Þjóðviljinn - 08.01.1980, Blaðsíða 5
Þriöjudagurinn 8. ianúar 1980. IÞJÓÐVÍLJINN — SÍÐA S
Vatnsberarnir á Eskifiröi
Sunnudaginn 30. desem-
ber frumsýndi leikhópur
Grunnskóla Eskifjarðar
Vatnsberana eftir Herdísi
Egilsdóttur. Sýningin kom
sannarlega á óvart. Efnið
sem leikritið fjallar um,
þe. rétturinn til að vera
öðruvisi, komst bærilega
til skila hjá hinum ungu
leikurum. Leikararnir
komu textanum undan-
tekningalaust vel til skila
jafnframt sem þau sýndu
öryggi í sviðsframkomu.
Leikmynd er mjög einföld, en
ekki viröist þörf á flóknari um-
gjörö til þess aö boöskapur leiks-
ins komist til skila. Búningar og
grimur eru unnar af leikurum og
leikstjóra og bera höfundum sin-
um gott vitni um hugkvæmni og
handlagni.
Ég sé ekki ástæöu til aö geta
frammistööu einstakra leikara,
en um þá má segja undan-
tekningalaust, aö þeir hafi staöiö
sig vel....
Sýningin ber þess vitni aö vera
hópvinna og að sjálfsögöu er þátt-
ur leikstjórans, Gunnlaugs Ragn-
arssonar, drýgstur. Meö starfi
sinu aö leiklistarmálum hér á
Eskifirði er hann að vinna ómet-
anlegt starf. Og vinna hans með
hinum ungu leikurum ómetanlegt
undirbúningsstarf aö frekari
þátttöku þeirra i leikstarfi I fram-
tiöinni.
Það var eftirtektarvert á frum-
sýningunni, aö frumsýningar-
gestir, sem aö meiri hluta voru
börn, fylgdust sýnilega með
leiknum af mikilli athygli, það
hvorki datt af þeim né draup á
meðan á sýningunni stóö.
Ég hvet fólk eindregiö til að sjá
sýninguna og athugiö, að hún á
erindi jafnt til ungra sem aldinna.
Viö leikhópinn vil ég segja: Hafiö
þökk fyrir skemmtunina.
— Hrafnkell A. Jónsson.
Gunnar Friöriksson afhendir Ottó Karli viöurkenningu SVFl.
5 ára björgunar-
maður heiöraöur
Skömmu fyrir jól heiöraöi
Slysavarnafélag tslands ungan
dreng, er vann frækilegt björg-
unarafrek á árinu. Drengurinn
heitir Ottó Karl Ottósson, og er
nýlega oröinn fimm ára. Var hon-
um færöur forkunnarfagur
áletraöursilfurbikar frá félaginu.
Björgunarafrek sitt vann Ottó
s.l. sumar, er hann dvaldi meö
foreldrum sinum og fleiri íslend-
ingum á sumardvalarstaö Viö
Aþenu f Grikklandi. Var Ottó þá
aö leik viö sundlaug hótelsins
ásamt þriggja ára félaga sinum,
en enginn fulloröinn var nær-
staddur. Féll þriggja ára
drengurinn Magnús Dimitri
Briem I laugina, sem var um
MÍR:
þriggja metra djúp. Ottó Karl
Ottósson stökk Ut I laugina á eftir
félaga sinum og tókst aö ná til
hans og halda honum á floti uns
hjálp barst. Þegar hann var
spuröur aö þvi, af hverju hann
heföi ekki kallaö á hjálp, er slysiö
vildi til, svaraöi hann þvi til að
„ekki heföi verið timi til þess.”.
Liklegt má telja aö þarna hefði
illa farið, ef ekki hefðu komiö til
skjót viöbrögö Ottós Karls.
Forseti Slysavarnafélags
Islands, Gunnar Friöriksson, af-
henti hinum unga björgunar-
manni viöurkenningufélagsins aö
viðstöddum foreldrum hans, frú
Bergþóru Gústafsdóttur og Ottó
Jónssyni, menntaskólakennara.
Kvikmyndir í tilefni af
120 ára afmæli Tsékofs
í janúarmánuði veröa kvik-
myndasýningar i MlR-salnum,
Laugavegi 178, helgaöar leiklist I
Sovétrikjunum og þó einkum
rússneska rithöfundinum Anton
Tsékhov og verkum hans, en hinn
29. janúar eru liöin rétt 120 ár frá
fæöingu skáldsins fræga.
Sýndar verða 7 kvikmyndir,
langar og stuttar, og er skýr-
ingartal eöa textar á norsku og
ensku með nokkrum þeirra, en
aörar eru sýndar meö rússnesku
tali eingöngu, án textaþýöinga.
Kvikmyndasýningarnar veröa
sem hér segir:
Laugardaginn 12. janúarkl. 15:
Bolsoj-leikhúsiö; kvikmynd gerð i
tilefni 200 ára afmælis hins fræga
leikhúss I Moskvu áriö 1976. Sýnd-
ir eru þættir Ur ýmsum frægum
óperu- og ballettsýningum
leikhússins, brugöiö upp svip-
myndum af starfinu aö tjalda-
baki, kynntir ýmsir af fremstu
listamönnum leikhússins, m.a.
ballettdansarinn Maris Liepa,
sem dansaði i ÞjóöleikhUsinu
fyrir fáum árum, o.s.frv..Tal á
nissnesku.
Laugardaginn 19. janUar kl. 15:
Anton Tsékhov, heimildarkvik-
mynd um rithafundinn fræga, og
Sovésk leiklist, mynd um
leiklistarlíf, i Sovétrlkjunum.
Skýringar með báöum myndun-
um fluttar á norsku.
Laugardaginn 26. janúar kl. 15:
Óskilabarnog Sænska eldspýtan,
tvær kvikmyndir frá sjötta ára-
tugnum geröar eftir samnefndum
smásögum Tsékhovs. Báöar
myndirnar meö rússnesku tali, sú
fyrri án skýringartexta, sU sföari
með textaþýöingum á ensku.
Sunnudaginn 27. janúarkl. 16:
Harmleikur á veiðum, kvikmynd
gerö 1978 undir stjórn Emils
Loteanu eftir einni af smásögum
Tsékhovs. Meöal leikenda:
Galina Belaéva, Kirill Lavrov og
Oleg Jankovskí. Þessi kvikmynd
var sýnd i islenska sjónvarpinu i
febrúarmánuöi sl. og vakti þá
mikla athygli. HúnernU sýnd án
textaþýöinga.
Þriöjudaginn 29. janúar kl.
20:30. Vanja frændi j kvikmynd
gerö 1971 undir stjórn Andreis
Mikhalkov-Kontsalovski eftir
samnefndu leikriti Tsékhovs
Meöal leikenda: Innokenti Smok-
túnovski og Sergei Bondartsjúk.
Tal á rússnesku, óþýtt.
Aðgangur aö öllum kvikmynda-
sýningum i MIR-salnum, Lauga-
vegi 178, er ókeypis, og öllum
heimill meðan húsrúm leyfir,
segir i fréttatilkynningu frá MIR.
af umboósmönnum HHI?
Happdrætti Háskólans hefur lipra
og þrautþjálfaða umboðsmenn um
allt land. Sérgrein þeirra er að veita
góða þjónustu og miðla upplýsingum
um Happdrættið, s.s. um númer,
flokka, raðir og trompmiðana. Þeir
láta þér fúslega í té allar þær upplýs-
ingar sem þig lystir að fá.
Umboðsmenn Happdrættis Háskóla íslands
REYKJAVÍK:
Aöalumboöiö, Tjarnargötu 4, simi 25666
Búsport, verslun Arnarbakka 2—6, sími 76670
Bókabúðin Álfheimum 6, sími 37318
Bókabúö Fossvogs, Grímsbæ, sími 86145
Bókabúö Jónasar Eggertssonar, Rofabæ 7, sími 83355
Bókaverslun Ingibjargar Einarsdóttur, Kleppsvegi 150, sími 38350
Bókabúö Safamýrar, Miöbæ, Háaleitisbraut 58—60, sími 35230
Frímann Frímannsson, Hafnarhúsinu, sími 13557
Neskjör, Ægissíðu 123, sími 19832
Ölöf Ester Karlsdóttir, c/o Rafvörur, Laugarnesvegi 52, sími 86411
Ölöf og Rannveig, Laugavegi 172, sími 11688
Verslunin Straumnes, Vesturbergi 76, sími 72800
Þórey Bjarnadóttir, Kjörgarði, sími 13108
KÓPAVOGUR:
Anna Sigurðardóttir, Hrauntungu 34, sími 40436
Borgarbúöin, Hófgerði 30, sími 40180
Halldóra Þóröardóttir, Litaskálinn, Kársnesbraut 2, sími 40810
Veldu þann umboðsmann sem er
sjálfum þér næstur. Þannig sparar
þú þér ónauðsynlegt ómak við
endurnýjunina. Óendurnýjaður miöi
eyðir vinningsmöguleika þínum.
Veldu því hentugasta umboðið, —
þann umboösmann sem er sjálfum
þér næstur.
GARÐABÆR:
Bókaverslunin Gríma, Garöaflöt 16—18, sími 42720
HAFNARFJÖRÐUR:
Keramikhúsið, Reykjavíkurvegi 68, sími 51301
Reynir Eyjólfsson, Strandgötu 25, sími 50326
Verslun Valdimars Long, Strandgötu 41, sími 50288
MOSFELLSSVEIT:
Kaupfélag Kjalarnesþings, c/o Jón Sigurðsson, sími 66226
KJÓS:
Hulda Sigurjónsdóttir, Eyrarkjoti
UMBOÐSMENN Á REYKJANESI:
Grindavik Ása Einarsdóttir, Borgarhrauni 7, sími 8080
FLugvöllur Erla Steinsdóttir, Aöalstööinni, sími 2255
Sandgerði Hannes Arnórsson, Víkurbraut 3, sími 7500
Hafnir Guðlaug Magnúsdóttir, Jaöri, sími 6919
Keflavík Jón Tómasson, Verslunin Hagafell. sími 1560
Vogar Halla Árnadóttir, Hafnargötu 9, sími 6540
HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS
/Menntermáttur
/
argus