiö
23-25, en möröu jafntefli gegn KA
á laugardaginn 22-22.
Staöan 12. deildinni er nú þessi:
Fylkir 751 1 145:128 11
Þróttur 6 4 0 2 131:123 8
Armann 6 2 2 2 142:125 6
Afturelding 4 2 1 1 83:76 5
KA 5 2 1 2 96:109 5
Týr 3 1 1 1 63:56 3
Þór, AK. 5 1 0 4 97:107 2
Þór, Vm. 4 0 0 4 72:104 0
Strákamir voru
komnir „á hælana”
Pólverjar sigruðu 1 3. Íeiknum með 5 marka mun, 20-15
Landinn lá heldur betur i þvi i þriðja og siðasta
leik íslands og Póllands i handbolta hér á landi að
sinni. Pólverjarnir sigruðu með 5 marka mun, 20-15,
en segja má að sá munur hefði bæði getað orðið
stærri og einnig minni. Orslitin gefa þannig nokkuð
góða mynd af gangi leiksins.
Pólverjarnir hófu leikinn af
fitonskrafti og skoruðu 3 fyrstu
mörkin. Ólafur, fyrirliöi læddi inn
einu marki, en þeir pólsku svör-
uöu meö 2 I röö, 5-1 og leikurinn
nánast búinn þegar á upphafs-
minútúnum. Landinn rétti heldur
úr kútnum næstu minúturnar, 6-3,
7-5 og 8-7. Hér sögöu Pólverjarnir
hingaö og ekki lengra og skoruöu
3 siöustu mörk hálfleiksins, 11-7.
Þess má geta að 5 siöustu sóknir
islenska liösens fyrir leikhléið
mistökust á einn eöa annan hátt.
Ekki stóö steinn yfir steini hjá
islensku strákunum i upphafi
seinni hálfleiksins, 6 sóknir i röð
fdru I vaskinn. Þetta áttu Pólverj-
arnir ekki i miklum vandræöum
með aö notfæra sér og næstu 4
mörk voru þeirra, 15-7. Nú var
einungis spurning hvort strák-
arnir yröu rassskelltir rækilega
eða ekki. Það var eins og viö
manninn mælt, strákarnir tóku
nú heldur betur við sér og skoruöu
4 mörk I röö, 15-11. Pólverjarnir
skoruöu 2 næstu mörkin 17-11, en
landinn tók aftur mikinn sprett og
skoraöi 3 mörk I röö 17-14. Islend-
ingarnir fengu nú 3 tækifæri til
þess aö minnka muninn enn, en
þau misfórust öll og Pólverjarnir
skoruöu 3 mörk gegn 1 frá okkar
mönnum á lokaminútunum. Enn
einn sigur pólskra staöreynd, 20-
15.
Pólverjarnir léku þennan leik
af geysilegri yfirvegun og öryggi
lengi framanaf, en gáfu nokkuö
eftir þegar forskot þeirra var orö-
iö mikiö. Markvarslan hefur
batnaö með hverjum leik og mun-
ar þá mikiö um þaö. Nóg um það,
vist er að Pólverjar hafa ákaflega
heilsteyptu liöi á aö skipa, en ekki
er undirritaöur tilbúinn aö taka
undir það, aö þeir séu meö eitt af
þremur bestu liöum heims I dag.
Mikið hefur veriö um það rætt
aö vörnin væri veiki hlekkur is-
lenska liösins. Vissulega er hún
ekki mjög burðug, en að þessu
sinni varö þaö sóknin sem algjör-
lega brást, sóknarnýtingin i
leiknum var innan viö 30% og þaö
er nánast hörmulegt i landsleik.
Þá fóru 3 viti forgörðum, nokkuö
sem viö megum öngvan veginn
viö I keppni viö sterkan andstæö-
ing. Reyndar má segja aö strák-
arnir hafi veriö komnir ,,á hæl-
ana” i þessum leik, á sama tima
og Pólverjarnir virtust i fullu
fjöri. Þarna kom I ljós munur á
þjálfun og undirbúningi. Hvað um
þaö, strákarnir hafa sýnt aö þeir
eru stórefnilegir, um það veröur
ekki deilt, en þeir þurfa meiri æf-
ingu og einnig ögun i leik sinum til
þess aö ná góöum árangri.
Sem fyrr var þaö Viggó sem
átti sökina á flestum sóknarmis-
tökunum, en vonandi stafar slikt
einungis af skorti á sannfæringu.
Hann geröi þó af og til mjög lag-
lega hluti. ólafur kom sterkari
frá þessum leik en i hinum fyrri.
Bestan leik átti, aö öörum ólöst-
uðum, Þorbjörn Jensson, klettur i
vörninni og skoraöi 2 glæsileg
mörk. Þá varöi Brynjar nokkrum
sinnum vel. Aörir voru nokkuö frá
sinu besta.
Framhald á bls. 13
/
Nú voru það Irar sem lágu
islenska körfuknattieikslands-
liðið náði að rétta verulega úr
kútnum um helgina. Liðið hafði
tapað fyrir Norður-írum á
fimmtudaginn, en hélt siðan
suður á bóginn og sigraði sunnan-
menn I tvigang, fyrst 88-78 og
siðan 90-84.
A föstudagskvöldið léku
þjóöirnar i Dublin. íslendingarnir
tóku leikinn i sinar hendur þegar i
upphafi og náðu góöu forskoti.
trum tókst aö minnka muninn
nokkuö lokaminúturnar, en sigur
okkar manna var aldrei i veru-
legri hættu.
Jónas Jóhannesson og Jón
Sigurðsson voru atkvæðamestir i
islenska liöinu aö þessu sinni. Jón
skoraöi 17 stig og Jónas 13.
Kristján skoraöi 12 og Birgir og
Gunnar 10 hvor.
A laugardaginn var leikiö i
Cork og var þar svipaö uppi á
teningnum, islenskur sigur var
aldrei i hættu. Lokatölur urðu
siöan 90-84 fyrir ísland.
Kristján Agústsson átti stórleik
og skoraði 22 stig og einnig var
Torfi góður. -IngH.
Fyrrum landsliðsþjálfari Islands, Janus Czerwinskys
„Rétt að veriá staðið”
Flestir h andkna ttleiks-
áhangendur islenskir kannast
vafalitið við pólska þjálfarann
Januz Czerwinsky, sem þjálfaði
islenska landsliðið fyrir
B-keppnina I Austurriki 1977 og
var með svokaliaðan bréfaskóla
fyrir HM I Danmörku 1978, sæll-
ar minnigar. Januz var á ferð-
inni hér á landi með pólska
landsliðinu og ku kappinn vera
orðinn æðsti maður handknatt-
leiksmála þar i landi. Það kem-
ur ekki á óvart að svo er þvi
maðurinn er vel menntaður og
sagður afbragðsþjálfari og
skipuleggjandi mikill.
A blaöamannafundi eftir leik
Islands og Póllands á sunnudag-
inn sagöi Januz aö ferö þeirra
pólsku hingað til lands væri aö
mestu leyti hugsuö sem lokaæf-
ing fyrir Baltic-keppnina sem
fram fer i þessari viku. Þrátt
fyrir þaö heföu þeir leikiö af
fullum krafti, en notaö timann
til þess aö reyna nýjar leikflétt-
ur o.þ.h.,
Nú hittið þið fyrir nánast allt
annað landslið en þú varst að
þjálfa hér á landi fyrir 2 árum.
Koma breytingarnar þér ekki á
óvart?
— Liðiö ykkar er mjög ungt að
árum og ef þiö hafiö B-keppnina
1981 i huga sem takmark, er að
minu mati rétt aö fariö. Þó verö
ég aö segja, að þaö kom mér
nokkuð á óvart aö ykkur vantar
tilfinnanlega langskyttur. En
þjálfarinn ykkar hefur vafalítið
ákveöna hluti i huga og þeir
kunna aö standast.
Hverjir heldur þú aö séu
möguleikar okkar I Baltic-
keppninni sem framundan er?
— Ef liöið leikur i þeirri
keppni eins og þaö hefur gert á
móti okkur þá býst ég viö að þiö
muniö leika um 5. til 6. sætiö I
keppninni. Bæöi Austur- og
Vestur-Þjóöverjar eru of sterkir
fyrir ykkur,en þiö eigiö aö sigra
Norömenn af öryggi.
Hvað heldur þú að isienska
liðið þurfi að,leika marga lands-
leiki fram að B-keppninni á
næsta ári,þ.e.a.s. ef undir-
búningurinn á að vera við-
unandi?
Þiö veröiö aö leika a.m.k.
25-30 leiki og helming þeirra
erlendis, helst i erfiöum
„turneringum” meö góöum liö-
um. Reyndar þekki ég vel aö-
stæöur hér á landi og verð aö
segja aö þaö er hreinlega for-
kastanlegt aö leikmennirnir
ykkar þurfi aö vinna 10 tima á
dag ásamt þvi aö leika i lands-
liöinu. 1 Póllandi eru allir lands-
liðsmennirnir við nám og þurfa
einungis aö skila árangri þar.
Nú er talað um að Pólverjar
og Sovétmenn séu I nokkrum
sérflokki i handknattleiknum i
dag.
— Já, þaö er alltaf gaman
þegar maöur sér eöa heyrir eitt-
hvaö þessu likt, en viö veröum
aö horfast i augu viö raun-
veruleikann og gera okkur ekki
falsvonir. Riöillinn okkar á
ólympiuleikunum er mjög
sterkur, þ.á.m. 3 lönd sem hafa
unnið til ol-verölauna og svo
Sviar.
Sérð þú fram á einhverjar
breytingar á handknattleiknum
á næstuárum? Er svokallaður
„frjáls handbolti” e.t.v. aö
s;ckja á?
Ég sé ekki fram á miklar
breytingar þvi enn eru mjög
miklir möguleikar á aö þróa
hinar „taktísku og teknísku”
hliöar handknattleiksins.
-IngH
Januz á landsliösæfingu hér i
eina tið.