Þjóðviljinn - 15.01.1980, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 15.01.1980, Qupperneq 5
Þriöjudagur 15. janúar 1980 WóÐVILJINN — SIÐA 5 jÞjódstjórn jer fyrir bí Þjóöfélaginu er ekki hœgt : aö stjórna meö töhu, V sagöi Geir Hallgrímsson um álit ! Þjóöhagsstofnunar og Seölabanka „Formenn hinna stjórnmála- flokkanna voru með hugann annars staðar og við aðra möguleika, sem þeir vildu ganga úr skugga um, áður en þeir væru reiðubúnir til þess að einbeita sér að samstjórn allra flokka” sagði Geir Hallgrims- son við fréttamann I gær að loknum árangurslausum til- raunum til myndunar þjóð- stjórnar. Ekki vildi Geir spá neinu um aðra möguleika á stjórnar- myndun, afneitaði minnihluta- stjórnarhugmyndum, en sagði að svo kynni að fara að vinstri- stjórnarmyndun yrði reynd næst. Hann kvaðst hafa kannað möguleika ámyndunmeirihluta stjórnar annað hvort með F r a m s ók n a r f 1 okk i eða Alþýðubandalagi en nauð- synlegur undanfari slikra til- rauna hefði að sinu mati verið tilraunin til myndunar þjóð- stjórnar. Geir lagði áherslu á að fjórir fundir sinir meö for- mönnum stjórnmálaflokkanna þriggja sýndu, að allir stjórn- málaflokkar ættu að geta rætt saman og sú niðurstaða hefði sjálfstætt gildi. Byggðir hefðu verið brúarsporðar milli flokk- anna og Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki i neinni einangrun i is- lenskum stiórnmálum. Á fréttamannafundinum út- deildi Geir Hallgrimsson hug- myndum sinum frá við- ræðufundunum ásamt álitsgerðum Seðlabankans og Þjóðhagsstofnunar, sem i Menn voru hugteknir af öðrum möguleikum, sagði Geir um viö- brögð annarra stjórnmálaforingja við þjóðstjórnarhugmyndinni. — Ljósm.: eik. mjög hafa veriö til umræðu. Geir lagði áherslu á að þessar hugmyndir væru ekki tillögur Sjálfstæðisflokksins né heldur hans sjálfs, heldur málamiðl- unargrundvöllur fyrir samstarf allra flokka. Samkvæmt þeim hugmyndum væri verksvið þjóðstjórnar aðallega að gang - ast fyrir breytingum á kjör- dæmaskipun og kosningalögum og ná verðbólgunni niður i 15- 20% fyrir næstu áramót, annars vegar með þvi að draga úr tengslum milli kauplags og verðlags og hins vegar með ströndu aðhaldi i fjármálum og peningamálum. Sagði Geir að það væru sér vonbrigði að ekki tókst að laða menn til mála- miðlunar og samstööu i þessum efnum. Geir var spurður álits á þeirri áráttu stjórnmálamanna og flokka að senda hugmyndir sin- ar og tillögur til Þjóðhagsstofn- unar og Seölabanka til mats og dóma og hampa siðan gæða- stimplum frá þessum stofnun- um framan i andstæðinga og kjósendur. Hann sagðist hafa ýmislegt að athuga við álitsgerð Þjóðhagsstofnunar, en sér hefði ekki unnist timi til þess enn að koma þvi á framfæri við stofn- unina. Hlutverk þessara stofn- ana væri að veita upplýsingar og framkvæma útreikninga, Stefnumótun Alþýöubandalagsins i húsnœöismálum kynnt á Alþingi: sem ekki væru tök á að fá ann- _ ars staðar, og siðan væri það I auðvitað hlutverk stjórnmála- ■ mannanna að meta umsagnirn- | ar. „Reynslan sýnir að þessar ■ stofnanir eru takmörkunum I háðar” sagði Geir ,,og þær J geta aldrei veriö neinn dómstóll ■ i þessum efnum. Stjórnmála- ■ mennirnir verða að kunna að Z nota þessar stofnanir, þær eru I góðar á sinu sviði,en þaö er ekki ■ hægt aö stjórna þjóöfélaginu | með tölvu.” ■ Geir afneitaði sem fyrr hug- ■ myndum um minnihlutastjórn J og utanþingsstjórn. Hann sagði ■ það skyldu alþingis að mynda 1 meirihlutastjórn og hugmyndir ! um myndun minnihlutastjórnar | mættu ekki torvelda myndun ■ meirihlutastjórnar. Hins vegar, ■ ef annað brygðist, þá gæti allt | eins komiö til þess aö Sjálf- ■ stæðisflokkurinn myndaði I minnihlutastjórn eins og ein- hverjir hinna flokkanna. Geir var á fundinum spurður um hvort Alþýðubandalagið í hefði i þessum könnunarviðræð- | um verið tilbúið til þess að leggja „varnarmálin” til hliðar og svaraði hann þeirri spurn- I I ingu neitandi og sagði: „Ég hef | enga heimild til að draga neinar ■ ályktanir hvað það snertir.” Hann svaraði þeirri spurningu ennfremur neitandi hvort Al- þýöubandalagið hefði visvitandi dregið stjórnarmyndunartil- raunir hans á langinn og spurn- ingu um hvort Sjálfstæðis- flokkurinn væri tilbúinn til við- ræðna viö Alþýðubandalagið ef Lúðvik Jósepssyni yrði faliö stjórnarmyndun, sagðist hann aðeins svara þegar og ef hún kæmi frá Alþýðubandalaginu, — ekki frá öðrum. — AI Fjölbreyttara leiguhúsnæði • Aukin fyrirgreiösla viö kaup og endurnýjun á eldra húsnœöi • Félagsleg verktakafyrirtœki fáiforgang í ræðu sinni um húsnæöismál I gær gerði ölafur Ragn- ar Grimsson grein fyrir þeirri stefnumótun i húsnæðismálum sem Alþýðubandalagið telur að móta þurfi framtíðarstefnu i þessum málaflokki. Lagði ólafur Ragnar áherslu á eftirfarandi átta meginatriði: Framtiðarstefna i húsnæðismálum 1. Nauðsynlegt er að stefna i húsnæðismálum miðist við það aö draga úr félagslegum mismun i tegundum húsnæðis, eignarhaldi og hverfaskiptingu. 2. Innan húsnæöismálakerfis- ins verði skapaðir möguleikar til fjölbreytilegra lána, jafnt endur- nýjunarlána sem nýbyggingar- lána. 3. Fjölskyldum og einstakling- um verði auöveldað að flytjast milli ólikra tegunda af Ibúöarhús- næði sem byggt hefur verið á félagslegum grundvelli. 4. Sveitarfélögum verði tryggður aögangur að fjármagni þingsjá til fjölgunar dagvistunarrýma, eflingar húsnæðis fyrir þroska- hefta og öryrkja og til byggingar húsnæðis fyrir aldraða, svo að skortur á sliku dvalar- og þjón- ustuhúsnæði komi ekki I veg fyrir íbúaendurnýjun i eldri hverfum. 5. Félagslegum samtökum verði skapaður forgangsréttur i húsnæðismálum landsins. 6. Húsnæðislöggjöfin auðveldi lánafyrirgreiðslu til þéttingar byggðar til að spara grunnfjár- festingu, stuðla að hagkvæmari lifnaðarháttum jafnhliða eðlilegri varðveislu umhverfis. 7. Húsnæöismálakerfið stuöli að jafnari atvinnu með stöðugum og f jölbreyttum framkvæmdum I byggingariðnaöi. 8. Samtökum launafólks verði tryggöur stjórnunarréttur á þvi sviði er snerti félagslegar ibúða- byggingar. Lánveitingar til kaupa og viðhalds eldra húsnæðis Varðandi lánveitingar til kaupa og viðhalds á eldra húsnæði setti Ölafur Ragnar fram hugmynd um þrenns konar lánaflokka: a) Framkvæmdalán til sveitar- félaga til að standa straum af endurnýjun á hverju hverfinu á fætur ööru i samræmi við sérstakt endurnýjunar- og varöveislu- skipulag. b) Endurnýjunarlán til ein- staklinga sem vildu annast eða skipuleggja endurnýjunina sjálf- ir. c) Lán til kaupa á eldra hús- næði I svipuðu formi og nú gerist, en slik lán þyrftu hins vegar að verða aukiö hlutfall af lánveiting- um til húsnæöismála á næstu ár- um. Breytt stefna varðandi leiguhúsnæði Þá sagði ölafur Ragnar að nauðsynlegt væri að skapa fjöl- breytta þróunarmöguleika leigu- húsnæðis. Benti hann á eftirfar- andi leiöir til að breyta núverandi skipan og breyta viðhorfi fólks til leiguhúsnæðis: a) Sveitarfélög geti byggt leigui'búöir (eina eða fleiri) inn I húsnæði sem að öðru leyti er I einkaeign, en horfið verði frá þvi aö mestu leyti að byggja sérstök leigjendahús. b) Leiguhúsnæði verði ekki eingöngu litlar eða ódýrar blokk- ibúðir, heldur verði einnig gefinn kostur á fleiri tegundum, svo sem tvl- og þríbýlislbúðum, raðhús- um, ibúðum i minni blokkum o.s.frv. c) Leiguibúðir verði ekki aö- eins ætlaðar láglaunafólki.heldur veröi öörum tekjuhópum gefinn kostur á þeim. d) Komið verði á fót kaupleigu- samningum sem skapi möguleika á aö langvarandi leiga veiti jafnt og þétt aukna eignarhlutdeild. e) Lán til kaupa á eldri ibúðum veröi einnig veitt sveitarfélögum i þvi skyni að fjölga tegundum leiguiiúsnæðis. Félagsleg verk- takafyrirtæki Að lokum lagði Ölafur Ragnar á Framhald á bls. 13 legra ibúðarbygginga. Benti Ólafur á, að á árinu 1978 töldu aðeins tvö sveitarfélög sig hafa bolmagn til að standa fyrir bygg- ingu verkamannabústaða. 3) Frumvarpið og drög að reglugerð þess fela i sér aö áfram eru lagðar hindranir á kaup á eldra húsnæði og endurnýjun sliks húsnæðis. Óeðlilegt væri að miða fjárveitingar til þessa málaflokks við þjóðarfram- leiðslu, heldur ættu lánveitingar að miðast við þann húsakost sem fyrir er i landinu. Áhrif verkalýðshreyf- ingarinnar skert 4) Með frumvarpinu er bein aðild verkalýðshreyfingarinnar að stjórn húsnæðismála afnumin og itök og áhrif hreyfingarinnar þar með skert mjög á þessu sviði. Sé þetta furðuleg tillaga i ljósi þess að verkalýöshreyfingin hef- Framhald á bls. 13 Húsnœöismálafrumvarpiö felur í sér veigamikla galla: Lánakjör versna Áfram dregið úr félagslegum íbúðarbyggingum Áhrif verkalýðshreyfmgar í húsnœðismálum skert verulega Við umræöur á Alþingi s.l. mánudag um frumvarp rikis- stjórnarinnar um Húsnæðismála- stofnun rikisins, flutti Ólafur Ragnar Grimsson ýtarlega ræðu þar sem hann gagnrýndi fjöl- marga þætti i frumvarpinu. Lagði Ölafur á það áherslu að til þess að takast mætti að skapa viðtæka samstöðu um frumvarpiö yrði að gera á þvi veigamiklar breyting- ar. Þorvaldur Garðar Kristjánsson sagði að frumvarpið væri mein- gallað, enda engar tillögur i þvi um útvegun aukins fjármagns til hú snæðismálakerfisins. 1 gagnrýni sinni lagði Ólafur áherslu á eftirfarandi 10 megin- atriði: Lánakjör versna 1) Samkvæmt frumvarpinu munu lánakjörin fara versnandiá næstu árum frá þvi sem nú er. Stytting lánstima og hækkun vaxta mun gera lánakjörin all- mikið verri fyrir þorra lán - takenda. 2) Draga mun úr félagslegum ólafur Ragnar Grimsson ibúðarbyggingum,vegna ákvæða er skylda sveitarfélög til að leggja fram 20% af byggingar- kostnaði. Erfið fjárhagsstaða sveitarfélaga útilokar þvi að þau geti gert stórátak á sviði félags-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.