Þjóðviljinn - 08.01.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.01.1980, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagurinn 8. janúar 1980. Umboðsmenn Þjóðviljans AKRANES: Jóna Kristin ólafsdóttir Garöabraut 4, 93-1894. AKUREYRI: Haraldur Bogason Noröurgötu 36, 96-24079. BORGARNES: Siguröur B. Guöbrandsson Borgarbraut 43, 93-7190. BOLUNGARVIK: Jón Gunnarsson Hafnargötu 110 , 94-7345. BLÖNDUÓS: Anna Guömarsdóttir, Hvassafelli, 95-4316. DALVIK: Guöný Asólfsdóttir Heimavistinni, 96-61384.. DJÚPIVOGUR: Oddný D. Stefánsdóttir Garöi, um simstöö. EGILSSTAÐIR: Páll Pétursson Arskógum 13, 97-1350 (heima) og 97-1210(vinnust.). ESKIFJÖRÐUR: Hrafnkell Jónsson Fossgötu 5, 97-6160. EYRARBAKKI: Pétur Gislason Læknabústaönum, 99-3135. FASKRÚÐSFJÖRÐUR: Björgvin Baldusrson Hliöargötu 45 , 97-5283. GARÐABÆR: Helena Jónsdóttir Holtsbúö 12, 44584. GARÐUR GERÐAHREPPI: María Guöfinnsdóttir Melbraut 14, 92-7153. GRINDAVIK: Ragnar Agústsson Vikurbraut 34. GRUNDARFJÖRÐUR: Guölaug Pétursdóttir, Fagurhólstúni 3, 93-8703. HAFNARFJÖRÐUR: Hulda Siguröardóttir Klettshrauni 4, 52887 v., 50981 h. HELLA: Guömundur Albertsson Útskálum 1, 99-5541. HELLISSANDUR: Skúli Alexandersson Snæfellsási 1, 93-6619. HRÍSEY: Guöjón Björnsson Sólvallagötu 3, 96-61739, 96-61706 heima. HÚSAVIK: Björgvin Árnason Baughóli 15, 96-41267. HVAMMSTANGI: Eyjólfur R. Eyjólfsson Strandgötu 7, 95-4235. HVERAGERÐI: Þórgunnur Björnsdóttir Þórsmörk 9, 99-42135’ HVOLSVÖLLUR: Helga Gestsdóttir Noröurgöröum 4, 99-5203. HöFN HORNAFIRÐI: Björn Júliusson Hafnarbraut 19, 97-8394. ISAFJÖRÐUR: Gígja Tómasdóttir Fjaröarstræti 2 , 94-3822. KEFLAVÍK: Eygló Kristjónsdóttir Dvergasteini, 92-1458. MOSFELLSSVEIT: Stefán ölafsson Arnartanga 70, 66293 NJARÐVIK: Sigurbjörg Kristjánsdóttir Brekkustig 29, 92-3424 vinnust.,hs. 2807. NESKAUPSTAÐUR: Ingibjörg Finnsdóttir Hólsgötu 8, 97-7239. ÖLAFSFJÖRÐUR: Agnar Vigiundsson Kirkjuvegi 18, 96-62297 heima, -62168 vinnust. ÓLAFSVIK: Rúnar Benjaminsson Túnbrekku 5, 93-6395. PATREKSFJÖRÐUR: Björg Bjarnadóttir Sigtúni 11, 94-1230. RAUFARHÖFN: Sigurveig Björnsdóttir Asgaröi 5, 96-51194. REYÐARFJÖRÐUR: Arni EHasson Túngötu 5 , 97-4265. SANDGERÐI: Guölaug Guömundsdóttir Brekkustig 5, 92-7587. SAUÐARKRÖKUR: Birgir Bragason Hólmagrund 22, 95-5245. SELFOSS: Halldóra Gunnarsdóttir Skólavöllum 7, 99-1127. SEYÐISFJÖRÐUR: Óiafla óskarsdóttir Arstig 15, 2158. SIGLUFJÖRÐUR: Hlööver Sigurösson Suöurgötu 91, 96-71143 SKAGASTRÖND: Sævar Bjarnason Bogabraut 11, 95-4626. STOKKSEYRI: Frimann Sigurösson Jaöri, 99-3215/3105. STYKKISHÓLMUR: Kristin óskarsdóttir Sundabakka 14, 93-8205. SUÐUREYRI: Þóra Þóröardóttir Aöalgötu 51, 94-6167. VESTMANNAEYJAR: Edda Tegeder Hrauntúni 98-1864. VOPNAFJÖRDUR: Hámundur Björnsson Fagrabjalla 15, 97-3253. ÞORLAKSHÖFN: Þorsteinn Sigvaldason Reykjabraut 5, 99-3745. Andastofnar viö Mývatn aö hressast. Röö líffrœðifyrirlestra Margbreytilegar rannsóknir í gangi á sviði líffræði Fyrsti fyrirlestur I röö fyrir- lestra um iiffræöi á vegum hins nýstofnaöa Liffræöifélags tslands veröur haldinn þriöjudaginn 15. janúar nk. kl. 8.30 sd. I stofu 158 i húsi Verkfræöi- og raunvisinda- deildar Háskólans, Hjaröarhaga 2-4. Þá talar Þórunn Þóröardótt- 'ir um frumframleiönibreytingar Imilii ára á hafsvæðum noröan Itslands. ! Liffræöifélagiö var stofnaö á iráöstefnu á vegum Liffræöi- stofnunar Háskólans, sem haldin var i desember, en tilgangur ráö- jstefnunnar var aö veita innsýn i þær rannsóknir á sviöi llffræöi sem stundaöar eru hér á landi. Tilgangur meö stofnun félagsins ! ier aö efla þekkingu á liffræöi m.a. meö þvi aö auka samskipti hinna fjölmörgu aöila sem stunda lif- fræöirannsóknir hér á landi, en einnig aö auövelda tengsl is- lenskra liffræöinga viö erlenda aöila meö svipuö áhugamál. Fæða minks og þorsks Margt athyglisvert kom fram i þeim 35 erindum sem haldin voru á ráöstefnunni og snertu flestar greinar liffræöi sl. læknisfræöi, örverufræöi, erföafræöi, dýra- fræöi, grasafræöi, vistfræöi og- landbUnaöarfræöi.eni samantekt sem blaöinu hefur borist frá félaginu er aöeins stiklaö á stóru. Erindi um dýrafræöi voru 13 talsins, og var viða boriö niöur. 1 erindi um fæöu villiminks kom fram, aö hUn er mjög frábrugðin þvi, sem almennt er talið. Við sjávaráiöuna er aöalfæöan ýmsir smáfiskar i fjöru t.d. marhnUtur, og krabbadýr eru einnig talsvert étin. Fæöuval nytjafiska á vax- andi athygli fiskifræðinga og var flutt erindi um fæöu þorsksins. Fæöuval hans hefur veriö rann- sakaö kerfisbundiö hér viö land i 4 ár. A ráöstefnunni voru lögö fram ýmis gögn úr úttekt á lifriki fjör- unnar umhverfis landib. SU Uttekt var gerö af Liffræðistofnun Háskólans.og náöi allt I kringum landiö. Rækjustofninn i Arnar- firöi var krufinn til mergjar> og viröist sem vaxtarhraöi rækj- unnar þar fari mest eftir stærö árganganna. Batnandi ástand við Mývatn Fuglastofnar viö Mývatn og Laxá voru einnig á dagskrá. Nú ■ má sjámerkiuim batnandi ástand eftir aö andastofnar á Mývatni komust I lágmark um 1977. Sýnt er aö fæðuskilyrði i Mývatni ráöa þar ferðinni. Breytingar á bleikjustofninum i Mývatni má hins vegarrekjatilofveiöi. Tekist hefur aö búa til likan af bleikju- stofninum. Út frá þvi er unnt aö spá um afla eitt ár fram i timann og gera tíllögur um réttar veiöi- aöferðir. ÞrjU erindi fjölluöu um dýralif ásjávarbotni. Eitt þeirra var um botndýralif á Selvogsbanka. AnnaÖ um lif i Lóni I Kelduhverfi senrí er hálfsalt sjávarlón. Þriöja erindið fjallaöi um botndýralif i Hvalfiröi og Skerjafirði, en þær rannsóknir eru geröar vegna mengunarmála. Mengun vatns- falla er sums staðar mikil hér á landi, og á ráðstefnunni var flutt erindi um mengun tveggja varm- áa þ.e. Varmár i Mosfellssveit og Varmár I Hverageröi. Þessar ár eru mjög mengaöar og kom fram aö mengun frá ullarþvottastöö- inni aö Alafossi nær gjöreyðir öllu dýralifi i Varmá i Mosfellssveit, og hitaveitufrárennsli hefur slæm áhrif á dýralif i þessum ám. Hvað verður um hreindýrin við virkjanir? Af öörum erindum um dýra- fræðileg efni má nefna erindi um rannsóknir á hreindýrum vegna fyrirhugaöra virkjunarfram- kvæmda, erindi um flokkun flugna og erindi um þaö hvernig skeldýraungar spinna langa þræöi til aö láta sig svifa meö sjávarstraumum eftir aö lirfu- stiginu lýkur. Loks var rætt nokkuö um lif i nýjum stööu- vötnum i Kelduhverfi, en þessi vötn mynduöst i umbrotunum miklu áriö 1976. Fimm erindi f jölluöu um grasa- fræöi. Hiö fyrsta lýsti árangri fr jókornagreiningar úr vatnaseti i Skagafirði, en þannig hefur gróöurfarssaga Skagafjaröar veriö rakin allt frá isaldarlokum. Næsta erindi lýsti gróöur- breytingum I Surtsey á þeim 16 árum sem liöin eru frá þvi eyjan varð til. 17 tegundir æöri plantna hafa nú numiö þar land. Þriöja erindiö fjallaði um vöxt og fram- leiðni hrossaþara i Breiöafirði, hiö f jóröa um snjódældagróður og hiö fimmta um fléttuflóru ts- lands. 1/2 prósent barna með litningagalla I nokkrum erindum var fjallað um efni sem teljast til frumuli'f- fræöi, erföafræöi, örverufræöi, læknisfræöi og skyldra greina. Sagt var frá grundvallarrann- sóknum á eðli vissra erföabreytinga á bakteriulitningi og korflagninguerfðavisa (gena). 1 öðru erindi var sýnt dæmi um það hvernig erföavisar geta haft áhrif á frjóvgunarlikur kyn- frumna. Einnig var rætt um greiningu litningagalla i fósturfrumum Ur legvatni, en um 1/2% barna sem hér fæöast hafa einhvern litningagalla. Þá var greint frá áætlun um herferö gegn rauöum hundum. Rauöir hundar valda fósturskemmdum, en meö bólu- setningu ailra þeirra kvenna sem ekki hafa mótefni gegn þessum sjúkdómi er taliö aö koma megi i veg fyrir fósturskemmdir af þessum völdum. Ennfremur voruflutt erindi um skort á mót- efninu IgA meöal Islendinga og um samband sjúkdóma, einkum gigtsjúkdóma við vefjaflokka (HLA). Þá var sagt frá athug- unum á sýkli sem talinn er valda hægfara lungnabólgu I lömbum, svonefndri kregöu. Landbúnaöarmál voru talsvert til umræöu. Sagt var frá mælingum á þungmálmum i grasi, rannsóknum á fengitima sauðfjár og rannsóknum á snikju- dýrum i hrossum. Nokkrir aðildar skýröu frá umfangs- miklum beitartilraunum með sauöfé og nautgripi á ræktaöri mýri. Ætlunin . var aö afla upplýsinga um hvernig best mætti nýta ræktað beitiland til kjötframleiöslu. Fylgst var meö gróðurmagni, næringargildi gróðurs, þrifum, fallþunga, vaxtarhraöa gripanna og snikju- dýrasmiti. Niöurstöður benda til að gripir sem ganga á ræktaðrí mýri sumarlangt geti þrifist eðli- lega séu beitarskipti höfð I frammi til aö koma i veg fyrir snikjudýrasýkingar og þess gætt aö beitin sé næringarrik allt sumariö. Forvitnilegt Sem sjá má af þessari upptalninguer margt forvitnilegl aö gerast á sviöi llffræðirann sókna og mun sjálfsagt marga fýsa aö sækja sér meiri fróðleik í fyrirlestra liffræðinganna. Leiðrétting Þegar birt var hér I blaðinu 4. þ.m. bréf til Útvarpsráös frá 20. maf siöast liönum féli niöur i prentun orösending sú til blaös- ins, sem hér fer á eftir. Þeir fjórir menn, sem undir hana rituöu hafa óskaö þess aö þetta sé leiörétt, þar sem einn þeirra fimm manna, er bréfiö sendu til Útvarpsráös, Johann Gunnar ólafsson hæsta- réttarlögmaöur, er látinn: A siöasta fundi Útvarpsráös 28. desember, var samþykkt meö fjórum atkvæöum gegn þremur aö hefja flutning sögunnar Þjófs I Paradís.Þess vegna þykir okkur rétt aö fara þess á leit viö yöur, aö þér birtið bréf þaö, sem hér fer á eftir og sent var Útvarpsráöi siö- ast liöiö vor, þegar mál þetta kom þar til umræðu. Um þaö skal ekki fleira sagt aö sinni. Reykjavik, 31. desember 1979 Broddi Jóhannesson Helgi Hálfdánarson Jón úr Vör Matthias Jónasson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.