Þjóðviljinn - 17.01.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.01.1980, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. janúar 1980. GEIRFINNSMÁLIÐ FYRIR HÆSTARÉTTI: Þórður Björnsson, ríkis saksóknari hélt í gær áfram hinni mjög svo hvössu sóknarræðu sinni í Guðmundar- og Geirfinns- málunum, en eins og skýrt var frá í Þjóðviljanum í gær lauk hann sókn í Guð- mundarmálinu á þriðju- daginn og f jallaði því ræða hans i gær um Geirfinns- málið. Hann hóf ræðu sína kl. 10.00 í gærmorgun og lauk þá við á skömmum tíma að fjalla um ýmis þjófnaðar og f íknief namál, sem ákærðu i Guðmundar- og Geirf innsmálunum eru ákærð fyrir. Þvi næst hóf hann málflutning í Geir- f innsmálinu. Samantekin ráð. Það er alveg ljóst, á þeim yfir- heyrslum sem rikissaksóknari las upp i gær, að ákærðu Sævar Ciecielski, Kristján Viðar og Erla Bolladóttir, hann var ekki kominn að máli Guöjóns Skarphéðinsson- ar i gær, höfðu tekiö sig saman um að segja ósatt um Geirfinns- málið ef þau yrðu tekin föst. Virö- Guömundur Ingvi Sigurðsson hrl. verjandi Erlu Bolladóttur t.v. og Jón Oddsson hrl. verjandi Sævars Ciecielskis. (Ljósm. — eik) Ákváðu meinsærið til að gera málið trúlegra ist svo, sem þau hafi ákveöiö að bendla ákveðna menn við málið og hafi verið búin að búa sér til sögu um hvernig málin gengju fyrir sig. Þessi saga kemur fram við fyrstu yfirheyrslur yfir þeim öllum, ekki alveg eins, en mjög lik. Þegar um þetta er rætt, veröur aö hafa i huga að það leið heilt ár frá hvarfi Geirfinns þar til ákærðu voru handtekin og yfir- heyrö og nærri 2 ár frá hvarfi Guömundar Einarssonar. Þess ber einnig að geta, að eftir að Erla Bolladóttir hafði hætt að bendla menn við máliö, sem ekki komu þvf viö.og var farin að segja frá á sama hátt og Sævar, Kristján og siðar Guðjón Skarp- héðinssoaþá var hún spurö að þvi við yfirheyrslu, hvers vegna þau heföu nefnt nöfn Einars Bollason- ar, Sigurbjörns Eirikssonar, Jóns Ragnarssonar, Valdimars Olsen og Magnúsar Leopoldssonar. Svaraöi Erla þvi til, en hún hafði ailt framundir það siðasta við yfirheyrslur nefnt þá Valdimar Olsen og Einar Bollason sem þátttakendur I aðförinni aö Geir- finni, aö þessir menn hefðu ekki gert sér neitt, en þau ákærðu hefðu ákveðið að nefna þessa menn, sem þau nefndu „Klúbb- klikuna” ef þau yrðu einhvern tlmann tekin og yfirheyrð. sagöi Erla Bolladóttir við yfirheyrslu Akæröu sögðust hafa getaö fylgst meö leitinni að Geirfinni i gegnum blöðin i heilt ár, þau sögðust jafnframt hafa vitaö að „Klúbbklikan” væri bendluð við spirasmygl og ætti i vandræöum vegna þess og þvi ákveðiö að nefna nöfn þeirra manna, ef þau yrðu tekin, til aö gera sögu sina trúlegri. Neita og játa. Þórður Björnsson ríkissak- sóknari rakti mjög ýtarlega hvernig gangur mála var við yfir- heyrslur yfir þeim Sævari, Kristjáni og Erlu. Hann rakti fyrst gang mála viö hvarf Geir- finns Einarssonar, en kom þar næst aö þvi er þau Erla og Sævar voru handtekin i desember 1975 vegna póstráns og úrskurðuð i gæsluvarðhald. Þá kom það i Ijós að Sævar var viðriðinn hvarf Guömundar Einarssonar. Eftir að Erlu var sleppt úr gæsluvarö- haldi og komið var fram á árið 1976, tjáði hún rannsóknarlög- reglunni að hún yrði sifellt fyrir önæði ákveöinna manna, sem Trésmiðir — Trésmiðir KAUPAUKANÁMSKEIÐ Námskeið i notkun véla, rafmagnshand- verkfæra og yfirborðsmeðferð viðar hefst i Iðnskólanum mánudaginn 28. jan. 1980 og stendur i þrjár vikur. — Kennsla fer fram mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 17—21 og laugardaga kl. 14—18. Þátttaka tilkynnist fyrir 25. jan. til skrifstofu Trésmiðafélags Reykjavikur, Hallveigarstig 1, simi 27600. Trésmiðaiélag Reykjavíkur Meistarafélag húsasmiða hefðu nokkrum sinnum hringt i sig. Stundum var bara andar- dráttur i simanum en stundum var talað við hana og þá spurt hvort hún væri ekki búin að gera nóg. Þó var henni sagt að henni væri óhætt enn um sinn, fram á vissan dag. Erla var þá spurö við hverja hún væri hrædd og nefndi hún þá til þrjá menn: Sigurbjörn Eiriks- son, Jón Ragnarsson og Einar bróður sinn Bollason. Um þetta var rætt við Sævar og honum ekki sögð nein nöfn, en spuröur hverjir gætu verið að ógna Erlu. Hann taldi þá upp sem ltklega þá sömu og Erla haföi gert og sagöi þá tengda hvarfi Geirfinns Einars- sonar. Hér má skjóta inni að nöfn Magnúsar Leopoldssonar og Valdimars Olsen komu inni þetta nokkru siðar. Samt voru þeir ásamt Einari handteknir fyrst, og siðan Sigurbjörn, en Jón Ragnarsson var aldrei úr- skurðaður i gæsluvarðhald, þótt nafn hans væri nefnt strax i fyrstu atrennu. Þetta kom mörgum ein- kennilega fyrir sjónir við réttar- höldin i gær. Þegar fariö var að yfirheyra Sævar nánar kom upp nafn Krist- jáns Viðars og að hann tengdist málinu. í fyrstu neitaöi Sævar Ciecielski allri þátttöku i Geir- finnsmálinu, spann upp sögu, sem hann svo margbreytti, uns hann játaöi á sig fulla aðild að hvarfi Geirfinns ásamt Kristjáni, Guð- jóni Skarphéðinssyni og Erlu sem vissi hvað fram fór. Sama var að segja með Kristján; hann neitaöi öllu fyrst, en kom með einhverja sögu, mjög ruglingslega, sem hann marg- breytti og þvældi uns hann játaði, og Erla Bolladóttir fór eins aö, neitaði öllu lengi vel, en sagði svo frá öllu sem hún sá og vissi,og bar þvi saman viö lokafrásögn þeirra Sævars og Kristjáns að mestu. Leirmyndin og fleira Þórðúr Björnsson rakti gang fyrstu rannsóknar Geirfinns- málsins. Kom hann þar inná gerð leirmyndarinnar og mannsins sem kom inni Hafnarbúðina i Keflavik og fékk aö hringja, kvöldiö sem Geirfinnur hvarf. 1 þvi sambandi benti hann á, að af- greiðslustúlkurnar i búðinni hefðu verið tvær. önnur sagöist eftir sakbendingu, þar sem Krist- ján Viðar var meöal annarra,ekki sjá I hópnum neinn, sem liktist þeim er fékk aðhringja. Hin sagði að hún hefði alltaf verið óánægö með gerð leirmyndarinnar; hún væri ekki eins og sá sem fékk að hringja. Viö sakþendingu sagöi hún að ef munnsvip leirmyndar- innar væri breytt væri þarna I hópnum einn maður sem litist leirmyndinni og væri sá likur þeim manni sem fékk að hringja. Þetta var Kristján Viðar. Sögurnar Fyrsta sagan sem Sævar sagði af hvarfi Geirfinns var á þá leið, að hann hefði verið á gangi niður Laugaveg, þegar bifreið hefði stoppað og þá voru þar komnir Einar Bollason og Magnús Leo- poldsson undur stýri. Þeir buðu honum upp i bilinn og Einar spuröi hann hvort hann væri til i aö dreifa fyrir þá spira gegn þóknun. Siðar hafði svo Einar aft- ur samband viö hann og fóru þeir ásamt Magnúsi Leopoldssyni og Valdimar Olsen upp i bifreiö. Magnús fór út aö hringja skömmu siðar, kom aftur, sagði þetta hafa „reddast” en að það hefði orðið slys. Sagðist hann ekki hafa þorað að segja frá þessu fyrr af ótta við hefnd. Siðan fer sagan að breytast við hverja yfirheyrslu. Hann sagöist hafa farið með til Keflavikur og nefnir þá að Erla og Kristján hafi verið með. Þá hafi veriö farið um borð I bát.Sigurbjörn Eiriksson og fleiri hafi verið með i þeirri ferð. Sagðist hann hafa séð Kristján Viöar slá þar Geirfinn og siðan sagðist hann hafa séð Magnús og Sigurbjörn drösla honurri útbyrð- is. Þá kemur nokkrum vikum sið- ar eða 8. mai 1976 að I bifreiðinni sem lagði af stað til Keflavlkur hefðu verið Asgeir Hannes Eiriksson, Einar Bollason og Magnús Leopoldsson. Siðar hafi Asgeir farið i bifreið með Sigur- birni og Valdimar. A leiðinni hafi verið talað um að drepa einhvern og Magnús veriö með riffil. Þegar að bryggjunni kom, hafi þeir Sigurbjörn og Geirfinnur komiö upp á bryggjuna og hafi þá Valdi- mar ráðist á Geirfinn en Sigur- björn siðan skotið hann. Svo er það við yfirheyrslu, sem Sævar óskaði sjálfur eftir 27. okt. 1976 að hann fer að nálgast sann- leikann i málinu eins og hann og þeir Guðjón, Kristján og Erla sögðu hann að lokum öll vera. Þá kom sagan um hvernig þau fóru til Keflavikur til að fá aö vita hjá Geirfinni hvar spirinn væri geymdur sem þau ætluðu að stela. Siðan lýsir hann átökunum I Dráttarbrautinni I Keflavik og hvernig dauöa Geirfinns bar að höndum, nema hvað hann segir að Sigurbjörn hafi verið i Kefla- vik. Það var ekki fyrr en 6. nóv. sem hann viðurkenndi að enginn af þeim sem hann hafði nefnt til sögunnar, hefði verið i Keflavik aöfaranótt 20. nóv. 1974, en að öðru leyti staöfesti Sævar söguna hvernig þeir Sævar, Kristján og Guðjón veittust að Geirfinni i Dráttarbrautinni I Keflavik, svo hann hlaut bana af. Siöan lýsti hann likflutningi að Grettisgötu i Reykjavik, þar sem Kristján bjó, og siðan flutningi á liki Geirfinns upp i Rauðhóla þar sem þau kveiktu I þvi og urðuðu siöan. Guðjón er ekki sagður hafa verið meö i þvi. Saga Kristjáns er keimlik sögu Sævars, nema hvað hún er öll miklu ruglingslegri fyrst, en skýrist undír lokin, þegar hann játar þátttöku sina i hvarfi Geir- finns. Sama er að segja með Erlu. Hennar saga er mjög svipuð hin- um, ekki eins ruglingsleg og Kristjáns, en mjög lik samt og verður svo næstum eins og hinna þegar hún játaði að hafa orðið vitni aö átökunum. Sagöist hún siðast hafa séö Geirfinn á hnján- um eftir átökin. Þá hafi Sævar komið til sin og sent sig burt. Hún dvaldi svo i yfirgefnu húsi i Kefla- vik um nóttina, en fékk far með tveimur bifreiðum frá Keflavik til Reykjavikur. Hafa þeir bifreiða- stjórar viðurkennt að hún hafi fengiö með þeim far. I dag heldur Þóröur Björnsson áfram sóknarræðu sinni og fjallar þá um þátt Guöjóns Skarphéöins- sonar og Sigurðar Ó. Hreinssonar i málinu. — S.dór ®ÚTBOÐ Tilboö óskast i þvott á lini o.fl. fyrir ýmsar stofnanir Reykjavikurborgar. Utboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3, Reykjavik. Tiiboðin veröa opnuö á sama staö þriöjudaeinn 12 feb 1980 kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR Fnkirkjuvegi 3 — Sími 25800 ucunan Skrifstofustarf Viö útgáfu Lögbirtingablaös og Stjórnartiðinda er skrif- stofustarf, hálfan daginn, eftir hádegi, laust til umsóknar. Krafist er stúdentsprófs, góðrar Islenskukunnáttu og véi- ritunarkunnáttu. Umsóknir sendist skrifstofu útgáfunnar, Laugavegi 116, fyrir 22. þ.m. Dóms- og kirkjumálaráöuneytiö. 15. janúar 1980.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.