Þjóðviljinn - 08.01.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.01.1980, Blaðsíða 7
Þriðjudagurinn 8. janúar 1980. ÞJÓDVILJINN — StÐA 7 t nóvember 1979 voru liöin 100 ár frá fæöingu Vilhjálms Stefáns- sonar, hins mikla vlsindamanns, sem gerði merkilegar rannsóknir I heimskautalöndunum. 1 Sovétrfkjunum er áreiöanlega ekki til sá heimskautafari, sem ekki byrjaði sin kynni á heim- skautalöndunum með þvi að lesa bækur Vilhjálms. Það voru hinir frábæru flug- menn A. Geljakob og G. Bajdúkob, sem sögðu mér frá Vilhjálmi. En þeir tveir voru * hinir fyrstu i sögunni, sem flugu yfir Norðurpólinn til Banda- rikjanna árið 1937. Vilhjálmur var þá forseti „félags land- könnuða” I New York og var fyrir móttökunefndinni, sem tók á móti sovésku flugmönnunum. Seinna sagði Evgenija Olkhina mér meira um Vilhjálm, en hún var samstarfsmaður hans við „bókasafn heimskautanna” i 10 ár. Mér tókst fyrir tilviljun að ná tali af þessari merku konu á fundi hjá v i ná11ufé1aginu „tsland—Sovétrikin”. Hér á eftir fylgir úrdráttur úr samtali okkar. Segðu mér. Hvernig kynntist þú Vilhjálmi Stefánssyni? — Fyrir algjöra tilviljun. Það var i byrjun heimsstyrjaldar- innar sfðari i New York, að ég fór með nokkrum kunningjum minum til Vilhjálms. Hann vann þá við að byggja upp bókasafnið og þurfti nauðsynlega á aðstoðar- Viihjálmur Stefánsson var viss um tvennt: að margt mætti læra af lifnaðarsambýli Eskimóa við landið og aðRússar væru Norður-Amrlkönum framsýnni I rannsóknum á noröurhjaranum. Vilhjálmiir var ólíkiir trúboðum manni að halda, sem kunni rúss- nesku. Ég byrjaöi strax, og hluti af minu starfi var að þýöa greinar og annað úr sovéskum blööum, timaritum og alfræöiorðabókum. Seinna á timum kalda striðsins, var Vilhjálmur sviptur rikisstyrk fyrir atbeina Mc. Carthys, öld- ungadeildarþingmanns, og varð þvi að loka safninu. Hann var talinn hafa unniö með þeim „rauðu” og féll þvi I ónáð. Þaö var með trega, að við, samstarfs- menn Vilhjálms, yfirgáfum hann og þetta áhugaverða starf. Siöan fór ég til Sovétríkjanna og vann hjá APN og timaritinu „Sovéskar bókmenntir”. Jafnframt byrjaði ég að skrifa bók um Vilhjálm Stefánsson. Bókin kom út 1970, en á árinu 1979 var hún gefin út aftur og endurbætt með nýju efni, sem ég fékk frá háskólanum i Dartmout, en þar hefur varöveist heildarútgáfa Vilhjálms og mikið af handskrifuöu efni um heimskautalöndin. Þessi aldna kona, en hún er orðin áttræð, handlék splunkunýja bók sína og sagöi: „Þaö, sem auðkenndi Vilhjálm, var, hvernig hann nálgaðist og fjallaði um menningu innfæddra. Þar var hann mjög frábrugðinn ameriskum og kanadiskum trúboðum. Hann bar djúpa virö- ingu fyrir siðum og menningu Eskimóa og taldi að þróaðri lönd gætu lært ýmislegt af þeim. Hann lýsti með aðdáun klæðnaði þeirra og matarsiðum. Þegar ég var að vinna að heimildum um flugmennina Valerl Tsjkalof, Mikhail Gromof og Sigismunds Levanévsjij i Bandarikjunum 1937, las ég sim- skeyti og greinar Vilhjálms um flug þeirra félaga. Forseti hins virta vísindafélags „Félag landkönnuða” fagnaði árangri sovésku flugmannanna með þessum oröum: „Ég tel að flugið ANT 25 sé það merkilegasta af öllum flugferðum, siöan bræðurnir Wright fóru sina fyrstu ferð árið 1903. en það var byrjun á flugsögu mannkynsins. Þetta flug Sovétmanna hlýtur aö breyta afstöðu manna hvað varðar skipt- ingu jaröar i austur og vestur. Ég óska flugmönnunum innilega til hamingju og óska Sovétmönnum velfarnaðar.” I júli 1937 hélt Vilhjálmur erindi á fjölmennum fundi I New York og sagði þá m.a.: „A tlmum Elisabetar drottningar voru breskir sjómenn frumherjar. Þeir könnuðu og fundu nýjar sjó- leiöir heimshornanna milli. I dag hljótum við aö viðurkenna, aö Sovétrikin skipa svipaðan sess i sögu flugsins. Þeir hafa sannaö, að hægt er að fara stystu leið milli heimsskauta meö þvi aö fljúga yfir heimsskautslöndin. Við veitum flugi þeirra Gromofs, Júmatsjefs og Danilins viður- kenningu, ekki eingöngu fyrir mikilvægi flugsins 1 sögulegum skilningi, heldur éinnig fyrir þá staðreynd, að það opnar nýjar leiðir i rannsóknum á tiltölulega óþekktum svæðum. Þessar þrjár hetjur hafa með hjálp þeirra Tsjkalofs, Bajdúkofs og Beljakovs gert aldagamlan draum mannkynsins að veru- leika, að opna leið gegnum heimsskautslöndin. Fyrir þeirra tima virtist jöröin vera Ilöng. Þeim tókst að gera hana hnött- ótta.” Af hálfu Bandarikjamanna skipulagöi Vilhjálmur Stefánsson leitina að sovésku flugvélinni H- 209, sem hvarf með 6manna áhöfn og sýndi þar frábæra frammi- stöðu. Flugvélin, sem var stjórnað af Sigismund Levanévsjij, lagði af stað frá Moskvu 12. ágúst 1937. Næsta dag rofnaöi sambandiö við flugvélina. Þann 14. ágúst hringdi Úmanskij, sovéskur fréttaritari I Bandarikjunum, til Vilhjálms og baö hann um hjálp, einmitt hann vegna þess að hann var sérfræöingur og þekkti aðstæöur allar i Bandarikjunum. Þegar i stað var hafist handa. Hér kemur úrdráttur úr bréfum þeirra tJmanskljs og vlsinda- mannsins Ottós Schmidt: ,,Okkar gamli félagi doktor Vilhjálmur Stefánsson, veitti okkur ómetan- lega hjálp.... Hér sameinuðust viska hans og sambönd. Það var af hans frumkvæði, að leitarleiö- angur Wilkins fór af stað. Wilkins, sem og Vilhjálmur Stefánsson, lagði allt I þessa leit, og sýndu þeir mikla samheldni, hvort sem um var að ræöa fjar- skiptassambönd við sovéska eða bandariska leitarflokka. Mér finnst nauðsynlegt að undirstrika hversu mikið Vilhjálmur lagði á sig viö undirbúning allra leitar- leiðangranna, sem voru útbúnir af Bandarikjamönnum, nýtti til fullnustu öll möguleg sambönd við útvegun á nauösynlegum útbúnaði og gögnum.” Ahuga hans á heimsskauta- löndunum voru engin takmörk sett. Jan Papanin segir á einum stað um Vilhjálm: .„Vilhjálmur er mjög virtur i Sovétrikjunum fyrir störf sin I þágu visinda og landkannana”. Júrl Salnikof kvikmyndastjóri, stjórnarmeðlimur vináttufélags- ins „Island-Sovétrikin.” (APN). Laxeldi í sjó: TekstNorðmönnumað gera það arðvænlegra en þorskveiðar? 1 nýlegu hefti af Ægi er sagt frá þvi, að Norðmenn auki nú mjög framieiðslu sina á sjóöidum laxi og stefni að þvi að taka meira fé á þeirri framleiðsiu innan fárra ára en þorskveiðar þeirra nú gefa af ser. Þær fréttir berast um þessar mundir frá Noregi, að mikill hug- ur sé I fiskeldismönnum þar. Lax- eldi i sjó hefur gengið mjög vel á þessu ári, og reiknað er meö að framleiðslan veröi liðlega 5 þús- und tonn af sjóöldum laxi. Þá hef- ur verðlag á eldislaxi farið hækk- andi, og eftirspurn aukist og rikir nú einskonar „Klondyke” hugar- far meðal norskra fiskeldis- manna. Framleiðsluaukning Norðmanna á eldisfiski hefði orð- ið mun meiri á þessu ári, ef fram- boð á sjógönguseiöum hefði veriö nægilegt, en sem kunnugt er hafa Norömenn keypt nokkurt magn sjógönguseiða af Islenskum eldis- m * WffM winu, Uff, mmm ^ft/mm 'jifftf '*t} wnimnnmh iiiiffiiiiunih Wnnuntm ffnuunniii miimiih wiillil!Írm mummnm 'iiiiizJ/lllllllh stöðvum og flutt seiðin með ærn- um tilkostnaði flugleiðis til Noregs. Norðmenn reikna meö að á árunum 1983-84 verði ársfram- leiösla þeirra orðin 40-50 þúsund tonn. Væri þá svo komið að lax- eldi i sjó hjá Norðmönnum gæfi meira af sér á ársgrundvelli en þorskveiðar hér á landi. Stærsta sjóeldisfyrirtæki Noregs, „Mowi AS”, hefur að undanförnu leitað eftir samvinnu viö islenska aöila (Tungulax h/f), um rannsóknir á sjóeldi og hafbeit hér og ef niður- stöður yrðu jákvæðar tæki „Mowi” þátt I stofnun sjóeldis- fyrirtækis sem minnihlutaaöili Ægir minnir siðan á þá gagn- rýni sem fram hefur komið á möguleg Itök útlendra aöila I þessari framleiðslugrein hérlendis, en hún hefur reyndar að mestu komið fram i Þjóð- viljanum. Ægir er hinsvegar fylgjandi sllkri samvinnu. amm Grœn- lenskur skáld- skapur i Tima- riti MM Timarit Máls'og menningar, 3. hefti 40. árgangs 1979, er ný- komið út. Meöal efnis er grein eftir Einar Braga um græn- lenskan skáldskap og þýðing- ar hans á kvæöum tveggja skálda. Magnús Kjartansson ritar grein sem nefnist Land, þjóð og tunga og Matthias Viðar Sæmundsson grein um Jóhann Sigurjónsson og módernismann. Þá er birt grein eftir Jan Kott. Títania og asnahausinn, um Jónsmessu- næturdraum Shakespears, þýðandi er Helgi Hálfdánar- son. Sögukafli er eftir Ólaf Hauk Simonarson og sagan 1 Babýlon við vötnin ströng eftir Stephen Vincent Bénét i þýð- ingu Þórarins Guðnasonar. Ljóð eru eftir Stefán Hörð Grimsson, ólaf Jóhann ólafs- son, Halldór Helgason og Stefán Snævarr. Adrepur eru eftir Arna Björnsson, Véstein Lúðvlks- son og Arna Bergmann og bókaumsagnir eftir Véstein ólason, Einar Laxness, Heimi Pálsson, Peter Hallberg, Atla Rafn Kristinsson, Silju Aöal- steinsdóttur og Þorbjörn Broddason. Þetta Timaritshefti er 128 bls., prentað I Prentsmiðjunni Odda hf,.Ritstjóri er Þorleifur Hauksson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.