Þjóðviljinn - 15.01.1980, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.01.1980, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 15. janúar 11. tbl. 45. árg. Samstaða um efnahagstillögur á tveggja daga íundi miðstjórnar Alþýðubandalagsins: Forseti tslands ræddi i gær við formenn stjórnmálaflokkanna eftir ao Geir Hallgrimsson hafði gefist upp viö þjóöstjórnarmyndun. Búist er við þvi að forseti afhendi næsta manni boltann i dag og er þao mál manna aö þaö verði Alþýöubandalagiö sem næst reynir. Þessi mynd var tekin við upphaf fundar Lúoviks Jósepssonar og dr. Kristjáns Eld- járns i gær. —Ijósm. —gel Verðbólguhjöönun án kjaraskerðingar Almennt var gert ráð fyrir því í gær aö forseti íslands myndi gefa Alþýðubandalaginu kost á að reyna myndun meirihlutastjórnar í næstu umferð. Geir Hallgrims- son . skilaði af sér þjóðstjórnarumboði sínu í gær, og fram hefur komið að einhver andstaða er ennþá í Framsóknar- flokknum gegn áþreifing- um sem átt hafa sér stað milli áhrifamanna í Alþýðuflokki og Framsóknarflokki um minnihlutastjórn þessara flokka. Talið er að slíkur möguleiki sé ekki i stöð- unni eins og er og þvi rétt að Alþýðubandalagið spreyt- i sig% Sennilegt er talið að um verði að ræða vinstri stjórnar viðræður, en síðustu daga hefur einnig orðið vart töluverðs áhuga í Framsóknar- og Sjálf- stæðisflokki fyrir að Alþýðubandalagið hafi forystu um myndun sljórnar þessara þriggja flokka. Viðamikil stefnumótun Alþýðubandalagið hélt tveggja daga miðstjórnarfund um helg- ina. Fyrir fundinum lágu viða- miklar álitsgerðir þriggja starfsnefnda þingflokksins sem starfað hafa frá þvl i upphafi Miðstjórn Alþýðubandalagsins, sem I eiga sæti 4Sfulltrúar var nær fullskipuð á fundunum um helgina. Hér á myndinni ræðast þeir viö í fundarlok Stefán Jónsson alþingismaður, Kjartan ólafsson formaður miðstiórnar og Eðvarð Sigurðsson formaður Dagsbrúnar. — Ljósm. — gel. jLánakjör ; versna I Hörð gagnrýni kom fram á , " frumvarp félagsmálaherra Ium Húsnæðismálastofnun rikisins á Alþingi i gær. Sjá 5. síöu !J vinstri stjórnar viðræðna fyrir jól. Framsögu fyrir áliti þing- flokksnefndar hafði Ragnar Arnalds. Þá var einnig gerð grein fyrir umræðum starfshóps um herstöðva- og þjóðfrelsismál. 1 upphafi miðstjórnarfundarins flutti Lúðvik Jósepsson tveggja klst. ræðu um kosningaúrslitin, stjórnarkreppuna og viðhorfin 1 stjórnmálunum framundan. Tillögugerð til reiðu Verkefni miðstjórnarfundarins var fyrst og fremst að fara yfir og velja úr þeim gögnum sem fram voru lögð þau atriði sem lögð verða fram af hálfu Alþýðu- bandalagsins i stjórnarmynd- unarviðræöunum. Alþýðubanda- lagið lagði fram i upphafi vinstri viðræðna fyrir jól greinargerð um þau atriði sem það taldi nauðsyn- legt að yrðu i hugsanlegum stjórnársáttmála nýrrar vinstri stjórnar. Af ástæðum sem kunnar eru varb aldrei af þvi að lögð væri fram úrvinnsla á þessum ramma. A miðstjórnarfundinum var þing- flokknum falið að vinna áfram á þeim grundvelli sem lagður hefði verið i þessu starfi og á fundi þingflokksins i dag kl. 10.30 verður endanlega gengið frá þeim tillögum sem Alþýðubandalagið er reiðubúið að leggja fram i stjórnarmyndunarviðræðum fái það umboð til stjórnarmyndunar. Aframhaldandi úrvinnsla Miðstjórnin samþykkti einnig að framkvæmdastjórn flokksins héldi áfram úrvinnslu úr þvi mikla hugmyndasafni sem fram var lagt á fundi miðstjórnar og ynni það i hendur flokksráös- fundar sem ákveðið er að efna til i siðustu viku febrúarmánaðar næstkomandi. Fyrstu aðgerðir Tillögum Alþýðubandalagsins i efnahags- og atvinnumálum er skipt i tvennt, það er annarsvegar fyrstu aðgerðir, þar sem gert er ráð fyrir sem stöðugustu gengi og niðurfærslu verðlags og verðbótavisitölu, auk niðurfærslu kostnaðar i atvinnurekstri. Þá eru gerðar tillögur um ráðstafan- ir I málefnum landbúnaðarins og kjaramálum launafólks. I tillög- unum er það meginhugsunin að Framhald á bls. 13 Flokksstjórn Alþýduflokks Meirihluti með . minni- hlutastjórn Flokksstjórn Alþýðuflokksins héit fund I gær og samkvæmt heimildum Þjóðviljans var yfir- gnæfandi meirihluti ræðumanna á fundinum mjög eindregið á þeirri skoðun að helst ætti að stefna aö þvl af hálfu Alþýðu- flokksins aö mynda minnihluta- stjórn með Framsóknarfiokkn- um. Blæs þvl enn sem fyrr ekki sérlega byrlega fyrir myndun vinstri stjórnar með þátttöku stjórnarflokkanna þriggja frá I haust. —ekh. Guömundar- og Geirfinnsmál jyrir Hæstarétti: Ríkissaksóknari hóf málsókn í gærmor gun 1 gærmorgun kl. 10.00 hdf Þórö- ur Björnsson rikissaksóknari sóknarræðu slna fyrir Hæsta- rétti i umfangsmestu sakamálum aldarinnar hér á landi, hinum svonefndu Guðmundar- og Geir- finnsmálum og öðrum sakamál- um sem ákærðu l þessum tveimur morðmálum eru bornir. Ljóst er aö ræðuflutningur rikissaksókn- ara munu taka nokkra daga, enda kom i ljós I gær að sóknarræða hans er ýtarleg og vel upp byggð. Þegar málflutningur hófst í gær voru aðeins tveir sakborninganna mættir fyrir réttinum, þeir Sævar Marinó Ciecielski og Kristján Viðar Viðarsson. Réttarhöldin eru opin og var all* margt manna I sal Hæstaréttar þegar málfkttningur hófst I gær- morgun og svo alveg fullur salur- inn þegar þau hófust á ný eftir há- degiö I gær að loknu hléi. Eins og f yrr segir er ræöa rikis- saksóknara ýtarleg og að dómi leikmanns vel upp byggð. Hún verður einnig mjög löng, enda ekki nema von, þegar þess er gætt, aö málsskjöl munu vera uppáum 25 þUsund blaösiður I A-4 broti. Eru þau bundin. inni bækur sem eru 36 bindi. A föstudaginn var gerðist það að einn af ákærðu i málinu, Erla Bolladóttir, dró fyrri framburð sinn til baka og segist nú aldrei hafa til Keflavfkur fariö 19. nóv- Framhald á bls. 13 Flugleiðir: Verður öllum sagt upp? Sú frétt flýgur mi eins og eldur i sinu meðal starfsfólks Flugleiða að biiið st' að ganga frá uppsagnarbréfum til alls starfsfólks félagsins sem eftirer að segja upp og eigi aðeins eftir að senda þau. Fylgir sögunni að þessi ráðstöfun eigi að þjóna þeim tilgangi að allir starfsmenn- irnir verði lausráðnir i sum- ar svo aö stjórn Flugleiöa hafi fritt spil til að losa sig við þá sem þurfa þykir. Veöur eru nú öll mjög vá- lynd meðal starfsfólksins og þykir þvi félag sitt ekki far- ast vel við það. Margir hafa yfirgefiðstarfsittí fússi eftir uppsagnirnar um daginn þrátt fyrir 3 mánaða upp- sagnafrest og skapar það aukið álag á þá sem eftir eru. Er nii heitasta ósk margra starfsmanna Flugleiða að Alþingi beri gæfu til að sam- þykkja tillögu ólafs Ragnars Grlmssonar um rannsókn á rekstri félagsins. Þeim finnst a.m.k. ekki mikil stjórnviska fólgin i þvl aö fé- lagið fái alla starfsmenn fyr- irtækisins á mtíti sér með hrottalegum aðgerðum eins og umræddum uppsögnum — GFr I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.