Þjóðviljinn - 15.01.1980, Side 7
Þriðjudagur 15. janúar 1980 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 7
P-pillur,
Coca-Cola,
rottueitur og
bananar
,, Einu og bestu upplýsingarnar, sem maöur getur gef-
ið fátæku og fáfróðu fólki um verjur, er handfylli af
verjum.° Sama gildir um pilluna. Það borgar sig að
sjálfsögðu að tala við fólkið um vöruna og reyna að
sannfæra það um notagildi hennar. En vilji maður ganga
skynsamlega til verks er nauðsynlegt að demba verjum
og p-pillum yf ir hvern einasta bæ og hvern af kima, alveg
á sama hátt og maður dreif ir skordýraeitri á akra..."
Bangladesh er fátækasta land í heimi. Þar er einn læknir fyrir hverja 200.000 ibúa
Þannig komst R.T. Ravenholt,
yfirmaður bandarisku þróunar-
hjálparinnar US AID, að orði i
viðtali við danska blaðið 'ln-
formation. Viðtalið var tekið á
ráðstefnu um offjölgunarvanda-
mál sem haldin var i Bukarest
1974.
Siðan hefur þessi sami Raven-
holti þrjú ár haft yfirumsjón með
tilraun i Bangladesh og stærir sig
af þvi að notkun pillunnar hafi
aukist um mörg þúsund prósent i
þessu fátækasta landi heims.
„Við höfum ekki efni á að biða
eftir efnahagslegri og félagslegri
þróun „segir Ravenholt.” Með
þessu móti styttum við okkur leið
án mikillar fjárfestingar, með
langtimamarkmið i huga á sviði
heilbrigðismála, atvinnumála og
annarra þróunaratriða.” En
tölurnar sem hann færir fram eru
blekking. Sannleikurinn um þessa
svonefndu „pilludembu” er allur
annar. Og það eru beiskar pillur
fyrir Bangladesh.
Það sem hefur gerst er, að auk-
in notkun pillunnar i Bangladesh
hefur aukið fæðingartiðnina.
Jafnframt hefur hún skaðað
heilsufar hinna vannærðu
kvenna. Grunur leikur á þvi að
ástæðan fyrir aukinni vansköpun
fóstra sé sú, að reynslulausir og
■ ólæsir kaupmenn hafa selt ófrisk-
um konum p-pillur. Það hefur
einnig sýnt sig, að brjóstmylking-
ar bera varanlegan skaða af þvi
að mæður þeirra taka pilluna
meðan þær hafa þá á brjósti.
Bandariskir lyfjaframleiðendur
dæla östrogen-pillum inn i landið,
en þær eru á svörtum lista i þró-
uðu löndunum.
Þetta kemur fram 1 grein, sem
Stephen Minkins, yfirmaður
fæðuáætlunar Barnahjálpar SÞ í
Bangladesh, ritar i timaritið
Frontier, sem gefið er út i Cal
cutta. í greininni segir hann
m.a.: „US AID veitir bandarisk-
um lyfjaframleiðendum hundruð
miljöna dollara og stuðlar þar-
með að þvi að grafa undan heilsu
kvenna og barna undir þvi yfir-
skyni að verið sé að „leysa of-
fjölgunarvandamálið” og „frelsa
konurnar”.
1 læknir á 200.000
íbúa
t áðurnefndu viðtali lýsti
Ravenholt stefnu sinni i þessu
máli, sem þá var engin reynsla
komin á: „Verjur og p-pillur eiga
að vera aðgengilegar allsstaðar.
Tóbaks- og jarðhnetusalar eiga
að dreifa þeim. Það þarf enga
læknisfræðilega þekkingu til að
selja pilluna. Einfaldur spurn-
ingalisti nægir. Hætta á hiiðar-
verkunum er minni fyrir konur i
Asiu en i iönrikjunum, vegna þess
að hjartasjúkdómar eru sjald-
gæfir i Asiu. Við þurfum aðeins að
sjá til þess að þær fái vöruna. Og
ef hún kostar eitthvað verður hún
áreiðanlega notuð.”
„Við verðum að reikna með þvi
að hluti kvennanna fari ekki eftir
leiðbeiningum þegar þær taka
pilluna, en kostirnir eru fleiri en
gallarnir. t öllu falli eru þær kon-
ur fleiri sem pillan verndar.”
Ein aðalröksemd Ravenholts
var sú að i Bangladesh er einn
læknir fyrir hverja 200.000 ibúa.
Það væri alltof dýrt og tæki alltof
langan tima að mennta nógu
marga lækna. Þessvegna ætti að
koma I veg fyrir fæðingar á fljót-
legasta hátt.
Bangladesh sat uppi með þenn-
an „pillupakka” Ravenholts sem
eitt af skilyrðum fyrir fjárhags-
aðstoð frá Washington. Rikis-
stjórn Ziauer Rahman leggur nú
höfuðáherslu á að stemma stigu
við offjölguninni. Ráðgert er að
frjósemin minnki úr 6,4 fæðingum
á konu að meðaltali i 2,6 fæðingar
fyrir 1985, en það er hvorki meira
né minna en rðmlega 60% minnk-
un. Ekkert land hefur áður sett
sér slikt markmið.
Hverjir græða
Pillan hefur ekki gefist vel sem
getnaðarvörn i vanþróuðu rlkjun
um, vegna þess að hana þarf að
taka inn reglulega og forsenda
fyrir réttri notkun hennar er aö
fariðséeftir leiðbeiningunum. En
eitt hefur US AID heppnast: að
koma pillunni á markaðinn.
Nú eru 40.000 milliliðir sem
versla með pilluna i Bangladesh
og hefur enginn þeirra fengið
aðra læknisfræðilega menntun en
stuttan fyrirlestur um almenn-
ustu notkunarreglur.
Enginn þeirra getur gefið
konunum ráð eða leiðbeint þeim.
Þar við bætist að það heyrir til
undantekninga að konurnar kaupi
pillurnar sjálfar. 1 þessu sam-
t'élagi múhameðstrilarmanna eru
það karlmennirnir sem annast öll
nnkaupin. Hættan á að konurnar
fái yfirleitt ekki nokkrar upplýs-
ingar um getnaðarvarnir eykst
enn sökum þess að það er ekki
talið viðeigandi að konur ræði við
eiginmenn sina um tiðir og önnur
slik „einkamál kvenna”.
Enn sem fyrr leggur US AID
aðaláherslu á sjálfa dreifinguna.
En einnnig þar er ástæða til að
setja spurningarmerki. Rann-
sóknir hafa nefnilega leitt i ljós,
að 80% kvenna, sem byrja að taka
pilluna, hætta þvi innan þriggja
mánaða. 90% kvenna eru taldar á
að byrja að taka pilluna strax eft-
ir fæöingu, og það getur haft al-
varlegar afleiðingar. I
Bangladesh hefur hingaö til veriö
álitið að konur sem hefðu barn á
brjósii yrðu ekki ófriskar i 18-24
mánuði. Hléin milli fæðinga hafa
verið aö meðaltali 2.5-3 ár. En
notkun pillunnar á þessum tima
styttir hléin ef konunum er ekki
sagt frá þvi.að óregluleg notkun
hennar auki likurnar á þungun.
Könnun hefur sýnt, að frjósemi
þeirra kvenna sem tekið hafa
pilluna óreglulega er 10% meiri
en þeirra sem hafa aldrei tekið
pilluna.
I áðurnefndri grein segir dr.
Minkins: „Þeir einu sem hagnast
hafa á „pilludembunni” eru
lyfjaframleiðendurnir. A þennan
markað fara afgangsbirgðir af
pillum sem eru á svörtum lista i
þróuðu ríkjunum, enda fær US
AID þær birgðir á niðursettu
verði. Pillan er sett á markaðinn i
Bangladesh ásamt eggjum, Coca-
Cola, rottueitri og banönum. Það
er algjört brot á reglum Alþjóða-
heilbrigðisstofnunarinnar um
dreifingu lyfja.”.
(— ih þýddi úr Information)
Bandaríska þróunarhjálpin US AID dælir p-pillum inn í Bangla-
desh til að/,leysa of f jölgunarvandamálið". Eini árangur þess er
sá/ að lyf jaframleiðendum tekst að losa sig við birgðir af pillum
sem eru bannaðar í þróuðu löndunum.