Þjóðviljinn - 15.01.1980, Qupperneq 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 15. janúar 1980
MOWIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
(Hgefandt: Útgáfufélag Þjóftviljans
Framkvemdastjórt: Eiöur Bergmann
Riutjórar: Arni Bergmann. Einar Karl Haraldsson
FrétUatJóri: Vilborg Haröardóttir
úmsjónarmaóur Sunnudagsbtaös: Ingólfur Margeirsson
Rekstrarstjóri: Ulfar Þormóósson
Auglvsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson
Afgreióslustjóri: Valþór Hlööversson
Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson. Guöjón FriÖriks-
son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson.
Erlendar fréttir: Jón Asgeir Sigurösson
Iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Jón ólafsson
C'tlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson
Handiita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar.
Safnvöröur: Eyjólfur Arnason
Auglýsingar: Sigrlöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir ölafsson
Skrifstofa: GuÖrún GuÖvarÖardóttir.
Afgreiösla: Einar GuÖjónsson, GuÖmundur Steinsson, Kristln Péturs-
dóttir.
Sfmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir.
Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir
Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir
Útkevrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson.
Ritstjópn, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6. Revkjavfk.slmi 8 13 33.
Prentun: Blaöaprent hf.
Ekki tilefni til
kjaraskerðingar
O í tvö ár má segja að hafi verið í gangi samfelld
kosningabarátta hérlendis. Á þessum tíma hefur hægri-
og milliöf lum i stjórnmálunum orðið vel ágengt með að
sannfæra almenning um að þjóðarbúið sé á hausnum og
nánast spurning um daga hvenær þjóðin verði gjaldþrota
og landið selt á uppboði. Síðan hafa forvígismenn Sjálf-
stæðisf lokks, Framsóknarf lokks og Alþýðuflokks sam-
einast um þá skoðun að til þess að komast út úr vitahring
verðbólguog yfirvofandi þjóðargjaldþrots þurfi að nota
almenna launalækkun sem þá jarðýtu er ryðja eigi
brautina í átt til jaf nvægisástands. Ekki fyrr en þetta er
komið í kring megi taka atvinnureksturinn af fíkni-
lyfjum gengissigs og gengisfellinga eða lækka aðra
kostnaðarþætti eins og vexti.
• Þótt harla lítið haf i komið út úr Geirs-þref i um þjóð-
stjórn verður þó að teljast ánægjuleg nýbreytni að Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur kallað fram nýjan tón í efna-
hagsráðgjöf sem síst var vanþörf á. Það er Hagfræði-
deild Seðlabankans sem hefur leyft sér að benda á
nokkrar augljósar staðreyndir, sem oftlega hef ur verið
drepið á nér í Þjóðviljanum, og telur hún að fram hjá
þeim verði ekki gengið við mótun ef nahagsstefnu. Hag-
fræðideildin bendir á að utanríkisviðskipti hafi haldist
því sem næst í jaf nvægi sl. þrjú ár. Enginn viðskiptaha11i
var tam. á sl. ári og þvi allar framkvæmdir innanlands
kostaðar af tekjum ársins. Gjaldeyrisstaðan batnaði um
14 miljarða króna og hefur sjaldan verið betri. Skuld-
setning þjóðarbúsins útávið og greiðslubyrði af erlend-
um lánum hef ur ekki farið vaxandi og haldið óbreyttum
hlutföllum við þjóðartekjur og útflutningstekjur, og
greiðslubyrðin tam. verið á róli milli 13 og 14% af út-
flutningstekjum. Einkaneysla hefur numið tiltölulega
eðlilegu hlutfalli miðað við þjóðarframleiðslu á þessu
tímabili, eða 62-63%. Jöfnuður lánsf jármarkaðar hefur
batnað verulega og peningalegur sparnaður tekið að
haldast í hendur við verðbólgu. Ríkisbúskapurinn rétti
einnig verulega af á síðasta ári vegna aðgerða vinstri
stjórnarinnar i skattamálum og engin skuldaaukning
varð hjá ríkissjóði við Seðlabankann.
O Eins og vel má greina á of anskráðu þá er þetta engin
gjaldþrotastaða. Enda segir Hagfræðideild Seðlabank-
ans að hér hafi ríkt mikill verðbólguvandi samfara til-
tölulega litlum misvægisvanda þegar á heildina sé litið,
þar til olíuskellurinn reið yfir á sl. ári. En niðurstaða
Hagf ræðideildarinnar er engu að síður sú að út f rá þessu
sé örðugtað réttlæta nema 3-5% kjararýrnun. Bent er á
að viðskiptakjaraskellurinn 1979 og 1980 nemi að mati
Þjóðhagsstofnunar 4,2% af vergum þjóðartekjum og spá
þjóðhagsáætlunar um þjóðartekjur á mann sýni nærri
3% rýrnun á þessum tveimur árum, en rýrnun
kaupmáttar ráðstöfunartekna um 2%. Þá segir að
aðlögun til jafnvægis hljóti að sýna meiri skerðingu á
kvarða kauptaxta, sökum þeirrar uppflokkunar vinnu-
afls, sem jafnan á sér stað. Ennfremur verði að taka
nokkurt tillit til tafa í kerfinu. Heildarskerðing kaup-
máttar kauptaxta ætti þó að takmarkast við 5-6% á árinu
i heild, ef ekkert óvænt komi fram. Og síðan bendir Hag-
fræðideildin á að þessi „aðlögun" sé þegar komin fram á
síðasta fjórðungi 1979, með um 6% kaupmáttarrýrnun
frá ársmeðaltali 1978 eða 1979.
• Hér er því semsagt haldið fram að miðað við stöðu
þjóðarbúsins séu engin rök fyrir frekari kjaraskerðingu.
Viðskiptakjaraskellurinn sé þegar kominn fram í rýrnun
kaupmáttar og ekki hægt að réttlæta það á hagrænum
forsendum að launalækkun sé notuð sem jarðýta til þess
að rjúfa vítahring víxlhækkana. Tillögur millif lokkanna
stefni að mun meiri kjaraskerðingu en efnahagslegt til-
efni sé til. Ráðast verði að endurkasti fyrri verðbólgutil-
efna með ýmsum öðrum hætti og auðvelda atvinnu-
rekstri aðtaka á sig kostnaðarhækkanir án samsvarandi
svörunar í verðlagi.
• Þarna kveður við annan tón en hjá sérfræðingum
Þjóðhagsstofnunar. Þjóðviljinn hefur tilhneigingu til
þess að benda forystumönnum millif lokkanna sem tekið
hafa trú á Þjóðhagsstofnun að hugleiða siðaskipti og
hefja átrúnað á Hagf ræðideild Seðlabankans. Ef til vill
færi þá að rætast úr langvarandi stjórnarkreppu sem
fyrst og síðast á rætur sínar í deilunni um kaupmátt
aimennra launatekna í þjóðfélaginu.
—ekh
Kiippr
i Kjaraskerðing
I Framsóknar
A föstudaginn er Þórarinn
■ Þórarinsson að bera sig upp
■ undan þvi að Þjóðviljinn rang-
færi kjaraskerðinguna sem
leiða myndi af framkvæmd
efnahagstillagna Framsóknar-
flokksins. Þjóðviljinn hefur
haldið þvi fram, að i tillögum
Framsóknarflokksins fælist 1Ö
til 10% kaupmáttarskerðing á
þessu ári, en 5-7% á árinu 1981.
Sjálfir segja Framsóknar-
menn með blessun Þ jóðhagsstof n"
unar að aðgerðir þeirra myndu
hafa i för með sér að kaupmátt-
ur kauptaxta rýrnaði um 5.2%
en kaupmáttur ráðstöfunar-
tekna um 4.2%. Að óbreyttum
Ólafslögum og að slepptum öll-
um efnahagsráðstöfunum yrði
rýrnunin 4.6% og 3.6 á áður-
greindutn þáttum. Samkvæmt
þessu verður aðeins 0.8% munur
á rýrnun kaupmáttar sam-
kvæmt tillögum Framsóknar-
flokksins og þvi sem verða
myndi ef óbreytt ástand héldist,
en þó töluverð lækkun verð-
bólgustigs, að sögn Framsókn-
armanna.
Kaupið fast en
verðlag ekki
Þjóðviljinn hefur bent á að
Framsóknarflokkurinn leggi til
að launabreytingar verði fast-
bundnar en verðlag ekki. I um-
sögn Þjóðhagsstofnunar um til-
lögur Framsóknarflokksins er
þetta að minnsta kosti skilið
svo:
,,Enda er beinllnis gert ráö
fyrir þvi I þriöja liö kjaramála-
tillagnanna, aö þessi skuli vera
launabreytingin, þótt veröbóta-
visitalan aö óbreyttum lögum
fari fram úr þessum mörkum.”
Matið á kjaraskerðingará-
hrifum tillagna Framsóknar-
flokksins fer þá eftir þvi hvað
menn áætla verðbólgustigið, og
hvað hækkun framfærslukostn-
aðar fer langt fram úr fastbund-
inni launabreytingu. Útreikn-
ingar Þjóðhagsstofnunar á til-
lögum Framsóknarflokksins
Ieru fyrst og fremst byggðir á
beinum afleiðingum af tiltekinni
■ kauplækkun og ákveðinni 5-6%
■ gengislækkun i upphafi árs.
Siöan getur Þjóðhagsstofnun i
Ieyðurnar og gefur sér ýmsar
forsendur til þess að geta reikn-
■ að út tillögurnar. Þar eru mörg
Sjálfslælt mat á tHlöfium Framsóknarfloltksins
15 til 19% kjaraskerðing
iá tveimur árum a.m.k.
) aöetns a6 leyfa
i forsendur ut
svolltiö annan
Einar Karl
Haraldsson
svarar
Guðmundi G.
Þórarinssyni
ismal. rlma \iMakninrkun sem
fram er sett um M-rötireytinitur
þe k T 6 og S% arsfjnrðuiiKs
leKa litlo ok larKn tolur þaöan
Nióurstöóur ÞHS eru hins vegar verulega frábrugónar
þessu. Skv. sírnlegum,upplýsingum (sbr. línurlt) leiólr nióur-
talningarferill Framsóknarflokks þannig til 7,8% kjaraskeró-
ingar aó meóaltali 1980, en frá sama grunni til 11,2% skeró-
irvgar””aó meóaltali 1981. t matinu á dæmi 4 og 5 í þeim hug-
myndum, sem hér eru til umsagnar, kemur fram 21% hækkun verólags
næsta hálfa árió án nokkurs eóa aóeins 3% nýs kaupkostnaóartil-
efnis.
ef ...og f jöldi annarra fyrirvara.
En á endanum kemur svo út ein
tala um verðbólgustig og kjara-
skerðingu, sem verður að stóra
sannleik i umræöum þrátt fyrir
öll ef ... og alla fyrirvara.
Óraunhæft
Verði fiskverðshækkun svipuð
og 13% kaupbreyting 1. desem-
ber hjá launafólki þá rúmast
hún ekki innan 5-6% gengis-
lækkunar segir Þjóðhagsstofn-
un, og bætir einnig við að helst
þyrfti að áætla við viðbótar-
verðhækkunum erlendum í út-
reikningsdæminu.
Þjóöviljinn hefur út frá þess-
um forsendum leyftsérað halda
þvi fram að tillögur Framsókn-
arflokksins séu óraunhæfar og i
þeim felist miklu meiri kjara-
skerðing en Framsóknarmenn
vilja vera láta, einfaldlega
vegna þess að verðbólguspanið
verði meira en þeir ætla og
launabreytingarnar fastbundn-
ar samkvæmt þeirra tillögum.
Fleiri vondir
NU hefur Hagfræðideild
Seölabankans einnig lagt mat á
tillögur Framsóknarflokksins.
Orðrétt segir i þvi plaggi sem
lagt var fram i þjóöstjórnarvið-
ræðunum:
„Samkvæmt simlegum upp-
lýsingum (sbr. llnurit) leiðir
niöurtalningarferiU Framsókn-
arflokksins þannig til 7.8%
kjaraskerðingar aö meöaltali
1980, en frá sama grunni til
11.2% kjaraskeröingar aö meö-
altali 1981.”
Niðurstaðan er þvi miklu
meiri kjaraskerðing en Þjóð-
hagsstofnun fær út úr Fram-
sóknardæminu.
En Þjóðviljinn heldur þvi enn
fram að kjaraskerðingin sé i
raun meiri þvf að Hagfræðideild
Seðlabankans tekur heldur ekki
inn í dæmiö ýmsa óvissuþætti
um þróun erlends verðlags og
aðrar breytistærðir sem örugg-
lega hafa ekki eins hægt um sig
og gengið er út frá I útreikning-
unum. Þjóðviljinn heldur þvi
fast viö þá skoðun sina að i til-
lögum Framsóknar felist 15 til
19% kjaraskerðing á tveimur
árum.
En að sjálfsögðu er ekkert
hægt um það að segja hver hef-
ur éett fyrir sér i þessu Fram-
sóknardæmi sem frá upphafi er
óUtreiknanlegt, þótt stofnanir
séu aö reyna að spá i það á
hæpnum forsendum. Reynslan
ein gæti skorið úr þessari þrætu
en það væri of mikið i lagt að
fallast á að framkvæma tillögur
Framsóknar bara til þess að fá
úr þvi skoriö hver hafi rétt fýrir |
sér með kjaraskerðinguna.
Meginmáliðer að tveiróskild-
irog ótengdir aðilar hafa komist
að þeirri niðurstöðu aö I tillög-
um Framsóknarflokksins felist
miklu meiri kjaraskerðing en
Þjóðhagsstofnun og Framsókn-
arflokkurinn vilja vera láta.
Það er þvi algjör óþarfi fyrir
Timann að andskotastUt i Þjóð-
viljann fyrir að hann rangfæri
tillögur Framsóknarftokksins.
Að minnsta kosti eru það þá
fleiri en hann sem eruvondir við
Fr am sókn ar me nn.
—ekh.
og skorid
Athugasemd
hagfrœðings Seðlabankans við blaða-
skrif unt ágreining við Þjóðhagsstofnun
Dagblöö helgarinnar fluttu
mönnum þá nýlundu, aö upp
væri kominn ágreiningur milli
hagfræöideildar Seölabankans
og Þjóöhagsstofnunar um túlk-
un tillöguhugmynda til umræöu
viö tilraunir til stjórnarmynd-
unar. Einkum er bitastætt á
fféttum þessa efnis í Þjóöviljan-
um á laugardag 12. þ.m. og
Morgunblaöonu á sunnudag 13.
þ.m.
Fréttum þessum er það sam-
eiginlegt,aðsagter,eða látiö aö
því liggja, að hagfræöideild
Seölabankans hafi gert sjálf-
stæöa Utreikninga á kjaraskerð-
ingaráhrifum hinna mismun-
andi tillöguhugmynda og fengið
niöurstööur verulega frá-
brugönar þeim, sem Þjóðhags-
stofnun lét frá sér fara. Þetta er
misskilningur og missir marks
um meginefni þess álits, sem
hagfræf*ngurSeölabankans lét i
té. Hagfræöideildin hefur enga
slika útreikninga gert að þessu
sinni. Aö visu hefur deildin
komiö sér um reiknilikani
áþekkrar gerðar og Þjóðhags-
stofnun notar, en það hefur sýnt
mjög svipaðar niðurstöður og
þvi engin ástæöa þess að ætla,
að þaö muni sýna aöra mynd áö
gefnum sömu forsendum og
Þjóöahgsstofnun hefur fengið
upp i hendurnar.
Mergurinn málsins er hins
vegar sá, að hér er um að ræða
reiknillkan til þess að ráða I
sennileg viöbrögö markaöar og
veröákvöröunaraöila eftir
venjubundinni hegðun, miðað
við áorðin kostnaðartilefni og
tlmatafir I kerfinu. Útkoman
sýnir þá væntanlegan feril verö-
lags og kaupmáttar. Stjórnvöld
geta hins vegar tæpast tekið
slíka niðurstööu sem gefna,
heldur hljóta að meta hana út
frá raunverulegum efnahags-
legum og þjóöfélagslegum að-
stæöum. Þegar söðla skal um af
háskalegri veröbólgubraut, get-
ur þaö einmitt orðið meginefni
opinberrar stefnumótunar að
brjótast Ut Ur vítahring vana-
bundinnar verðbólguhegðunar.
Við þau orö, að ekki væri unnt
að taka niðurstöður vélrænna
útreikninga af þessu tagi
alvarlega sem stefnuráðgjöf,
heföi verið ástæða til aö bæta
þvþað slikt væri sjálfsagt heldur
ekki ætlan Þjóöhagsstofnunar.
Hið fyrsta var stofnuninni faliö
að meta tillögurnar á þann
kvarða, sem hér um ræðir og
henni er tiltækur. En i fram-
haldi af þvl vann stofnunin að
víttækari athugunum tillagn-
anna, og lágu niðurstööur þeirra
ekki fyrir, þegar tilvitnuð orð
voru rituð.
Rétt er aö takafram, aö álits-
geröundirritaös var ekki samin
með þaö fyrir augum aö birtast I
fjölmiðlum, en I þvi tilviki heföi
að ýmsu leyti verið ástæða til
fyllri skýringa og fyrirvara.
Reykjavik. 14. janUar, 1980.
Bjarni Bragi Jónsson