Þjóðviljinn - 15.01.1980, Síða 6
6 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Þriðjudagur 15. janúar 1980
4skák
Umsjón: Helgi ólafsson
Skákþing
Reykjavíkur
er hafið
Skákþing Reykjavíkur
1980 hófst síðastliðinn
sunnudag i Skákheimil-
inu Grensá sveg.
Skákþingið fer að þessu
sinni fram með dálitið
frábrugðnum hætti en
áður þvi flokkaskipting
sú sem um alllangt skeið
hefur verið við lýði er nú
með öllu sieppt og teflt
er i einum flokki 11 um-
ferðir eftir svissneska
kerfinu.
U.þ.b. 80 keppendur hófu
keppni síöastliBinn sunnudag, en
11 keppendur eru þar yfir 2100
stig. Þeir eru þessir:
styrk sinum við með þvi að tefla
bréfskákir.
Fáar verulega góðar skákir
vorutefldar i 1. umferð þvi sviss-
neska kerfið býður upp á gifurleg
an styrkleikamun keppenda i 1.
umferð og reyndar næstu. Einn
hinn yngsti skákmanna, Elvar
Guðmundsson er varð i 3. sæti i
fyrra, tefldi þó skemmtilega
skák:
Hvítt: ólafur Einarsson
Svart: Elvar Guðmundsson
Kóngsindversk vörn.
1. C4-RÍ6
2. d4-g6
3. Rf3-Bg7
4. Rc3-o—o
5. e4-d6
h3
(Gamalt og gott afbrigði sem
Bent Larsen beitti mikið á sinum
tima.)
6. ...-Rbd7
7. Be3-e5
8. d5-Re8
9. Dd2?
(Þessi leikur er engan veginn i
samræmi við uppbyggingu hvits.
Reynslan hefur sýnt að nauðsyn-
legt er að leika 9. g4! sem gefur
hvitum gott tafl.)
9. ,..-f5
10. Bg5-Ref6
11. exf5-gxf5
12. o—o—o-Rc5
13. b4-Rcd7
(Aftur á sama stað en kóngs-
staða hvits hefur veikst tilfinnan-
lega.)
14. h4-a5!
1. Margeir Pétursson TR
2. Björn Þorsteinsson TR
3. Bragi Kristjánsson TR
4. Sævar Bjarnason TR
5. Elvar Guðmundsson TR
6. Jóhann Hjartarson TR
7. Haraldur Haraldsson Mjölni
8. Björn Sigurjónsson TK
9. Þórir Ólafsson TR
10. Jónas P. Erlingsson Taflf.
hans Nóa
11. Benedikt Jónasson TR
Svo gott sem allir þessir
skákmenn unnu i 1. umferð. Þó
má geta þess að Margeir
Pétursson fékk sinni skák frestað,
en hann er að flestra áliti sigur-
stranglegasti keppandinn. Verður
fróölegt að sjá hvort honum auön-
ist nú loks aö vinna skákmót hér á
landi, en hann hefur æði oft orðið
að gera sér að góðu 2, 3, eða 4.
sætið á mótum innanlands. Um
hættulegustu keppinauta hans
þarf ekki að fjölyrða, þeir hafa
þegar verið taldir upp. Af þeim er
einkum gleðilegt að sjá Braga
Kristjánsson aftur 1 keppni, en ég
hygg að það séu ein 5 ár siðan
hann sást siðast að tafli I móti
sem þessu. Hann hefur þó haldið
15. b5-De8
16. Bxf6-Bxf6
17. Rg5-Rc5
18. Bd3-e4
19. Bc2-De5
20. Hh4
20. ...-f4!
(Afgeramdi. NU blasir algert
hrun við hvi'tum.)
21. Rgxe4-Rxe4
22. Bxe4-Bxh3
23. Rbl-Dxe4
24. gxh3-Dxc4+
— Hvitur gafst upp.
Blikkiðjart
Ásgaröi 7, Garðabæ
ónnumst þakrennusmíði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíöi.
Gerum föst verötilboö
SÍMI53468
tJTBOÐ
Rafmagnsveitur rikisins óska eftir tilboð-
um i 12 kV sæstreng yfir Eyjafjörð.
Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu Raf-
magnsveitna rikisins, Laugavegi 118,
Reykjavik, frá og með mánudeginum 14.
janúar 1980, gegn óafturkræfri greiðslu kr.
1000,- fyrir hvert eintak.
Tilboðin verða opnuð kl. 14.00 föstudaginn
7. febrúar n.k., að viðstöddum þeim bjóð-
endum er þess óska.
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
Auglýsingasími
er 81333 DIOBVJUINN
Árnórsson
Björn Arnórsson
Verjum kaup-
gjalasvísitöluna
Visitölubindingu launa er
ætlað það hlutverk að tryggja að
iaunafólk geti á þvl timabili,
sem liður á milli samninga,
keypt þær vörur, sem um var
samið I upphafi samningstima-
biisins. Það skiptir launafólk
nefnilega litlu máli, hvaða
krónutala stendur á iauna-
seðlinum, aðalatriðið er hvað
unnt er að fá fyrir þessar
krónur. Þannig skiptir litlu, þótt
krónutalan hækki um 3%, ef
vöruverð hækkar á sama tima
um t.d. 50-60%.
Hin hliöin á dæminu blasir
hins vegar við atvinnurekand-
anum: Það varðar hann litlu að
hækka laun starfsfólksins um
3%, ef varan sem hann selur (og
starfsfólkið framleiðir) hækkar
samtimis um 50-60%.
Vísitölubinding launa hefur
þvi ávallt veriö þyrnir i augum
atvinnurekenda, sem ætið hafa
barist fyrir skerðingu eða af-
námi kaupgjaldsvisitölu. Arás-
irnar á visitölubindingu launa
hafa sjaldan verið eins hat-
rammar og undanfarin
misseri, en megininntak þeirra
árása er aö gera kaupgjalds-
visitöluna ábyrga fyrir nánast
öllu, sem aflaga fer i islensku
efnahagslifi.
Á hinn bóginn, eða kannski
þar af leiöandi, hefur það ætið
verið stór þáttur I baráttu
verkafólks að verja kaupgjalds-
visitöluna og berjast gegn ýmis
konar skeröingarákvæðum,
sem lögleidd hafa verið til að
klekkja á kaupmættinum. Er
skemmst að minnast 2ja daga
verkfalls launafólks 1. og 2.
mars 1978, er viötæk samstaða
launafólks náðist gegn skerð-
ingarákvæðum þeirn, er stjórn
Geirs Hallgrimssonar leiddi i
lög, og mótmæla samtaka
launafólks gegn þeim skerð-
ingarákvæðum er fólust i svo-
nefndum Ólafslögum — svo
dæmi séu nefnd.
Hins vegar hefur oft verið;
deilt um form kaupgjaldsvisi-
tölunnar I röðum launafólks og á
það ekki hvaö sist við um
siðustu mánuði. En þótt form og
útfærsla kaupgjaldsvísitölunnar
skipti vissulega máli, þá er
aðalatriðið, að ætið náist sam-
staða um að verja kaupgjalds-
visitöluna sjálfa. Það væri mikil
ógæfa, ef deilurnar um útfærslu
visitölunnar yrðu til þess að
veikja stööu launafólks gagn-
vart atvinnurekendum, sem
vilja skerða hana eða afnema að
fullu.
Margt skynsamlegt og óskyn-
samlegt hefur verið sagt og
ritaö um þessi mál. Orð hefur
staðið gegn orði — fullyrðing
gegn fullyrðingu. Skrifin hafa
einatt einkennst af flóknum
talnaröðum eða hugtökum, sem
ekki eru á hvers manns vörum.
Það er meiningin með þessum
greinaflokki, sem mun birtast i
Þjóöviljanum tvisvar til þrisvar
i viku á næstunni,að gera tilraun
til að útskýra ýmis þau hug-
tök sem hæst ber I þessum
umræðum, lita til baka og rifja
upp, hvernig þessu hefur verið
háttað hér fyrr á árum og jafn-
vel bregöa okkur til útlanda og
hyggja að hvort og þá hvernig
laun séu tengd visitölu I öðrum
löndum.
Fjallað mun um spurningar
eins og: Hvað er visitala? Hvað
er vegið meðaltal? Hvað er
framfærsluvisitala og hvernig
er hún fundin? Hver er munur-
inn á framfærsluvisitölu og
kaupgjaldsvisitölu? Hver er
munurinn á krónutölureglu og
prósentureglu? o.fl.
Það er von min að lesendur
eigi auðveldara með að fóta sig i
orðaflaumi þeim er dynur á
okkur öllum um þessi mál eftir
lestur þessara greina.
Siðast en ekki sist: Þótt margt
hafi verið vel gert á ritvellinum
af hálfu þeirra er vilja verja
kaupgjaldsvísitöluna, þá er þaö
vissa min að úrslit þessara
átaka munu ekki ráðast á rit-
vellinum.
Úrslitaorrustan mun háö i
samningum og þvi er brýn
nauðsyn að þekking á þessum
málum nái til sem allra flestra
innan raöa launafólks.
Ef greinaflokki þessum
auðnast að glæöa þá þekkingu
að einhverju leyti, þá er tilgang-
inum náð.
Næsta grein: Gera má visi-
tölu um allt.
GREIN