Þjóðviljinn - 08.01.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 08.01.1980, Blaðsíða 16
DJOÐVIUINN Þriðjudagurinn 8. janúar 1980. Aöalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mdnudaga til föst- udaga, kl 9 — I2f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaösins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, afgreiösla 81482 og Blaðaprent 81348. ^ 81333 Kvöldsimi er 81348 Þetta getur allt verid eölilegt sagði Hjálmar Vilhjálmsson um árang urslausa loðnuleit Gígju RE Sem kunnugt er af fréttum hefur nótaskipið Gigja RE verið við loðnuleit á hinum hefð- bundnu loðnumiðum út- af Norður- og N-Austur- landi undanfarið án þess að verða vör við veiðan- lega loðnu. — Þetta getur allt saman verið eðlilegt og hefur raunar komið fyrir áður að loðnan hafi ekki fundist um þetta leyti, sagði Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræð- ingur er við ræddum viö hann i gær, skömmu áður en hann lagði af stað í loðnuleitarleiðangur á rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni. Hjálmar benti á, að aðalloðnu- gangan hefði ekki fundist fyrr en 12. janúar i fyrra og sagöist hann -oft hafa verið einskipa viö loðnu- leit áþeim tíma sem Gigjan hefur veriö einskipa að leita og ekki fundiö neitt. Bjarni Sæmundsson lagði úr höfn um kl. 20.00 i gærkvöld og sagöist Hjálmar, sem verður leiðangursstjóri, mundu fyrst fara Ut af Vestfjörðum og halda siðan austur með landinu. I fyrra fannst loönugangan N-A af Kol- beinsey þann 12. jan. eins og fyrr segir. Loks sagði Hjálmar, aðmiöað við það svæði, semGigjan hefði leitað á, benti margt til þess að loðnan gæti nú verið mjög vestar- lega kaldsjávarmegin við skilin i sjónum, og þvi gæti henni skotiö upp vestanmegin við Kolbeinsey. —S.dór Þeir voru að gera klárt á Svani RE fyrir loðnuvertfðina I gær, en þá voru á milli 40 og 50 skip komin á loðnumiðin. (Ljósm. -gel-). Loðnuvertíðin hefst í dag: Á milli 40 og 50 skip komin á miðin Fiskverðsákvörðun: Enn gefínn frestur í 10 daga Við urðum ásáttir um það I yfirnefnd verðlagsráðs sjávarútvegsins fyrir helgi að fara fram á enn frekari frest til ákvörðunar á fisk- verði I 10 daga og hefur sá frestur verið veittur, sagði Jón Sigurðsson formaður nefndarinnar í samtali við Þjóðviljann i gær. Samkvæmt lögum á að ákveða fiskveröið fyrir áramóten áður hafði nefndin fengið frest til þessarar ákvörðunar til 8. janúar. Jón sagði að vissir þættir gerðu þessa ákvörðun erfiða núna en þó væri mdlið ekki tor- leystaraen oft áður. Lög um verðuppbætur á karfa og ufsa og um oliugjald féllu lír gildi um áramótin og þarf nýja lagasetningu um hvort tveggja. Þá eru breytingar á útflutningsgjaldi á döfinni og óvissa í launamálum. Þessi atriði gera fiskverðákvörðun erfiðari en ella og einnig þarf að meta hvernig aflaaukning siðasta árs hefur bætt hag út- gerðar og sjómanna. -GFr Loðnuvertíðin hefst I dag, nánar tiltekið á hádegi. Þá mega Þrettándinn í Hafnarfirði: Rúðubrot i miöbænum Tvær stórar rúöur i Spari- sjóði Hafnarfjarðar ásamt nokkrum öörum smærri rúö- um voru brotnar á þrettándanum og nemur tjónið a.m.k. 2 miljónum króna. Aö sögn lögreglunnar i Hafnarfirði, sem venjulega hefur haft nóg að gera á þrettándadagskvöldum, var ástandið i'miðbænum þó með skikkanlegra móti, ef litið er til áranna á undan. -AI skipin kasta hafi þau fundið einhverja loðnu. Að sögn Andrésar Finnboga- sonar hjá Loðnunefnd eru nú á milli 40 og 50 skip komin á loðnu- miðin, en ekki hafði hann haft neinar spurnir af þvi að skip hefðu fundið ioðnu. Enda sagðist hann ekki búast við að skipstjórarnir væru neitt að fllka þvi þótt þeir fyndu torfu svona áður en vertiðin hefst. Andréssagðistgeraráö fyrir að rúmlega 50 skip myndu stunda loðnuveiðarnar i vetur, það er hinn eiginlegi loönuskipafloti sem veiðarnar hefur stundaö undan- farin misseri. Sem kunnugt er verður leyft að veiða lOOþúsund lestir til að byrja með, ensiðan 180 þúsund lestir þegar hrognatakan hefst, ef ekkert nýtt kemur fram I þeim rannsóknar-og leitarleiðangri sem Hjálmar Vilhjálmsson fiski- fræðingur hóf i gærkvöld . —S.dór. Tugmiljóna tjón á Riji: Ekkert liós var á Töskubaujunni þegar Hamar SH strandaði þar í ofsaveðri í gærkvöld hafði enn ekki tek- ist að stöðva leikann á Hamri SH-224 vegna veðurofsa og meng- unar f höfninni á Rifi, en bátur- inn, sem er 280 tonn, skemmdist mjög illa þegar hann strandaði á skeri við innsiglinguna. Að sögn Kristjáns Jóns Frið- þjófssonar, skipstjóra og eiganda Hamars, var hann ásamt skipsfélögum sinum að koma Ur Rekstrareifiðleikar Flugleiða kfi a sagði Helgi Bergs bankastjóri Landsbankans, sem er aðal viðskiptabanki fyrirtœkisins — Nei, þessir erfiöleikar Flugleiða h .f. á siðasta ári koma okkur hér i Landsbankanum ekki á óvart. Við fylgjumst náið meðgangimála hjá fyrirtækinu og vissum þvi um þetta allt saman, sagöi Helgi Bergs bankastjórí Landsbankans, er við ræddum við hann í gær, en Landsbankinn er aðalviðskipta- banki Flugleiða h.f. hér á landi. Helgi sagöi þaö mat forráða- manna Landsbankans, að staða Flugleiða h.f. nU væri meðþeim hætti, að hagsmunir bankans væru ekki i neinni hættu. Aðspurður hvort erlendir viöskiptabankar Flugleiða h.f. hefðu haft samband viö Lands- ..bankann vegna erfiðleika'Flug- leiða h.f. sagði Helgi svo ekki vera, en hann taldi vist að þeir fylgdust náið með gangi mála hjá fyrirtækinu. Helgi Bergs. Sigurgeir Jónsson, aöstoðar- bankastjóri Seðlabankans, sem á sæti i stjórn Flugleiða h.f., sagöist ekki vita til þess að viðskiptabankar Fhigleiða h.f. erlendis hefðu neitt kippt viö sér vegna þeirra rekstrarerfiðleika sem fyrirtækið á i um þessar mundir. —S.dór. róðri um tólfleytið á sunnudags- kvöld. Var þá komiö S-A ofsaveð- ur og dautt á svcnefndri Tösku- bauju, sem er neyðarbauja við innsiglinguna að Rifi. Sagðist Jón hafa ætlað aö freista þess aö sjá baujuna og komast inn, en svo mikið var særokið að ekki sást Ut fyrir borðstokkinn. Ætluðu þeir að fara að snUa við, þegar þeir strönduðu á rifinu. Jón sagði þaö ekki óalgengt að slokknaði á baujunni, sérstaklega I vondum veörum, og hefðu fleiri skip lent I tjóni vegna þess. Velktist skipið um alla fjöruna og lamdist þar til og f rá uns varð- skipið Ægir náði þviut um hálf sjö leytið i gærmorguneftir itrekaðar tilraunir. Sagði Jón aö tréskip hefði aldrei staöið þetta af sér við þessar aðstæður en siðan skipið komst að bryggju hafa kröftugar dælurhaldið þviá floti. Sagði Jón að skipið væri mikið skemmt og m.a. fór sjór i vélarhUsið. Þetta væri þvi tugmiljóna tjón og ómetanlegt f upphafi vertiðarinn- ar. -AI Góð innsigling ef leiðamerki eru í lagi: Engar úrbætur þrátt fyrir margra ára baráttu segir hafnarstjórinn á Rifi ,,Það er ekki óalgengt að það drepist á Töskubaujunni vegna veöurs og þá sérstaklega I sunnanroki, sagði Leifur Jónsson hafnarstjóri á Rifi i samtali við Þjóöviljanni gær. Við erum búnir að óska eftir úrbótum á þessu I mörg ár og síðast i fyrra var okk- ur lofað aukabauju. Hins vegar hefur ekkert orðiö af fram- kvæmdum þrátt fyrir að hér hafa áður strandað skip við slikar að- stæður, t.d. Brimnesið og Skarðs- víkin f fyrra. Hér á Rifi er ágætis innsigling ef leiðamerki eru I lagi”, sagði hafnarstjórinn enn- fremur, ,,en það virðist enginn áhugi á þvi hjá hafnarmála- stjórn.” Leifur sagði einnig að tjónið vegna strands Hamars SH myndi skipta hundruðum miljóna króna ef báturinn yrði frá alla vertiðina, sem Utlit væri nú fyrir. Hamar fiskaði fyrir á annað hundrað miljóir á siðustu vetrarvertið og þvi væri það varlega áætlað að tjónið yrði 150-200 miljónir. Hins vegarhefði áætlun um nýja bauju á Tösku numið 25-30 miljónum króna fyrir 2 árum. -AI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.